Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 20
20 Laugardagur 27. febrúar 1988 TÓNLIST m Gunnar H. Ársælsson skritar Ekki yrði ég hissa á því að Ástralía fræg fyrir The Triffids The Triffids Calenture Þaö er nú ekki hægt aö segja meö góðri samvisku að við Islendingar eigum mikil samskipti við andfætlinga okkar i Ástralíu sem er vist eina þjóðin í heiminum sem getur státað sig af því að vera heimsálfa i þokkabót. En samskiptin eru einhver t.d. veit ég um hóp af skátum sem voru á Jamboree skáta- móti þar um daginn. Þaö hlýtur að hafa verið gaman, hoppandi kengúrur út um allt. Kengúrureru náttúrlega það fyrst sem manni dettur í hug þegar Ástralía er nefnd.... og óperuhúsið í Sydney. Hljómsveitin The Triffids er frá Ástralíu eins og t.d. Men at work, Men vithout hats, lcehouse og fleiri. Ekki yrði Reyndar fæ ég ekki séð að þessi plata hefði getaö orðið mikið betri en hún er, er álit Gunnars m.a. á ,,Calenture“ sem ástralska hljómsveitin Triffids leikur. ég hissa á því að Ástralía yrði fræg fyrir The Triffids og nýj- ustu plötu hennar, Calenture því hér er mjög góð skífa á ferðinni. Tónlist The Triffids er rokk blandað nýbylgju, þjóðlaga- tónlist og jafnvel hippamús- ik. Vel greinanleg áhrif eru frá hljómsveitum eins og Echo & the Bunnymen, Stranglers (sérstaklega i lag- inu Unmade Love), The Cult og jafnvel The Doors. Sumir vilja ganga svo langt ,að kalla The Triffids andsvar Ástræl- inga við Echo & the Bynny- men og á sú samlíking fullan rétt á sér því hér er mjög góð hljómsveit á ferðinni, og alls ekki ósvipuð og E&B. Allir textar og flest lög þessarar plötu eru eftir höf- uðpaur hennar, David Mc- Comb að nafni. Fjalla þeir um hinar margvíslegustu hliðar mannlegs lífs s.s. ást- ina ástarsorgir, brennuvarga og jafnvel uppgrafna forn- menn sem geymdir eru í gler- búrum British Museum (Jerdacuppup Man). Útsetning laganna, sem eru hver annarri betri, eru einnig mjög skemmtilegar og ber þar að nefna sérstaklega fiðluútsetningar sem gefa tónlistinni sérstakan blæ, enda eru þær unnar af manni sem heitir Adam Peters sem hefur lengi unnið með Echo & the Bunnymen og séð um allar útsetningar á strokhljóð- færum í lögum þeirra kanínu- manna. Hljóöfæraleikurinn er einnig til mikillar prýði og er gítarleikur þeirra bræðra Davids og Roberts McComb það sem mest ber á í lögun- um. Bestu lög þessarar plötu eru að mínu mati Bury me Deep in Love, Trick of the Light, Unmade Love, Holy Water og Jerdacuttup Man. Reyndar fæ ég ekki séð að þessi plata hefði getað orðið mikið betri en hún er. G.HÁ. Vel þess virði að eyða nokkur hundruðum krónum í Tríóið sem hér um ræðir samanstendur af Bretanum Clark Datcher (söngur & laga- smiöar), Calvin Hayes (hljóm- borð & ásláttur) og Banda- ríkjamanninum Mike Nocito sem einnig spilar á hin marg- vislegustu hljóðfæri. Þeir félagar Calvin og Mike sjá einnig um upptökustjórn og hefur sá siðarnefndi með- al annars unnið með hljóm- sveitum eins og The Police og Pink Floyd, ekki amalegt það. Síðastliðið haust sendi Jón hatar Jass (Þýð: G.H.Á.) frá sér smáskifuna I don’t want to be a hero og naut hún mikilla vinsælda bæði hér heima og erlendis enda alls ekki slæmt lag á feró- inni. Gunnar: Létt dægurlagatónlist sem er þægileg áheyrnar en verður ekki leiðigjörn. Á þessum geisladiski eru alls 13 lög og þar af eru þrjú þeirra í lengdum útsetning- um og eru þetta lögin Heart of gold, I don’t want to be a * hero og Turn back the clock sem nýtur nú mikilla vin- sælda hér á klakanum. Flest lögin og textarnir eru eftir Clark Datcher og eru þetta mjög svo áheyrilegar laga- smfðar. Vel unnar útsetningar auka enn á gæði laganna og hljómurinn af geisladisknum, sem er tandurhreinn og laus við suð, skilar öllum hljóð- færum vel í gegn. Ef maður flokkar þessa tónlist eftir skilgreiningunni popp, rokk, pönk o.s.frv. þá fellur þessi tónlist hiklaust undir popp- skilgreininguna. Létt dægur- lagatónlist sem er þægileg áheyrnar en verður ekki leiði gjörn eftir nokkrar hlustanir eins og með margar aðrar plötur. Hljóðfæraleikurinn erallur mjög góður og ber mest á hljómborösleik sem ásamt trommuleik eru burðarásinn í flestum laganna en þó ekki öllum. Eins og áður sagði fylgja með í kaupunum á geisladisknum þrjár lengdar útgáfur af lögunum Heart of gold, I don’t want to be a hero og Turn back the clock. Það er svo sem allt gott um þær að segja en þaö vill oft verða þannig að svona teygð- ar útsetningar verða stundum leiðigjarnar en þetta er nú bara mitt persónulega mat. í stuttu máli hefur félögun- um í Johny Hates Jazz (for- dómafullt nafn) tekist aö gera mjög svo áheyrilega plötu sem vel er verð þess að eyða nokkur hundruð krónum i. G.H.Á. Allt er geypilega smekklegt Belinda Carlisle Heaven on earth Margir muna eftir The Go Go’s (stelpuhljómsveitinni, hún var aldrei kölluð annað) sem var gríðarlega vinsæl hér á árum áður. Sætar skvis- ur sem renndu sér glæsilega á sjóskíðum á framhlið síðari plötunnar, en Go Go’s gáfu aldrei út nema tvær breið- skífur. Sennilega hafa þær farið að rífast. Já, svona er nú lífið. Mér fannst söngkonan í Go Go’s alltaf sætasta gellan, Belinda Carlisle heitir hún og er sennilega með málin 90 60 90. Nú hefur Belinda, þrátt fyrir eiturlyfjavandamál og allskonar leiðindi, gefið út sína fyrstu sólóplötu. Heaven on Earth heitir hún (Himna- riki á jörð fyrir þá sem skilja ekki ensku). Hér svífur gamli Go Go’s andinn yfirvötnum og tón- smíðarnar eru nær undan- Þaö mætti halda að þetta væri rolla að jarma, segir Gunnar um sönginn hennar Belindu. tekningalaust amerískt gítar- rokk. Allt er geipilega smekk- legt, sætar bakraddir o.s.frv. Þetta er slétt og felld plata sem ekki rís mjög hátt upp úr meðalmennskunni, reynd- ar mjög, mjög lítið. Persónu- lega get ég ekki hlustað á svona plötu nema 4—6 sinn- um þá fara þær aftast í plötu- bunkann og eru ekki hreyfðar þaðan. Söngur Belindu fer líka ofsalega í taugarnar á mér, það mætti halda að þetta væri rolla að jarma, (á köflum) svo skjálfrödduð er manneskjan. Ef hún væri meö jafnfallega rödd og kroppurinn á henni, þá væri þetta í lagi. Umslagið er ofsalega blátt, meira að segja Belinda sjálf er heiðblá í framan. Sérstök athygli skal vakin á nautna- legri stellingu stjörnunnar á umslaginu og jafnframt risa- stóru vatnsmelónunni við hliðina á stúlkukindinni. Á þetta að vera jörðin ég bara spyr? Kannski heldur Belinda að jörðin sé risastór vatns- melóna! Ekki svo galið. Ps. Strákar, hér er heimilis- fang aödáendaklúbbs Be- lindu Carlisle. Þið gætuð kannski fengið risastórt plak- at sent ókeypis: Belinda Carlisle fan club P.O Box 2023 Van Nuys, Ca 9I404

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.