Alþýðublaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 18
18 Miövikudagur 16. desember 1978 BÓKMENNTIR BÓK UM ALÞÝÐUFLOKKINN „Áhugamenn um sögu Alþýöuflokksins hljóta að gleypa við þessari bók. Ekki svo að skilja að umfjöllun Þorleifs sé Alþýöuflokknum hagstæð. Þvert á móti; Þorlelfur er sýni- lega andstæðingur flokksins, a.m.k. á því skeiði sem bókin fjallar mestmegnir um, og sérlega er hann andvígur hægri armi flokksins," skrifar Helgi Skúli Kjartansson m.a. um bók Þorleifs Friðrikssonar, „Gullna flugan“. Fyrra bindi Þorleifur Friðriksson: Gulina flugan. Saga átaka i Alþýðuflokknum og er- lendrar íhlutunar um íslensk stjórnmál í krafti fjármagns, fyrra bindi, Örn og Örlygur 1987, 182 bls. m. myndum, heimildavísunum og nafnaskrám. Þorleifur Friöriksson er sagnfræð- ingur af yngri kynslóð, læröi I Reykja- vlk og Lundi, hefur dvalið viö rann- söknir I Kaupmannahöfn og starfaöi eftir heimkomuna sem sagnaritari Dagsbrúnar, einnig kennt við Háskóla íslands og haldiö erindi á fundum og ráöstefnum. Bæði I námi og störfum hefur Þorleifur einbeitt sér aö verka- lýössögu 20. aldar, þar meö talin saga verkalýðsflokka. Þorleifur fer yfir fyrstu tuttugu starfsár Alþýðuflokksins á jafnmörg- um blaöslðum og aógætir aöallega tengsl hans við norræna jafnaðar- mannaflokka og fjárhagsaðstoö þeirra viö hann. Þetta efni hefur að nokkru komiö fram áöur I rannsóknum Ólafs R. Einarssonar og Þorleifs sjálfs, og er hér fariö hratt yfir þaö, svo sem I inngangs skyni. Um klofning Alþýöuflokksins 1938 (þegar Héöinn Valdimarsson og kommúnistar stofna Sóslalistaflokk- inn) og formannstlð Sefáns Jóhanns Stefánssonar fram til 1952 er fjallaö mun rækilegar, á yfir sextfu slöum. Erlendu tengslin og fjárhagsaöstoöin eru enn I brennidepli rannsóknarinnar, en jafnframt sagt allnáiö frá mikilvæg- um innlendum viðburóum, á svlói verkalýðshreyfingarinnar ekki slöur en Alþýöuflokksins, og er mikils viröi að fá aðgengilega umfjöllun um þá merku sögu. Loks fjalla nærri fimmtlu slóur um atburði eins vetrar: 1952—53. Þá er mikiö aó gerast hjá verkalýöshreyfing- unni, vinnudeilur, Alþýöusambands- þing. Og I Alþýöuflokknum gerist þaö sem Þorleifur kallar „hallarbyltingu": flokksþing felldi Stefán Jóhann frá formennsku, en kaus I hans staö Hannibal Valdimarsson, og um leiö var að verulegu leyti skipt um aöra for- ustumenn flokksins. Gamla forustu- sveitin var hinni nýju mjög andvlg og notaöi m.a. fjárhagskröggur flokksins til aö gera Hannibal og mönnum hans eftirleikinn erfióan. í seinni bindinu mun Þorleifur halda áfram aö rekja sögu flokksins hægt og rækilega og Ijúka vió þau fjögur ár sem rannsókn hans beinist aðallega aö: endasleppa formannstíð Hanni- bals (1952—54) og Haralds Guö- mundssonar (’54—’66). Gullna flugan er myndarleg bók aö sjá og allvel úr garöi gerö, talsvert myndskreytt, m. a. meö skopteikning- um, en prófarkalestur aö vlsu I megn- asta ólagi, eins og stundum hendir hjá þessu annars ágæta forlagi. Þor- leifur skrifar frambærilegan texta og skipar efninu mjög aögengilega I stutta undirkafla, og oft tekst honum aö byggja upp spennu á kaflaskilum. Til grundvallar liggur mikil rann- sókn og verðmæt. Þorleifur hefur kannað skjalasöfn verkalýössambanda og jafnaöarmannaflokka á Noröur- löndum, einnig Islensk skjalasöfn, sum I einkaeign (t. d. Kjartans Ólafs- sonar; hann var vinstrikrati sem var um 1950 aö fjarlægjast flokkinn, og eru gagnrýni hans gerð góð skil I bók- inni); einnig hefur hann átt tal viö menn sem sjálfir tóku þátt I atburö- um. Vlsað er til heimilda á 25 þétt- prentuðum slöum (jafnvel þótt lltiö eitt sé slegiö af fyllstu kröfum um bókfræðilegar upplýsingar; og þvl miöur hefur rýmiö ekki leyft aö birta I aftanmálsgreinunum danskan frum- texta margra merkra tilvltnana I áöur óbirt bréf og skjöl.) Þorleifur dregur fram margar nýjar upplýsingar og nýj- ar og traustari heimildir fyrir ýmsu þvf sem áöur hefur veriö haft fyrir satt, og hann rökstyöur ályktanir slnar ræki- lega, einnig þær sem þrátt fyrir allt kunna aö vera umdeildanlegar. Áhuga- menn um sögu Alþýðuflokksins hljóta aö gleypa viö þessari bók. Ekki svo aö skilja aö umfjöllun Þor- leifs sé Alþýöuflokknum hagstæö. Þvert á móti; Þorleifur er sýnilega and- stæöingur flokksins, a.m.k. á þvl skeiöi sem bókin fjallar mestmegnis um, og sérstaklega er hann andvlgur hægri armi flokksins. Og þau viðhorf sln byrgir hann ekki I neinni sóttkvl fræöimannlegs hlutleysis. Hann leit- ast hins vegar viö að vera heiöarlegur andstæöingur, og þaö held ég honum takist vlðast hvar. Þaö er flokknum vitaskuld óhag- stætt hvað Þorleifur gerir aö rauöum þráöum ritgeröarinnar: Annars vegar átök og ósætti meöal flokksmanna; hins vegar hugsanleg áhrif þess á stefnu og störf flokksins að vera fjár- hagslega háöur bræðraflokkunum á Noröurlöndum (og Þorleifur hugsar sér þau áhrif býsna mikil). En hvort tveggja eru raunveruleg og réttmæt aöalatriöi I flokkssögunni, og þvl er engan veginn óheiðarlegt aö taka þau til rannsóknar, þótt þar meö liggi I lág- inni önnur atriói sem flokkurinn er stoltari af. Nú er ég ekki sammála málflutningi Þorleifs um öll atriði, þótt ég viröi hans góöu rannsókn. Mér þykir hann vlöa óþarflega dómgjarn (t. d. á bls. 132, þegar Hannibal Valdlmarsson var oröinn ritstjóri Alþýöublaösins og „lagði mun meiri áherslu á skrif um verkalýðsmál en forveri hans, þótt þau mörkuðust ekki aö sama skapi af skýrleika né stefnufestu" án þess neitt sé reynt til aö sannfæra mann um þennan haröa dóm). Og sumum ályktunum hans er ég ekki sammála. Ég nefni aðeins eitt dæmi: viöhorf Stefáns Jóhanns til lýöveldisstofnun- arinnar (bls. 62—69). Þorleifur les úr bréfaskiptum hans viö danskan krata aö hann hafi tekiö sinnaskiptum I mál- inu, fyllt flokk „lögskilnaðarmanna" (sem vildu fara stranglega eftir gerö- um samningum viö Dani og sýna þeim kurteisi I skilnaöarmálinu) fyrir orö Danans, og túlkar Þorleifur þaö sem „Ihlutun og þýlyndi“(l). Ég les allt annaö út úr bréfi Stefáns. Hann skrifar á þeim tlma sem hann og aörir töldu vfst að lýöveldi yröi stofnað meö hraöi þegar 1942 (Þorleifur skrifar óvart 1943), og auövltaö reynir hann aö verja þá niðurstööu fyrir Dananum, afsaka þá ákvöröun sem ísland var aö taka. Ég sé ekki að hann heföi þess vegna endilega átt að vera ósammála lög- skilnaðarhreyflngunnni, þegar hún var komin upp og reyndist eiga mikinn hljómgrunn I Alþýöuflokknum. Þetta er eitt dæmi af mörgum um hluti sem unnt er aö llta öörum aug- um en Þorleifur Friöriksson gerir. Lát- um þaó samt ekki skyggja á gildi hans miklu og ágætu rannsóknar. Helgi Skúli Kjartansson Höf. er sagnfræöingur. BÓKMENNTIR Halla Björg Lárusdóttir skrifar FULLORÐINSLEG BARNABÓK Sonur Sigurðar eftir Guðlaugu Richter Mál og menning Bókin gerist á Þjóöveldisöld. Hún fjallar um tvo 15 ára pilta, Grjótgarö sem er sonur ambáttar og Þorstein sem er af höföingjaættum. Þeir búa á bænum Grund þar sem mamma og pabbi Þorsteins búa og þar er mamma Grjótgarös vinnukona. Þorsteinn er tekinn viö búinu af nýlátnum föður slnum. Það llöur aö þvf aö móöir Grjótgarös og maöur hennar ætla að flytja af Grund og á sinn eigin bæ. Þorsteinn hefur beðiö Grjótgarö aö fara ekki meö móöur sinni heldur veröa eftir á Grund og hjálpa sér viö búskapinn þetta vor. Þaö veróur úr að Grjótgarður veröur eftir á Grund. Seinna þetta sama vor er haldiö hestaat I sveitinni og þar er Þorsteinn mættur til leiks meö hest sinn og á hann aö berjast viö Mörö lllugason og hest hans. Bardagi þeirra endar meö þvl aö Þorsteinn hrindir Meröi út I á og hann drukknar. Fyrir þetta atvik vill lllugi, faðir Maröar, hefna og sækir hann svo fast aö Þorsteini eftir þetta aö hann sér ekki annaö ráö fært en aö leggjast I útlegö, og veröur þaö úr aö hann fer, og Grjótgaröur meö honum. Þeir eru I leyni I helli inni I afskekkt- um dal, ekki langt frá Grund. Þar eru þeir allt haustiö og allan veturinn og fram á vor. Eitt sinn fer Þorsteinn aö sækja vistir heim aö Grund og kemur hann þá til baka með þær fréttir aö fengist hafi pláss fyrir þá báða meö skipi til Noregs eftir nokkra daga og ákveöa þeir að taka þessu góöa boöi. Fjórum dögum seinnaeru þeir komnir aö brottfararstaö skipsins og verður söguþráðurinn ekki rakinn frek- ar svo ekki sé eyöilagt fyrir lesendum. Ég held að þessi bók eigi kannski ekki beint erindi við Islenska unglinga ef ég þekki þá rétt. Þeir vilja heldur bækur um nútlmaunglinginn og um gleöi hans og sorgir. Sum atriöi I bókini minna svolltiö ,á Glsla sögu Súrssonar, t.d. aö sögu- hetjan drepur mann og þarf aö fara I útlegð, eins á Þorsteinn sér illa draumkonu sem hann dreymir aö baöi sig I blóði. Fleiri atriöi minna á Glsla- sögu. Þegar ég var að lesa þessa bók þá fanst mér ég vera aö lesa um fulloröið fólk en ekki unglinga. Samt sem áður er þetta sæmilega vel skrifuð bók og þaö er gaman að sjá unglingabók á markaöinum sem fjallar ekki um þaö sama og flestar hinar. I Halla Björg Lárusdóttir Höfundur er 15 ára nemi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.