Alþýðublaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 16. desember 1978 11 BÓKMENNTIR Eiríkur Brynjólfsson skrifar BÓK SEM Á ERINDI Kaldaljós eftir Vigdísi Grimsdóttur, Svart á hvitu 1987, 453 bls. Um langan tíma hefur verið í tísku að allt lífið sé einfalt og auðskilið, eins og stafrófið „i erind þessi lítil tvö“. Þess vegna hafa menn horft með stærilæti á lífið kringum sig og sagt sísvona: Ef við högum þessu svona, þá verður allt eins og það á að vera. Og af því að allt á að vera eins og það á að vera, þá líka er allt eins og það á að vera. í framhaldi af þessu hafa menn lagt meira upp úr yfirboröinu heldur en þvl sem undir niðri býr. Þetta gildir um rit- höfunda eins og annað fólk. Sumir góðviIjaðir rithöfundar eins og fyrir- verða sig fyrir lífsskilning sinn og grípa þess vegna til þess ráðs að flækja sögurnar í sjálfar sig. Hafa kannski fyrsta kaflann aftast, miðju- kaflann fremst o.s. frv. og grlpa til þess ráðs að vera óstjórnlega fyndnir. í Kaldaljósi gerir Vigdís Grímsdóttir hvorugt. Hún þarf þess ekki. Hún beit- ir ekki klippibrögðum. Hún er ekki óstjórnlega fyndin en lesandinn finnur fyrir góðlátlegri og hlýlegri kímni. Hún þykist alls ekki skilja alla skapaða hluti. Sumt er skiljanlegt og annað ekki. Hún er ekki flókin og ekki ein- föld. Kannski hvort tveggja eins og líf- ið er. En fyrst og fremst trúverðug. Við skyggnumst undir yfirborðið í Kalda- Ijósi. Kannski eru til álfar og nornir og draumar sem rætast. Og kannski er þetta allt í höfðinu á honum Grími Hermundssyni. Kaldaljós fjallar um Grím Hermund- son, ungan dreng í þröngum firði und- ir háum Tindi, og hans fólk og örlög þess. Hann teiknar myndir og trúir á nornir, þangað til hann hittir gömlu konuna, Álfrúnu, sem hann hélt að væri norn. Hann verður fyrir áhrifum af henni og sögum hennar. í fyrri hluta bókarinnar er Grlmur tiu ára og við dveljum inni i hugarheimi hans. I seinni hlutanum er hann tvítugur og kominn í myndlistarnám en fortíðin er alltaf umhverfis hann. Allt sem hendir hann og hann tekur sér fyrir hendur á sér hliðstæður í fortlð hans. Fólkið hans og örlög þess fylgja honum alla leið. Að lokum málar hann fortíðina á veggi íbúðar sinnar og verður sjálfur hluti af þeirri mynd, sameinast fortíð- inni, stendur í sömu sporum og I upp- hafi og sagan gæti þess vegna hafist að nýju. Frásagnarandinn í bókinni er ein- stakur. Mér fannst ég ekki vera að lesa heldur var eins og einhver hvísl- „Frásagnarandinn i bókinni er einstakur. Mér fannst ég ekki vera að lesa heldur var eins og einhver hvislaði að mér. Hún talar við lesandann, þessi bók, þvi hún á við okkur erindi," skrifar Eiríkur Brynjólfsson m.a. um bók Vigdisar Grímsdóttur „Kalda- ljós“. aði að mér. Hún talar við lesandann, þessi bók, því hún á við okkur erindi. Bókin byggir á sannsögulegum at- burðum en þeir eru færðir til í tíma og rúmi þannig að þær fyrirmyndir skipta ekki máli lengur. Aðeins örlög fólksins skipta máli. Og manni er ekki sama um Grím Hermundsson en verður samt að játa fyrir sér í lokin að öðru- vísi gat ekki farið. í bókinni er fullt af nýjum oröum og barnaorð gera Grím ungan og Gottínu systur hans að einstaklega lífandi fólki. Sérstaklega hafði ég gaman af þvl hvernig Vigdís leikur sér að nafn- inu Grímur. Hér er eitt dæmi af mörg- um: „Og hann hlustar vel. Verður allur ein eyru. Eymagrímur." Endurtekning- um er einnig beitt af mikillilistfengi. I Bókin er heiðarleg og falleg og sönn, skemmtileg og vel sögð. Vigdísi tekst að búa til trúverðugar og lifandi persónur og lýsa högum þeirra og ör- lögum á sannfærandi hátt. Kaldaljós er mjög metnaðarfullt verk og stingur I stúf við hinn metnaðarlausa nútíma. Og í lokin segi ég nú ekki annað en þetta: Lesið Kaldaljós. Það verður enginn svikinn af þvi. Eiríkur Brynjólfsson Höfundur er kennari og rithöfundur BÓKAFRÉTTIR JESS STERN EDGAR UNORALÆKklRINN OG SJAANDINN CAYCE Edgar Cayce. Undralæknirinn og sjáandinn „Bandaríkjamaðurinn Edgar Cayce sem lést árið 1945, þá 67 ára að aldri, er tvímælalaust athyglisverðasti dulspekingur og sjáandi sem um getur á þessari öld,“ segir m.a. aftan á bókarkápu nýendurútgefinnar bókar um Edgar Cayce hjá Erni og Örlygi. Höfundurinn er Jess Stern og þýðinguna gerði Loftur Guðmundsson. Bókin sem kom fyrst út á íslensku árið 1967, er löngu uppseld og því tímabært að endur- útgefa hana. Á bókarkápu segir enn- fremur. „Hann lauk aldrei barnaskólanámi, en I dá- svefni talaði hann reiprenn- andi erlendar tungur, sá fyrir ævi manna og óorðna at- burði, eða lýsti löngu liðnum atburðum." Hann sagði m.a. fyrir um siðari heimsstyrjöld- ina, sá fyrir jarðskjálfta og náttúruhamfarir. Sumir þeirra hafa verið aö rætast að und- anförnu en aðrir eiga, ef til vill, eftir að rætast á þessum áratug, s.s. eyðing New York borgar, Los Angeles og San Fransisco. I frétt frá forlaginu segir ennfremur að einn undursam- legasti hæfileiki hans hafi verið að greina sjúkdóma manna, sem hann hafði aldrei heyrt né séð og bú- settir voru í margra mllna fjarlægð eða I öðrum lönd- um. HUGH LOFTING DAGFINNUR DÝRALÆKNIR i APALANDI Dagfinnur dýralæknir. Dagfinnur dýralæknir Bókin um Dagfinn dýra- lækni í apalandi er nú endur- útgefin hjá Erni og Örlygi. Höfundur er Hugh Lofting og Andrés Kristjánsson íslensk- ar. Fyrsta sagan um Dagfinn dýralækni, „Dagfinnur dýra- læknir i apalandi" kom út 1920 og hlaut þá strax miklar vinsældir. Lofting hlaut Newbury-verölaunin, helstu verðlaun Bandaríkjanna fyrir barnabækur 1923 fyrir bók slna „Dagfinnur dýralæknir í langferðum". A titilblaði bóka sinna hafði Hugh Lofting eftirfar- andi tileinkun: „Öllum börn- um — börnum í æsku og börnum í hjarta, tileinka ég þessa sögu.“ Vel sögð saga um innri baráttu, átök og uppgjör... Saga um ungling sem liður fyrir fötlun sina.. Saga sem vekur til umhugsunar... Skemmtileg saga sem sker þó óvægilega á kýlin..... Sagan segir frá upphafi skóla- göngu Ástu, systur Kára litla sem allir þekkja. POTTÞETTUR VINUR POTTÞÉTT UNGLINGABÓK ASTA LITLA LIPURTÁ — Kjörin bók til að lesafyrirbörn! — Kjörin bók fyrir börn, sem eru að byrja að lesa! Bókin sem hlaut hæstu verðlaun, sem veitt hafa verið I samkeppni um barna- og unglingaskáld- sögur hérlendis. Sagan snýst um daglegt amstur og ástarskot nemenda i 8. H — glettin og gáskafull — þangað til að Sindbað sæfari kemur til sögunnar. —- Þá æsist leikurinn heldur betur og ótrúlegur háski vofir yfir aðalsöguhetjunni.... ÁSTA LITLA LIPURTÁ er nú gefin út i sjöunda sinn. Það segir meira um söguna en mörg orð. ÆSKAN Simi 17336

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.