Alþýðublaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 16
16
Laugardagur 5. september 1987
REYKJMIÍKURBORG
JLauAcvi Stö^cci
Umsjónarfóstra
Umsjónarfóstra með daggæslu á einkaheimilum
óskast til starfastrax. Um erað ræða9 mánaðaaf-
leysingu vegna námsleyfis. Upplýsingar veitir
Fanny Jónsdóttir, deiIdarstjóri í síma 27277.
REYKJMIÍKURBORG
Hólabrekkuskóla í Breiðholti vantar nú þegar
skólaritara í 50% starf síðdegis og gangavörð í
100% starf.
Upplýsingar gefur skólastjóri eða yfirkennari I
síma 74466.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
eyðublöðum sem þar fást.
Sambýli á Selfossi
Tilboð óskast í að fullgera 254 m2 timburhús fyrir
sambýli fyrir fatlaða að Vallholti 9 á Selfossi.
Húsið er fullfrágengið að utan, en verktaki skal
einangraþað, reisa milliveggi, leggja vatns-, hita-
og raflagnir og ganga að öðru leyti að fullu frá
húsinu að innan. Auk þess skal reisa garðskála
við húsið og ganga frá lóð.
Verkinu skal lokið fyrir fyrir 15. apríl 1988, nema
túnþökum á lóð, sem skal skila frágengnum 15.
maí 1988.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg-
artúni 7, Reykjavíkog áskrifstofu Svæðisstjórnar
Suðurlands, Eyrarvegi 37, Selfossi, gegn 5.000 kr.
skilatryggingu.
Tilboðverðaopnuðáskrifstofu Innkaupastofnun-
ar ríkisins, Borgartúni 7, þriðjudaginn 22. sept.
1987.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
Egilstaöaflugvöllur:
Stefnan
er
útboð
„Stefna fjármálaráðuneytis-
ins er sú að útboð skuli fram,“
sagði Karl Th. Birgisson, upp-
lýsingafulltrúi. „Með því spar-
ast skattgreiðendum fé. Það
nægir að benda á ríkið sparar 70
milljónir á þessu ári með því
einu að bjóða út áfengis- og
tóbaksflutninga til iandsins.“
Tilefni þessara ummæla Karls
eru fréttir þess efnis að vinna við
undirbúning nýs flugvallar á
Egilsstöðum hafi ekki verið
boðin út, heldur samið beint við
verktaka á Austurlandi.
Karl sagðist að öðru leyti hafa
takmarkaðar upplýsingar um
þetta mál, en þó væri ljóst að
ákvarðanir um þessar fram-
kvæmdir hefðu verið teknar í
skyndingu. „Þetta er engu að
síður röng ákvörðun," sagði
Karl. Reynsla hefur sýnt það að
útboð spara skattborgurum fé.“
Hraðbankinn
á 13 stöðum
Hraðbankinn, sem er heiti á sam-
eiginlegu þjónustukerfi Alþýðu-
bankans, Búnaðarbankans, Lands-
bankans, Samvinnubankans, Út-
vegsbankans, Verzlunarbankans og
Sparisjóðanna hefur nú starfað í
nær 18 mánuði. Hraðbankinn sem
er opinn jafnt á nóttu sem degi er
nú með 13 afgreiðslustaði og lykill-
inn — Bankakortið hefur einnig gilt
sem ábyrgðarkort í tékkaviðskipt-
um.
Borgartum 7 simi 25Ö44
y
Útboð
'Vy/M Austurlandsvegur, Mýri — Hof Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum í of- angreint verk. Lengd vegarkafla7,2 km, fyll- ingar 53.000 m3, skeringar 46.000 m3 og w \neðra burðarlag 46.000 m3. F \Verki skal að fullu lokið 1. júlí 1988.
lútboösgögn verða afhent hjá Vegagerð rík- 'isins á Reyðarfirði og í Reykjavík (aðal- gjaldkera) frá og með 9. september n.k. Skilaskal tilboðum ásömu stööum fyrirkl. 14:00 þann 21. september 1987.
Vegamálastjóri
Y
''/'VÁ
V
*
Utboö
Biskupstungnabraut
Vegagerð rlkisins óskar eftir tilboðum í of-
angreint verk. Lengd vegarkafla6,7 km, fyll-
ingar og burðarlag 65.000 m3.
Útboðsgögn verða af hent hjá Vegagerð rlk-
isins á Selfossi og í Reykjavík (aðalgjald-
kera) frá og meö 7. september n.k. Skila
skal tilboðum ásömu stöðum fyrirkl. 14:00
þann 21. september 1987.
Vegamálastjóri.
Bankakortin tryggja öryggi í
tékkaviðskiptum og stuðla að
traustari viðskiptaháttum. Ef við-
skiptamaður greiðir með tékka og
framvísar Bankakorti ábyrgist við-
komandi banki eða sparisjóður
innstæðu tékkans að ákveðinni há-
marksupphæð. Viðtakandanum er
tryggð innlausn tékkans svo fram-
arlega að hann hafi skráð númer
kortsins á tékkann og borið saman
undirskrift við rithandarsýnishorn
á Bankakortinu. Hámarksupphæð
tékkaábyrgðar hefur verið 3.000 kr.
en nú hefur verið ákveðið að hækka
hana í 10.000 kr. frá og með 1. sept-
ember næstkomandi.
Afgreiðslustaðir Hraðbankans
eru nú 13 talsins. Þeir eru á eftir-
töldum stöðum: í Borgarspítalan-
um, í Landsbankanum Breiðholti, í
Landsbankanum Akureyri, á Hótel
Loftleiðum, í Landspítalanum, í
Búnaðarbankanum aðalbanka, í
Búnaðarbankanum við Hlemm, í
Búnaðarbankanum Garðabæ, í
Sparisjóði vélstjóra, í Samvinnu-
bankanum við Háaleitisbraut, í
Sparisjóðnum Keflavík og í Útvegs-
bankanum Hafnarfirði.
I Hraðbankanum er unnt að
sinna öllum algengustu bankavið-
skiptum og geta því viðskiptavinir
hans sparað sér bæði tíma og fyrir-
höfn. Hægt er að taka út reiðufé,
leggja inn peninga, millifæra af
sparireikningi á tékkareikning eða
öfugt, fá upplýsingar um stöðu eig-
in reikninga í Hraðbankanum og
greiða gíróseðla. í Hraðbankanum
er enn fremur boðið upp á tvær
gerðir innlánsreikninga, tékka-
reikninga og sparireikninga. Fyrir
hverja úttekt hafa viðskiptamenn
greitt 10 kr. gjald. Nú hefur hins
vegar verið ákveðið að fella niður
gjaldiðfráog með 1. septembern.k.
Það er von samstarfsaðila Hrað-
bankans að þessar breytingar komi
viðskiptamönnum þeirra til góða.
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurfyrirhönd Hitaveitu
Reykjavlkur óskar eftir tilboöum í einangraðar
pípurvegna Nesjavallaæðar.
Helstu magntölur:
Fyrsta ca. 2500 metrar — 800 mm.
Annað ca. 2100 metrar — 900 mm.
Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á
sama stað fimmtudaginn 8. október n.k. kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Posthoíf 878 — 101 Reykjavik
SENDLASTÖRF
Óskum eftir að ráða unglinga eða
hresst fólk til sendlastarfa. Aðallega
er um ferðir í miðbænum að ræða.
í einu starfinu þarf viðkomandi að
hafa bifreið til umráða.
Umsóknareyðublöð fást hjá starfs-
mannastjóra er veitir upplýsingar.
SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA
STARFSIYIANNAHALD
KJÖTIÐNAÐARMENN
ALMENNT STARFSFÓLK
Óskum eftir að ráða KJÖTIÐNAÐAR-
MENN eða menn vana kjötskurði.
Einnig STARFSFÓLK til almennra
starfa í kjötiðnaðarstöð.
Góð vinnuaðstaða og mötuneyti á
staðnum.
Nánari upplýsingar hjá verkstjóra í
síma 686366 (28).