Alþýðublaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 21. maí 1988 LITILRÆÐI Flosi Ólafsson skrifar AF TEYMI Ég á mér eina afskaplega heita ósk. Ósk mín er sú aö geta haldiö gigtinni niðri, ef ég einhverntímann skyldi veröa svo ólánsamur aö fá gigt. Það sér auóvitað hver maður í hendi sér, aö sá maður sem ekki fær gigt þarf ekki aö halda henni niðri, getur þaö ekki einu sinni þó hann feginn vildi. Mérfinnstég í rauninni mikill lánsmaöur aö vera ekki meö gigt. Bara lukkunnar pan- fíll. Má segja aö ég fagni hverjum gigtar- lausum morgni af jafn miklum fögnuði og fuglar himinsins fagna sólarupprásinni og allir vita nú hvaö þaö er mikil kátína. En þaö er nú sama. í svefnrofanum, þegar ég erbararétt búinn aö prísamig sælan fy-rir aö vera ekki meö gigt, hugsa ég sem svo: — Þaó væri þokkalegur andskoti ef ég fengi nú einhverntímann gigt. Og svo ferég aö velta vöngum yfir því hvort ég fái gigt strax á morgun, eöa hinn daginn, eöa kann- ske eftir viku, mánuó eöa ár og hvað þetta verði nú djöfulleg gigt, þegar hún kemur þ.e.a.s.ef hún kemur. Og sólskinsdagarnir breytast í hálfgeröa martröö út af gigtinni sem ég er ekki búinn aö fá og fæ kannske aldrei. Kolsvart gigtarský hylur sólarsýn. Nú er þaö einn morguninn aó ég vakna í hyldýpi örvæntingarinnar yfir því aö ein- hverntímann fái ég gigt og hana svæsna. Og ég hugsa sem svo: — Þaö er til lítils aö vera aö blaðskellast hérna megin landamæranna þegar maður fer allur aö kreppast af gigt. Og mér dettur svona sem snöggvast í hug aö ég væri betur kominn undir grænni torfu heldur en í rúm- fletinu mínu, þó ég sé nú aö vísu ekki enn búinn aó fá neina gigt. Svo teygi ég mig eftir gömlu Dagblaði til aó breiöa yfir höfuðið í þunglyndiskastinu. Og viti menn. Beint yfir vinstra auganu á mér blasir viö fyrirsögn sem fær hjartaó í mér til að hoppa hæö sína. Fyrirsögnin er svona: TEYMISVINNA MIKILVÆGUR ÞÁTTUR Þettaergrein um þaö, hvernig hægt sé aö halda gigt niðri. Akkúrat þaö sem ég eralltaf aö hugsa um. í greininni er sagt: Alvarlegri gigtsjúkdóma er í raun og veru ekki hægt að lækna. En það er hægt að halda þeim niðri meö svokallaðri teymisvinnu. í teymisvinnu felst samstarf gigtarlæknis, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, hjúkrunarfræð- ings, félagsráðgjafa og liðskurðlæknis sem öll þurfa að vinna saman. Teymisvinna er ákaflega mikilvægur þáttur í gigtarlækning- um. Síóan er í greininni sagt frá verkaskipt- ingu, hvernig gigtarlæknirinn sérum gigtar- lækningarnar og lyfjameðferð, sjúkraþjálf- inn um sjúkraþjálfun og þaó aö halda viö styrkleika vöövanna meö því aö beita þjálf- un, hita og hljóðbylgjumeðferð, iðjuþjálfi sér um iöjúþjálfun og hjúkrunarfræðingur- inn sérum aö veita nauösynlegahjúkrun, en félagsráðgjafinn aöstoöar vegna opinberra fyrirgreiðslna einsog dagpeninga og ör- orkustyrkja. Auk þess hefur félagsfræðing- urinn þaö hlutverk aö sjá framúr félagsleg- um vandamálum sem kunna aó skapast. Og aö lokum kemursvo rúsínan í teymis- pylsuendanum, sjálfur liðskurölæknirinn, en hann kemur„til skjalanna" eins og það er kallað þegar þess er þörf og skera þarf í liði. Hérna áöur þegar alltaf var verið aö reyna að einfalda alla hluti heföi þetta alltsaman þótt liggja í augum uppi og verið kallaö „se- fölgeligheder" en í hinu háþróaðafélagsvís- indasamfélagi samtímans ríður á aö flækja og „af-einfalda“ augljósa hluti til að auka þeim heilabrot sem þurfa að hafa heilabrot fyrir stafni og vinna viö þaó. En þetta er náttúrlega bara innskot sem kemur því ekki hiö minnsta viö sem ég var aö tala um áöan, en þaö var, hvaó ég kvíði rosalegafyrir því aö fágigt, ef ég þá fæ hana. Eg ætla ekki aö segja ykkur, elsku vinir mínir, hvaö mér létti þegar ég hafói lesiö greinina um gigtarteymið. Héreftir get ég vaknaö glaöur á morgnana og horft björtum augum til framtíðarinnar, því þó ég fái gigt — sem ég gæti alveg feng- ið og hana slæma — já þó ég fengi gigt, þá veit ég nú aö þaö er hægt með einu móti að halda henni niðri, nefnilega með teymis- vinnu. En því langar mig til aó beina til þeirra sem á annað borö hafa einhvern áhuga fyrir gigt almennt, líkt og ég hef, aö nú ríður á aö efla gigtarteymið. Þaóerekki nóg aö hafagigtar- lækni, sjúkraþjálfara, iöjuþjálfa, hjúkrunar- fræðing, félagsráðgjafa og liðskurölækni í teyminu. í gigtarteymið vantar sálfræðing til aö taka á sálarkreppu sem fylgir gigtinni, ef maðurfær hana, ráðgefandi megrunarfræö- ing fyrir teymið allt, sjúkraliða, sem gæti komiö aö góöu liói í teyminu og lyfjafræð- ing, sem væri í enn nánara sambandi við lækninn helduren nú tíðkast. Þaö ríður nefnilega á aö læknir og lyfja- fræöingur „teymist vel“, því þaö er nú einu sinni svo að allir þurfa aö hafa salt í graut- inn. Deildarritara má ekki gleyma, að ekki sé nú talað um læknaritarann, sem þarf aö vél- rita öll þau ósköp af plöggum sem hlaöast upp í sjálfri teymisvinnunni. Og aö síöustu verð ég að lýsa þeirri skoö- un minni að eitt gigtarteymi er gersamlega óvirkt ef ekki er inní þaö tekin ræstingakon- an, sem heldur rykinu í skefjum, rykinu sem fólk með viökvæma slímhúð þolir ekki, ryk- inu sem safnast upp ef ekki er sópaö, rykinu sem getur valdið vondri gigt meöal þeirra sem ofnæmi hafa fyrir rykmaur. Þaö besta viö blaöagreinina sem ég var aö vitna til áöan finnst mér þaö aö ekki virð- ist þurfa neinn sjúkling í teymið. Ef teymið starfar bara dægrin löng, þá er með teymis- vinnunni hægt aö halda gigtinni niöri. Og nú eygi ég betri tíó meö blóm í hagaog sæta langa sumardaga, því ef ég fæ gigt — semégáreiöanlegafæog hanaafleita— þá veit ég að meö þrotlausri teymisvinnu á fé- lagsvísindalegum grundvelli veröur henni haldiö niðri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.