Alþýðublaðið - 05.09.1987, Page 5
Laugardagur 5. september 1987
5
Borgaraflokksmenn:
Kosningavíxill
Sjálfstæðisflokks
Verulegur hluti þess fjár sem afla
átti með nýjum skattaálögum á al-
menning fór til aö greiöa kosninga-
víxil Sjálfstæöisflokksins. Þetta
staðhæfa fyrrverandi flokksmenn
sem nú eru í Borgaraflokknum og
þeir senda fyrrverandi samherjum
tóninn í álykktun sem þingflokkur
Borgaraflokksins samþykkti á dög-
unum. Ályktunin fer hér á eftir
nokkuð stytt:
„Nokkur reynsla er nú fengin af
svokölluðum fyrstu aðgerðum i
efnahagsmálum, sem stjórnar-
flokkarnir komu sér saman um.
Þingflokkur Borgaraflokksins hef-
ur fjallað ítarlega um þessar að-
gerðir og telur nú tímabært að láta
álit sitt í ljós.
Engar nýjar leiðir í efnahagsmál-
um, sem gætu leitt til meira hag-
ræðis í ríkisbúskapnum, eru boðað-
ar með þessum fyrstu aðgerðum. í
rauninni er athyglisvert, að ekki er
reynt að draga úr ríkisútgjöldum,
heldur er aðeins um að ræða nýjar
Ieiðir til aukinnar skattheimtu til
þess að geta haldið áfram á sömu
eyðslubraut. Þrátt fyrir metafla og
góð viðskiptakjör að undanförnu
er staða ríkissjóðs með þeim hætti,
að grípa verður til örþrifaráða til
þess að minnka hallarekstur hans.
Þessi fjárþörf skýrist að nokkru
leyti með þeim upplýsingum frá
fjármálaráðuneytinu, að fráfarandi
fjármálaráðherra hafi veitt hundr-
uðum milljóna króna í aukafjár-
veitingar á kosningaári. Þannig fer
verulegur hluti fjárins, sem á að
afla með nýjum skattaálögum á al-
menning í landinu, til þess að greiða
kosningavíxil Sjálfstæðisflokksins.
Ekki verður séð, að þessar nýju
skattaálögur séu skynsamlegar fyr-
ir efnahagslífið. í rauninni er auð-
velt að sýna fram á hið gagnstæða.
Þessar fyrstu aðgerðir eru verð-
bólguhvetjandi og má benda á lág-
kúrulegan matarskatt á heimilin
sem dæmi. Þær munu hefta já-
kvæða þróun í átt til fjölbreytilegra
atvinnulífs, sem hefur átt sér stað,
t.d. á sviði upplýsingamiðlunar og
tölvutækni. Islendingar hafa náð
undraverðum árangri í gerð hug-
búnaðar fyrir tölvur frá því, að Al-
bert Guðmundsson, þáverandi fjár-
málaráðherra, afnam söluskatt og
fl. af tölvum og tölvubúnaði.
Þingflokkur Borgaraflokksins
telur að nauðsynlegt sé að rétta við
hallarekstur ríkissjóðs. Ríkissjóð
má ekki reka með halla í góðæri
eins og ríkt hefur.
Fyrst og fremst verður þó að end-
urskipuleggja tekjuöflun ríkisins
einfalda hana og tryggja þar með,
að opinber gjöld skili sér. Þótt slík-
an ásetning sé að finna í stjórnar-
sáttmálanum, er ljóst að núverandi
stjórnarflokkar valda ekki því verk-
efni. Þeir hafa hins vegar komið á
flóknara söluskattskerfi, sem
íþyngir atvinnulífinu og gerir allt
eftirlit flóknara.“
ísland á ensku
Á vegum Seðlabanka íslands er
komin út ný bók um ísland á ensku,
ICELAND 1986, alhliða lýsing á
landi og þjóð í nútíð og fortíð. Þetta
er aukin og endurgerð útgáfa bók-
ar, sem í raun kom fyrst út fyrir 60
árum, er Landsbanki íslands gaf út
ICELAND 1926 í tilefni af 40 ára
afmæli bankans og í kynningar-
skyni fyrir land og þjóð. Sú útgáfa
var endurprentuð lítið breytt af til-
efni Alþingishátiðar 1930 og enn
aftur árið 1936. Tíu árum síðar kom
út ný útgáfa með sama sniði, en
stærri en áður. Seðlabanki íslands
tók þetta verkefni svo að sér með
útgáfu ICELAND 1966 og árið
1974 birtist enn ný útgáfa, í tilefni
af 1100 ára afmæli íslandsbyggðar.
ICELAND 1986 er meiri að vöxt-
um en þessi útgáfa hefur verið
nokkru sinni fyrr, 428 + XIV blað-
síður í stærra broti en áður. Þessu
til viðbótar eru nú í bókinni 95 lit-
ljósmyndir á 64 síðum og litprentuð
kort, hagræn og söguleg, á 32 síð-
um.
Allur texti er skrifaður af sér-
fróðum mönnum á hverju sviði og
leggja hér margir hönd að verki.
Efnið skiptist í eftirtalda megin-
þætti: Landið og þjóðin, saga og
menningararfur, stjórn og stjórn-
sýsla, samskipti við aðrar þjóðir,
atvinnulíf og orkumál, efnahags-
stefna og fjármálalíf, utanríkisvið-
skipti og greiðslustaða, félagsmál,
trúarbrögð og menntun, vísindi og
listir, tómstundir o.fl. Þá er í bók-
inni mjög nákvæm atriðisorðaskrá.
Ritstjórar bókarinnar eru Jó-
hannes Nordal og Valdimar Krist-
insson.
Seðlabankinn hefur falið ICE-
LAND REVIEW dreifingu bókar-
innar erlendis og í bókabúðir hér-
lendis.
ICELAND 1986 kostar kr. 2.500
út úr búð.
Postulínsleir á
Kjarvalsstööum
Laugardaginn 5. september, kl.
14:00 opnar Eydís Lúðvíksdóttir
myndlistasýningu í vestursal Kjar-
valsstaða. Sýningin er opin daglega
frá kl. 2-10 e.h. og stendur til 20.
september.
Á sýningunni eru um 40 verk sem
Eydís hefur unnið á verkstæði sínu
í Mosfellssveit, stórar skálar og
veggmyndir. Verkin eru unnin í
postulínsleir með 2 litum í kóbalt
og koparoxíðum. Á seinustu mynd-
listarsýningu sinni lagði Eydís
meira út frá efninu sjálfu en þessa
sýningu kallar hún „Tilbrigði um
tvo Iiti“. Öll verkin á sýningunni eru
til sölu.
Eydís Lúðvíksdóttir er 'fædd
Reykvíkingur 16. febrúar 1950.
Hún hefur að baki fjögurra ára
nám við Myndlista og handíða-
skóla íslands og Iauk þaðan kenn-
araprófi vorið 1971. Eydís stundaði
síðan myndlistakennslu og hefur
mikið starfað við hönnun og vöru-
þróun. Frá 1979 hefur Eydís starfað
sem listráðunautur hjá Gliti h.f. í
Reykjavík. Þar hefur hún m.a. unn-
ið að hönnun Steinblóma, nytjalist-
ar og fleira, auk þess sem hún hefur
sett upp sýningar fyrirtækisins hér
á landi og erlendis.
Elliðaár
á ensku
Elliðaár, Reykjavík’s Angling
Treasure, heitir ensk útgáfa bókar-
innar Elliðaárnar, sem út kom hjá
ísafold seint á síðasta ári.
í bókinni segir höfundur, Ásgeir
Ingólfsson, sögu Elliðaánna og lýs-
ir, ásamt Þórarni Sigþórssyni,
veiðistöðum í ánum.
Ensku þýðinguna gerði Bernard
Scudder, og er efni, útlit og frá-
gangur nýju útgáfunnar eins og
þeirrar fyrri. Myndir eru einnig þær
sömu, alls á annað hundrað, þar af
flestar í litum. Þrír kunnir ljós-
myndarar, Gunnar G. Vigfússon,
Hrafn Hafnfjörð og Björn Rúriks-
son, tóku flestar þeirra sérstaklega
fyrir bókina eða lögðu til.
Enska útgáfan er takmörkuð og
meðal annars ætluð þeim erlend-
um, sem áhuga hafa á þessu ein-
stæða náttúrufyrirbæri, Elliðaán-
um, sem tekist hefur að varðveita í
miðri höfuðborg íslands, Reykja-
vík, en þær eru nú taldar eina lax-
veiðiáin í höfuðborg, sem nokkuð
kveður að. Þá höfðar bókin að
sjálfsögðu til ferðamanna, náttúru-
unnenda og Islandsvina, en er einn-
ig ætluð erlendum veiðimönnum og
áhugamönnum um íslenska stang-
veiðisögu.
Ritaraskólinn tekur til starfa 9. sept.
Kennt er alla virka daga vikunnar,
þrjár klukkustundir í senn og hægt
að velja á milli tveggja mismunandi
dagtíma. Markmið skólans er að út-
skrifa sjálfstæða starfskrafta
sem hafa tileinkað sér af sam-
viskusemi það námsefni sem
skólinn leggur til grund-
vallar, en kröfur skólans
til sinna nemenda eru ávallt
miklar. Til þess að ljúka
prófi ifá Ritaraskólanum
þarf lágmarkseinkunn-
ina 7.0 í öllum
námsgreinum.
Men
ntun
'i^esfa
Wirfk
kSðSJrhafa
Sóðuí ralt°'gl3Vr,
Námsefni á íslenskubraut:
□ íslenska.......................76klst.
□ bókfærsla eða enska............90 klst.
□ reikningur.....................36klst.
□ tölvur.........................39klst.
□ vélritun.......................24klst.
□ tollur.........................33klst.
□ lögogformálar..................12 klst.
□ skjalavarsla....................9 klst.
□ verðbréfamarkaður...............3 klst.
Framhaldsbrautir
í beinu framhaldi af námi í Ritara-
skólanum getur þú valið um tvær
ffamhaldsbrautir: fjármálabraut og
sölubraut. Með þessum nýju brautum
er námið í Ritaraskólanum orðið 2ja
ára nám. Sérmenntun fyrir nútíma
skrifstofufólk.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR í SÍMA 10004 OG 21655
Mímir
ANANAUSTUM 15
MÁLASKÓU
RITARASKÓLI