Alþýðublaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 30. mal 1987 Mennjngarhátíð á ísafirði í NÝJU FLUGSTÖÐINNI ER BANKI ALLRA LANDSMANNA Landsbanki íslands býður alla bankaþjónustu í nýju flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. I brottfararsal er opin afgreiðsla atla daga frá kl. 6.30-18.30. Áhersla er lögð á gjaldeyrisviðskipti, ferðatryggingar og aðra þjónustu við ferðamenn. Á næstunni opnar svo fullkomið útibú á neðri hæð byggingarinnar. Afgreiðslan í gömlu flugstöðinni verður starfrækt með hefðbundum hætti. Við minnum einnig á nýja afgreiðslu á Hótel Loftleiðum, þar sem m.a. er opin gjaldeyrisafgreiðsla alla daga frá kl. 8.15-19.15. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra efnir til menningar- hátíðar á Isafirði i samvinnu við bæjarstjórn ísafjarðar dagana 3.—6. júní n.k. Þessi M-hátíð á ísa- firði verður með mjög líku sniði og M-hátíðin sem efnt var til á Akur- eyri á liðnu sumri. Á M-hátfð verður m.a. frumflutt nýtt leikrit eftir Njörð P. Njarðvlk. Menntamálaráðherra hefur lýst því yfir, að tilgangur með M-hátíð- um sé að vekja athygli á varðveislu tungunnar, og einnig að vekja at- hygli á þeim menningararfi sem byggðirnar geyma. Þótti sýnt með M-hátíðinni á Akureyri í fyrra, að full þörf er fyrir sérstakar menning- arhátíðir í byggðarlögum með stuðningi menntamálaráðuneytis- ins, enda komu þá fyrir almanna- sjónir menningarverðmæti, sem alltof oft eru látin liggja í láginni. Má í því sambandi minna á yfirlits- sýningu á málverkum frá akur- eyrskum heimilum, sem vakti mikla athygli. Auðvitað setur hver staður sinn svip á M-hátíð, og svo verður um hátíðina á ísafirði, sem tengist Vest- fjörðum öllum, eins og hátíðin á Akureyri tengdist Norðurlandi eystra. M-hátíðin á ísafirði hefst á mið- vikudagskvöld 3. júní með sýningu Leikfélags Flateyrar á leikritinu Orðabelgur í sal grunnskólans á ísafirði. Daginn efti'r, á fimmtudag 4. júní hefst sýning á málverkum úr Listasafni íslands í frímúrarasaln- um á ísafirði. Menntamálaráðherra mun flytja ávarp við það tækifæri ásamt bæjarstjóranum á ísafirði Haraldi L. Haraldssyni. Þá syngur Guðrún Jónsdóttir nokkur lög. Sýningin verður opin frá kl. 20.00 til 22.00 og kl. 15.00—18.00 og kl. 20.00—22.00 um helgar til 15. júní. Þarna verða sýnd verk eftir gamla og nýja meistara. Um kvöldið setur svo menntamálaráðherra M-hátíð- ina formlega í Félagsheimilinu í Hnífsdal, áður en frumsýning hefst á nýju íslensku leikriti Þjóðleik- húss, „Hvar er hamarinn?“ eftir Njörð P. Njarðvík. Tónlist við leik- ritið samdi Hjálmar H. Ragnars- son. Leikstjóri er Brynja Benedikts- dóttir. Leikmynd og búningar eru eftir Sigurjón Jóhannsson. Með hlutverk fara Erlingur Gíslason, Lilja Þórisdóttir, Randver Þorláks- son, Örn Árnason, Ólafur Örn Thoroddsen, Valgeir Skagfjörð, Eyþór Arnalds, Kristrún Helga Björnsdóttir og Herdís Jónsdóttir. Föstudaginn 5. júní hefst dag- skrá kl. 18 í félagsheimilinu í Hnífs- dal með sýningu fyrir unglinga og fullorðna á verki Njarðar P. Njarð- vík, „Hvar er Hamarinn?“ Um kvöldið verður svo efnt til sam- felldrar dagskrár í Alþýðuhúsinu á ísafirði, en flutning dagskrár ann- ast félagar úr Litla leikklúbbnum. Tónlist er undir stjórn Jónasar Tómassonar. Stjórn dagskrárflutn- ings annast Oddur Björnsson. Flutt verður efni úr skáldverkum eftir Vestfirðinga og vestfirsk tónlist. Má nefna upplestur úr „Söguköflum af sjálfum mér“ eftir Matthías Jochumsson, samlestur úr „Krist- rúnu í Hamravík" eftir Guðmund G. Hagalín, sögu eftir Fríðu Sigurð- ardóttur og leikþátt úr „Manni og konu“ eftir Jón Thoroddsen. Um kvöldið verður hátíðardansleikur í Sjálfstæðishúsinu, og hátíðardans- leikur fyrir unglinga í Félagsmið- stöðinni Sponsið. Laugardaginn 6. júní verður efnt til sérstakrar hátíðardagskrár í fé- lagsheimilinu í Hnífsdal kl. 14.00. Stjórnandi dagskrár verður Þor- valdur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs Alþingis. Kristinn Jón Jónsson forseti bæjarstjórnar á ísa- firði flytur ávarp, en síðan mun Sverrir Hermannsson flytja erindi um Jón Sigurðsson forseta og Vest- firðinga. Þá Ieikur Anna Áslaug Ragnarsdóttir einleik á píanó, Björn Teitsson, rektor, flytur erindi sem nefnist „Framtíð íslenskrar tungu“. Eftir kaffihlé, sem gert verður að lokinni ræðu rektors, flytur Sigfús Daðason, skáld, er- indi um Stein Steinarr, skáld. Helgi Þorláksson, cand. mag., flytur er- indi um Jón Indíafara, en að því búnu les Guðmundur Ingi Krist- jánsson, skáld á Kirkjubóli, ljóð eftir sig. Hátíðinni lýkur með því að Sunnukórinn á ísafirði syngur und- ir stjórn Beata Joó. Fyrirhugað er að útvarpa beint frá hátíðarhöldunum, einkum dag- skrá á föstudag og laugardag. Er þess að vænta að Vestfirðingar fjöl- menni til M-hátíðar á ísafirði, einn- ig þeir sem á brott eru fluttir. Utanríkisþjónustan: Sendiherraskipti Þórður Einarsson, sendiherra, mun í haust taka við starfi sendi- herra íslands í Stokkhólmi. Sveinn Björnsson, sendifulltrúi í London, hefur verið skipaður sendiherra í utanríkisþjónustu ís- lands frá 1. október n.k. og mun hann þá taka við starfi prótókoll- stjóra utanríkisráðuneytisins og fastafulltrúa íslands hjá Evrópu- ráðinu. Árbæjarsafnið opnað Árbæjarsafnið opnar á sunnu- daginn, 31. maí. í sumar verður safnið opið frá kl. 10—18. Meðal nýjunga hjá safninu er sýning á gömlum slökkviliðsbílum, sýning um fornleifauppgröft í Reykjavík og sýning á Reykjavíkur- líkönum. Verkamannabústaöir: Eigendur íbúða stofna samtök Hinn 1. maí 1987 voru stofnuð í Reykjavík „Samtök eigenda íbúða í verkamannabústöðum“. Tilgangur samtakanna er að gæta hagsmuna félagsmanna sem forsvarsaðili gagnvart löggjafar- og framkvæmdavaldi og veita félags- mönnum sínum ráðgjöf. Samtökin eru landssamtök. Að- ildarrétt á sérhvr eigandi íbúðar í verkamannabústað og umsækjend- ur slíkra íbúða. Framhaldsstofnfundur samtak- anna verður haldinn í sumar, þegar fyrir liggur félagaskrá og drög að lögum samtakanna hefur verið kynnt félagsmönnum. Stjórn samtakanna hefur opnað skrifstofu að Smiðjustíg 13, Reykjavík, sími 623420. Skrifstofan er opin mánudaga til föstudaga kl. 10—12 og 14—17. Lögfræðingur samtakanna hefur simaviðtalstíma alla virka daga kl. 13—16 í síma 15408.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.