Alþýðublaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 10
10 Mióvikudagur 16. desember 1978 BÓKMENNTIR f*fj Magnea J. Matthiasdóttir ' skrifar SAGA AF TIMA SEM EKKI ER TIL Gunnlaðar saga eftir Svövu Jakobsdóttur. Útg. Forlagið 1987. 196 bls. Gunnlaðar saga er saga af tíma sem er ekki til, saga af heimum sem hverfa og umbreytast í aðra, annars vegar heimi Gunnlaðar sem hverfur fyrir nýjum og ægilegum málmi, járn- inu, hins vegar Disar og móður hennar sem er á mörkum stökkbreytingar og eyðingar af völdum kjarnorkunnar. „En járnið! Orðið eitt skelfir alla heima! ... Ójarðneskur var þessi málmur og svo bölvi blandinn að hann var lokaður inni á helgum blóthátíðum í byggð- inni. Inn fyrir vé gyðjunnar mátti hann aldrei koma.“ Og ekki er kjarnorkan minni misþyrming á móður jörð en að „(rífa) ófullburða grjót... úr iörum jarðar og (hita) í eldsofnum sem móð- urkviður væri... (raska) lögmáli sköp- unar“. Mótmælendur spyrja: Barse- báck eða Kaupmannahöfn og þegar móðir Dísar og sögumaður fréttir af Tsjernóbilslysinu finnst henni „hann flytja mér minn eigin dauðadóm". Völvan Urður miðlar af visku allra kynslóða: „En milli nýs og gamals er allt óskapað. Öfl tortímingar losna úr viðjum tímans. Úlfur gleypir mána. Sleppi úlfur ekki bráð sinni verða ragnarök og heimur mun farast. Máni verður því að endurfæðast til þess að vari hin eilífa hringrás lífs og dauða." Mennirnir þurfa líka að endurfæð- ast og það ekki þjáningar- og áreynslulaust fremur en þegar við lít- um dagsins Ijós úr móðurkviði í fyrsta sinn. Amóta og konungurinn fer um níu heima fyrir Niflheim neðan í vigslu sinni, öðlast sögumaður eld- skírn með ferð sinni um söguheimana og endurfæðist til skáldskaparins Gunnlaðar saga er aga af tima sem . kki er til, saga af heimum sem hverfa og umbreytast í aðra, annars vegar heimi Gunnlaðar sem hverfur fyrir nýjum og ægi- legum málmi, járn- inu, og hins vegar Dísar og móður hennar sem er á mörkum stökk- breytingar og eyð- ingar af völdum kjarnorkunnar, skrifar Magnea J. Matthíasdóttir m.a. í umfjöllun sinni um nýjustu skáld- sögu Svövu Jak- obsdóttur. sem Óðinn stal frá Gunnlöðu í árdaga. Og „það svíkur engin skáldskap sinn“. ekki í þessari sögu, þó að vísu þykist glámskyggn augu undirritaðs lesanda sjá nokkra hnökra. Aftur á móti er það Það er vitað mál að höfundur og sögumaður bókar eru ekki ein og sama manneskja, í besta falli fjar- skyldir ættingjar. Eitt eiga þær þó óumdeilanlega sameiginlegt, Svava og sögumaður, að báðar eru skáldskap sínum trúar. Svava Jakobsdóttir hefur óumdeilda hæfileika til að stýra penna (eða tölvu) og þeir leyna sér allt eins víst að það sem mér sýnast gallar séu í rauninni þaulhugsuð atriði frá hendi höfundar og nákvæmlega þannig sem henni þótti best á fara. Fjandi fóru samt þrípunktarnir allir stundum í taugarnar á mér! „(Óöinn) hvatti til bardaga og land- vinninga og vötnin fylltust af fórnum til hergoðsins. Jörðin er flakandi í sár- BÓKMENNTIR Gylfi Gröndal skrifar um, mýrar grófu menn upp og rifu hold hennar í græðgi sinni eftir járni og smíðuðu úr því vopn. Bræður börð- ust. Menn bárust á banaspjót." Óðinn varö guð, breytti trúnni og lífsviðhorf- um manna, mótaði heiminn að sinni vild. En það kostaði sitt, varð honum dýrt að rjúfa eið sinn: „Friðlaus er hann og treystir engum, tortrygginn og kvalinn óttast hann ei bróður sinn sem mun rísa gegn honum og úlfinn sem mun gleypa hann og fullur ótta safnar hann dauðum í hersveitir sínar því alltaf er spádómurinn hinn sarni." — í þannig heimi lifum við núna, frið- lausum, tortryggnum og kvöldum heimi óttans. Mæðgurnar sögumenn okkar gera hvor á sinn hátt tilraun til að bæta fyrir ævagömul brot, endur- heimta það sem gyðjunnar er og gjalda fyrir löngu drýgðar syndir sam- kvæmt viðteknum hefðum samfélags okkar, sem svo aftur er blint á þá stað- reynd að timinn er ekki til eins og við viljum skilja hann. Tíminn er handverk mannanna og uppdiktaður, augnskjól fyrir hross til að þau fælist ekki. Við höfum löngu vísað fyrirlitlega frá okk- ur tíma náttúrunnar sjálfrar og erum hætt að fylgja hennar og eigin hrynj- andi. Þar er samt sáluhjálp okkar og framtíð fólgin, að við semjum frið við gyðjuna, umhverfi okkar og ekki sist okkur sjálf. Ég viðurkenni hreinskilnislega að ég ætla mér ekki þá dul að geta frætt aðra um það sem „höfundur vildi sagt hafa“, slíkt getur að mínu viti enginn nema hugsanlega höfundur sjálfur. Á hinn bóginn eru þessar hugleiðingar mínar það sem ég las úr Gunnlaðar sögu og kann ég Svövu Jakobsdóttur kærar þakkir fyrir. Magnea J. Matthiasdóttir Höfundur er rithöfundur VAR ÖLL ÞESSI FEGURÐ HER ÁÐUR? Heiðrekur Guðmundsson Landamæri Kvæði Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987 Heiðrekur Guðmundsson er í hópi bestu Ijóðskálda á okkar dögum, og með nýjustu bók sinni styrkir hann enn stöðu sína. Ljóðin í Landamærum eru heilsteypt og samfelld bæði að efni og formi og bera með sér bestu höfundareinkenni Heiöreks: einfald- leika og hnitmiðun. Sagt hefur verið, að Ijóð séu reynsla, og það sannast á þessari bók. Hún er sársaukafullt en karlmannlegt uppgjör skálds á kvöldi ævi sinnar; lífsreynsla í Ijóðrænum búningi. Heiðrekur Guðmundsson hóf feril sinn sem Ijóðskáld 37 ára gamall með bókinni Arfi öreigans, sem kom út 1947 og hlaut góðar viðtökur. Um hana skrifaði Kristinn E. Andrésson i bók- menntasögu sína tveimur árum síðar og taldi, að i henni væri „þjóðfélags- legur uppreisnarhugur, skaphiti og réttlætiskennd" og höfundurinn væri bæði „skýrog málhagur". En á þessum tlma fóru í hönd sann- köliuð kreppuár í íslenskri Ijóðagerð. Formbyltingin svokallaða braust út og ruglaði gjörvalla þjóðina í ríminu. Þorp Jóns úr Vör hafði komið út ári fyrr en Arfur öteigans, en fáar bækur hafa haft jafn afdrifarik áhrif á íslenska Ijóðagerð. Heíðrekur hélt hins vegar áfram ótrauður sína hefðbundnu braut; gaf út hverja bókina á fætur annarri og þoldi fálæti og jafnvel niðurrif, á með- an öfgar hinnar nýju tísku voru hvað mestar. Frá hans hendi hafa nú komið út sjö bækur frumsamdra kvæða: Arf- uröreigans, 1947, Af heiðarbrún, 1950, Vordraumar og Vetrarkvíði, 1958, Mannheimar, 1966, Langferðir, 1972, Skildagar, 1979, og Landamæri, 1987. Auk þess valdi Gísli Jónsson úrval Ijóða Heiðreks og skrifaði itarlega rit- gerð um þau undir heitinu Mannheim- ar á vegum Almenna bókafélagsins 1983. Það sýnir vel tryggð og ræktarsemi við hinn þjóðlega arf okkar íslendinga, að hvergi i Ijóðabókum Heiðreks kem- ur fram óstuðlað erindi. Hitt skiptir þó höfuðmáli, að með strangri ögun og æ vandaðri vinnubrögðum hefur hon- um tekist að verða sjálfstætt Ijóð- skáld, í senn persónulegur og hefð- bundinn, eins og Kristján Karlsson vakti fyrstur manna athygli á. Um form og efni hefur Heiðrekur sjálfur sagt: „Það skiptir meira máli hvað sagt er en hvernig það er sagt, en þó með þeim fyrirvara, að efnið sé svo vel mótaö að þaö verði lesandan- um sem minnisstæðast. Og skoðun mín er sú að stuðlarnir og hóflegt endarím skerpi athygli hans. Þrátt fyrir allt er andi Ijóðsins höfuöatriði, eins og sálin manninum. Best er þó að heilbrigð sál sé I hraustum likama." Fyrst af sjötugs sjónarhóli Sérðu hvernig námið gekk. Þannig lýkur kvæðinu lokapróf í • Landamærum og segja má, að þessar hendingar séu lykill að meginefni bók- arinnar. í hverju kvæði á fætur öðru Iftur Heiðrekur yfir æviveg sinn; sér líf sitt í nýju Ijósi; öðlast nýtt gildismat, þegar komið er ef til vill að leiðarlok- um. Um mann, sem ungur mokaði möl og sandi i fátækt sinni, yrkir hann í kvæðinu Nýjasta árgerðin, en því lýk- ur með þessum línum: Nú mundir þú á nýja bilnum skipta og nægu þreki til að mylja grjót. Og sviðuð verður niðurstaðan í lok Garðljóðs á vori: Síðast verður ekkert eftir annað en sálin, litið þroskuð, hinsta von og eign þín öll. Stundum grípur örvænting skáldið, eins og til dæmis I Ijóðinu Hratt flýg- ur stund: Jafnaðu metin, Guð minn góður, gef mér ennþá stundarfrest. En niðurstaða bókarinnar er þó æðruleysi og bjartsýni. Næstsiðasta kvæðið heitir Tákn og lýkur þannig: Lifir og þróast allt, sem eitt sinn var. Uppris hvert líf, þótt slegið sé i hel. Og síðasta Ijóðið, Sú kemur tíð, endar á þessum fallegu hendingum: - En vorið, sem aldrei endar, á eftir að koma samt. Kristján Karlsson skrifaði á bókar- kápu Langferða 1972, að í kvæðum Heiðreks Guðmundssonar sameinist djúpstæð ræktarsemi og óvenjulegur næmleiki gagnvart hræringum llðandi tíma. Landamæri nýtur þessara kosta, en við bætist, að nýju Ijóðin eru per- sónulegri og dýpri. Þau eru markviss og sönn, einföld og áhrifarik, eins og Ijóðið við gluggann er til vitnis um, en það hefur orðið undirrituðum minnis- stæðast: Ég dró mig i hlé þegar heilsan varð tæp. Og brugðið getur enn til beggja vona. - Nií bíð ég og horfi á himin og jörð í hljóðri spurn: Var öll þessi fegurð hér áður? Gylfi Gröndal ,Höf. er ritstjóri Samvinnunnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.