Alþýðublaðið - 05.09.1987, Page 2
2
MPTÐKBLMÐ
Slmi:
Útgefandi:
Ritstjóri:
Ritstjórnarf ulltrúi:
Blaðamenn:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofa:
Auglýsingar:
Setning og umbrot:
Prentun:
681866
Blað hf.
Ingólfur Margeirsson.
Jón Daníelsson.
Ingibjörg Árnadóttir
Kristján Þorvaldsson og Örn Bjarnason.
Valdimar Jóhannesson.
Halldóra Jónsdóttir, Eva Guömundsdóttir og
Þórdís Þórisdóttir.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
og Ólöf Heiöur Þorsteinsdóttir
Filmurog prent, Ármúla38.
Blaðaprent hf., Síöumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Heimsókn forseta
íslands til Færeyja
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, erþessadag-
ana í opinberri heimsókn í Færeyjum. Færeyjaferð
forseta íslands er að mörgu leyti merkur atburður,
ekki síst vegna þess að Vigdís Finnbogadóttir er
fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn sem heimsækir eyjarn-
ar. Færeyjar byggja45 þúsund íbúarog þæreru hluti
af Danmörku en hafa sína eigin landsstjórn. Ferð Vig-
dísar Finnbogadóttur til Færeyja ber hefðbundið yfir-
bragð opinberrar heimsóknar tii sjálfstæðrar þjóðar
og móttökur þær sem forseti íslands hefur hlotið ein-
kennast ennfremur af miklu þakklæti og vinarhug til
forsetans og íslensku þjóðarinnar. í ræðu Hergeirs
Nielsens, forseta færeyska Lögþingsins, er hann
ávarpaði Vigdísi Finnbogadóttur, kom meðal annars
fram að Færeyingar væru þakklátir fyrir að það skuli
vera íslenskur forseti sem komi í fyrstu heimsókn er-
lends þjóöhöfðingja til Færeyja.
n eimsókn forseta íslands til Færeyja minnir á hin
löngu, sögulegu og vinalegu tengsl Færeyingaog ís-
lendinga. Óþarfi er að tíunda þau góðu samskipti en
benda má á sjósókn færeyskra á íslandsmið og at-
vinnutengsl þjóðanna. Hinu erekki að leynaað förfor-
seta íslands til Færeyja hefur pólitískan blæ yfir sér.
Hún er óbein hvatning til Færeyinga í langri sjálf-
stæðisbaráttu eyjanna. Það eitt að Vigdís Finnboga-
dóttirer fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn sem heimsækir
eyjarnar, segir sína sögu. Það hefur lengi verið opin-
bert leyndarmál að Færeyingar líta á sjálfstæðisbar-
áttu íslendinga sem undanfara eigin baráttu fyrir
sjálfstæði. Það kom ennfremur fram í ræðu Hergeirs
Nielsens, forseta færeyska Lögþingsins, að ísland
væri fyrirmynd þeirra sem feta vilja sig áfram sem
sjálfstæð þjóð. Hinar hlýju móttökur í Færeyjum og
hin mikla eftirtekt og eftirvænting sem heimsókn for-
setaíslands hefurvakiðáeyjunum, undirstrikaeinnig
það þakklæti, sem Færeyingar sýna Vigdísi Finn-
bogadóttur fyrir að viðurkenna menningarlegt sjálf-
stæði þeirra með heimsókn sinni. Það gerir ennfrem-
ur heimsókn forseta íslands enn sögulegri að hún
skuli vera fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn sem rýfurt
múrinn.
Við íslendingar megum vera stoltir af Vigdísi Finn-
bogadóttur. Heimsóknir hennar í opinberum erinda-
gjörðum um heim allan hafa verið ómetanleg kynning
á íslandi. Að öllum forverum hennar ólöstuðum hefur
trúlega enginn forseti unnið jafn glæsilegt starf á er-
lendri grund við að kynna þjóð okkar og menningu.
Hvar sem Vigdís Finnbogadóttir hefur gist, hefur
heimsókn hennar vakið athygli og aðdáun heima-
manna og fengið óhemjumikla umfjöllun fjölmiðia.
Færeyjar eru minnsta þjóð sem forseti íslands hefur
heimsótt, en engu að síður er þessi ferð Vigdísar
Finnbogadóttur ef til vill hennar stærsta. Hún hefur
með för sinni viðurkennt, ( nafni íslénsku þjóðarinnar,
að Færeyjarbyggjasjálfstætt fólk meðeigin tungu og
eigin menningu. Og í reynd hefur forseti íslands með
heimsókn sinni, viðurkennt rétt smáþjóðarsem heyrir
undir erlent ríki, að berjast fyrir sjálfstæði sínu sem
fullvalda ríki.
Launanefnd ASÍ og VSÍ
Samningar eða
oddaatkvæði?
í fyrsta sinn virðist verulegur ágreiningur í uppsiglingu innan
launanefndarinnar. Meiri kaupmáttaraukning en gert var ráð fyrir?
Launaskriðið kemur ekki jafnt niður.
Svo gæti farið að oddaatkvæði
yrði nú beitt í fyrsta sinn í launa-
nefnd ASÍ og VSÍ. Launanefndin
mun væntanlega koma saman fljót-
lega til að ræða launahækkanir um
næstu mánaðamót. Þetta hefur
gerst á þriggja mánaða fresti frá því
febrúarsamningarnir voru gerðir í
fyrra en hingað til hefur alltaf náðst
samkomulag í nefndinni um að
bæta verðhækkanir að fullu. Nú
eru í fyrsta sinn skoðanir verulega
skiptar um réttmæti þess, eða öllu
heldur þörfina fyrir, að bæta verð-
hækkanir að fullu, og því gæti í
fyrsta sinn komið til atkvæöa-
greiðslu í nefndinni.
Víglundur Þorsteinsson, for-
maður Félags íslenskra iðnrekenda,
sem vissulega á stórra hagsmuna að
gæta, lýsti því yfir nýlega að nú
væri ekki þörf á að bæta launþeg-
um upp verðhækkanir vegna þess
hve kaupmáttur launa hefði aukist
mikið að undanförnu. Víglundur
telur einnig að verði laun hækkuð í
hlutfalli við verðlag, muni það leiða
til „óðaverðbólgu".
Frá öðrum fulltrúum atvinnu-
rekenda hafa heyrst svipaðar raddir
en á hinn bóginn hefur i þeirra röð-
um einnig verið viðurkennt að
kaupmáttaraukningin umtalaða
hafi ekki náð jafnt til allra, þannig
að vissir hópar launafólks hafi eftir
sem áður þörf fyrir fulla uppbót.
Þegar þetta er skrifað er enn ekki
ljóst hversu mikið framfærsluvísi-
talan hefur hækkað í ágústmánuði,
en að undanförnu hefur verið talið
að til að vega upp á móti vísitölu-
hækkunum sem orðið hafa frá því í
maí, þegar hækkanir voru síðast
ákveðnar, þurfi launin að hækka
kringum 7%.
Frá því að farið var að semja um
rauð strik og launanefndin tók til
starfa hafa hækkanir á einu tíma-
bili ekki orðið svo miklar áður.
Nefna má í þessu sambandi að þeg-
ar launahækkanir komu til fram-
kvæmda 1. júní sl. voru verðhækk-
anir þegar farnar yfir rauða strikið
sem miðað hafði verið við þann 1.
sept.
Þetta þýðir að þrátt fyrir hækk-
unina 1. júni, hafa launþegar orðið
að bera óbættar verulegar verð-
hækkanir sl. þrjá mánuði, þar sem
launanefndin tók ekkert tillit til
þeirra verðhækkana sem áttu sér
stað eftir 1. maí. Að þessu leyti var
nýja kerfið í vor farið að minna
óþægilega mikið á gamla sjálfvirka
vísitölukerfið, þegar nýjar verð-
hækkanir komu til sögunnar strax
eftir launahækkanir, en laun héld-
ust síðan óbreytt næstu þrjá mán-
uði. Þegar launin hækkuðu svo
þrem mánuðum síðar til að bæta
upp þessar verðhækkanir, komu
strax nýjar verðhækkanir. Þannig
hélst kaupmáttur að staðaldri mun
lægri en um hafði verið samið.
Frá því að nýja kerfið var tekið
upp, hafa stjórnvaldsaðgerðir til að
hefta verðbólgu lengst af verið eins
konar hluti af kjarasamningum.
Kerfið gerir þannig ráð fyrir því að
unnt sé að meta verðbólgu á samn-
ingstímabilinu og í samningunum
sjálfum eru settar út launahækkan-
ir á ákveðnum tímum til að mæta
þeirri verðbólgu sem séð hefur verið
fyrir. Rauðu strikin sem dreift er á
samningstímabilið, eru svo varnagli
sem í raun ætti ekki að þurfa að
nota, ef ríkisstjórninni tekst að
standa við sinn hluta og halda verð-
bólgunni í skefjum.
A því eina og hálfa ári sem liðið
er frá febrúarsamningunum hefur
þetta kerfi gefist tiltölulega vel.
Verðlagshækkanir hafa yfirleitt
orðið litlu meiri en gert var ráð fyrir
og í launanefndinni hafa menn orð-
ið sammála um að bæta þessar
verðhækkanir að fullu. Það er þó
ekki sjálfgefið að svo verði alltaf og
sjálf tilvist launanefndarinnar stað-
festir óhjákvæmilega þann skiln-
ing. í launanefndinni sitja jafn-
margir fulltrúar frá hvorum samn-
ingsaðila og fulltrúar ASÍ og VSÍ
skiptast á um að fara með odda-
atkvæðið. Þegar launanefndin var
upphaflega sett á fót, var svo um
samið að fulltrúar ASÍ færu með
oddaatkvæðið í fyrsta sinn. Enn
hefur ekki komið til þess að því hafi
verið beitt, þannig að það er enn í
sömu höndum. Ef virkilega verður
ágreiningur í launanefndinni að
þessu sinni, er það því á valdi full-
trúa ASÍ hvort Iaun hækka að fullu
í samræmi við verðlagshækkanir að
undanförnu eða ekki.
Það er ekki nokkurt vafamál að
fulltrúar Alþýðusambandsins í
launanefndinni munu eiga erfitt
með að afsaka það fyrir félags-
mönnum sambandsins, ef odda-
atkvæðinu verður ekki beitt. Það
hefur þó óhjákvæmilega í för með
sér að oddaatkvæðið færist yfir til
atvinnurekenda, en slíkt gæti orðið
launþegum dýrkeypt í næstu samn-
ingalotu. Fulltrúar ASÍ í launa-
nefndinni munu því væntanlega
hugsa sig vandlega um áður en til
þess kemur að oddaatkvæðinu
verði beitt.
Það er erfitt að hugsa sér sam-
komulag í launanefndinni sem
byggist á öðru en því að verðhækk-
anir verði bættar að fullu. Slíkt er
þó ekki hægt að útiloka. Kaupmátt-
ur launa hefur vissulega aukist tals-
vert og e.t.v. umfram það sem menn
gerðu ráð fyrir við gerð síðustu
samninga. Þessi kaupmáttaraukn-
ing stafar þó fyrst og fremst af svo-
nefndu launaskriði (yfirborgun-
um) og dreifist því afar misjafnt. Til
að bæta gráu ofan á svart eru það
svo auðvitað hinir lægst Iaunuðu
sem koma verst út úr launaskriðinu
og fá minnstar yfirborganir. Verð-
lagshækkanir undanfarinna mán-
aða hafa því komið afar illa niður á
þessu fólki og erfitt að mæla gegn
því að ákveðnir hópar láglauna-
fólks sem ekki njóta yfirborgana
hafi þörf fyrir fullar vísitölubætur.
Það getur á hinn bóginn orðið
erfitt að afmarka þessa hópa á
þann hátt sem þarf til að unnt sé að
hækka Iaun þeirra meira en ann-
arra. Samt er ekki með öllu unnt að
útiloka þann möguleika að sam-
komulag takist í nefndinni um ein-
hverja mismunun að þessu leyti.
Þá má ekki gleyma þeim mögu-
leika að ríkisstjórnin komi inn í við-
ræður launanefndarinnar sem
þriðji aðili og taki að sér að bæta
launþegum upp einhvern hluta
verðlagshækkananna. Þetta er það
sem kjarasamningar hafa byggst á
sl. tvö samningstímabil. í herbúð-
um ríkisstjórnarinnar munu menn
þó ekki ýkja hrifnir af þessari hug-
mynd.
En hvernig sem lyktir þessa máls
kunna að verða á endanum, þá er
nú þegar ljóst að launanefndin á
vandasamt verkefni fyrir höndum.
Af niðurstöðu nefndarinnar mun
væntanlega einnig ráðast hver út-
koman verður hjá launanefnd
BSRB og ríkisins, sem starfar eftir
sama fyrirkomulagi.