Alþýðublaðið - 16.12.1987, Page 20

Alþýðublaðið - 16.12.1987, Page 20
20 Mióvikudagur 16. desember 1978 BÓKMENNTIR Ólöf Þorsteinsdóttir skrifar LÉTTUR HÚMOR OG KALDHÆÐNI Einar Kárason: Söngur viiliandarinnar og fieiri sögur. Mál og Menning 1987 Bók Einars inniheldur sjö stuttar smásögur. Sú fyrsta, „Sorgarsagá', fjallar um lítinn dreng sem elst upp hjá fóstur- foreldrum viö gott atlæti og er lögð rík áhersla á mannkosti fósturmóöur hans i frásögunni. Þegar hann er tíu ára deyr fósturmóöir hans óvænt. Drengurinn sýnir engin „venjuleg" vió- brögð sorgar, og feliur í ónáö vina og vandamanna. Eftir standa hann, fósturfaðir hans og fyrrverandi flæk- ingsköttur, Brútus, sem búió hafði um skeið á heimilinu, gegn vilja foreldr- anna, en drengurinn hafði bundið ást- fóstri við hann. Stuttu eftir lát móöur- innar deyr kisi líka. Það atvik veröur til þess að drengurinn fær martraðir. Vanlíðan hans er augljós, og nánast orðlaus. Ættingjarnir taka hann aftur í sátt, þvi þeir túlka sorg hans einfald- lega út frá móðurmissinum. Allt líf drengsins hefur verið í föst- um skorðum. Hann kom sem gjöf til fósturforeldranna. Kötturinn er aftur á móti óvænt gjöf til hans, lifandi skít- ugt dýr sem óhreinkar fina húsið þeirra. Hann gefur drengnum styrk og hafa þeir af hvor öðrum góðan félags- skap. Svo svíkur kisi hann. Þegar fósturmóðir hans deyr ætlast umhverfið til ákveðinna viðbragða hjá þessum tíu ára stúf. Kannski misskil- ur það barnssálina sem skilur svo lítið sjálf. I raun fjallar sagan um viðleitni drengs til sjálfstæðis í umhverfi sem túlkar viðbrögð hans og athafnir eftir sinu eigin höfði, þ.e.a.s. höfði sem heimtar að ást hans sé sjálfgefin. Sagan fjallar um manndómsraun. „Rörsteypan og blaðið" er saga sem gerist í höfuðborginni á fáeinum dög- um. Hún dregur m.a. upp mynd af drykkfelldum blaðamanni og læri- sveini hans, f stéttskiptu þjóðfélagi. Að sumu leyti fjallar þessi saga um drauminn um skjótan frama, (hér sem fréttaskríbent) kannski um falska stéttavitund. Annars eru persónur leiöinlega staðlaðar, (blaðamaðurinn, Karlamagnús, ritstjórnin) fyrir utan sögumann. Hann er fremur ógreinileg- ur karakter. Lesa má m.a. úr sögunni að frami og hæfileikar fari ekki alltaf saman. „Kveldúlfsþáttur kjörbúðar" segir frá tveimur drengjum sem eru and- stæður í framkomu og ytra útliti. Nonni er hreinn og strokinn en sögu- maðuröllu óstroknari í útliti. Þeir stunda hnupl úr hverfisbúðinni, Nonni stelur og hinn fylgist með. Dag einn kemst kaupmaðurinn að hnuplinu og ætlar að góma Nonna en hann bregst hinn versti við. Þar með lýstur á strfði milli kaupmannsfjölskyldunnar og hverfisbúa. Sagan er smáskondin en ætti þó einnig erindi við neytendasamtökin. „Töfrafjalliö." Ungur menntasnobb- ari og aðdáandi hinna fögru lista sest að í litlu þorpi úti á landi. Hann býr ásamt tveimur orðlistarmönnum í prestsbústað. Einnig dvelst í þorpinu tónskáldið Dr. Jón og eiga þeir fjórir margar samverustundir við ýmsa brjóstumkennanlega „andlega iðkan.“ Félagarnir stunda kennslu í grunn- skóla þorpsins en „snilld“ þeirra og framandlegir lífshættir mæta litlum skilningi þorpsbúa. Óhjákvæmilegt er að til nokkurra átaka komi. Sagan fjallar um tilvistarvandann mikla og um drauminn um að skapa í friði og ró, nálgun við andans menn, og þann draum að vera talinn einn af þeim. Sögumaður er upp með sér af þessum félagsskap og sér ekki snill- ingana í réttu Ijósi. Grimmur, hversdagslegur óskáldleg- ur veruleiki er settur mót skáldlegri sjálfsblekkingu. „Söngur Villiandarinnar" fjallar ekki um neitt sérstakt. Þó er mestu plássi eytt í fjölskylduboð þar sem amerísk- ur frændi með bjagað málfar er „Pegasusi hefur hér daprast flugið. Að þessu sinni var vængjasláttur hans vart merkjanlegur," segir Ólöf Þorsteinsdóttir m.a. um nýjustu bók Einars Kárasonar „Söngur villiandar- innar og fleiri söguh*. þungamiðjan. Sagan er full af steríó- týpum, rugluð eldri kynslóð, smá- borgararnir leiðinlegir, ameríkaninn, sem fjölskyldan telur ríkan, reynist vera fátækur o.s.frv. Drengurinn sem segir söguna er trúverðugastur, amerí- kaninn skemmtilegastur.. Sagan segir mér helst um hvað og hvernig ætti síður að skrifa. „Opus Magnum" er saga um mann nokkurn sem fórnað hefur sér og sinni heilsu til þess að geta skrifað trúverðuga sögu um aðalrónann í bænum. Hann á ekkert afrit af sögu sinni, stórvirkinu? Frásögnin nær há- marki þegar hann er á leið til útgef- anda með handritið. Sagan segir frá tilraun manns til þess að hefja sig frá botnfallinu. Hún er um klaufa sem hefur loks tekist að framkvæma skáldadraum sinn. Hann notar til þess dauðadæmd vinnu- brögð. Sagan er um tækifæri sem kom og fór. „Þvi enginn má fara yfir þröskuld hjá öðrum án þess að hafa dómsúr- skurð fyrir því“ er saga sem lýsir heimsókn tveggja starfsmanna af Kleppsspítala til eins skjólstæðings. Sagan lýsir misskilningi, munnræpu geðsjúklings, kjaftablaðri fyllibyttu o.fl. o.fl. Sagan líkist einna helst áður út- gefnum sögum Einars, Eyjabókum. Líkt og almennt gildir um bók- menntir fjalla sögurnar um mannleg örlög. Oftar en ekki eru örlög persón- anna gráglettin. Mikið er fjallað um fólk sem mætir andstreymi og litlum skilningi, um fólk sem vermir lægstu þrep þjóðfélagsins. Iðulega er bilið breitt milli raunverulegrar þjóðfélags- stöðu persónanna annarsvegar og sjálfsímyndar hins vegar. Margar svipmyndir úr sögunum eru kunnuglegar úr hversdagslífinu. Óvíða er brugðið upp nýju Ijósi, sjaldan rist djúpt, en léttur húmor og kaldhæðnis- legur tónn er einkennandi. En miðað við fyrri bækur Einars, einkum Eyja- bækurnar, líkjast þessar frásagnir helst stílæfingum. Fyrsta sagan er betri en hinar að mínu mati. Efnistökin lífvænlegust eftir lestur bókarinnar. Spurningin um það hvort hér sé allt sem sýnist gefur sögunni meira gildi en hinum sögun- um. Þær halda sér gjaldgengum ann- arsvegar með góðum húmor, sem þó dugar ekki til þess að maður loki bók- inni ánægður, og hinsvegar með þema sem heitir bara blekking. Pegasusi hefur hér daprast flugið. Að þessu sinni var vængjasláttur hans vart merkjanlegur. Ólöf Þorsteinsdóttir Höf. er háskólanemi. BÓKMENNTIR J '3 Guðrún Brynjólfsdóttir skrifar i \ ADEINS DÁLÍTID STRÁ Ásta grasalæknir Atli Magnússon skráði Örn og Órlygur 1987 158 bls. Á þeim ógnartímum sem við lifum, Tímum mengunar, hraða og kjarnorku- ótta og tækni er gott til þess að vita að til er fólk sem í einlægni trúir á aðrar leiðir. Ásta grasalæknir er saga konu sem hefur varið ævi sinni til hjálpar öðrum með leiðum sem hafa verið til á ís- landi um aldir, með jurtum sem eru til víða um land, jurtum sem hafa lækn- ingamátt. Og Ásta segir „ég hef nefni- lega alltaf sagt: „Það er ekki ég sem geri þetta, — þaö eru jurtirnar. Ég er aóeins dálítið strá við hlið þeirra" (Bls. 108). „Þekking á grösum og grasalækn- ingum hefur verið við lýði í minni ætt í tvær aldir og kannski miklu lengur" (bls. 42). Kunnugust á þvi sviöi, af for- mæðrum Ástu sem margir stunduðu lækningastörf, er Þórunn Gísladóttir, föðuramma Ástu. Þórunn gekk undir nafninu „Grasa-Þórunn“ og var merki- leg kona. Hún stundaði Ijósmóður- störf og lækningar, orti heilu Ijóða- bálkana, stundaði sjómennsku, klippti hár sitt stutt og klæddist karlmanns- fötum um tíma til að leggja áherslu á það sem hún vildi. Ekki beint í stíl við tiðarandann. Erlingur Filippusson faðir Ástu stundaði grasalækningar allt þartil hann lést i hárri elli og eru ófáar frá- sagnir Ástu af fólki sem þau tóku jafn- vel inná heimili sitt til lækninga, heimili sem var barnmargt. Erlingur stundaði það meðal annars að lækna fólk með bökstrum sem gat verið sársaukafull lækning. Margt af því sem hann hafði lært af móður sinni þróaði hann og endurbætti, tók að nota fleiri tegundir jurta o.s.frv. Ásta lýsir föður sínum sem manni sem lagði sig allan fram við að hjálpa öðr- um. „Það fylgdi pabba alveg sérstök birta og friður..." (bls. 26). Ásta nam lækningarnar af föður sínum en aldrei óraði hana fyrir því að hún ætti eftir að gera þær að ævi- starfi sínu. Þar gripu örlögin inní. Ásta hefur, eins og aðrir, orðið fyrir áföllum í lífi sínu en tekur þeim með æðruleysi og leggur slíkt ekki á minnið. Að stunda grasalækningar er hörkuvinnaog hjálpin greiðist ekki í miklum peningum heldur i þakklæti fólks. Öll frásaga hennar einkennist af jákvæðni og Iífsviðhorfinu að ekki sé neitt svo slæmt að það boði ekki líka eitthvað gott. Ásta lýsir uppvaxtarárum sínum í Reykjavík, sem þá var töluvert öðruvísi borg en í dag. Segir frá lífsbaráttu fjöl- skyldu sinnar, lækningum föður síns og segir frá ótal mörgum sem hafa leitað til hennar og hlotið bata. Jurt- irnar sem hún notar eru margvíslegar og hún segir frá hvernig best sé að meðhöndla jurtirnar og hvaða jurtir henta sem bót við margvíslegustu sjúkdómum. Sagan af Ástu grasalækni er saga konu sem hefur haft óvenjulegt ævi- starf, sem hefur gefið henni mikið og ekki sist hefur hún gefið öðrum styrk í erfiðleikum og bót ef marka má orð þeirra sem í bókinni lýsa yfir þakklæti sínu. Ósjálfrátt læðist að manni sá grunur að svo einfaldir séu hlutirnir ekki, hitt er svo annað mál að flóknir þurfa þeir heldur ekki að vera. Varast ber að dæma það sem maður ekki þekkir af eigin raun. Sagan af Ástu grasalækni er mannbætandi bók. Stíll og málfar er gott, fjörlegar og lifandi lýsingar á köflum, svolítið hlaupið um í tíma en haglega gert. Guðrún Brynjólfsdóttir, Höf. er skrifstofumaður.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.