Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 27. febrúar 1988 FRETTASKYRING Kristján Þorvaldsson skrifar Brottrekstur Eysteins og Geirs: Stefnir í hreint uppgjör í SÍS um menn og málefni Upp á yfirboróið er kominn alvarlegur ágreiningur sem síðustu mánuði hefur kraum- að undir niðri innan Sam- bandsins. Frá þessum málum var fyrst skýrt í Alþýðublað- inu 6. febrúar sl. í fréttaskýr- ingu um málefni fyrirtækis- ins. í þeirri grein var fyrst og fremst vikið að deilum um verslunardeild og skýrt frá þvi að tekist væri á um fram- tíðarstefnu samvinnuhreyf- ingarinnar. Þá var greint frá vaxandi óánægju með störf Guðjóns B. Ólafssonar for- stjóra, sem tók við af Erlendi Einarssyni um haustið 1986. í næsta helgarblaði Alþýðu- blaðsins var síðan sérstak- lega fjallað um viðskipti Guðjóns og SÍS-forystunnar vegna höfuðstöðva. í síðasta helgarblaði var forstjóri Sambandsins ( ítarlegu við- tali um rekstrarstöðu fyrir- tækisins og ýmis innri ágreiningsmál. Forstjórinn var m.a. spurður um ágrein- inginn við Eystein Helgason forstjóra dótturfyrirtækisins, lceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum. Kveikt á þrœdinum Síðan þá hefur dregið til tíðinda, eins og flestir ættu að vita. Á fundi stjórnar lce- land Seafood á miðvikudag var tekin sú stóra ákvörðun að reka Eystein Helgason for- stjóra og Geir Magnússon aðstoðarforstjóra. Ástæðu brottrekstursins hefur Guðjón B. Ólafsson sagt vera samstarfsörðugleika milli þeirra tveggja. í fjölmiðlum hefurverið sagt að stjórnin hafi tekið þessa ákvörðun, eftir að stjórn Sambandsfrystihús- anna lýsti yfir stuðningi við Guðjón í málinu. Innan stjórnar lceland Sea- food féllu atkvæði þannig um brottreksturinn að ásamt Guðjóni B. Ólafssyni, stjórn- arformanni fyrirtækisins, greiddu atkvæði með þeir Sigurður Markússon fram- kvæmdastjóri Sjávarafurða- deildarog Marteinn Friðriks- son, framkvæmdastjóri Fisk- iðjunnar á Sauöárkróki. Atkvæði gegn greiddu þeir Erlendur Einarsson fyrrum forstjóri og Gísli Jónatans- son kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði. Einn stjórnar- manna var fjarverandi, banda- rfskur lögfræðingur fyrirtæk- isins. Hann hafði verið form- Eysteinn Helgason. Srottrekstur hans og Geirs Magnússonar hafa leyst úr læðingi uppgjörsöfl sem enginn sér fyrir endann á. lega boðaður á fundinn, en ekki óskað eftir fresti eða gefið skýringu á fjarveru. Á meðan nýr forstjóri lce- land Seafood hefur ekki verið ráðinn, gegnir sölustjóri fyrir- tækisins embættinu, Banda- ríkjamaðurinn Martin L. Finkelsteen. Valur leitaði sátta Frá því í ágúst sl. hefur verið reynt að miðla málum vegna persónulegs ágrein- ings á milli Guðjóns og Eysteins. Þegar stjórn fyrir- tækisins var komin í mát og sá að vonlaust væri að jafna ágreining á hennar vettvangi, leitaði hún til Vals Arnþórs- sonar til þess að reyna að miðla málum. Þá milligöngu staðfestir Valur í samtali viö blaðið, samanber viðtal annarsstaðar á síðunni. Gísli Jónatansson kaupfé- lagsstjóri á Fáskrúðsfirði segir að Valur hafi lagt sig allan fram við að reyna að ná sáttum, en á þaö hati Guðjón ekki mátt hlusta. „Að það sé einhver aðför að Guðjóni, er algjör misskilningur og hel- ber ósannindi," segir Gísli. „Það er ekki hægt að minu viti að taka svona á málum nema ærin ástæða sé til. Það eru engin haldbær rök fyrir þessum uppsögnum að mínu mati.“ „Það var aldrei vafamál fyrir mig hvorn ég veldi, ef annað hvor þyrfti að fara,“ sagði Marteinn Friðriksson í samtali við blaðið. Hann sagði að málið hefði verið komiö á það stig, að vita von- laust hafi verið fyrir mennina að vinna saman. Svo virðist sem stjórnarfor- maðurinn, Guðjón B., hafi reynt að einangra stjórnina frá framkvæmdastjórn. Sam- kvæmt heimildum blaösins fékk Eysteinn Helgason, þrátt fyrir itrekaða ósk, aldrei að tjá sig á fundum með stjórninni. Hann varð því ekki áheyrandi að þeim „sökurn" sem á hann voru bornar, né fékk að svara stjórninni aug- liti til auglitis. Síðasti fundur með stjórn og framkvæmdastjórn var haldinn í maí. Þar á undan hafði ekki verið haldinn fund- ur síðan í desember ’86. Því hefurverið haldið fram að í fyrstu hafi Guðjón ein- göngu viljað víkja Geir Magnússyni úrstarfi, en þeir voru samstarfsmenn um ára- bil. Því var Eysteinn mótfall- inn og hóf þá Guðjón baráttu gegn honum. Heimildir Al- þýðublaðsins herma hins vegar, að ágreininginn megi rekja lengra aftur. Allt frá því að Eysteinn hóf fyrst störf við ýmis verkefni hjá fyrir- tækinu áður en hann tók viö af Guðjóni. Engu að síður var það Guðjón sem mælti með Eysteini sem eftirmanni sín- um. Ef til vill kann þessi slungna afstaða Guðjóns, að hafa mótast af því að Eysteinn var maður Erlendar og ekki þýddi að setja sig upp á móti ráðningunni á sama tíma og hann væri í þann mund aö taka sæti Erlendar. Þurfti að leysast Guðjóni í vil Um nokkrra mánaða skeið hefur verið vitað um þennan ágreining. Mönnum hefur þótt miður, m.a. helstu stuðn- ingsmönnum og vinum Guð- jóns. Þeir viðurkenndu að það hallaði verulega á Guð- jón, en töldu úr því sem kom- ið væri þyrfti aö leysa málið honum í vil. Þessu voru Er- lendur Einarsson og Gísli Jónatansson ekki sammála og töldu að það þyrftu að vera einhver haldbær rök fyrir uppsögnunum. Þau rök reyndi Guðjón Iengi vel að finna og er eftir honum haft, að Eysteinn væri að fara með allt til helvitis. Slíkur málflutningur var hins vegar ekki notaður sið- ustu mánuðina, eftir aö Ijóst var að lceland Seafood var að Ijúka einu besta ári í sögu fyrirtækisins undir stjórn Ey- steins Helgasonar. Einn samstarfsmanna Guð- jóns sem blaðið ræddi við sagði að starfsemi lceland Seafood hefði staðið of ná- lægt honum til þess aö hann tæki vitrænar ákvarðanir. Hann hafði verið of mikið inn í smáatriðum. „Það má þvi spyrja hvort hann hefði ekki fyrr eða síðar rekið hvern þann sem gegnt hefói starf- inu.“ í samtali við blaðið vildi hvorki Eysteinn Helgason, né Geir Magnússon tjá sig um efnisatriði þessa máls. Geir sagði einungis að málin myndu skýrast. Eysteinn sagði að innan fárra daga væri að vænta yfirlýsinga frá sér. Mun hann koma heim í dag og ræða fyrst við lög- fræðing sinn og leysa síðan frá skjóðunni. Þá vildi Erlendur Einarsson heldur ekki ræða þessi mál, i Valur Arnþórsson: „Geri ekki aó þvi skóna að Guðjón B. Olafsson láti af störfum.“ ^ÍSl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.