Alþýðublaðið - 30.05.1987, Page 2

Alþýðublaðið - 30.05.1987, Page 2
2 MM9UBLMÐ Simi: 681866 Útqefandi: Blaö hf. Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Blaðamenn: Orn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson og Jón Daníelsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsfminn er 681866 Bandalag kvenna í Reykjavík 70 ára jr I dag eru liðin 70 ár frá stofnun Bandalags kvenna í Reykjavík. Bandalag kvenna í Reykjavík er samband fjölmargra og mjög ólíkra félaga kvenna í höfuðborg- inni, og á sér merka sögu. í dag eru félagsmenn um 14 þúsund í 28 félögum. í tilefni afmælisins hefur Banda- lagið gefið út vandað afmælisrit. f ritinu er meðal ann- ars að finna viðtal við Kristínu Guðmundsdóttur, nú- verandi formann Bandalags kvenna í Reykjavík. Hún segir á einum stað: „Ef ég ætti að nefna eitthvað eitt sem mérfinnst merkilegt í starfi Bandalags kvenna í Reykjavík, þá vil ég helst af öllu nefnasamstöðu af því tagi sem þú finnur meðal kvenna í þessum samtök- um. Það er í rauninni mjög merkilegt á okkar tímum, að fjöldi kvenna af mjög ólíku pólitísku sauðahúsi og með hinar margvíslegustu skoöanir á þjóðmálum, skuli takast að vinna saman að málefnum svo til fyrir- myndar er.“ Dandalag kvenna í Reykjavík varð til á sínum tfma vegna þarfar kvenna til að vinna saman að málefnum til framfara. Tilefni fyrsta fundar kvenna í Reykjavík var að stuöla aö samvinnu milli norðlenskra kvenna og sunnlenskra um útgáfumál. En síðan snerist fund- urinn upp í umræðu um samband kvennafélaga í Reykjavík og framfaramál borgaranna. Það má þannig segja að stefnumörkun Bandalagsins hafi verið lögð þegar á fyrsta fundi þessara kvenna, þótt ýmislegt hafi að sjálfsögðu breyst í starfi félaganna á undan- förnum sjötíu árum. Bandalag kvenna í Reykjavík er í hugum flestra samnefnari fyrir félög kvenna, líknarfé- lög, kirkjukvenfélög, verkalýðsfélög og pólitísku fé- lögin sem samtökin mynda. Fyrir utan almenn þjóð- þrifamál hafa sérstök verkefni Bandalags kvenna í Reykjavík verið að standa við hlið kvenna, gæta hags- muna þeirra og þá ekki sist að styðja við bak þeirra kvenna sem veljast til forystustarfa. Bandalag kvenna í Reykjavík hefur lýst yfir mörgum málefnum sem samtökin vilja beita sér fyrir eins og aukinni fræðslu um vimuefni, fyrirbyggjandi aðgerðir í heilbrigðismál- um, meiri fræðslu um eyöni, kennslu ( heimilisfræði ( fjölbrautaskólum, aðstoð við störf mæðra utan heimilis, og aukinn þátt kvenna ( neytenda- og verð- lagsmálum. m A sjötfu árum hafa miklar framfarir gerst I málum kvenna á íslandi. Stærstu breytingarnar hafa kannski gerst á siðustu tveimur áratugum. En enn er langt í land hvað varðar jafnréttismál. Launamisrétti kynj- annaerenn ríkjandi. Þrátt fyrirstórauknaatvinnuþátt- töku kvenna, eru enn alltof fáar konur í ábyrgðarmestu stofnunum. Enn sitja of fáar konur í sveitarstjórnum og áAlþingi. Einn af neikvæðu þáttum þess að stjórn- armyndunartilraunir Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalista mistókust, er einmitt að sú ríkisstjórn hefði í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins haft yfirbragð jafnréttis, bæði í ráðherrastólum og í framkvæmdum ríkisvalds. Baráttan fyrirauknu jafnrétti kynjanna í is- lensku þjóðfélagi heldur engu að síður áfram. Þar hef- ur Bandalag kvenna ( Reykjavík mikilvægu hlutverki að gegna. Alþýðublaðið sendir Bandalagi kvenna ( Reykjavíkog öllum félagskonum þess blessunaróskir á afmælisdaginn. Jón Daníelsson skrifar HVAÐ ER Á SEYÐI I BOGASALNUM? Þessi eldavél sem flutt var inn frá Sviss upp úr 1930, er meöal muna á sýningunni. Myndin er úr leiðbeiningabæklingi sem fylgdi eldavélinni á sinum tima. Það segir sína sögu að stór hluti sýningarmunanna á sýningu Þjóð- minjasafnsins, „Hvað er á seyði?“, skuli vera fenginn að láni héðan og þaðan frá fólki sem enn varðveitir slíka muni og notar þá í sumum til- vikum enn í dag. Eldhús heimil- anna hafa verið einkaeign kvenna allt fram undir nú líðandi stund og svo sem kunnugt er, hafa störf kvenna aldrei þótt tiltakanlega merkileg, hvorki með tilliti til launa né heldur hefur þótt ástæða til að púkka sérstaklega upp á sögu eða heimildir um störf kvenna. Þetta er að breytast. Konur eru hættar að sætta sig við að syngja bara bakraddirnar í söngleik ver- aldarsögunnar og þessi sýning er út af fyrir sig eitt teikn um þessa þró- un. Þessi sýning er líka um margt allt öðruvísi en þær sögusýningar sem maður á annars að venjast. Hún er t.d. ekki meiri að vöxtum en svo að sýningargesturinn kemst yfir að skoða hana í heild tiltölulega vel áð- ur en þreytan í fótunum rekur hann út úr sýningarsölunum, að næsta kaffihúsi, þar sem hægt er að tylla sér niður með sígarettu og kaffi- bolla. Það sem þó kom mér mest á óvart, var sú hárfína kímni sem ein- kennir þessa sýningu og gerir það að verkum að það er beinlínis skemmtilegt að ganga um hana. Við fjöldamarga sýningarmuni eru límdir litlir miðar með málsháttum, gömlum lausavísum eða öðru sem tengir þessa muni við veruleikann og hugarheim sjáandans. Auk þess var þetta lesefni í mörgum tilvikum svo hnyttilega valið að það hlýtur að vera afar húmorslaus maður sem ekki brosir a.m.k. út í annað, ein- hvern tíma á ferli sínum um sýning- arsalinn. Þeir sem komnir eru á miðjan aldur eða þar um bil munu raunar kannast við langflest á þessari sýn- ingu og hafa séð þessa muni í notk- un. Sumir þeirra sýningarmuna sem fengnir eru að láni úr einkaeign eru í notkun enn í dag. Þannig er því til dæmis háttað um Elektrolux hrærivélina sem kom til landsins í lok síðari heimsstyrjaldarinnar og er enn ekki farin að láta verulega á sjá, þótt hún hafi verið í stöðugri notkun síðan. Sá hluti sýningarinnar sem spannar yfir fyrstu tíu aldir íslands- sögunnar er miklu minni að vöxt- um, enda er sannleikurinn sá eins og vikið var að í upphafi að þessi dæmigerðu kvennastörf hafa aldrei þótt tiltakanlega merkileg og sjálf- sagt hefur þótt minni ástæða til að halda eldhúsáhöldum til haga, en amboðum þeim sem karlmenn not- uðu við störf sín, eftir að farið var að safna saman ýmsum gripum sem persónugera söguna. Þótt smekkur fólks fyrir dægra- dvöl sé vissulega nokkuð misjafn má nokkuð örugglega gera ráð fyrir að jafnvel þeir sem að öðru jöfnu hafa ekki sýnt eldhússtörfum veru- legan áhuga, muni hafa gaman af að skoða sýninguna í Bogasalnum. Sýningarskráin er líka bæði vönd- uð og ítarleg. Hallgerður Gísladóttir, þjóð- háttafræðingur, safnaði munum til þessarar sýningar og sá um upp- setningu hennar að mestu leyti, auk þess sem hún er höfundur sýningar- skrár. Vonandi setur hún upp fleiri .sýningar í þessum dúr á næstunni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.