Alþýðublaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 19
Laugardagur 21. maí 1988 19 Helgi Hálfdánarson hefur þýtt fjöld leikrita Shake- speares sem og annarra klassískra höfunda. Hann ber þessi verk snillinganna mjög fyrir brjósti og er áfram um að þau nái óbrengluð til skynjunar alls almennings og hann telur að þau þurfi ekki svo mjög „til rakarans" eða „lýtalæknisins" til þess að ná að ganga í augun á venju- legum nútímamanni svo fremi leikurum takist að flytja þau rétt. í tilefni sýningar L.R. á Hamlet, og með annað augað á rússneskri kvikmynd um sama efni (Gamlet) skrifar Helgi grein um efnið, oss til áminningar um rétt og rangt, fimmtudaginn 5. maí undir heitinu „Hamlet og Gamlet'1. Hér er um þá grein, — og um Helga, fjallað og tvær góðar tilvitnanir tilgreindar. Helgi Halfdánarson er listamaður um flest, ekki síst að skrifa mönnum áminning- ar I blöðunum. Mann undrar hinn mikli agi; næstum alltaf jafnlangar greinar, settar upp í sama ramma og með sömu leturgerö og, — birtast sjald-. an. Þessi agasemi (brag- festa!) er þeim mun aðdáan- legri sem villt, skáldfleyg hugsun er sterkari með Helgaen öðrum mönnum. Helgi kann að stila; hann drepur á meginatriði og með lygilegafáum orðum hvert, kennir sjaldnast beint, heldur í skáldlegum líkingum. Forð- ast að særa en klórar mönn- um létt um bakið. Oft fá menn þó af því rauðar rákir, þeir sem á annað borð hafa mennskt skinn en ekki leður um kroppinn. En Helgi getur svosem orðið hvass. Mjög hvass. Áræði nokkur aó andmæla þessum hinum Ijúfmannlegu ábendingum hans stendur ekki á svörum. Og það eru beitt skot; snögg og hröð sem elding og næstum hundrað prósent markviss. (Þessi marksækni hefur sí- hækkað, stig af stigi, en ekki dalað, með hverju árinu sem liðið hefur. (Eða ætti að segja: „prósentustig af prós- entustigi"?)) Þar geigar hvergi óskytjuör. Af þessum sökum hika menn við að svara hon- um, að undanteknu því endemis illyrmi Hrólfi Sveins- syni, sem menn kannast við. Hrólfur einn er nógu vitlaus til að halda sig hafa eitthvað í Helga að gera á sviði orðheppni og þrætu- listar. Hrólfur fer háðulega út úr þessum viðskiptum en, hann skilur þaö ekki og held- ur áfram að brosa breitt. Þrátt fyrir allt á Hrólfur karl- inn skylduga þökk fyrir sitt hlutverk: Hann er nefnilega eini maðurinn til að veita Helga þá mótspyrnu sem hver íþróttamaður þarf á að halda til þess að ekki koðni niður í honum allur vilji og þróttur. Menn athugi það. Það er kannski það sem við megum vera þakklátust fyrir af öllu; að Helga Half- dánarsyni skyldi í upphafinu gefið svo mikið þrek og sá vilji sem raun ber vitni og að honum skuli hafa auðnast að varðveita þetta hvorttveggja með sér svo langa vöku. Þá á ég ekki við vöku hans yfir bókmenntavinnunni sjálfri, öllum þeim gífurlegu langset- um sem þurft hefur til þess að framleiða hina þaulfelldu texta, heldur hið vakandi auga sem hann hefur haft með þvi að aðrir færu ekki Á SVIÐI OG UTAN Eyvindur Erlendsson skrifar T » Helgi Hálfdánarson og Gamlet rangt með, að minnsta kosti ekki í sínu nafni. Þessa vöku hefur hann staðið einn og mætti segja mér að sjaldan eða aldrei hafi munað meira um nokkurs eins manns verk. Þeir tímar koma stundum að menningarleg rækt gerist erfið, hvað sem umsvifunum líður og fátt eitt verður gert annað en vaka yfir sínu og bíða betri tíma. Tíska okkar tíma gerir slíka varðstöðu- vöku harla þunga. Klassíkin er háð tískunni eins og annað, merkilegt nokk, fyrst og fremst þvi hvort vilji er, í viðkomandi samtíma (sem taka látlaust við hver af öðrum) til að leggja sig eftir henni. Helgi Hálfdánar man glöggt þann „samtíma" þar sem vilji var almennur með þjóðinni að heyja vitsmunum sinum ný- lendur út um alla jarðar- kringlu hins sigræna skáld- skapar. Hér fyrr á öldinni og allt fram í stríð rikti hér skrið- mikil og viljaföst andleg framsókn, í samfloti með sjálfstæðisbaráttunni. Menn segja: Þróunin verður ekki stöðvuð. En þessi þróun varð sannarlega stöðvuð. Það kom bara stríð og þar á eftir amerísk herseta og breyttu öllu. Helgi hefur án efa verið einn þeirra manna sem vask- lega gengu fram í að vara menn við því hversu allt kynni að breytast til verri veg- ar við þá atburði og hvöttu af alefli til að láta ekki ske það sem í þeirra valdi varö. Hitt er ekki víst að Helgi, eða þeir aðrir úr „þjóðvarð- liðinu" hafi áttað sig á því að breyting varö og að hún gerð- ist umsvifalaust og gagngert. Enda þótt framsýnir mennta- menn héldu áfram að iðka og rækta klassíska mennt sjálfir, þá gátu þeir ekki haft áhrif á það hvert almenningur, ung- dómurinn fyrst og fremst, snéri augum sínum, viljandi og óviljandi. Einungis vitund- in um skyldu og nauðsyn snerist, hjá almenningi, að si- gildri mennt og nauðsyn and- legrar ræktar, eftir þetta. En það dregur skammt. Hið eðli- lega hungur og þorsti, — sem er hið eina sem nokkuð dregur i raun og veru, — snérist að öðrum og, því mið- ur miklu auðfengnari hlutum: Amerískar kvikmyndir, með töffurum og stjarnlýsandi kvendum, tyggjagúmí, stæl- ! bomsur, stælbindi, auðfengn- ir dollarar af Vellinum, draum- ur um kósi parti i fansi- Ijósum, von um geim í stór- um drossíum, leikur að mikil- mennsku og frelsi út um alla náttúru, með stóreflis brenni- vinsflöskur í rassvasanum og í framhaldi af því: draumur um ríkidæmi og fyrirferða- miklar framkvæmdir ásamt rikulegri uppskeru launa í formi fjárfrekra stórpartía og stórferðalaga um allan heim. Þetta var hugarheimur minna æskudaga. Hann hefurskap- að þá veröld sem er. Til að einbeita sér að klassík í þeirri veröld hefur þurft að halda fyrir augu jafnt sem eyru, það hefur þurft þrjósku og hálfgerðan þjösnaskap. En sú þrjóska drepur þjösn- ann sjálfan, — steingerir hann að minnsta kosti. Það er hægt að yrkja, að vísu, og það er hægt að þýða í einrúmi. En þegar kemur að hópvinnu leikhússins þá ger- ist allt óhægara. Jú, jú, menn „Gaman þykir kerlingunni inóður vorri að erta oss“, mœlti Skarp- héðitm. „Keinst þó seint furi húsfreyja", mcelti Njáll. Þar koin saint að þeir Njálssynir stóðu upp og tóku vápn sín iiin nótt. Þeir itrðit þó inni brennclir áður en lattk. En Kári slapp. eru svosem sammála um það aö það þurfi endilega klassík af og til. En menn ganga að þessari vinnu, eða hafa gert, haldnir miklum efa um að það þýði nokkuð og tilhneig- ingin að laga hin klassísku leikrit til í munni, útskýra textann um leið og hann er fluttur, og svo náttúrlega aö eyða honum sem mest, verð- ur ofaná, vegna þess að menn treysta ekki klassík- inni, ekki sjálfum sér og ekki áhorfendum hvorki til að vilja, i raun og veru, né geta ráðið við þetta. Já, kæri Helgi, þetta hafa verið þrengingatímar. Aö ekki sé nú minnst á hippaskeiðið, sem stundum er nefnt „lýðræðis" eða „68 timabilið", sem að sínu leyti ól upp þá kynslóð sem nú er á besta aldri og stjórnar land inu, og fæddi af sér slagorð aldarinnar: „Ánkuru má ekki bara allir hafaða eins og þeir vill“! Upp úr þessum jarðvegi (ýturuðningum) fimmtíu ára samfellds umbrota- og ráð- leysistíma, í blindu, stjórn- lausu dugnaóaræði, er menn- ingarástand nútimans sprott- ið. Á þessum fimmtiu árum er búið að ala upp heilar tvær kynslóðir, eða þrjár, sem mynda nú margfaldan meiri- hluta þjóðarinnar. Allt þetta fólk hefur haft aö megin- markmiði „að gefa skít", eink- um og sér í lagi í öll gömul gildi. Margt af þeim gömlu gildum hafði raunar ekkert gildi og var ekki til annars en að gefa i það skit en þaö sem sígilt var mátti þvi mióur þola hið sama. Það er fólk af þessum hæpna lifsskóla sem nú set- ur upp og leikur ævintýrið um Hamlet Danaprins hjá Leikfélagi Reykjavikur og — fyrir fólk af þeim sama skóla. Sígrænar plöntur þurfa það eitt til lífsins að ná rótum niður i jarðvatnið, hið eilifa „jarðarblóð", eins og Sigga heitin í Brattholti kallaði það. Um sígrænan skáldskap gild- ir hið sama. Þegar á að fara að gróðursetja í ýturuðninga þarf því engan að furða þótt töluvert þurfi á að ganga, bæði moksturog vatnsaust- ur. I ofangreindri Morgun- blaðsgrein segir Helgi svo, meðal annars: „Ég býst við að Hamlet sé það leikrit Shakespeares, sem leikstjórar hafa hvað freklegast ráðskast með, klippt það og skorið á ótal vegu, umturnað því og enda- .steypt fram og aftur, og stundum allt að því umsamið það að meira eóa minna leyti. Leikritið geldur þá auðlegðar sinnar, sem bæði er marg- slungin og um sumt nokkuö torræð, og kann því að freista til ýmiss konar ævintýra- mennsku, jafnvel uppátækja sem eiga sér enga átyllu í verkinu sjálfu og geta skyggt á annað sem meira er um vert. Til eru þeir dýrkendur Shakespeares, sem kalla von- lítið að hitta þann höfund fyr- ir í leikhúsi eða á kvikmynd, því hann sé einungis af finna í sínum eiginn enska texta, óspilltum af einhæfri túlkun og hégómlegri frumleikafýsn. En aðrir líta svo á, að á leik- sviði eða kvikmynd eigi höf- undurinn einungis að leggja leikstjóranum yrkisefni til að vinna úr sitt eigið verk hverju sinni. Leikrit Shakespeares geti menn alltaf lesið, ef þeir vilji komast betur i tæri við þann höfund. Hvað sem því líður, vilja leikstjórar að minnsta kosti fá að vera frumlegir hver á sinn nýstár- lega hátt; og til þess þarf að sjálfsögðu æ meiri „dirfsku", því frumleikinn er þegar orð- inn æði fjölskrúðugur fyrir. Á síðari árum hafa leik- stjórar sí og æ verið að gera þá merkilegu uppgötvun, að ýmislegt i verkum Shake- speares muni eiga erindi vió nútímann, og til að koma því til skila þurfi að gera sér- stakar ráðstafanir. Slík hjálp- semi viö höfundinn verður að jafnaði harla brosleg, svo ekki sé meira sagt.“ Hér er nú ekki verið að flaustra með tungumálið, að ekki sé meira sagt og er mönnum vissara að lesa að minnsta kosti þrim sinnum, áður en þeir fullyrða að þeir hafi séð allar línurnar að baki línanna. Ég bendi mönnum á þessa nettu setningu, svona rétt til dæmis: “...hafa leik- stjórar sí og æ verið að gera þá merkilegu uppgötvun...". Minnir á þá menn sem eru ennþá og hvað eftir annað að finna upp reióhjólið! Skilst fyrr en skellur í tönn- um og er vió þessu fátt skárra að segja annao en snúa lítillega útúr fyrir Héðni: „Ekki leiðist karlinum, meist ara vorum, að erta oss”. Því enda þótt Helgi kjósi þannig, af sinni alkunnu létt söltuðu háttvísi, að tala al- mennt, þá erum vér Kjartan Ragnarsson og þeir aðrir sem honum fulltinqdu við uppfærsluna á hans Gamlet ekki svo leðraðir ne skyni skroppnir að vér finnum ekki að hér er, i rólegheitum og af kurteisi verið að klóra oss um hrygginn. Sem hér með kvittast fyrir. Það er leitt, sem ég veit að er rétt, að við gátum ekki í þetta sinn, fremur en endra- nær, komið upp þeim Shake- speare sem Helga Hálfdánar- son dreymir um vegna þess að hann ætti það svo sannar- lega skilið af oss og ég viður- kenni að i okkar sýningu er (kannski) meira af Kjartani en Vilhjálmi. En til þess eru þær kringumstæður æriö drjúgar sem tiundaðar hafa verið hér. En Kjartan er nú líka nokkuð góður og enda þótt skíni meir hans Ijós (kannski) en fuglsins Ijósa frá Avon þá ber sýning okkar þó meira af birtu hins siðarnefnda en sanngjarnt væri að ætlast til i Reykjavík A.D.1988, og meg- um við Helgi vera fegnir hverjum þeim örlitlum glampa sem slær af vængj- um hans niður í þennan vorn myrkvanna dal. Og þótt vér sem nú hjölum verðum ef til vill inni brennd- ir án þess nokkurntíma að fá séð Shakespeare i sínu eigin, alskíra Ijósi þá er ekki ólík- legt að sá Kári leynist á burt með reyknum sem þess hefn- ir um síðir. En við verðum trúlega farn- ir þá, þvi miður, — kannski sestir við borðið á vatnsbakk- anum þar sem Li gamli Pó situr í himnaríki að skrafi, yf- ir krúsum, með Vilhjálmi og félögum. Ef þá bræður verð- ur þá nokkuð þar að finna, fremur en hér. Kannski er einnig búið að poppvæða himnaríkið, svo englunum leiöist ekki í eilífðinni....

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.