Alþýðublaðið - 30.05.1987, Side 7
Laugardagur 30. mal 1987
Texti: Jón Danlelsson
A-mynd: Róbert
7
Byggingafulltrúinn í
Reykjavík, Gunnar
Sigurðsson, viðurkennir
mistök og slœr til baka í
viðtali við Alþýðublaðið.
ur sem talsvert hefur komið við
sögu í þessari umræðu, hefur talað
um fúskara í faginu, hönnuði sem
selji sig byggingameisturum. Hann
segir að þessir menn láti bygginga-
meistarana segja sér fyrir um
hversu mikil, eða öllu heldur hversu
lítið járn skuli setja hér eða þar.
Síðan segir Gunnar Torfason að
teikningar frá þessum mönnum
þœr renni hér í gegn um embcettið
bœði fljótt og auðveidlega. Þetta
má setja ísambandi við það sem nú
er komið á daginn að starfsmaður
þinn, Hallgrímur Sandholt, teikn-
aði burðarvirki í húsið við Bílás-
höfða 18 en Þráinn Karlsson, fyrr-
verandi starfsmaður þinn, sem nú
rekur eigin verkfræðistofu úti í bœ,
skrifaði undir teikninguna. Þegar
þetta er sett í samhengi við það sem
Gunnar Torfason heldur fram, þá
vak'nar óhjákvæmUega sú spurning
hvort það séu til óeðlileg sambönd
milli hönnuða úti í bœ, sem séu vís-
vitandi að svindla á stöðlum og
reglugerðum og hins vegar manna
hér hjá embœttinu sem fara yfir
þessar teikningar.
Þetta er erfið spurning. Okkar
þjóðfélag er ekki stórt og menn
þekkjast. Ég hef ekki orðið var við
þessi sambönd. Þetta eru stóryrði
— og kannski hnyttiyrði. Ég las nú
ofurlítið annað út úr þessu en þú.
Gunnar Torfason er reyndar að ráð-
ast á tæknifræðinga þótt hann
minnist ekki á það berum orðum.
Hann talar um fúskara í hönnuða-
stétt og það hefur borið á því hjá
mörgum verkfræðingum að tækni-
fræðingar séu þarna á dálítið iægra
plani en verkfræðingar.
Ég held að Gunnar eigi nú, þegar
grannt er skoðað, ákaflega erfitt
með að koma með bein dæmi.
Þetta ákveðna atriði þarna tel ég
mikinn trúnaðarbrest. Ég hef lagt á
það áherslu við mína menn sem eru
að vinna við teikningar að ég fengi
að sjá allar þeirra teikningar og
stimpla þær sjálfur. Það er ansi
mikil freisting að geta fjallað um
þetta allt sjálfir, þótt auðvitað sé
það misjafnt hvernig menn eru
gerðir.
Auk þess hafa menn átt að fá
leyfi bæði hjá þér og borgarverk-
fræðingi fyrir hvert einstakt verk,
er það ekki rétt?
Jú, jú, þarna hefur orðið viss
breátur.
Eru fleiri dœmi þess en þetta eina
sem nú er orðið uppljóst að verk-
frœðingar úti í bœ hafi skrifað upp
á verk fyrir starfsmenn hér.
Nei mér er ekki kunnugt um að
þetta hafi komið fyrir nema í þetta
eina skipti.
En eru dœmi um einhver svipuð
mál?
Menn hafa unnið saman. Ég get
nefnt byggingafræðinginn hjá mér
sem vinnur dálítið á arkitektasvið-
inu. Hans verk fara fyrir byggingar-
nefnd. Hann hefur skrifað á verk
með bróður sínum og öðrum fé-
laga. Þeir hafa verið þrír um þetta.
Áttu við að byggingafræðingur-
inn kynni að hafa unnið verkið og
fengið hina til að skrifa upp á það
með sér?
Hvernig svoleiðis samspil fer
fram get ég auðvitað ekki fullyrt.
En mér er eins og ég sagði ekki
kunnugt um fleiri beinar uppá-
skriftir en þessa einu.
Og varðandi það mál, þá vissi ég
ekkert um það fyrr en ég heimtaði
útreikninga hjá Þráni Karlssyni að
það var ekki hann heldur Hallgrím-
ur Sandholt sem hafði hannað
þetta burðarvirki.
Þannig að þessi dæmi gœtu verið
fleiri án þess að þú vissir af því?
Þau gætu verið það.
Og þú þekkir ekki til þess að
teikningarfrá ákveðnum verkfrœð-
ingum eða tæknifræðingum hafi
fengið fljóta og góða afgreiðslu hér
hjá embættinu?
Nei, ég þekki ekki til þess. En það
er nú opinbert til dæmis að verk-
fræðistofa Gunnars Torfasonar
fékk áminningu hjá byggingar-
nefnd um daginn. Það var fyrir að
leyna embættið hérna ákveðnum
hlutum. Það er trúnaðarbrestur, en