Alþýðublaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 16. desember 1978 13 N UT nenn mestri dýrð á hestamennsk- una meðal almennings, knapa og tamningamenn. Reyndar er þessi stétt hesta- manna þekkt fyrir ýmislegt annað, en að skafa utanaf hlutunum. Talar venjulega af miklu hispursleysi um sjálfa sig og samborgarana. Nær þrjúhundruð Ijós- myndir prýða bókina, bæði svarthvítar og litmyndir og eiga 22 Ijósmyndarar hvaðan- æva úr veröldinni myndir í bókinni. Hollenskur listamað- ur Annemarie Quarles van Ufford var fengin til þess að draga upp myndir af ýmsum knöpum og hestum og gefur þetta bókinni sérstakan svip. Kafli er um unglinga sem skarað hafa fram úr á árinu og er efalaust að finna meðal þeirra reiðmenn og sigur- knapa framtíðarinnar. Þá er ágrip af sögu Evrópumótanna í bókinni og skrá yfir 27 knapa, sem keppt hafa þar fyrir íslands hönd. í bókarlok eru svo úrslit allra helstu móta ársins. Byrjað var að skrifa bókina í októberbyrjun. Nóvember síðan notaður einnig til þess að velja myndir. Sumir kaflar bókarinnar eru um atburði sem eru rétt nýliðnir og í sumum tilvikum fór annar höfundurinn Þorgeir Guð- laugsson sérstaklega út til þess að afla frétta fyrir bók- ina. í formála kemur fram sú skoðun höfunda, að æskilegt væri að bók sem þessi kæmi út á hverju ári og er hér með tekið undir þá skoðun. Höf- undarnir benda á, að með því móti væri hægt að fylgjast með ferli knapanna frá einu móti til annars. Að sjálfsögðu væri einnig hægt að fylgjast með hestunum á milli ára. Höfundar tilgreina helstu heimildir að bókinni, ritin Eiðfaxa og Hestinn okkar auk Morgunblaðsins og DV. Guð- mundur Birkir Þorkelsson las yfir allt efni bókarinnar. PrentstofaG. Benediktssonar prentaði og Arnarfell batt inn. Verði bókarinnar er í hóf stillt, kr. 2.475,- en hún er 224 blaðsíður á lengd. G.T.K. Þrautgóðir á raunastund Út er komin hjá Erni og Örlygi 18. bindi Björgunar- og sjóslysasögu íslands, „Þraut- góðir á raunastund" eftir Steinar J. Lúðvíksson. Bókin er helguð minningu Þórðar Jónssonar á Látrum og öllum þeim sem tóku þátt í björg- unarafrekinu við Látrabjarg í desember 1947, en um þess- ar mundir eru liðin 40 ár frá þeim atburði. í þessari nýju bók er fjall- að um atburði áranna 1969, 1970 og 1971. í formála segir höfundur m.a. að er síðasta bók kom út árið 1985 ætlaði hann að láta staðar numið. Fjölmargir hafa hins vegar sett sig í samband við hann og hvatt hann til þess að sagan yrði rakin eitthvað áfram. Vitnað hafi verið í for- mála fyrri bókar þar sem seg- ir að ætlunin með bóka- flokknum sé að geyma á ein- um stað þá hrikalegu atburði sem þessi hluti sögu okkar íslendinga hefur að geyma, og halda til haga frækilegum afrekum þeirra manna sem unnið hafa að björgunarmál- um hérlendis bæði með beinni þátttöku og eins ó- beint. Ennfremurtil að geyma nöfn þeirra sem urðu að lúta í lægra haldi í barátt- unni við óblíðar höfuðskepn- urnar. Því varð úr, segir höf- undur, að lagt var út að nýju. Bitt& •MINNINGAR HULDU A. STEFÁNSDOTTUR Húsfrpyia * HunaþíngT Húsfreyja í Húnaþingi er þriðja bindi ceviminninga Huldu Á. Stefánsdóttur. í þessu bindi segir frá búskapar- árum hennar á Þingeyrum í Húna- vatnssýslu. Inn í þá frásögn fléttar hún nákvæmar en hrífandi lýsingar á sögu og umhverfl. Þetta gerir ævisögu Huldu Stefánsdóttur að bókmenntum í fremstu röð, bókmenntum sem fólk á öllum aldri les sér til óblandinnar ánægju og fróðleiks..^. Litríkt fólk er framhald æviminninga Emils sem komu út ífyrra og nefndust Á misjöfnu þrífast bömin best, en hún hlaut einróma lof gagnrýnenda og einstakar viðtökur almennings. Lesendur Litríks fólks verða margs vísari um aldarfar og eigið líf höfundar á fjórða og fimmta ára- tugnum. Stíll og frásagnarlist hans gerir bókina að kjörgrip allra bóka- unnenda.j^) Gullna flugan eftir Þorleif Friðriksson sagnfræðing er saga átaka í Alþýðuflokkn- um og erlendrar íhlutunar um íslensk stjómmál í krafti fjármagns. Hver voru erlend ítök og áhrífþeirra á aðgerðir flokks- forystunnar langt framyfir miðja 20. öldina? Bókin byggir á óvéfengjanlegum gögnum og segir sannleikann skýrt og skorinort. Þessa bók má enginn Alþýðuflokksmaður láta framhjá sér fara,-hvað þá andstæðingamir. 8888» ' í Af’AlW'ŒLÖ ogsjérxttSBgi»r«ír S 3 ■> ' ÖRN OG ÖRLYGUR SÍÐUMÚLA 11,108 REYKJAVÍK, SÍM191-84866 Systkinaröðin mótar manninn er eftir sálfræðinginn dr. Kevin Leman. Er það tilfellið að frum- burðir séu frekjur, miðbörn þrætu- gjarnir leiðindapúkar og yngstu börn ábyrgðarlausir ærslabelgir? Systkinaröðin er brunnur upp- lýsinga sem geta hjálpað þér að bæta samskipti þín við aðra. Fyrir utan að geyma uppeldislegar ráðleggingar sem eru öllum foreldrum hollar og gagnlegar er bókin bæði hlýleg, fyndin og vel skrifuð. ( ■ ..A/V' , : V : HflE i ? « íy í : WttliLcSí, : líiííte Paddington bangsi birtist lesendum sínum á ný í tveimur nýjum bókum. í annarri hjálpar Paddington smáfólki að þekkja á klukkuna en í hinni er hann á leið í sumarleyfi til Frakklands. Þegar sú bók er opnuð kemur svolítið óvænt í ljós sem gerir hana ennþá meira spennandi. Um Dagfinn dýralækni eru líka komnar tvær nýjar bækur. Dagfinnur dýralæknir og sjóræningjarnir er sérstaklega ætluð byrjendum í lestri en Dag- finnur dýralæknir í Apalandi þeim sem lengra eru komnir. Þetta eru bækur sem halda börnun- um við efnið. SVONA GERUM VID

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.