Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 27. febrúar 1988 LITILRÆÐI Flosi Ólafsson skrifar AF MANNDRAPSFLIKUM Handleggsbrotnaði þegar iögreglan færði hann úr jakka (Morg. 19. feb.) Það er engin ný bóla á íslandi að yfirvald- ið beinbrjóti illvirkja. Þannig var til dæmis Axlarbjörn beinbrotinn með pomp og pragt rétt fyrir aldamótin 1600, en þó ekki fyrr en hann hafði meðkennt fyrir lögmanni að hafa drepið og myrt átján menn alls og þeirra fyrstan fjósamanninn á Knerri. Björn brást, sem alkunna er, karlmannlega við limlest- ingunum og ,fleygt varð það sem hann sagði, þegar Ólafur frændi hans og vörður laganna var að bjástra við að handleggs- brjóta hann: — Sjaldan brotnarbein vel á huldu, Ólaf- ur frændi. Mér bara svona einsog datt þetta í hug um síðustu helgi, þegar allir fjölmiðlar fyllt- ust af fréttum um það að unglingur austan af landi hefði tvíbrotnað á upphandlegg þegar tveir lögregluþjónar voru að hjálpa honum úrjakkanum. Forsaga þessa máls er öllum kunn, því það vekur jafnan athygli á íslandi þegar menn vinna svo mikið til saka að ástæða þykirtil að beinbrjóta þá, að ekki sé nú talað um ef það er gert áður en dómur er faliinn í máli þeirra. Einhvern veginn finnst mér að ekki séu öll kurl komin til grafar í þessu máli. Ef rifjaðar eru upp þær staðreyndir sem fyrir liggja, þá er Ijóst að unglingnum að austan skrikaði fótur fyrir utan veitingahús- ið Fógetann og segir sagan að hann hafi dottið utaní bifreið sonar lögreglumanns. Sá náði í pabba sinn sem var á vakt. Saman fóru þeir svo og náðu í hryðjuverkamanninn að austan, fóru með hann niðurá stöð og leiddu hann fyrir varðstjóra. Varðstjóranum virðist hafa þótt rétt að setja manninn í fangageymsluna, en fyrst þurfti að koma við hjá fatageymsludömu embættisins, sem sagði við piitinn — einsog satt er — að austfirðingarværu hinirverstu menn. Piltur- inn virðist ekki hafa haft sömu skoðun á austfirðingum og fatageymsludama lög- reglunnarog við þennan skoðanaágreining tvíhandleggsbrotnaði hann. Nú virðist hafa átt að færa drenginn í fangageymsluna og var það talið I lagi þar sem álitið varað hann væri í mesta lagi kom- inn úr axlarliðnum, en þá bar að enn einn vörð laganna. Sá er líklega einn þeirra sem telur kapp best með forsjá, því hann lagði til að farið yrði með „hinn seka“ á slysavarð- stofuna og er það til marks um æðruleysi þeirra sem þarna voru fyrir, að strax var fall- ist á þá skipan mála. Á leiðinni þangað skilst manni að einn lögreglumannanna hafi sagt við piltinn: — Hvað er þetta, þú ert ekki dauðurenn- þá. Sem varalveg hárétt athugað, því enn var lífsmark með drengnum. Fjölmiðlar hafa að því er virðist fremur dregið taum „brotamannsins" í þessu máli og er einsog það vilji gleymast við hvaða aðstæður verðir laganna þurfa að stunda störf sín. Allir sem brotið hafa bein til mergjar vita að slíkt er næstum vonlaust á borðplötu, til dæmis á eldhúsborði, einfaldlega vegna þess að bein brotna illa á huldu. Og af sömu ástæðu hefur engum íslendingi nokkurn- tímann dottið í hug að berja harðfisk á eld- húsborðinu heima hjá sér. En lögreglan í Reykjavík þarf að búa við þau starfsskiiyrði að þegar þarf að „slá mönnum við“, er ekk- ert annað fyrir hendi á stöðinni en borð- plata. Það er ógaman að vinna við slík skil- yrði. Fjárveitingavaldið verður að sjá til þess að úr þessu verði bætt hið bráðastaog dett- ur mér í hug að gaman gæti verið að hafa handhægan steðjaá stöðinni og gæti hann komið sérvel þegar illmenni austan af landi gera för sína til höfuðborgarinnar. Menn hafa veitt því athygli að miklar lim- lestingar eiga sér oft upphaf í klæðaburði. Þessu atriði hefur ekki verið nærri nógu mikill gaumur gefinn. Ef menn nefbrotna í viðskiptum við dyraverði, eða lögreglu, þáer ekki að sökum að spyrja, það er útaf yfir- höfn, jakka eða jafnvel bindi. Tregða manna að vera með bindi í Þjóð- leikhúskjallaranum stafar öðru fremur af ótta við það að verða kyrktir í hálstauinu löngu áður en ballið er búið. Og engum dett- ur lengur í hug að fara í frakka á þann stað, að minnsta kosti ekki ef mönnum er annt um nefið á sér. Það þarf að gera gangskör að því að banna þær manndrápsfllkur sem eru hér á markaði og mestum limlestingum valda og hafa jafnvel orðið mönnum að fjörtjóni gegnum tíðina. Þetta eru einkum yfirhafnir, frakkar og jakkar, já og bindi. Unglingurinn sem tví-handleggsbrotnaði í hinni vikunni álögreglustöðinni ersvosem ekki fyrsti austfirðingurinn sem þarf að súpa seyðið af háskalegri yfirhöfn. Valtýr á grænni treyju var á átjándu öld saklaus dæmdur og drepinn, af yfirvaldinu á Austurlandi, fyrir það eitt að eiga græna treyju. Hins vegar fékk Ketill flatnefur eftir- minnilega á snúðinn þegar hann gleymdi skikkju sinni í blótveislu í Raumsdal. Það virðist hafa verið plagsiður gegnum aldirnar að fletja út á þeim nefið, sem gleyma kápunni sinni á skemmtistöðum og er skemmst að minnast Skafta Jónssonar. Og nú les ég þessa klásúlu í vikugömlu Morgunblaði undir yfirskriftinni: HANDLEGGSBROTNAÐI ÞEGAR LÖG- REGLAN FÆRÐI HANN ÚR JAKKA. „....Svo óhönduglega tókst til að maðurinn tvíbrotnaði á vinstri upphandlegg, þegar hann var færður úr jakkanum11 (Morg. föst. 19. feb.). Það verður að gera gangskör að því að taka svona manndrápsflíkur af markaðnum og úr umferð og endurskipuleggja íslensk- an fataiðnað áðuren jakkar, frakkarog bindi valda fieiri slysum eða verða mönnum jafn- vel að fjörtjóni. Menn verða í framtíðinni að geta gert sér dagamun án þess að eiga það á hættu að verða örkumlamenn ævilangt útaf stór- hættulegum jökkum og frökkum. o Bæipgf" fc það hressir ivina j ;a f 1 i ö f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.