Alþýðublaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 16. desember 1978 Gyröir Elíasson. „En hins vegar getur illa unnin gagnrýni skemmt fyrir bók sem ýmislegt er spunnið í og þá fara að vaxa leiðinda fálmarar sem snerta svokallaðan höfund óhjákvæmilega." Viðtal við Gyrði Elíasson rithöfund um bókmenntagagnrýni OG SIÐAST EÐLISTILFINNING FYRIR BÓKMENNTUM í bókablaði sem birtir ritdóma er kannski ómaksins vert að leyfa rithöfundi að tjá sig um bókmenntagagnrýni. Þegar allt kemur til alls eru þeir ástæða alls þessa fyrirgangs sem bókaútgáfa og bókaumfjöllun er. í ofanálag þurfa þeir svo að þola það að aðrir meti og vegi verk þeirra opinberlega. Ég sneri mér til Gyrðis Elíassonar og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Hvaða þýðingu telurðu gagnrýni hafa fyrir unga höf- unda? Hún hefur nú sennilega enga úrslitaþýðingu. En sé hún unnin af heilindum og vandvirkni er ekki loku fyrir skotið að eitt- hvað skjóti upp kollinum sem höfundur getur tekið mið af. Þó held ég að hann sé yfirleitt bú- inn að ná áttum sjálfur áður. Gagnrýni er fyrir lesendur fyrst og fremst og kemur höf- undi sáralítið við. — Hvað viltu segja um þessa fullyrð- ingu mína? Það er töluvert til í þessu og tengist svari mínu við spurningunni hér á undan. Lesendur þurfa sennilega einhvern kompás margir hverjir. En hins vegar getur illa unnin gagnrýni skemmt fyrir bók sem ýmislegt er í spunnið og þá fara að vaxa leiðinda fálmarar sem snerta svokallaðan höfund óhjá- kvæmilega. En ég held að höfundur eigi til dæmis ekki að svara ritdómi, hversu meinhyrndur sem gagnrýnandinn kann aö vera. Að vísu brá ég út af þess- ari reglu minni á dögunum í sjónvarpinu en þaö var ein- göngu vegna þess að ég var spurður beint álits á tiltek- inni grein. Nú eru gagnrýnendur oft- ast bókmenntafræðingar. Setur það lit á umfjöllunina? í raun og veru ætti það ekki að hafa allt að segja en þvf miður virðist það gera það samt sem áður. Þeir sem hafa lært bókmenntafræði og leggja síðan út á mjóan veg ritdómarans, virðast oft á tíð- um eiga erfitt með að kasta þeim hækjum sem greining- araðferðirnar eru. Þeir dæma verk ekki út frá eigin forsend- um, heldur reyna að þvinga það inn i kerfi. Sem betur fer eru ekki öll bókmenntaverk smiðuð með hallamáli og vinkli en ef máti gagnrýnand- ans passar ekki, ýtir hann verkinu oftar en ekki til hlið- ar. En rétt einu sinni vil ég taka fram að til eru þeir sem skrifa um bókmenntir og vara sig á þessu. Jafnvel þótt þeir séu sprenglærðir. Fyrst og síðast er þetta kannski eðlis- tilfinning fyrir bókmenntum og ef hún er nógu sterk þá skemmir ekkert nám hana. En væri kannski rád að al- mennur lesandi skrifaði um bækur, börn um barnabækur o.s.frv. Þa er nú það með þessa al- mennu lesendur, þetta huldu- fólk sem tengist bókmennt- unum. Ég held nú að þar séu fordómarnir líka töluverðir þótt á annan hátt sé, hjá stór- um hópi fólks. Eins og ég sagði hér á undan, þá hefur þetta með eðlistilfinningu að gera að mínu mati, og nám eða nám ekki skiptir tæplega höfuðmáli. En börn um barnabækur, því ekki það? Og þó væri kannski enn betra að börnin skrifuðu hreinlega bækurnar sjálf. e.b.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.