Alþýðublaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 16. desember 1978 5 Nœst á dagskrá er Rcett við Vigdísi Grímsdóttur rithöfund Mér gekk bölvanlega að fá bílastæði fyrir utan heimili Vigdísar Grímsdóttur. í þriðju götu frá var pláss sem ég gat smokrað bílnum inn I. Það rigndi ótæpilega og mér fannst gott hjá Vigdísi að hún var búin að laga kaffi þegar ég kom. Við ræddum fyrst um heima og geima eins og títt er þegar fólk hittist. Þegar mér fannst tími til kominn seildist ég í töskuna mína eftir spurningalista og kass- ettutæki og sagði sisona: Jæja, þá er að taka viö- talið. Hún sá spurningalistann og stundi og spurði hvort hún mætti lesa þær fyrst. Ég var á báðum áttum en lét það eftir henni. Hún brosti svo fallega. Má ég ekki bara svara spurningunum skriflega og þá getum við rætt um eitt- hvað annað í staðinn? spurði hún. Eru þær svona erfiðar? spurði ég. Nei, mér finnst bara eins og ég sé í prófi. Við komumst að þeirri nið- urstöðu að það væri svindl ef hún svaraði skriflega. Þegar hér var komið sögu var kaffið búið og meðan ég baslaði við kassettutækið hellti hún upp á nýju kaffi. Síðan hófst yfirheyrslan: Ertu ánægð með bókina og viðtökurnar? Ætli nokkur manneskja sé nokkurn tlma fullkomlega ánægð með það sem hún gerir. Ég hef lúmskan grun um að flestir efist um ágæti verka sinna þótt þeir hafi ekki hátt um þaö. Og ég held llka að slíkar efasemdir séu hverjum manni nauðsynlegar, séu I rauninni aflgjafi ef grannt er skoðað. En svo held ég líka þótt það sé eins og þversögn, að fólk sendi ekki frá sér verk nema vera sátt við það. Ég er það með öðrum orð- um sátt við söguna um Grím Hermundsson af því að ég bjó hana að heiman eins vel og ég gat, vann eftir þeim lögmálum sem söguefnið setti mér og reyndi að vera Kaldaljósinu trú. Og af því aö þú spyrð um viðtökur, þær lúta allt öðrum lögmálum. En ég verð að segja eins og er að ég er ánægð með þær. Kannski þjónar sú ánægja einhverjum hégóma en mér finnst gott að hugsa til þess að fólk hef- ur náð sambandi við söguna og þykir vænt um fólkið I henni. Sjálfri þykir mér vænt um Grím Hermundsson og allan hans heim og var alls ekki smeyk að senda hann til ann- arra. Ég hef ekki þá vantrú á fólki. Hvað er næst á dagskrá? Ertu að skrifa? Næst á dagskrá er þögn. Djúp þögn. Það er hávaði I bókaútgáfu og hann er orku- frekur. Eftir hann sný ég mér að þögninni. Ég hef alltaf átt bestan félagsskap við hana. Ef hún tekur mér á sama hátt og hún hefur gert áður þá get ég haldið áfram að skrifa söguna sem ég er byrjuð á. Ég hlakka til þess tíma. Um hvað er hún? Ég segi þér það ekki. Allt í lagi. Lifirðu á skrift- um? Ég nenni ekki að vera með neinn væl en ég held að fáir rithofundar á Islandi lifi á skrifum sínum. Margir reyna en fáir geta það. Ég reyni. Nornir og draumar koma fyrir í bókinni. Ertu hjátrúar- full? Nornir og draumar koma hjátrú minni ekkert við og þótt hjátrú mín leynist víða þá held ég að lítið sé af henni i Kaldaljósi. Hún er þannig að hún á ekkert erindi í bókina. Nornir og draumar eru hluti af sögunni sjálfri og heimi hennar. Hvort sá heim- ur er hjátrúarfullur, yfirskilvit- legur, dulrænn eða raunsær verða lesendur að eiga með sér og sinni trú á lífið. Fyrir mér er heimur Gríms Hermundssonar, sem er ein- göngu hans heimur, fullkom- lega raunsær eins og veröld

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.