Alþýðublaðið - 30.05.1987, Page 19
Laugardagur 30. maí 1987
19
O'" t6.00
2 Footbal/ AssociatÚÉ.
SAT-» J6 MAY, 1987 ,
WCK-OFF 3
YOU AHE ADVIsfB
i. tm, «2S*ltPO*'T»« **%SSSZg*r.*-K*. ■
NORTH TERRACE S|jft7 -
---- TSAFETy fence V)EW nn
Að berjast og sigra — eða tapa.
Áhorfandinn sér sitt eigið líf endur-
speglast í leiknum. Liðið hans er
holdtekning sigra hans ílífinu og and-
stœðingarnir fulltrúar þess sem mið-
ur fer.
svona sérstaka? Af hverju fara allar
þessar þúsundir útá knattspyrnu-
vellina til að hvetja liðið sitt til
dáða? Af hverju sitja milljónir
manna fyrir framan tækin sín og
horfa á leiki? Um þetta hafa verið
skrifaðar miklar og langar bækur
og skýringarnar eru eins margar og
mennirnir eru margir. Eftir slysið
mikla í Brussel 1985 þegar nokkur
hundruð ítalir biðu bana í slysi,
sem varð eftir áflog milli Liverpool-
aðdáenda og Juventusmanna,
skrifaði ítalski rithöfundurinn
Umberto Eco merkilega grein.
Hann taldi, að áhorfendur fylgdust
með íþróttakappleikjum af sömu
ástæðu og Rómverjar hinir fornu
horfðu á gladíatora sína slást. Þeir
vildu sjá blóð, spennu og bardaga.
Slysið í Brussel og leikurinn sem
eftir fór voru því að áliti rithöfund-
arins hin fullkomna skemmtun, þar
sem áhorfendur fengu bæði blóðið
og dauðann og auk þess knatt-
spyrnuleik, sem kannski var óþarf-
ur þar sem tilgangi hans var náð áð-
ur en hann hófst.
Hlutverkaskipti á velli:
Frá sjónarhorni knattspyrnu-
áhugamannsins hljóma svona hug-
leiðingar eins og hálfgert nöldur en
Umberto hefur nokkuð til síns
máls. Á knattspyrnuvellinum fær
maður útrás fyrir ákveðna árásar-
girnd og reiði útí allt, sem hrellir
mann. Dómarinn verður að per-
sónugervingi valdsins sem alls stað-
ar blasir við manni, hann verður
fulltrúi lögreglunnar, skattstofunn-
ar, stöðumælavarðanna og fólksins
hjá Hagstofunni. Þegar maður æp-
ir: „Drepum dómarann“, er maður
í raun að hrópa niður allt vald, sem
misbýður manni á öllum tímum.
Andstæðingaliðið er fulltrúi alls
þess, sem maður er andvígur og lið-
ið sem maður heldur með er fulltrúi
manns sjálfs. Þegar ég æpti og
öskraði þegar Tottenham skoraði
var ég að fagna eigin sigrum, mér
leið vel meðan þeir voru yfir í leikn-
um og sjálfsvirðingin mín jókst til
mikilla muna. Coventry menn voru
fulltrúar alls hins sem mér leiddist í
lífinu, þegar ég baulaði á þá var ég
að baula á ýmsa einstaklinga úr eig-
in lífi, og þegar þeir skoruðu var
eins og einhver hefði gert mér per-
sónulegan óleik og og hoggið inná
mitt umráðasvæði. Þegar Coventry
hafði sigrað leikinn og maður sjálf-
ur gekk hnípinn heim á leið undir
fagnaðaröskrum aðdáenda þess
liðs þá leið mér svona eins og mér
líður stundum þegar konan mín
hefur haft mig undir í rökræðum
eða þegar flokkurinn minn hefur
tapað kosningum. Ég hafði beðið
enn einn ósigur og á þeirri stundu
voru þeir Coventrymenn fulltrúar
alls þess sem mér leiðist í lífinu,
ameríska hersins á Miðnesheiði og
sænskra þjóðrembumanna og alls
þar á milli.
Boltinn rúllar aftur:
En knattspyrnuáhugamenn eru
fljótir að jafna sig og lífið heldur
áfram og það er jú kostur knatt-
spyrnunnar, að alltaf koma ný
tækifæri, boltinn fer aftur að rúlla
í næstu umferð og þá er vonandi
hægt að ná fram hefndum. Leikar
og brauð fyrir lýðinn átti einhver
rómverskur keisari að hafa sagt ein-
hvern tímann. Og ég vil hafa leika
og brauð fyrir mig um ókomna
framtíð. íþróttamenn eiga að vera
vel launaðir og fólk á að hætta að
fjargviðrast útaf íþróttunum í sjón-
varpinu. Þjóðfélagslegt gildi þeirra
fyrir sálarheill áhugamannanna er
meira en sumir gera sér grein fyrir.
Mér finnst ég skilja betur og betur
gildi knattspyrnunnar, gildi íþrótta-
kappleikja, gildi afreksmanna, og
gildi þess að taka þátt í keppnum
sem áhorfandi. Mér leið betur eftir
að hafa farið á báða þessa leiki
þrátt fyrir ósigur minna manna í
öðrum leiknum og jafnteflið í hin-
um. Ég var hluti af heild, ég var ekki
einn, ég var þátttakandi í því sem
var að gerast, ég var ekki einangrað-
ur og einn, ég var lifandi, ég var
manneskja.
Óttar
Guðmundsson
skrifar