Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 27. febrúar 1988 9 Gott að vera í skjóli „Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur alltaf að vera viðkvæm- ur gagnvart öðrum flokkum og með vaxandi hreyfingu kjósenda milli flokka er ekkert undarlegt þó að fylgi rokki milli flokka sem um sumt leggja áherslu á svipuð atriði og ekki ófá dæmi að fólk hreyfi sig jafnvel milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags." — Einn flokkur í ríkis- stjórninni, Framsóknarflokk- urinn, viröist njóta þess að ríkisstjórnin gripi til sumpart óvinsælla aðgerða. Hvernig í ósköpunum viltu skilgreina það? „Framsókn hefur ekki ein fengið meira fylgi í skoðana- könnunum upp á síðkastið en í kosningunum. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur lika fengið meira fylgi en í kosn- ingunum. Fólki finnst Fram- sókn skjóta sér undan ábyrgð í rfkisstjórninni, en það er ekki ný umræða. í stjórnmálasögunni fær Fram- sóknarflokkurinn svipaða dóma. Flokkurinn virðist nú fylgja svipuðu vinnutagi og hann hefur fylgt um árabil að því er virðist." — En hvers vegna fer Framsókn betur út úr stjórnarsamstarfinu en Alþýðuflokkur og Sjálf- stæðisflokkur? „Það er kannski vegna þess að ríkisstjórnin hefur verið að taka mjög erfiðar ákvarðanir til að tryggja jafn- vægi í efnahagsmálum og stjórnin hefurverið að horfa fram í tímann. Við höfum sagt sem svo að við ætluð- um að búa heilbrigðari undir- stöðu, fólki mannsæmandi lifskjör og atvinnuvegum eðlileg starfsskilyrði. Það gerist ekki nema við tökum á þvi sem hefur farið úrskeiðis og það höfum við gert. Það er sársaukafullt meðan á því stendur. Við svona aðstæður er auðvitað freistandi að standa svolítið til hlés meðan storm- urinn genguryfir. En til lengri tíma litið held ég að flokkar auki ekki fylgi sitt á þvi. Svo má ekki draga alla forystu- menn Framsóknar í sama dilk.“ — En er þetta ekki erfitt eins og þetta er búið að vera til lengri tíma að þið standið í brúnni og takið við boðun- um meðan hinir fiska? „Það er allt annað fyrir Framsóknarflokkinn en Sjálf- stæðisflokk að standa i skjóli. Það eru gerðar aðrar kröfurtil Sjálfstæðisflokks- ins, og hann getur ekkert leit- að í skjól, vegna þess að þá brýtur flokkurinn trúnað við kjósendur. Sjálfstæðisflokk- urinn er kjölfesta í íslenskum stjórnmálum og bregðist hann þeim trúnaði við kjós- endur er hann fyrst i alvarleg- um málum.“ Menn þora ekki að yfirgefa flokksímyndina — Þú skilgreinir Sjálf- stæðisflokkinn sem frjáls- lyndan í atvinnu- og peninga- málum og félagslyndan í vel- ferðarmálum. Hvað heldurðu að stór hluti sjálfstæðis- manna sé sammála þinni lýs- ingu? „Það er eitthvert brotabrot sem ekki er sammála því. Allt okkarstarf í áratugi hefur byggst á þessu, og þar sem flokkurinn hefur haft meiri- hluta í sveitarstjórnum kemur þetta mjög skýrt fram. í Reykjavík er hvergi betur bú- ið að einkaframtaki og ein- staklingsfrelsi og jafnframt hvergi verið gert jafn mikið í félagslegri uppbyggingu og þjónustu. Við höfum ekki átt þess kost að sýna þetta í ríkisstjórnum þvi að þar höf- um við aldrei setið einir að verki." — Hvað ertu ósáttir við af þvi sem þið hafið þurft að kyngja í stjórnarsamstarfi? „Það er ekki bara mála- miðlunin sem er vandamál, vegna þess að Sjálfstæðis- flokkurinn er það breiður flokkur að hann gerir mála- miðlun innan sinna raða, og stjórn Sjálfstæðisflokks eins yrði málamiðlunarstjórn i vissum skilningi. Með Sjálf- stæðisflokki einum í ríkis- stjórn yrði á hinn bóginn samstæðari hópur og ábyrg- ari. Mér finnst það galli í samsteypustjórnum eins nú, að menn þora ekki að yfir- gefa flokksímyndina sem hef- ur verið byggð upp. Menn koma inn í ríkisstjórn og halda áfram að tala fyrir flokksins hönd. „Það er Sjálf- stæðisflokkurinn sem er að gera þetta í rikisstjórn, það er Alþýðuflokkurinn sem.. eða Framsóknarflokkurinn..11 Menn þora ekki að segja: „Það er ríkisstjórnin sem er að gera ..“ Við það óttast menn að flokkurinn tapi ein- hverri ímynd. Þettaveikir landsstjórnina. Þetta hefur átt við flestar samsteypu- stjórnir og því fleiri sem flokkarnir eru þeim mun meiri hætta er á að þessi hugsun ráði. Þess vegna væri það mikill styrkur, ef einn flokkur fengi umboð eitt kjörtímabil til þess að fara með stjórn. Þá yrði hægt að tala af meiri krafti og einurð en ríkir í stjórnarsamstarfi með mörg- um flokkum." Ábyrgðarhluti að vera með upphlaup í hverju máli —- Þorir ríkisstjórnin sem heild að standa undir þeim ákvörðunum sem einstakur ráðherra tekur? Er ekki þægi- legt fyrir ríkisstjórnina sjálfa að skjótast undan merkjum með því að leyfa ráðherra eða flokki að eigna sér mál? „Það geturverið þægilegt í bráð en hagsmunir stjórnar eru þeir að koma fram sem ein heild, og flokkar uþp- skæru meir þegar fram i sækir, ef hugsunin að baki væri heilsteyptari. Ef til vill var það aðeins í viðreisnar- stjórninni að það tókst að breyta starfslagi ríkisstjórnar og ná trúverðugri samstöðu út á við.“ — Fólk spyr t.d. hvort ríkisstjórnin standi heil að „matarskattinum" eða hvort þetta sé gerræði Jóns Baldvins? „Rikisstjórnin stenduröll að baki og þingflokkar stjórn- arinnar sem heild. Þeir bera sameiginlega ábyrgð í sér- hverju máli. Auðvitað tekur það sinn tíma að ná saman I hverju máli og stjórnin hefur ekki setið lengi. Flokkarnir hafa líka skyldur gagnvart sínum kjósendum. Og það gilda ekki önnur lögmál milli stjórnmálaflokka en i mann- legum samskiþtum. Maður hefur það stundum á tilfinn- ingunni að fólk haldi að það séu önnur lögmál að verki í stjórnmálaheiminum en milli vii ufélaga, hjóna eða vina?“ — En er það ekki afdrifa- ríkara fyrir þjóðfélagið ef hér situr bitlaus rikisstjórn í lok kjörtímabils en þó að hjóna- korn sitji með hendur i skauti? „Að sjálfsögðu er það afdrifarikara. Þjóðin þarf öflugar og samhentar ríkis- stjórnir. Og það er ábyrgðar- hluti að vera með upphlauþ i hverju máli i ríkisstjórn, og veikja þannig landsstjórnina með því að víkja meiri hags- munum fyrir rninni." — Myndirðu vilja að það lægi Ijósar fyrir hvers konar stjórn tæki hugsanlega við að loknum kosningum? Sá sem tapar í kosningum getur allt eins fengið frumkvæði að stjórnarmyndunarviðræðum. Er ekki verið að hafa rangt við í lýðræðisþjóðfélagi? „Það væri á margan hátt æskilegt að kjósendur fengju meira um það að segja í kosningunum sjálfum hvaða flokkar mynduðu ríkisstjórn. í margra flokka kerfi er það erfitt. Það hafa ekki síðan í viðreisn skaþast pólitískar forsendur um samstarfsyfir- lýsingu fyrir kosningar." — Eru ekki merki þess núna? „Við erum rétt að hefja kjörtimabilið og allt of snemmt að segja til um hvernig mál þróast. Við búum enn við afleiðingar kosninga þar sem völdum var deilt meir en áður og það tekur tíma að vinna þá stöðu upp og styrkja." Það er ekki veik stjórn — Ríkisstjórnin hefur gripið til róttækra aðgerða og um það er sögð samstaða innan hennar. Samt virðist sem yfirlýsingar einstakra samstarfsaðila bendi til þess að þeir vilji vera stikkfrí öðru hverju. Hversu lengi getur slikt viðgengist í ríkisstjórn? „Aðalatriðið er það að engin ríkisstjórn hefurájafn skömmum tíma komið jafn umfangsmiklum málum fram og náð jafn skjótt árangri eins og við erum að sjá þessa daga. Þó að það hafi komið fram veikleikar af ýmsu tagi og menn hafi verið með yfirlýsingar dálítið sitt á hvað, þá hefur þessi stjórn sýnt meiri innri styrkleika en rikisstjórnir um langt árabil. Það er ekki veik stjórn sem hefur náð svo langt sem þessi stjórn eftir rúmlega hálfs árs vist. Meðan við sjáum árangur koma í Ijós og höldum rétt- um kúrsi, og innri vandamál veikja ekki stjórnina það mik- ið að stjórnin nái ekki mark- miðum sínum, þá er ekki ástæða til annars en að vera bjartsýn." — En er þetta nógu trú- verðugt gagnvart kjósendum að lýsa þvi yfir trekk í trekk að menn hafi ekki komið ná- lægt ákvörðunum sem kunna að virðast heldur óvinsælar? „Hvernig í ósköpunum eiga menn þá að segja af trú- verðugleika: „Ég kom þar hvergi nærri?.“ Stjórnmála- menn verða að taka ábyrgar ákvarðanir og gera sér grein fyrir því að það er ekki áreynslulaust að ná markmið- um sem menn eru sammála um. Þá verða menn að hafa þor og kjark að segja það og fylgja þvi eftir.“ Grefur undan trausti ef skotist er undan merkjum — Stjórnarþingmaður hefur lýst því yfir að ef ekki verði gripið til aðgerða tii að rétta við viðskiptahallann muni hann tæplega styðja rikisstjórnina. „Ég er sammála formanni Framsóknarflokksins að svona yfirlýsingar eru ákaf- lega óheppilegar.“ — En hefur formaður Framsóknarflokksins verið með minni yfirlýsingar en Guðmundur G. Þórarinsson um skilyrði stuðnings við ríkisstjórnina? „Vafalaust finnst ýmsum að þar sé ekki mikill munur á. En innan rikisstjórnar hafa ekki verið fluttar sér tillögur af þessu tagi.“ — En er ekki erfitt að starfa saman þegar menn geta skotist undan merkjum af og til? „Það fer ekkert milli mála að það er erfitt fyrir ríkis- stjórn og grefur undan trausti út á við, ekki sist þeg- ar menn takast á við mjög vandasöm mál sem hafa mikla þýðingu fyrir almanna- hagsmuni eins og nú blasa t.d. við gagnvart útflutnings- framleiðslunni. Þettaveikir auðvitað stjórnina þegar hún er með slíkum ágöllum.“ — Viö höfum búiö við mikið góðæri. Fannst þér ekki skrýtið að ganga út úr ríkisstjórn í fyrra sem var bú- in að eyða meiru en aflað var? „Við búum við mikið góð- æri í dag, jafnvel þó að blási í bakseglin sem stendur. Það er ekki kregpa þó að við þurf- um að beygja okkur undir það að lokinni mestu kaup- máttaraukningu í sögunni að þjóðartekjur minnki á þessu ári. Það er ekkert launungamál að það hefði verið æskilegt að stíga á hemlana fyrr en gert var, en ég ætla ekki að hafa uppi ásakanir á efna- hagsmálafoivstu í síðustu ríkisstjórn. Ég tek fulla ábyrgð á mínum verkum í þeirri stjórn, en við vitum hins vegar að þeir atburðir gerðust i stjórnmálum á fyrri hluta síðasta árs sem leiddu af sér óvissu og óstöðug- leika. Og síðan kom langvar- andi stjórnarkrepþa sem af- leiðing kosningaúrslita. Það var ekki hægt að gripa í taumana eins og þurfti strax að loknum kosningum vegna þess þólitíska ástands sem ríkti. Það er ekki hægt að spila á önnur spil en þau sem maður hefur á hendi. Við vöruðum sterklega við þessu í kosningabaráttunni." Vestfjarðarsamningar til fyrirmyndar — Er gengisfelling óum- flýjanleg í dag? „Gengisfelling þýðir i raun að við rýrum kaupmátt launa- fólks og færum yfir til út- flutningsatvinnuveganna. Við höfum sagt að mein- semdin er of mikil verðbólga í þjóðfélaginu vegna kostn- aðarhækkana. Það þýðir ekki að ráðast áeinkennin. Ekki læknarðu mislinga með því að velta þér upþ úr hveiti. Við erum núna eftir allar þessar aðgerðir og af þvi að við lét- um ekki undan kröfugerðar- liðinu sem heimtaði stór- fellda gengislækkun og vaxtalækkun, að ugpskera lægri verðbólgu og lækkun nafnvaxta um leið.“ Menn mega standa á sínum andlegu þúfubörðum — Þú talar um aö Sjálf- stæðisflokkurinn sé kjölfesta islenskra stjórnmála, en hvert er hlutverk Þorsteins Pálssonar í flokki sem hefur minna fylgi en áöur? „Hlutverkið er eitt og hið sama hver sem situr uppi með verkefnið. Auðvitað hef- ur margt farið á annan veg en ég vildi, en hitt er líka satt og rétt að á siðustu fjórum árum hafa orðið gífurlegar breyt- ingar í íslensku þjóðfélagi, breytingar sem marka tíma- mót að mínu mati. Við höfum verið að auka atvinnufrelsi en styrkja um leið velferðarkerf- ið. Ég held að ekki hafi áður verið tekin jafn stór skref á báðum sviöum samtímis. Við höfum bæði í atvinnu- og menningarmálum stigið skref sem styrkja einkaframtak og einstaklingsfrelsi, og í vel- ferðarmálum hefurtrygg- ingarkerfið verið bætt með nýmælum í barnabótum og lengingu fæðingarorlofs svo að dæmi séu nefnd. Ég tel líka að við höfum markað skýrari línur í utan- rikismálum i Ijósi nýrra viö- horfa." — Hefuröu goldið þess aö vilja ganga langt í velferöar- málum? „Það held ég ekki. Það var alltaf eitthvert nart út i Ólaf Thors og Bjarna Benedikts- son fyrir það að horfa á þjóð- félagið af háum sjónarhóli og ég held að ég hafi ekki orðið fyrir meiri ónotum en þeir á sinni tíð fyrir þá sök. Én sá formaður sem bregst þeirri skyldu að standa þar sem viðsýnin er mest á ekki að gegna forystuhlutverki í dag. Menn mega standa á sínum andlegu þúfubörðum. Ég kæri mig kollóttan um það.“ — Þú nefnir Reykjavíkur- borg sem fyrirmynd þess sem vel er gert undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Vinnu- lag ykkar Daviðs er býsna ólíkt. Ertu sáttur viö að unnið sé eins og Davíð ... „Já, Guði sé lof, ekkert styrkir einn flokk meir en fjölskrúðug sveit forystu- rnanna." — En þrátt fyrir yfirlýsing- ar sjálfstæðimanna í Reykja- vik sem gefa til kynna að ekki sé meirihluti fyrir bygg- ingu ráöhúss, heldur Davið sinu striki... „í spurningunni felst full- yrðing sem ég efast um að standist. Menn deila um það hvort ráðhúsið fer vel á þessum stað. Það er deila um smekk en ekki pólitík. Sem betur fer eru sjálfstæöismenn með persónubundið fegurðar- skin.“ Menn mega standa á sínum andlegu þúfu- börðum. Ég kæri mig kollóttan um það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.