Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 21
Laugardagur 27. febrúar 1988 21 LEIKLIST Eyvindur Erlendsson skrifar Karlrembusvin og kontrabassaleikarar Aftur á móti væri spandérandi I það papplr og prentsvertu að reyna að gera sér grein fyrir hvað veldur þvl að sú íhygli, sú kyrrláta alvara, sú trú eöavissa um að verið sé að geraeinmitt það sem geraá, sú spriklandi, áreynslulausa gamansemi sem býr i þessum tveim sýningum, hefur verið að grafaum sig undanfariðog nærtoppi í „Séra Jóhanni — að allt þettaskuli birtast svo skýrt einmitt nú...“ skrifar Eyvindur m.a. um leikhús og listmennt liðandi stundar. Pistill þessa dags verður rýr, því miður. Sennilega lika ruglingslegur. Það er vegna þess að umfjöllunarefnið er of stórt, alltof margt sem þarf að drepa á í sambandi við það en vitið ekki meira en Guð gaf og Alþýðublaðið allt- of lítið. Þessvegna verða góð- ir menn og konur að taka við, — beita innsæi sínu til að geta í eyður það sem vansagt er en gleyma því sem ofsagt kann að virðast og reyna að setja saman úr hraflinu heil- stæða mynd, — fá út úr þessum hér, reikulu hugleið- ingum, skynsamlegt vit. Ev- angelíum dagsins hef ég val- ið tvær nýuppkomnar sýning- ar; Don Giovanni, eða Séra Jóhann, eins og hann ætti að heita á íslensku — og Kontrabassann hjá Frú Emil- íu að Laugavegi 55b. Um sýn- ingarnar tvær, er fátt eitt að segja utan það sem þegar hefur verið tekið fram í blöð- unum, að þetta eru næstum alfullkomin verk, hvort á sinn hátt, báðar fyrir einlægni sína og mannlega mýkt og Don Giovanni, þar að auki, fyrir virtuositet (verkfimi) í hverri grein. Að vísu mætti mörgu hrósa sérstaklega og einnig að mörgu finna. Það mætti segja að meðferð Þeirra Kristins Simundssonar og Bergþórs Pálssonar á hin- um mjúku og glettnu söngva- samtölum Mozarts væru met, að Ólöf Kolbrún tæki fullmik- ið á söngvum þessa mikla lipurmennis í mússfkinni og að Árni Pétur Guðjónsson — í Kontrabassanum — mætti æfa sig enn meir en hann hefur gert í því að bera skýrt fram, hversu hratt sem hann talar. En slikt væri sparða- tínsla. Ólöf Kolbrún er kraft- mikil söngkona, orðin það sem hún er einmitt fyrir sína ágætu eftirfylgju og nær til áhorfenda sinna og hlust- énda einmitt fyrir það og með því. Árni Pétur er leikari geðsveiflunnar, stemmingar- innar og innlifunarinnar og skilar höfundinum til áhorf- enda sinna fyrir það og með þvi. Ef honum þykir hann ná betur til fólks með nákvæm- ari framburði þá tekur hann sig saman i andlitinu með það sjálfur, — sömuleiðis Ólöf Kolbrún ef hún telur sig geta haldið sinum eiginlega krafti hið innra jafnframt því að mýkja hann hið ytra, þá gerir hún þaö. Hér er um jafn- vægisspursmál að ræða þar sem hver og einn sviðslista- maður verður að velja um hvort honum sé óhætt að ganga lengra í að fága eitt án þess að eiga á hættu að skemma annað og er nánast einkamál viðkomanda en ekki til þess að fjasa um á prenti. Aftur á móti væri spandér- andi i það pappirog prent- svertu að reyna að gera sér grein fyrir hvað veldur þvi að sú íhygli, sú kyrrláta alvara, sú trú eða vissa um að verið sé að gera einmitt það sem gera á , sú spriklandi, áreynslulausa gamansemi sem býr í þessum tveim sýn- ingum, hefurverið að „grafa um sig“ undanfarið og nær toppi i „Séra Jóhanni" — að allt þetta skuli birtast svo skýrt einmitt nú, upp úr fjöl- miðlafárinu, eftir a.m.k. þrjá- tíu ára handapat í öllum is- lenskum listum (með sérvitr- inga að undantekningu) og næstum þvl jafnlangan, hreinræktaðan vitleysisgang í evrópskri listmennt, þar sem háskólarnir hafa síst lát- ið sitt eftir liggja. Hvað er það, i framtíöinni, sem kallar á slfkt? Og hvað er það, í for- tíðinni, sem fæðir það af sér? Eins og gefur að skilja og i upphafi var tekið fram, er Al- þýðublaðið allt of litið til að kryfja slíkt mál, hvað þá þessi eina síða. Hver og einn lesari verður þvf að taka við hér að spekúlera út forsend- ur og finna svör. Þó má reyna að gefa nokkrar ábendingar eða „stikkorð" til hjálpar. 1. Dellan sem allir hinir ungu, bráðhressu og sjálfum- glöðu fjölmiðlamenn hafa verið að ausa yfir landsmenn að undanförnu er búin að af- hjúpa berrössun sína — og hana ekki fagra — svo hrika- lega að jafnvel svæsnustu sinfoniuhatarar eru farnir að veina: „Látið þið mig fá eitt- hvað af viti!“ 2. Allt kallar á andstæðu sína. Þegar menn eru búnir að efla með sér hatur á öllu sem hefur eilífðargildi nógu lengi þá vaknar hungur í slíka hluti, þar á meðal klassíska list og umhugsun um alvar- lega hluti, eins og einmanna- leik þess sem bundist hefur kontrabassanum, aftast i hljómsveitinni, en elskar sópraninn, fremst í Ijósunum. 3. Þótt atómsprengjan sé orðin svo títtnefnd að allir eru orðnir „leiðir á henni“ þá má ekki gleyma þeirri stað- reynd að hún hefur vofað yfir — í fullri alvöru — og gert alla viðleitni manna, þá sem að frambúð miöar og ekki er einungis fyrir líðandi stund, harla fáránlega. Nú eru sumir farnir aö trúa því aö ef til vill verði henni bægt frá. Aðrir eru farnir að hugsa sem svo: „Nú, þótt maður verði sprengdur á morgun, þá er á meðan er og á meöan maður er, er best að lifa lifinu heils- hugar og af fullri alvöru, — einnig að stunda listir fyrir lengra kornna". 4. Hér á landi, má segja, var hin leiðandi menntastétt svívirt og gelt, andlega, þeg- ar amerlska hernum var hleypt upp á þetta sem þeir hafa leyft sér að kalla „ósökkvandi flugmóðurskip" en við kölluðum „helgi þjóð- arinnar", með öllu þvl smá- skltabraski, niðurlægjandi kvennafari og lágmenningar- rusli ætluðu til að svæfa óróa illa gefinna hermanna fjarri heimahögum, sem fylgdi, og ævinlega fylgir að- vífandi her. Herfræðin segir að það sé nauðsynlegt að byrja á því að kasta sprengj- um og beita stórskotaliði en stríð verði ekki unnið nema í návígi og ekki að fullu fyrr en búið sé að komast yfir stelp- urnar og niðurlægja með þvi karlpeninginn, einkum þá sem eru að espa upp stolt með viðkomandi þjóð. Nú eru sárin frá þeirri tió eitthvað tekin að svía og reyndar komnar nýjar kynslóðir sem ætla sér að lifa áfram í land- inu, þrátt fyrir allt. Líka að rækta alvöru listmennt. Ég bið svo afsökunar á því að hafa eytt plássinu í svodd- an hugleiðingar í staö þess að hrósa þeim stöllum, Þór- hildi Þorleifsdóttur og Unu Collins svo og söngvaraliði þeirra og þakka þeim öllum fyrir þeirra mjúku handfjöllun um þann eitraða syndasel Don Giovanni. Jafnvel skraut- kápan sú hin mikla sem skálkurinni ber er með þeim listum ger að, enda þótt litir hennar skeri í augu, þá trufla þeir á engan hátt anda Moz- arts heldur magna hin áfengu áhrif þessarar tónlistar, sem er slíkt meistaraverk að það er llkt og hún hafa aldrei ver- ið samin en liðið fullsköpuð í einni andrá af vörum meistar- ans eftir sælan miðdegislúr. Af öllu er Ijóst að þær elska Jóhann, þrátt fyrir allt, þess- ar elskur, eins og vera ber, ár- ans kjóann, jafnvel þó hann sé eins og hann er. Nú halda menn að ég ætli að gleyma hljómsveitarstjóranum en það er öðru nær. Hann er auðvitað sá maður sem vert er að geta sérstaklega. Allir vita að á meðferð tónlistar- innar veltur allt sem á eftir kemur og á þeim grunni ris öll bygging. Hann heitir Antony Hose og mun frá Wales. Veri hann æva vel- kominn. Hér er sem sagt kominn upp fyrsti vísir að irsk-íslensk-welska bandalag- inu sem einn ungur, sið- skeggjaðurog úlpuklæddur maður — Ijóngreindur hélt ákaft fram við mig á kráa- randi í London að hefði átt að stofna fyrir löngu. Hann var frá Wales, ákaflega þjóð- ernissinnaður. Taldi raunar bæði íra og íslendinga til sinnar þjóðar, var bullandi sagnfróður og sagðist hafa rannsakaö skáldskapinn hjá þeim báðum og að faðerniö leyndi sér ekki. Menn ættu að athuga þetta. Það er merkilegur ung- meyjarþokki yfir öllum verk- um Þóhildar og ríkir hér sem endranær, sem alltaf varðveit- ist meö henni, þrátt fyrir baráttusamt Iff, langt hjóna- band og fimm börn. Það er þessi þokki sem er hennar mikla verðmæti og lögmæt afsökun fyrir öllum dugnaðin- um. Mozart var aftur á móti karlrembusvin, enda þótt hann skrifaði svona fínlega og fima mússik. En það var nú lika tiska tímans á hans tíð. Ef hann lifði á okkar tfm- um væri hann sjálfsagt rétt eins og við, hinir strákarnir; duglegir að vaska upp, ryk- suga og gera við bílinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.