Alþýðublaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 16. desember 1987 23 NIAÐURINN OG SKALDIÐ Steinn Steinarr. Áhrifavaldur í íslensk- um bókmenntum og aö sumra áliti bölvald- ur, alla vega áður fyrr. Um áhrif hans efast enginn, við bítum seint úr nálinni með þau. En hver var hann? Maðurinn sem svaf í frakkanum sín- um einn vetur? Upp- reisnarskáldið sem eyðilagði hið hefö- bundna Ijóðform og var ekkert heilagt? Er búið að segja söguna hans? Sjálfsagt eru til ýmsar og ólíkar myndir af manninum og skáldinu. Hjá bókaútgáf- unni Reykholti er nýútkomin myndarleg bók um Stein sem hlýtur aö teljast til tíðinda, því þótt margt hafi verið sagt um Stein og skáldskap hans þá er undarlega fátt til á prenti, einkum um ævi hans þótt talsvert hafi verið ritað um skáldskapinn og enn meira skvaldraö um manninn. En margt af því er i tímaritum og því óaðgengilegt fyrir al- menning. Sigfús Daðason tók þetta rit saman og skrifar ritgerð um Stein. Einnig eru í bók- inni ýmsir textar sem varða Stein, bæði gömul viðtöl við hann og ný viðtöl við sam- ferðafólk hans. Einnig eru í bókinrii áður óbirt Ijóð eftir Stein. Þá er bókin ríkulega myndskreytt og fæstar mynd- anna hafa birst áður. Að sögn Sigfúsar er hér um aö ræða kynningarbók með úrvali af textum, bæði eftir Stein og aðra sem skrifa um hann. Bókin er ætluð al- menningi og hugsuð fyrir mjög breiðan lesendahóp. Um ritgerð sína sagði Sig- fús af hógværð sinni í sam- tali við blaðamann: „Það hef- ur verið lítið skrifað um hann. Ýmsar hugmyndir hafa þó verið á kreiki, sumar ekki al- veg réttar og ég reyni að komast til botns í þeim.“ Óhætt mun að þakka bóka- útgáfunni Reykholti og Sig- fúsi fyrir þetta þarfa framtak. Við birtum hér úr bókinni pistil eftir Stein, Reykjavík. Þetta mun Steinn hafa skrif- að um 1949. Hann hefur ekki fyrr birst á prenti. e.b. Steinn Steinarr: w REYKJAVIK Reykjavík er dásamleg borg. í viss- um skilningi stendur hún jafnfætis heimsborgunum, sem kalla sig nombr- il de l'Univers eða annað slíkt. En hún er að einu leyti frábrugðin London, París og Róm, hún á sér enga sögu. Hún varð skyndilega til úr ekki neinu og að þvl ervirðist án nokkurs til- gangs, hvorki góðs né ills, hvað sem það á að þýða. Og við, sem hittumst hér á svona glannalegum morgni, erum börn þess- arar borgar, raunar stjúpsynir og töku- born, en það skiptir ekki miklu máli, því að Reykjavík er öllum góð, hvernig svo sem þeir eru til komnir. Hún hefur að vísu ekki gefið okkur neitt sem auga sér eða hönd á festir. En hún hefur gert okkur að mönnum, drykk- felldum og peningalausum mönnum með ofurlítið brot af samvisku heims- ins í hjörtunum. Hún veitti okkur þegnrétt í mannheimum. Hún kom okkur að minnsta kosti í sálrænt sam band við hinn stríðandi lýð veraldar- innar. Og við stóðum ævinlega réttu megin í þeirri baráttu, þótt þaó væri kannski ekki á margra vitorði. Okkur dreymdi jafnvel þann stóra draum að fara sjálfir í þá styrjöld og fórna lifinu til lofs og dýrðar því, sem góðir menn nefna sannleika og réttlæti. Auðvitað fórum við hvergi, en það var ekki okk- ur að kenna. Við vorum svo fátækir, við áttum ekki fyrir fargjaldinu til af- tökustaðarins. Þannig er Reykjavik, og á þennan hátt skapar hún sína guði og menn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.