Alþýðublaðið - 30.05.1987, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 30.05.1987, Qupperneq 15
Laugardagur 30. mal 1987 15 Von Veritas í Danmörku: SKULDAR 70 AÐILUM UM 50 MILUÓNIR Stœrsta skuldin um 20 milljónir en minnstu reikningarnir allt niður í 2 þúsund. Bókhald í ólagi. Engar greiðsluáœtlanir. Enginn leyndar- hjúpur yfir staðreyndum slíkra mála í Danmörku. íslensk-danska afvötnunarstöðin Von Veritas fékk greiðslustöðvun sina framlengda um þrjá mánuði á mánudaginn. Það er þó alls óvíst hvort unnt verður að halda rekstri stöðvarinnar áfram eftir að greiðslustöðvun lýkur. Skuldirnar nema alls hátt í 50 milljónum ís- lenskra króna og Ijóst er að kostn- aðaráætlanir sem gerðar voru í upphafi voru óraunhæfar með öllu, auk þess sem gerð hafa verið alvar- leg mistök í rekstrinum. Dönsk blöð hafa fjallað talsvert um yfirvofandi gjaldþrot stöðvar- innar og því var m.a. nýlega slegið upp á forsíðu blaðsins „Ny dag“ að einn forsvarsmannanna, Björgólf- ur Guðmundsson, væri flæktur í stærsta og alvarlegasta fjármála- hneyksli íslandssögunnar. Tvö fyrirtæki Von Veritas er eiginlega tvö fyrir- tæki. Annars vegar meðferðarstöð- in sjálf sem ber þetta nafn og hins vegar er um að ræða sjálfstætt félag um húseignir þær sem meðferðar- stöðin er rekin í. Samkvæmt frá- sögnum dönsku blaðanna eru hús- eignir þessa félags veðsettar fyrir a.m.k. tvöfaldri þeirri upphæð sem hugsanlegt er að fengist fyrir þær. 8,6 milljónir danskar Samtals nema skuldir félaganna beggja um 8,6 milljónum danskra króna, eða rétt um 50 milljónum ís- lenskum. Á eignahliðinni er nokkru fátæklegra um að litast. Þar stend- ur fyrst og fremst húseignin, sem metin er á þrjár og hálfa danska milljón, sem svarar til um tuttugu milljóna islenskra króna. Alþýðublaðinu hefur borist listi yfir þessar skuldir og er á honum að finna samtals upp undir 70 nöfn ýmissa aðila sem telja til skuldar hjá meðferðarstöðinni og húseign- arfélaginu. íslensk nöfn á listanum Tvö íslensk nöfn er að finna á skuldalista Von Veritas. Fyrirtækið skuldar Gunnari Rósinkranz, 75.000 kr. danskar og Pálma Benediktssyni, sem búsettur er í Danmörku, ríflega sex þúsund danskar krónur. Það virðist því ekki vera bara stóru reikningarnir sem hafa verið látnir mæta afgangi. Á Iistanum er reyndar einnig að finna smáskuldir, allt niður í 500 kr. danskar, eða innan við 3000 ís- lenskar. Óraunhæfar áætlanir Svo virðist nú sem þær áætlanir um rekstur meðferðarstöðvarinnar sem gerðar voru í upphafi, hafi ver- ið afar óraunsæjar og jafnvel gerð- ar með það fyrir augum að afla trausts lánveitenda. Lagt var í gífurlegan kostnað við innréttingar í húsinu og Carl Jessen hjá fyrirtækinu „Rosningen sav- værk“ segir í viðtali við eitt dönsku blaðanna að unnt hefði verið að spara milljón danskar krónur, eða ríflega tíunda hluta heildarskuld- anna, á byggingaframkvæmdun- um. Stjórnendur Von Veritas vissu, að sögn sama blaðs, þegar fram- kvæmdirnar stóðu yfir, að ekki væru til peningar til að borga iðn- aðarmönnunum, en engu að síður létu þeir framkvæmdirnar halda áfram. Dönsku verktakarnir eru yf- ir sig hissa á þessum hugsunar- hætti, en hann þarf kannski ekki að koma íslendingum jafn mikið á óvart. Peningarnir fóru í skattinn Ástæðan fyrir því að dönsku verktakarnir gáfust endanlega upp á margsviknum loforðum forráða- manna Von Veritas, var sú að þeir komust að raun um að fram- kvæmdastjóri Von Veritas, Ebber Christensen, hafði, þvert gegn fyr- irmælum stjórnar fyrirtækisins, tekið þá peninga sem áttu að renna til verktakanna og greitt dönskum skattyfirvöldum. Hér var um að ræða eina milljón danskra króna, sem hefði dugað til að greiða iðnaðarmönnunum uin helming þess sem þeir áttu inni. Þegar þetta kom í ljós, ákváðu iðn- hos Von Veritas Skylder seks miH kroner væk efter et halvt ars En n»*í«rc repiáJ'x'i Bctundlmpo lobcl af npaibcpki «» : Vnnp xcVn milli úmpcllln ■lighxlM p* gc Guldbr retter kritik mod Von Veritas. ÍBobestyrer ouucaij'iv" ■ -- Ledelsen af centret Htryæret for dáriig belalc 30 proccnl a( gxldcn Nul konkurS ul hind*xiVerne. rom d Mjchacl Lunoe mc fenlc afdiag. Dc 30 pioccm d,IeVl«« Ebhc Chncic 'ivarertUca. 600.000Vi. CI 1(jdl nlb.ice. t<> Sat for hojt hjndlcdc niud 'in t-c Saccn cndic i (Vificiellcn. dj han acndie l chacl Lun<<c fu Kobcnhj< n dcl f« at bclatc ul bobcdytei. MKhael Lun<<c ne cl, ikal nu mdcn 25. ma) J(C''« . DiicVnn ; ^4 om.VonVcnU'i VcMciboig otdcmlicl ' kan oveitcve dcn oknnomi- jJdan tkc Vn<c AdvoVaicn ei Ijngi en n* lci'./^T> (,a iilficds mcd pljnlxgmn- ^ AUcicdc mcns, byggencl Ul , *igc :Von Veiiu»<enlicl i Vetlei- n**' boig ’rtod pl. *a« ledcUen , ceni Tage. ved næsen Da Ebbe Chriítensen lild- j.llc[ hvad Ny Dag eifa le til lom diiekioi. miuc han V1due Von Veriias alten aammcn mcd lcdclven lxfgc mcns byggcncl stod pl, hell uicalimvkc budgellci. Vavven vai lom. nw" alligi If palicnlci Wcv hl, icdclven ladcl hind' kcine foiivxue a'be) ke palienlci lil Dcifoi folet de involvci andlingvccnlicl hindvxikcine ug godi ií foihlnd. cn grundigt ugcl ved nxven íed pjcbUVVclig.——Vdn Vcriia* aial de»< af bobe-_''juveujnclbygguictudi Vokat'-Michaclrf. et budccl. og dcl ‘ foid da d.icklö, Lbbc < ii tlandKde foi llensen , cflciiiel 1VS6 len beialmgeine (|| al ccnlicl fik *tyt p ollandske hind- Ovonomi nu med cl kiav tbbe Oiritlentcn bli lo millionci vio- uenie mcd betlyicl labcl. lUndvxi- Von Veniat omknng d ovci ai fi ccniici jf cenl(el og han ,ndv ikun. men (oic- rinlfsvediapnl 'on Venlat og *■", ’ .. de. |‘ki,Ut'i RV°unm'. cn óíd.c f.a bctfy.clte han. og idag tkal nlfort meie Vapiial. I cl tkal oveilcvc. fia Rotningen e al fotvektle Vuclikabct) ct MvxiVcic. Ilan Vcnus hji >sen til Naksko Dönsku dagblööin hafa flutt margar fréttir um yfirvofandi gjaldþrot Von/Veritas I Danmörku og sum þeirra notaö stór lýsingarorð. aðarmennirnir að bíða ekki lengur og þeir lögðu inn beiðni um að Von Veritas yrði tekin til gjaldþrota- skipta. Ekki mikið til skiptanna Bústjóri sá sem danski skipta- rétturinn setti yfir Von Veritas, hef- ur ráðið iðnaðarmönnunum frá því að krefjast gjaldþrots á þeim for- sendum að þeir muni ekki ná fjár- munum sínum á þann hátt. Bú- stjórinn, Michael Lunoe, telur sem sagt ekki mikið vera til skiptanna, ef meðferðarstöðin yrði nú tekin til gjaldþrotaskipta. Kröfur iðnaðarmannanna sem fóru upphaflega fram á gjaldþrot- ið, námu um tveim milljónum danskra króna, eða tæpum fjórða hluta af því sem skuldirnar reynd- ust vera þegar allt hafði verið talið. AB-finans stærsti kröfuhafinn Stærsti kröfuhafinn í þessu máli er fyrirtækið AB-finans, sem er fjárfestingarfyrirtæki Amager- bankans í Kaupmannahöfn. Skuld- ir Von Veritas við þetta fyrirtæki nema alls hátt á fjórðu milljón danskra króna og eru til komnar einkum af tveim ástæðum. Annars vegar lagði fyrirtækið talsvert fé í undirbúning að stofnun meðferðar- stöðvarinnar og hins vegar hefur það lánað einstaklingum fyrir með- ferðarkostnaðinum. Lyfjareikningurinn ógreiddur Af skuldalista fyrirtækisins að dæma virðist sem enginn greinar- munur hafi verið gerður á því hvaða reikningar voru greiddir og hverjir ekki. Áður er minnst á mjög lága reikninga sem ógreiddir eru, en á listanum eru líka ýmsir aðilar sem meðferðarstöðin hlýtur óhjá- kvæmilega að þurfa að hafa tals- verð viðskipti við og kemst því varla hjá að gera upp við nokkuð reglu- bundið. Meðal þessara aðila eru t.d. lyfjaverslun ein sem Von Veritas skuldar nú um 25 þúsund kr. dansk- ar. Einnig má nefna að mjólkurbú eitt er á skuldalistanum. Upphæð- irnar benda til að hér sé um nokkra uppsöfnun að ræða, sem aftur bendir til að efnahagsstaða Von Veritas hafi verið orðin mjög slæm, fyrst ekki var einu sinni unnt að greiða slíka reikninga. Tvær milljónir útistandandi I skýrslu Michaels Lunoe, sem skiptaréttur skipaði bústjóra með- an á greiðslustöðvuninni stendur, kemur fram að Von Veritas á úti- standandi um tvær milljónir danskra króna, í vangoldnum með- ferðargjöldum. Skuldunautarnir eru sem sagt fyrrverandi sjúklingar stöðvarinnar. Ekki kemur fram í skýrslunni hvort félagið hafi full- nægjandi tryggingar fyrir því að þetta verði greitt. I dönskum blöð- um hefur á hinn bóginn komið fram að vegna dræmrar aðsóknar að stöðinni í upphafi hafi verið brugðið á það ráð að ganga ekki hart eftir greiðslum. Fyrir þetta hefur nú verið tekið með öllu af hinum nýja bústjóra og nú munu engir sjúkiingar vera tekn- ir inn nema gjöldin séu greidd. Fari svo að þessar útistandandi skuldir fáist að lokum greiddar, nema þær tæpum fjórðungi heild- Jón Daníelsson skrifar arskuldanna, en séu húseignirnar taldar með, eiga fyrirtækin í sam- einingu fyrir ríflega helmingi skuld- anna. Bókhaldið í óreiðu í skýrslu bústjórans er vikið að bókhaldi og það talið hafa verið af- ar illa fært. Samkvæmt skýrslunni virðist ekki hafa verið unt eiginlegt bókhald að ræða, heldur einungis færslur yfir það sem fór inn og út úr kassanum. Öll áætlanagerð varðandi greiðslur og önnur fjármál var þar af leiðandi lítil eða nánast engin. Enginn þagnarhjúpur Fyrir fjölmiðlamenn, sem hafa þann starfa að miðla upplýsingum til almennings, er einkar fróðlegt að bera saman afstöðu danskra og ís- lenskra yfirvalda og fyrirtækja í málum af þessu tagi. Þegar Al- þýðublaðið hringdi til hins nýskip- aða bústjóra, Michaels Lunoe, u.þ.b. tveim dögum eftir að greiðslustöðvunin kom til fram- kvæmda, veitti hann fyrirstöðu- laust allar upplýsingar um þær staðreyndir málsins, sem honum voru kunnar. Af skrifum dönsku biaðanna um þetta mál er lika ljóst að engin fyrirstaða hefur verið gegn þvi að staðreyndir málsins væru gefnar upp.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.