Alþýðublaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 14
14 Miðvikudagur 16. desember 1978 BÓKMENNTIR Matthildur Sigurðardóttir skrifar (Ó)VENJULEG (VANDA) MÁL BÓKMENNTIR Margrét Jeanette Cela skrifar Vinur minn Lúki eftir Christine Nöstlinger Mál og menning 196 bls. Vinur minn Lúki fjallar um 14 ára stelpu, Maríönnu og samband hennar við Lúka æskuviri hennar, sem hún hefur alltaf ( vasanum. En, þegar Lúki kemur heim til Vínarborgar, búinn að vera í sumarskóla á Englandi, er hann gjörbreyttur maður. Frammúrstefnu- maður í klæðaburði og hegðun. Hann hefur tekið þá ákvörðun að vera ekki lengur strákurinn sem hangir utan í Maríönnu, hann ætlar að verða alveg sérstakur persónuleiki. Hann byrjar á klæðaburði og hegðun. Eins og Lúki segir sjálfur á bls. 28: „Ef persónuleiki getur þrengt sér innan frá og út og haft þannig áhrif á hvernig fólk klæðir sig, þá hlýtur það líka að ganga öfugt.“ Maríanna veit varla hvernig hún á að bregðast við þessum nýja og sjálf- stæða uppreisnargjarna og mjög svo hreinskilna Lúka. En hinir krakkarnir vita það svo sannarlega. Lúki verður hetja þeirra, honum er boðið í öll partíin, hann er kosinn bekkjarfulltrúi, auk þess að fá kennarann upp á móti sér. Sem sagt, f skólanum hefur brot- ist út Lúka-live æði (live er viðurnefni hans). Svo það er ekki furða þó Marí- anna verði afbrýðisöm. En hún á eftir að komast að þvf að ekki er allt sem sýnist, hvorki foreldrar hennar (sem eru frjálslynt miðstéttarfólk), Lúki og nýi persónuleikinn hans, né hún sjálf. Þetta er söguþráðurinn, svona f grófum dráttum. Nú hef ég að vísu sleppt nokkrum skemmtilegum per- sónulýsingum og samskiptum Marí- önnu við foreldra og fleiri. Bókin inniheldur flest það sem ein- kennir venjulega unglingabók: ungl- ingaástir, afbrýðisemi, foreldravanda- mál, partí og smá siðferðispredikun (að ógleymdum farsælum endalokum). En það sem gerir þessa bók öðruvísi er það hvernig frásögnin er. Hún er full af innskotum og vangaveltum, sem koma kannski ekki söguþræðin- um mikið við, en eru samt ómissandi í frásögninni. Sagt frá venjulegum (vanda)málum áóvenjulegan hátt. Bókin hefur það fram yfir margar aðrar unglingabækur, að hún er fynd- in. Marianna gerir góðlátlegt grín að sjálfri sér og öðrum, þegar hún segir frá, leyfir hugmyndafluginu að njóta sín. Helsti galli á bókinni er sá, að mér finnst bókin ekki ná eins vel til mín og skyldi, vegna þess að hún er skrif- uð í Austurríki fyrir níu árum. Því koma stundum fyrir atriði sem eru ís- lenskum unglingum framandi. Svo sem eins og: latínukennsla ( 8. bekk, stelpa sem á hluta úr skógi og 1/8 í blokk og Rolling Stones vinsælir í partíum. Þýðingin er hnökralaus og eðlileg. Skemmtilegur stíll og lýsingar komast vel til skila. Kápumyndin er mjög góð, en bókin er prentuð á heldur leiðinleg- an pappír. Þetta er eiguleg bók og ágætis af- þreying og ég er viss um að fleiri heldur en bara unglingar muni hafa gaman af henni. Matthildur Sigurðardóttir. Höf. er nemandi í 9. bekk grunnskóla . AUÐLESID AFÞREYINGAREFNI Á topoinn eftir Gillian Cross Mál og menning 240 bls. Á toppinn fjallar um Janis, unga stelpu sem ætlar að verða fræg popp- stjarna. Hún er mjög óánægð með út- lit sitt, finnst hún vera stór, klunnaleg og Ijót. Bókin byrjar á því að hún rýkur að heiman eftir að hafa rifist við mömmu sína og sambýlismann henn- ar. Hún fer á kaffistofu þar sem hún hittir og kynnist meðlimum rokkhljóm- sveitarinnar Kelp. Christe er söngvarinn og nokkurs konar forsprakki hljómsveitarinnar, dökkhærður og hugsar lítið sem ekk- ert um útlit sitt. Hann er frekar stjórn- samur og frekur, samt viðkvæmur innst inni. Rollo spilar á trommur, Ijós- hærður og stór, lætur alla stjórna sér og passar að særa aldrei neinn. Dave er fjölhæfur hljómlistarmaður sem spilar á mörg hljóðfæri, Ijóshært kyn- tákn hljómsveitarinnar og hugsar mik- ið um sjálfan sig. Job er hljómborðs- leikari, Ijóshærður meðalmaður, sem breytir sífellt um skapgerð. Hljómsveitin heldurtil London en áður lætur Christie Janis fá kassettu með heimilisfangi þeirra á. Hún ákveður að freista gæfunnar sem söngkona og stelur hundrað pundum frá mömmu sinni, fer til London og slæst i för með hljómsveitinni. Þar verður hún fyrir vonbrigðum því Chris- tie lætur hana ekki syngja strax með hljómsveitinni og lætur hana búa hjá veikri mömmu sinni. Christie býrtil úr Janis persónuna Finku sem er skapstór, frek, kjaftfor og er algjör andstæða Janis Mary. Hún lærir að lifa sig inn í persónuna, gerist meðlimur hljómsveitarinnar og fljótlega fá þau betri samninga vegna frammistöðu Janisar sem söngkonu. Með tíð og tíma öðlast þau frægð og frama. Bókin er skrifuð á sannfærandi hátt. Hún er byggð á viðtölum við Finku þar sem ferli hennar i hljómsveitinni er lýst. Þó að bókin fjalli um frægð og frama í rokkheiminum gætu allar lýs- ingar staðist, þó að sumt í sögunni virki ótrúlega, t. d. lýsingar á Christie og Janis. Það er of mikið ósamræmi í skap- gerð Christie, þar sem hann er stund- um mikli maðurinn sem stjórnar og þar á milli litill strákur sem leikur sér að járnbrautarlest. Hann er nokkurs konar harðstjóri en samt ótrúlega við- kvæmur. Ég tel hann ekki vera nógu sannfærandi persónu, samt nær hann taki á lesandanum. Mér finnst breytingin á Janis þegar hún tekur við hlutverki Finku vera frekar ótrúleg, vegna þess að hún af- neitar fyrri persónuleika sínum svo gjörsamlega. Bókin er auðlesið afþreyingarefni, bæði skemmtileg og létt. Hún lýsir músikbransa nútimans, og erfiðri bar- áttu til að öðlast frægð. Margrét Jeanette Cela, Höf. er 14 ára grunnskólanemandi. BOKMENNTIR J|» Lif Sigurðardóttir skrifar L= EG VIL ENGAN SÆRA EN... Stjörnustælar eftir Andrés Indriöason. Mál og menning 1987. Kápa Brian Pilkington. Mér finnst þessi bók alltof óraun- veruleg. Bókin segir frá Jóni Agnari Péturssyni sem er 14 ára og reynir að skjótast upp á stjörnuhimininn. Mér fannst allt í lagi að lesa bókina en hún er efnislítil og ekkert sérstök. Mér fannst Barði Óskarsson hrútleiðinleg persóna og ömurlegur og það hlýtur að vera hægt að tala við kvikmynda- leikstjóra og segja sitt álit. Mér finnst unglingar heldur ekki haga sér eins og sögupersónurnar. Þær tala öðruvísi en krakkar sem ég þekki og hegða sér öðruvísi. Ég vil ekki særa neinn og tek því fram að ég talaði við nokkra krakka sem hafa lesið þessa bók líka og þótti hún mjög spennandi og skemmtileg. Líf Siguröardóttir. Höf. er 13 ára grunnskólanemi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.