Alþýðublaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 22

Alþýðublaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 22
22 Miðvikudagur 16. desember 1978 BÓKMENNTIR 1 Eiríkur Páll Eiríksson skrifar jfiv MEDTAK LOF OG PRÍS Móðir — Kona — Meyja Nína Björk Árnadóttir Forlagið 1987. Af því að karlar hafa skrifað fleiri bækur en konur hefur því verið haldið fram að sú mynd sem bókmenntir gefa af konum sé meira og minna frá körlum komin og þar af leiðandi ófull- komin og jafnvel röng. Það má vel vera satt. Því er mikill fengur að jafn- opinskárri bók sem sagan Móðir — Kona — Meyja eftir Nínu Björk Árna- dóttur er. Sagan er örlagasaga kvenna. Aðal- persónur hennar er vitaskuld konur og fjallar sagan um dýpstu tilfinningar þeirra, ást þeirra og ástleysi. Sagan er ákaflega vel skrifuð, frásögnin gædd Ijóðrænum þokka. Hún erspennandi. Og síðast en ekki síst: Hún vekur spurningar og heimtar að lesandi taki afstöðu til efnis hennar. Sögusviðið er Reykjavík 7. áratugar- ins. Lesandinn er ýmist í fínu húsi þingmannshjónanna eða ( bragga- hverfinu hjá hinum umkomulausu. Konurnar, Helga vinnukona, Heiður þingmannsfrú og niðursetningarnir og systurnar Sina og Setta, segja sögu sína. Uppruni þeirra og kjör eru ólík, eitt er jbó sameiginlegt; tilfinningar þeirra, ást þeirra, hefur verið vanvirt: Systrunum nauðgað, Heiður svikin, ást Helgu meinum blandin. Þetta eru Ijótar sögur, fullar beiskju og sárs- auka, sagðar af innlifun höfundar og næmi, kryddaðar glettni, ást Hélgu og dulúð Heiðar. Hverri myndinni á fætur annarri bregður fyrir. Dapurlegt samlíf þing- mannshjónanna, Heiður við vefinn, dans systranna, brennan i garðinum, Villý og Helgadansa, amman og mamman í viöurstyggilegu bragga- ræksninu og systkini á tugthúsþak- inu. Allt lifandi og sumar hverjar seið- andi myndir, magnaðar mjúkri hrynj- andi stílsins, sem annars ber þess ótvírætt vitni að Ijóðskáld heldur á penna. Ein átakanlegasta mynd bókar- innar er þegar Villý svæfir útúr- drukkna móður sína í braggaskríflinu. Undir og yfir svífur hin Ijúfsára kyn- nautn umkomuleysingjanna í von- lausri baráttu fyrir ást sinni. Allt þetta sjáum við með augum stúlkunnar Helgu. í bókarlok hefur hún fengið sína lífsreynslu. Barnung eignast hún dóttur. Hún eyðir fóstri með hjálp móður sinnar og þriðja ávöxt sinn, ávöxt ástar sinnar og Villýs, gefur hún þingmannshjónunum eftir mikið tilfinningalegt og siðfræði- legt uppgjör sem nær hámarki slnu með frásögn Sinu af hörmungum þeirra systra. Þannig tekur hún á sig að borga skuld systranna við Heiði, losnar við innibyrgða reiði sína, sætt- ist við sjálfa sig og sættir þingmanns- hjónin. Þetta er mikil fórn og við þetta er hún sátt þó að undan svíði. Hún fer svo úr landi eins og Villý og byrjar nýtt llf. Þetta er þungur áfellisdómur og spurningarnar vakna. Er hægt að gefa og pína og loka augunum fyrir því þjóðfélagslega misrétti sem fyrst og fremst á sök á örlögum systranna og Helgu? Er hægt að gefa barnið sitt, sjá ást sína dregna I svaðið I óhrjá- legu braggahverfi, tugthúsaða og landflótta og fara sjálfur hið sama? Og spyr sá sem ekki veit. Er það ofar öllu llfi konunnar að sættast og kom- ast hjá uppgjöri og ófriði? Arnór bróð- ir Helgu vill kerfisbreytingu — enga sátt — það er llka virðingarvert sjón- armið. Samskiptum kvennanna I sögunni er lýst hispurslaust. Á bókarkápu segir að frásögnin einkennist af heit- um, erótlskum lýsingum og og mynd á bókarkápu undirstrikar þetta viðhorf útgefandans. Vissulega er erótlsk undiralda í verkinu en það er þó mynd höfundar af umkomuleysi og einstæð- ingsskap kvennanna sem hrlfur frem- ur en kyntöfrar þeirra. Þetta er skemmtileg saga fyrir þá lesendur sem trúa þvl að engin saga sé fullsögð fyrr en lesandi hefur lagt sinn skilning í hana, andmælt, sam- sinnt eða notið á sinn hátt. Þetta er nærgöngul saga og áreitin. Eiríkur Páll Eiríksson Höf. er kennari „Þetta er nærgöngul saga og áreitin," segir Eirikur Páll Eiríksson m.a. um nýja skáldsögu Ninu Bjarkar Arnadóttur. BÓKMENNTIR Valgarður Egilsson skrifar PRÝÐILEGA LÆSILEG BÓK Minningar barnalæknis Matthías Viðar Sæmundsson skráði Forlagið 1987. í sögu Björns Guðbrandssonar barnalæknis er óvenjulegur maður á ferð. Ritari sögunnar er Matthías Viðar Sæmundsson, og hefur honum tekist vel, þetta er skemmtileg bók. Björn hefur séð mikla sögu gerast, og ókvalráður tekið þátt I henni. Llk- ast því að hann eigi tvær þrjár manns- ævir að baki; er þó rétt sjötugur. Bókin er skrifuð I hröðum stll, vlða knöppum, stíllinn hispurslaus. Björn bersögull um sumt, þögull um annað. Margir þekkja til Björns Guðbrands- sonar, sem starfað hefur á Landakots- spítala sem barnalæknir yfir 30 ár. En hann hefur starfaö I þrem heimsálfum. Vann um hríð í Bandaríkjunum. Fimm árum eftir að atómsprengjur féllu á Nagasaki og Hirosima er hann læknir I bandaríska hernum I Japan; þá er Kóreu stríðið I algleymingi og margir fluttir þaðan til Japans til lækningar. Seinna er Björn I Saigon meðan Víet- nam stríðið geisaði. Hann er því búinn að sjá margt og upplifa, sumt hrikalegt. Það hlýtur að þurfa — fyrir tilfinningaríkan mann — góða brynju til að standa gegn slíku. Samt er eins og Skagfirðingurinn sé þar á ferð, alla bókina. En Björn segir frá fjölmörgu öðru. Hann hefur í upphafi nám í norrænu, enda málagarpur, hamhleypa með það sem annað, munar ekki um rússnesku og japönsku til viðbótar við 6-8 Evróputungumál. Við norrænunám er hann í Danmörku og Þýskalandi 1938-39. Er þá vitni að heimsókn Hitlers til Hamborgar 1939 og Göbbels, Göring og Hess með I för- inni. Björn yfirgefur Þýskaland nokkr- um dögum áðuren heimsstyrjöldin brýst út. Rakinn er uppvöxtur Björns í Viðvik [ Skagafirði. Þar hefur hann skotið sterkum rótum, og þæreru sterkar enn. Segir frá áhuga hans á náttúr- unni, einkum fuglum himinsins; þeim átti hann eftir að sinna frekar. Björn hefur um áratugaskeið verið framar- lega í Fuglaverndunarfélaginu, hefur líklega átt drjúgan þátt í að bjarga ís- lenska haferninum frá að deyja út. Maðurinn er alltaf að skoða, enginn æpir. Björn sat i Náttúruverndarráði um hríð. Ungur fór Björn í Menntaskólann á Akureyri. Veru hans þar er vel lýst. Frásagan er öll án málalenginga. Hún er krydduð ótal smásögnum, sumum undarlegum, ýmsum drama- • ískum; sumar sagðar með orðum vel brynjaðs manns, margar af nærfærni. Læknirinn hefur oft staðið andspænis því þegar dauðinn sækir börn og ekki veröur að gert. Á hinn bóginn eru kímnisögur margar, sumar góöar. Að öllu samanlögðu gefa þessar fjöl- mörgu smáfrásagnir bókinni aukið gildi og eru þó misgóðar. Ritara hefur öft tekist að koma þeim hið besta til skila. (Léttur ýkjublær hressir). Orð- færi Björns virðist komast til skila. Mannlýsingar eru jafnan stuttara- legar og sumar mjög vel gerðar: Davlð Stefánsson, Jónas frá Hriflu, Kristín á Kolkósi. Reyndar sumar ítarlegri: Guð- mundur Hanneéson, Helgi Ingvarsson á Vífilsstöðum, Níels Dungal, Kristján Sveinsson, Finnur Guðmundsson, Kristján Eldjárn. Ljóst er að ritarinn er ekki að skrá öll smáatriði sögunnar. Oft langaði mig að heyra meira um uppruna Björns og uppvöxt; ítarlegri deili á fólki sem fyrir er. Þetta eru þeir naum- ir á, Björn og Matthías. Ártöl einnig. Það er ábyggilega eftir annað bókar- efni í sögu Björns ef menn vilja skrifa ítarlega sagnfræði. En það fækkar löngum ævisögum, með nostri og hægri framvindu. Sumpart sakna ég þeirra. Viljandi hafa þeir félagar kosið annað form. Hér enda kaflar snöggt, lesandinn skilinn eftir, það er stíl- bragð. Ljósmyndir hefði ég kosið fleiri. Þetta er prýðilega læsileg bók. Því betur sem ég las, þvi betri þótti mér hún. Einstöku pennavillur breyta þar litlu. Valgarður Egilsson. Höf. er læknir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.