Alþýðublaðið - 05.09.1987, Page 6
6
Laugardagur 5. septerriber 1987
Það er oft þannig að atburðir geta hlaupið með menn í gönur. Ungt fólk hrífst af
hröðum atburðum og hugsar oft ekki rökrétt, hugsar ekki til framtíðar og fórnar þá
einatt eigin lífi á altari atburðanna.
Við heyrum oft sögur frá fjaríœgum löndum um harðstjórn, pyntingar og fangels-
anir á mönnum og konum sem hafa skoðun sem er andstœð þeirri sem ríkjandi vald-
hafar hafa á hverjum tíma.
Mótmæli hafa ávallt verið fyrir hendi á hinum pólitíska vettvangi. Það er aldrei
vinsœlt þegar einhver nœr alrœðistökum og ráðskast með meiri hluta fólks að geð-
þótta.
Eftirfarandifrásögn er loforð við ungan mann frá Suður-Ameríku sem ég kynntist
1979 í starfi mínu í Svíþjóð, en þar vann ég um árabil sem túlkur fyrir spœnsku og
íslenskumœlandi menn. Til Svíþjóðar hafa leitað þúsundir flóttamanna síðast liðna
áratugi alls staðar að úr heiminum.
Hver og einn hefur sína sögu að segja og vœri fróðlegt að heyra þœr allar. Flestir
eiga það sameiginlegt að vera á flótta undan erfiðri aðstöðu í sínu heimalandi, annað
hvort fjárhagserfiðleikum í vanþróuðu hagkerfi, eða ófrelsi til orðs ogskrifa, athafna
og lífs.
„Skrifaðu einhvern tíma sögu mína, “ sagði Juan þegar ég skildi við hann fyrir
mörgum árum, en hann var þá kominn á geðveikraspítala og lítil von um að hann
fengi aðfara þaðan á ný. Augu og fas Juans var ofursorgmœtt, fjarrœnt og leitandi
og hefur saga hans og sorg verið að brjótast lengi í mér og loks lítur „Saga Juans“
dagsins Ijós.
Ég var kominn út á hlað heima og
ætlaði að njóta þess að eiga frídag
frá háskólanáminu og var á leið í
gönguferð. Sólin skein og ég var í
himnaskapi. Móðir mín kemur þá
allt í einu út á stigapallinn sem um-
lykur hús okkar og kallar til mín að
það sé síminn til mín.
Ég sný við og fer í símann því það
er ekki á hverjum degi, sem hringt
er í mig. Ég svara og það er Felipe
vinur minn.
„Felipe hér. Ertu með niður á
torg klukkan fjögur? Við ætlum í
mótmælagönguna. Við ætlum að
segja ráðamönnum til syndanna.
Kemurðu með?“
Ég svara að ég verði að hjálpa
mömmu því pabbi komi heim á
morgun. Móðir mín heyrir hvað ég
segi við Felipe og kallar til mín:
„Juan, elskan, þú skalt fara, þú ert
nú einu sinni tvítugur, sjálfráða
herramaður. Þú getur hjálpað mér
þegar þú kemur heim!“
Ég segi þá við Felipe: „Jæja, ég
kem niðureftir með strætisvagnin-
um. Hvar eigum við að hittast?"
„Hjá kirkjunni,“ svarar Felipe.
„Allt í lagi, ég verð þar um fjög-
urleytið."
Þetta eru nú meiri lætin. Ég
nenni þessu ekki, ég vil klára mitt
nám. Ég vil verða frjáls, eiga mína
menntun og stofna mitt heimili. Ef
til vill finn ég einhvern daginn
stúlku sem er jafnfalleg og vinkona
Felipe, hún Anna. Frakkar og þeirra
stúdentaóeirðir. Þarf þetta endilega
að berast hingað líka. Jæja, ég
labba með strákunum niður götuna
og sjáum svo til. Ef mér leiðist fer
ég bara heim með vagninum. Aum-
ingja mamma að þurfa að sjá um
allt á meðan pabbi er í farandvinnu
á búgörðum inni í landi, en svona er
lífið. Það lifir enginn á loftinu með
litla menntun og sjö manna fjöl-
skyldu.
Þarna kemur bíllinn, úttroðinn
af fólki. Hvað er um að vera? Ætla
allir niður í bæ?
Áfram hristist demparalausi
strætisvagninn með járnbekkjun-
um. Það fer lítið fyrir þægilegum
strætisvögnum í einræðinu. Það
ískrar í bremsum. Vagninn nemur
staðar og enn einum er troðið inn.
Eftir tuttugu mínútna ferð rennir
vagninn inn á stoppistöðina rétt hjá
aðaltroginu. Hvílikur mannfjöldi.
Borðar, spjöld og steyttir hnefar.
Getur verið að fólkið sé að rísa upp
gegn harðstjórunum í alvöru, eða er