Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 7
7 Laugardagur 27. febrúar 1988 Þetta er ekki veik ríkisstjórn þó að sumir standi til hlés Hann var klapp- aður inn á þing — og í stól formanns stœrsta stjórnmála- flokks þjóðarinnar. „Breiðfylkingin“ riðlaðist fyrir síð- ustu kosningar. Á fertugasta aldursári varð Þorsteinn Pálsson forsœtisráðherra. Hvað segir Þorsteinn um stjórnarsamstarfið, um yfirlýsingagleði ráðherra og flokks- hagsmuni? Langaði að verða bílstjóri — Manstu hvaö þig lang- aði fyrst að verða þegar þú yrðir stór? „Já, ég man það mjög vel,“ segir Þorsteinn og hlær við. „Það er alveg skýrt I mínum huga. Eg ólst upp á stað þar sem bllar léku mjög stórt hlutverk, þeir sóttu mjólk I sveitirnar og aðrir bllar sóttu vörur til Reykjavlkur. Það var ekki hinn minnsti vafi aö ég ætlaöi að verða bllstjóri. Svo kom það hins vegar á daginn þegar dró að bllprófinu að ég hafði ekki hið minnsta vit á bllum.“ — Hvers vegna vildirðu svo ekki verða bílstjóri þegar til kom? „17 ára var ég I Verslunar- skólanum og þá stefndi ég að þvl að fara I háskóla og þaö var margt að brjótast I manni, læra hagfræði eða fara í stjórnmálafræði. Ég hafði hins vegar mjög skemmtilegan kennara I verslunarrétti, Jóhannes L.L. Helgason, sem opnaði fyrir mér dyrnar að laganámi. Þó að ég hafi ekki tekið ákvörð- un um hvað ég ætlaöi að leggja stund á I háskóla fyrr en á slöustu stundu, býst ég við að hafi ráðiö talsverðu um að ég fór I laganám að mér fannst gaman að læra verslunarrétt hjá Jóhannesi. Reyndin varð llka sú að ég naut þess fyrst að læra, þegar I háskóla var komið. Ég hafði mjög gaman af aö læra lögfræði, en það kom aldrei til að ég færi að vinna sem lögfræðingur. Ég velti aðeins fyrri mér atvinnutilboðum sem ég fékk að loknu námi, en mig langaði aldrei að fara aö vinna sem lögfræðingur." Þorsteinn gerðist blaða- maður á Morgunblaðinu að loknu lögfræðinámi. Þá voru Eyjóifur Konráð, Matthías og Styrmir ritstjórar. Þorsteinn hafði unnið við blaða- mennsku I Ihlaupum á vet- urna og I námshléum á sumr- in. Símaskráin ber þessum tfma vitni. Þar er Þorsteinn Páisson enn titlaður sem blaðamaður. „Ég hafði gaman af að skrifa um pólitlk og það freistaöi mln meiren lög- fræðistörf. Það var afskapleg- ur góður skóli að vera á Morgunblaöinu og má segja að maöur hafi gengið I tvo háskóla á sama tlma." — Hvað var svona skemmtilegt við blaða- mennskuna? „Maður fékk útrás með þvl að tjá sig I skrifuðu máli um stjórnmál." — Varstu aldrei ósammála ritstjórunum? „Nei. Hafi svo veriö er það gleymt. Þetta samstarf á Morgunblaðinu var mikil upp- lifun. Sennilega á það meira skylt við list en stjórnun, hvernig óllkar persónur mynduöu þar eina sterka heild. Það var ómetanleg reynsla að þjálfast við þannig vinnubrögð og I sllku andrúmslofti." — En þú ferð af Moggan- um.. „Mér var boðið að gerast ritstjóri á Vlsi. Það var sér- stakur tlmi þvl að skömmu eftir að ég tók við kom upp ágreiningur milli hluthafa sem leiddi til þess að Dag- blaðið varð til og úr þvl varð mikil samkeppni. Þetta var óskaplega harður tlmi, en það varð góður samstarfs- andi á V(si.“ Síðar varð Þorsteinn Páis- son framkvæmdastjóri hjá Vinnuveitendasambandinu, og þaðan'iá leiðin á þing. „Það leiddi hvað af öðru," segir Þorsteinn. „Ég tók ung- ur við ábyrgðarstörfum sem ritstjóri og framkvæmdastjóri VSÍ og kannski var það ástæða þess að hlutirnir hafa siðan gengið hratt fyrir sig I pólitlkinni." Búið að ganga á ýmsu í gegnum árin „Þú spyrð hvort ég búi að nógu mikilli reynslu. Það get- ur veriö kostur að koma að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.