Alþýðublaðið - 30.05.1987, Síða 18
Laugardagur 30. maf 1987
Einvígið um knöttinn:
Vekur upp sömu kenndir
og einvígi gladíatoranna
í Róm til forna?
Eru íþróttir og þá sér-
staklega knattspyrnuleikir
útrás fjöldans og þrá eft-
ir blóði, svita og átök-
um? Er spennan og bar-
daginn á knattspyrnuvöll-
unum sama eðlis og villi-
mennskan sem lýðurinn í
Róm til forna sóttist eftir
þegar blóð gladíatóranna
litaði sandinn rauðan?
Óttar Guðmundsson
yfirlœknir er einlœgur
knattspyrnuáhugamaður.
Hann gerðist sérlegur
sendifulltrúi Alþýðu-
blaðsins á dögunum og
fylgdist með úrslitaleik
bresku bikarknattspyrn-
unnar á Webley-leik-
vangnum þegar Coventry
og Tottenham börðust til
úrslita. Hann fylgdist
einnig með landsleik
Breta og Brasilíumanna í
sömu för. í greininni hér
á eftir lýsir hann leikjun-
um, og stemmningunni í
kringum leikina og reynir
að kafa í eigin sálu og
annarra í leit að uppruna
knattspyrnuáhugans.
íþróttir og peningar:
Leikir og keppnir hafa ávallt not-
ið mikilla vinsælda meðal mann-
kyns. Rómverjar hinir fornu létu
þræla slást við Ijón og við hverja
aðra, fjöldanum til skemmtunar og
allir Charlton Heston aðdáendur
muna eftir hestvagnakeppninni úr
Ben Húr, en sú mynd er manni hvað
minnisstæðust úr kvikmyndasjóði
æskuáranna. Á seinni tímum hafa
íþróttakeppnir alls konar verið
mjög vinsælar og með tilkomu nú-
tímalegrar fjölmiðlunar er unnt að
flytja keppnirnar, svitann, blóðið,
fögnuðinn og kvölina og óp aðdá-
endanna inní stofur til fólks. Þessi
fjölmiðlun íþróttanna hefur haft í
för með sér mikla peninga til þeirra
og sumir íþróttamenn eru einhverjir
tekjuhæstu einstaklingar sem sögur
fara af. Fyrir allmörgum árum var
Björn nokkur Borg mesti tennis-
leikari heims. Hann var sonur
kaupmanns í Södertálje í Sviþjóð
og ólst þar upp við kröpp kjör.
Björn gerðist síðan atvinnumaður í
íþrótt sinni og allt í einu var það á
hvers manns vörum í heimalandi
hans, hversu gífurlegar tekjur hann
hefði sem góður tennisleikari. Sví-
ar, sem eru miklar smásálir, ráku þá
upp mikið ramakvein og tóku í hóp-
um að skrifa um það langar og
lærðar greinar hversu óréttlátt það
væri að Björn þessi sem aldrei hafði
átt gengi að fagna t.d. í skólakerf-
inu hefði mörgum sinnum meiri
laun en rótgrónir skólastjórar eða
gangstéttalagningamenn. Öll þau
ár, sem ég var í Svíþjóð gátu þeir
aldrei á heilum sér tekið vegna hans
og Björn var af almenningi álitinn
sekur skógarmaður vegna þessara
tekna sinna. Ef einhver vildi ná sér
vel upp og tala um óréttlætið i hon-
um heimi og misskiptingu tekna og
hlunninda þá var alltaf vitnað í
Björn þennan. En af hverju hafa
íþróttamenn svona mikil laun og
hvað liggur þar að baki.
Spennulosun
í spennusköpun?
Þegar Rómverjar vildu skapa sér-
staka ánægju meðal lýðsins var
egnt saman einhverjum þeim ein-
staklingum sem ákveðið jafnræði
var með. Þeir voru látnir slást þar til
yfir lauk og fólkið horfði æpandi á
blóðrisa keppendur reyna af bestu
getu að murka lífið hvor úr öðrum.
Slíkar keppnir eru mjög spennulos-
andi og yfirleitt líður fólki betur
eftir að hafa æpt og öskrað og hvatt
sinn mann til dáða í gegnum ein-
hvers konar keppni. Slík spennulos-
un er jákvæð á margan hátt, ein-
staklingur fær útrás fyrir eigin árás-
argirnd og ofbeldishneigðir með
því að æpa og hvetja annan aðilann
en hóta hinum öllu illu, en þarf svo
ekki að gera neitt í málinu, hvernig
svo sem fer. í íþróttakeppnum nú-
tímans eins og í Rómaborg skiptast
áhorfendur yfirleitt í tvo hópa sem
halda með sitt hvoru liðinu. Þessi
skipting gerir það að verkum að
einstaklingurinn er ekki einn heldur
hluti af stórri heild sem á sér eitt
sameiginlegt markmið, þ.e. að
hjálpa sínum manni eða sínu liði að
keppa til sigurs. Þetta minnkar ein-
manakennd einstaklingsins og
hann upplifir eigið manngildi á
annan hátt en áður. Hann er hluti af
þessum stóra æpandi hóp, hann er
þátttakandi í sögulegri þróun og
öðlast þannig ákveðið gildi í lífinu.
Sjálfsvirðing hans og mat á eigin
verðleikum og getu eykst að sama
skapi.
Sameinaðir stöndum vér:
Einhvern tímann las ég um það,
að í styrjöldum fjölgaði barneign-
um og sjálfsmorðum fækkaði.
Þetta hefur verið skýrt þannig, að
þrátt fyrir allt það böl sem styrjald-
arrekstur hefur í för með sér þá
leiðir styrjaldarástand til þess, að
einangrun einstaklingsins minnkar,
hann uppiifir eigið manneskjulegt
gildi á annan hátt en áður og sam-
kennd og bræðralag meðal þjóðar-
innar eykst. Þarna skiptir miklu, að
allir eru sem einn að fást við sam-
eiginlegan fjandmann, sem allir
vilja að verði sigraður. Ekkert er
eins vel þess fallið að sameina þjóð-
ir eins og sameiginlegur andstæð-
ingur. í þorskastríðinu við Breta
ríkti meiri einhugur meðal íslend-
inga en nokkurn tímann fyrr aðal-
lega vegna þess að í Bretanum gátu
allir séð óvininn sem þjóðin var öll
að fást við. Barátta náttúruverndar-
manna við Færeyinga gegn grind-
hvaladrápi þeirra hefur þjappað
þjóðinni saman í órofa heild sem
vill standa sem fastastan vörð um
færeyska menningu og upplifir, að
Paul Watson og hans menn séu
ógnun við allt sem færeyskt er.
Snjallir stjórnmálamenn nýta sér
þennan samhug þjóðar til hins ýtr-
asta og kynda undir sameiginlega
reiði útí einhvern.
Sameiginlegt þjóðarstolt:
Sameiginleg íþróttaneysla fólks
gegnir að verulegu leyti þessum
hlutverkum. Hún sameinar og fær-
ir fólk nær hvert öðru og þjappar
ólíkum einstaklingum saman um
sameiginlegt markmið, þ.e. að við-
komandi íþróttaliði gangi sem best
í íþróttagrein sinni. Islendingar
hafa aldrei notið mikils frama á
íþróttasviðinu. Þó komu. þeir
Klausenbræður og Gunnar Húseby
sterkir útúr íþróttamótum á árun-
um eftir seinni heimstyrjöldina og
öll þjóðin var ákaflega stolt yfir
framgangi þeirra. Síðan hefur verið
fátt um fína drætti. Handknatt-
leiksmenn okkar hafa þó náð ágæt-
um árangri í höllinni í Laugardaln-
um og náð að sigra margar sterkar
þjóðir en einhvern veginn hefur
alltaf vantað þetta þjóðartákn
íþróttanna, þar sem þjóðin fylkir
sér um einhvern einstakling eða eitt-
hvert landslið og er tilbúin að vaða
eld og reyk fyrir þennan aðila. Það
væri helst að Friðrik Ólafsson hafi
náð að verða slíkt þjóðartákn á
gullaldarárum sínum.
Knattspyrna og
trúarbrögð:
Óvíða upplifir maður þessa
stemmningu gagnvart íþróttunum
eins og í Bretlandi en þar er knatt-
spyrna eins og trúarbrögð. Liðið
manns er það sem máli skiptir og er
manni allt. Maður er tilbúinn að
leggja allt á sig fyrir liðið sitt, slást
og berjast og fylgja því á heimsenda
og lengra ef með þarf. Höfundur
þessara greinar var á Englandi fyrir
nokkrum dögum og átti þess kost
að fara sem fulltrúi þessa blaðs á
bikarúrslitin milli Tottenham og
Coventry laugardaginn 16/5. Mér
tókst að útvega mér miða og gætti
hans síðan eins og sjáaldurs auga
míns. Miðaverðið rauk uppúr öllu
valdi dagana fyrir leikinn enda var
uppselt með margra mánaða fyrir-
vara. Dæmi voru til þess að 10
punda miði var seldur á 250 pund á
svarta markaðnum. Aðalumræðu-
efnið var Ieikurinn og maður var
víða spurður hvort það ætti að fara
á leikinn. Þegar ég sagði að svo væri
og maður byggi svo vel að eiga miða
var litið á mann öfundaraugum . . .
„þessir helvítis útlendingar koma
og redda sér miðum meðan við
þurfum að sitja heima“
Litadýrð og söngur:
Ég tók mér góðan tíma til að
komast útá völl. Neðanjarðarkerfið
í Lundúnum er ákaflega fullkomið
og virtist geta flutt þessi 100.000
manns útá völl og heim aftur án
nokkurrar sýnilegrar fyrirhafnar. í
lestinni var mikil stemmning, menn
sungu og kölluðust á í slagorðum.
Hvarvetna mátti sjá trefla og fána
stuðningsmannanna, Tottenham-
menn dökkbláir meðan Coventry-
menn voru ljósbláir. Fyrir utan völl-
inn var múgur og margmenni, og
mikill hugur í stuðningsmönnun-
um, sem helltu í sig síðustu bjór-
dropunum, áður en þeir fóru inná
sjálfan leikvanginn. Alls konar
kaupahéðnar voru mættir til leiks
og seldu trefla og merki og fána og
annan varning sem tilheyrir sam-
komum sem þessum. Ég keypti mér
Tottenhamtrefil enda mikill aðdá-
andi þess liðs. Inni á vellinum var
stemmningin ótrúleg, mikið lita-
skrúð aðdáenda liðanna, köll og
læti,sönglist og kórar sem kölluðust
á slagorðum. Þegar nær tók að líða
leiknum varð hávaðinn enn meiri og
þá tók að streyma að mikið af mekt-
arfólki, sem var fagnað með mikl-
um látum. Þannig kom Margrét
Thatcher, Rod Stewart og einhver
stórmenni úr kóngafamilíunni, sem
ég kunni engin skil á og var vel tek-
ið. Stór lúðrasveit klædd í einhverja
einkennisbúninga frá heimsveldis-
tímabilinu með hitabeltishatta á
höfðum Iék vinsæl lög en enginn
heyrði neitt í þeim vegna hávaðans
í stuðningsmönnum liðanna. Og
allt í einu var leikurinn hafinn og
lyktaði eins og allir vita með sigri
Coventry manna, 3—2 eftir fram-
lengingu. Meðan á leiknum stóð
skiptust áhangendur liðanna á að
fagna og leika á als oddi eftir því
sem staðan breyttist.
Jarðarfararstemmning
Þegar Coventrymenn stóðu uppi
sem sigurvegarar sungu stuðnings-
menn þeirra hástöfum og voru hinir
kátustu en við Tottenhammenn
gengum hnipnir út og flýttum okk-
ur heim. Á leiðinni útá neðanjarð-
arstöðina sást ekki bros á nokkru
andliti, menn gengu þögulir með
samanbitnar varir og stemmningin í
neðanjarðarlestinni var svona eins
og í jarðarför náins skyldmennis.
Menn sátu þöglir með hangandi
haus og horfðu í gaupnir sér og
virtu fyrir sér treflana sína eins og
þeir væru helgitákn sem hefðu verið
vanvirt af heiðingjum. í miðbæn-
um um kvöldið mátti víðsvegar sjá
þá Coventry menn tryllta af kæti,
dansandi og syngjandi á götum úti
stríðssöngva sína. Við Tottenham-
menn létum lítið á okkur bera. í leik
sem þessum sveiflast maður eins og
pendúll milli ofsakæti og mikillar
sorgar, aðra stundina leikur maður
á als oddi en hina stundina er heim-
urinn hruninn.
Landsleikur í sambatakti:
Nokkrum dögum seinna var ég
enn á leið útá Wembley í hópi syngj-
andi knattspyrnuáhugamanna á
leiðinni á landsleik milli Brasilíu og
Englendinga. Mér hafði tekist að
útvega mér miða á þann leik líka
með miklu harðfengi og svo vel
tókst til, að sá miði var aftan við
annað markið í hópi allra villtustu
stemmningsmannanna. Þar var gíf-
urlegur hugur í mönnum, mikið
sungið, mikið æpt og kallað. Ein-
hvers staðar í mannhafinu voru
grænklæddir Suðurameríkanar og
börðu trommur sínar og reyndu að
ná upp gamla Sambataktinum, sem
hafði fært Brasilíumönnum hvern
heimsmeistaratitilinn hérna í eina
tíð. Þessi leikur endaði með jafn-
telfi, 1—1, svo menn voru ekki eins
niðurlútir og eftir bikarleikinn. í
neðanjarðarlestinni á leið heim var
bara þó nokkur stemmning og
menn ekki með þeim böggum hild-
ar sem sjá mátti eftir fyrri leikinn.
Hóphystería á laugardegi:
Þessir leikir voru mér gífurlega
minnisverðir. Það var stórkostlegt
að taka þátt í þeirri hóphysteríu,
sem það er að vera hluti af 100.000
manna kór, sem saman æpir og
öskrar og hvetur sína menn til dáða
og er tilbúinn að vaða blóð og reyk
fyrir þá. Það var gaman meðan vel
gekk og maður tók þátt í algleymi
sigurvegarans en það var líka ljúf-
sárt að taka þátt í ósigri Tottenham
manna vegna þess að maður var
ekki einn með harm sinn, þetta var
sameiginlegur harmur þessara þus-
unda sem fylgdu þeim að málum og
það gerði hann léttbærari en ella.
Gleðin varð meiri vegna þess að
maður var þátttakandi í fagnandi
hópi og sorgin varð minni vegna
þess að hópurinn bar hana saman á
þúsundum herða.
Blóðþyrstir aðdáendur?
En hvað gerir knattspyrnuna