Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 19
Laugardagur 27. febrúar 1988 19 IÞROTTIR Umsjón: Halldór Halldórsson Vetrarólympíuleikarnir: SKANDALL I CALGARY Þátttaka íslands í vetrar- ólympluleikunum I Calgary er orðin meirihátta skandal svo ekki sé meira sagt: „Skíðin gleymdust einhversstaðar á leiðinn og þar fram eftir göt- um, eru einu fréttirnar sem berast af okkar fólki frá Kan- ada. Út af frammistöðu fyrri ólympiuleika er greiniiegt að við mættum eingöngu til að vera með, en nú mætum við til leiks og erum ekki einu sinni með. Keppendur is- lands að þessu sinni voru því bara ósköp venjulegir áhorf- endur. Það vaknar einnig upp sú spurning eftir hverju sé farið þegar íslenskir skíðamenn eru valdir til ólympiuleika. Hefur þetta skíðafólk staðið sig óvenju vel fyrir þessa leika? Ekki hef ég heyrt það. Þegar frjálsiþróttafólk er val- ið til þátttöku í móti af þessu tagi eru sett ströng lágmörk sem keppendur verða að ná. Aftur á móti eru engar sér- stakar kröfur gerðar til skiða- manna. Allir vita að afreksfólk í skíðaíþróttum er ekki til stað- ar á íslandi um þessar mund- ir og hefur reyndar ekki verið svo um langt árabil. Ljóst er að forystumenn skiðamála á íslandi þurfa nú að taka á honum stóra sinum og vinna skipulega að uppbyggingu þessarar skemmtilegu íþrótt- agreinar i stað þess að vera að þeysast á <ólympíuleika og þaö skíðalausir i þokkabót. Tveir efnilegir Sigurður Kjartansson 5. fl. leik- maður með Njarðvikurliðinu vakti mikla athygli fyrir góða leiki i ís- landsmótinu í innanhússknatt- spyrnu fyrir stuttu. Hér er einkar laginn leikmaður á feröinni og skoraði hann auk þess urmul af mörkum. Á Pollamótinu (6. fl.) 1986, sem fram fór á KR-vellinum lék sá litli meö ÍBK og var þá með betri leikmönnum síns liðs. — AB-mynd HH. Jón Guðni Omarsson knatt- spymumaður með 5. fl. Stjörn- unnar var oftast maðurinn sem rak endahnútinn á sóknarloturn- ar. Jón sýndi oft á tíðum mikla lip- urð með boltann og skoraði og mörg mörk. Stjarnan lék til úrslita gegn KR á nýafstöðnu íslands- móti og töpuðu naumlega 0-1. — AB-mynd HH. Gróttustelpurnar sigruðu í næst siðustu umferð íslandsmótsins i handknattleik 3. fl. 1. deildar og gáfu þar með sterklega til kynna að þær eru til alls visar í úrslitunum í næsta mánuði. Stúlkurnar léku friskan og skemmtilegan handbolta og verðskulduðu sigurinn. — Þjáifari þeirra er Svavar Magnússon. — AB-mynd HH. Handbolti — 3. fl. kvenna 1. deild: GRÓTTA SIGRAÐI í TVÍSÝNNI KEPPNI Knattspyrna: 4. FL. AKRANESS í 2. SÆTI 4. flokkur Akurnesinga hafnaði (2. sæti á íslandsmót- inu ( knattspyrnu innanhúss, sem fram fór á dögunum. — Strákarnirtöpuðu úrslitaleikn- um gegn Breiöabliki 0-1, sem sagt með minnsta mun. Leik- menn beggja liða sýndu góö- an leik og var tækni strákanna í besta lagi. Takið eftir að á veggspjaldinu fyrir aftan Skagastrákana stendur: „Þú skalt eiga mig á fæti“. Ljóst er þvi að Akurnesingar eru í hefndarhug þótt slðar verði. — AB-mynd HH. S.l. helgi fór fram I Iþrótta- húsi Seltjarnarness 3. umferö I 3. flokki kvenna 1. deildar á íslandsmótinu í handknatt- leik. Gróttustúlkurnar sigr- uðu, hlutu 8 stig, KR varð í ööru sæti með sama stiga- fjölda en lakari markatölu, Njarðvikurstúlkurnar urðu I 3. sæti með 6 stig, þar næstar urðu Selfyssingar með 4 og Framarar í 5 sæti með 4 stig. ÍBV rak lestina hlutu ekkert stig. Keppni milli efstu liðanna var geysihörð og er greinilegt á öllu að sjálf úrslitahrinan um íslandsmeistaratitilinn verður spennandi, en hún fer fram I næsta mánuöi. Tvö efstu liðin í þessari næst siðustu lotu taka með sér stig í sjálf úrslitin, og er það Grótta sem hefur tvö stig til góöaog KR—stúlkurnar með 1 stig. Vert er þó að það komi fram að þessi stig hafa enga þýðingu I úrslitakeppn- inni nema ef lið verði jöfn að stigum og markatölum I sjálf- um úrslitunum, sem verða spiluö (tveimur riðlum. Njarðvíkurstúlkurnar i 3. flokki stóðu sig vel á handknattleiksmóti Is- lands 1. deildar um siöustu helgi, þar sem þær höfnuðu i 3. sæti. Mynd- in er af þrem stúlkum úr þvi ágæta liði. Frá vinstri er aðalskorari liðsins Kristin Blöndal, en hún hefur einnig getið sér mjög gott orð í körfubolta og knattspyrnu, Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Harpa Magnúsdóttir. Til marks um getu stelpnanna má geta þess að þær sigruðu Gróttu, sigur- liðið í hrinunni. Þjálfari stúlknanna er Arinbjörn Þorhallsson. — AB- mynd HH.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.