Alþýðublaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 10
•> 3 ■ "* - I 10 Laugardagur 21. maí 1988 MÞÍBVBLMÐ Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helga&blaðs: Þorlákur Helgason Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir, Ómar Friðriksson, og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síöumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. 1 Dreifingarsími um helgar: 18490 Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virkadaga, 60 kr. um helgar. FASTIR LIÐIR EINS OG VENJULEGA Þegar Ríkisútvarpiö var og hét „útvarp allra lands- manna“, hófst dagskrárkynningin yfirleitt á því að þulur mælti: „Fastir liöireins og venjulega". Mörgum þótti þetta hughreystandi. Þaö var þó alltént hægt að halla sér að guf- unni. Rótleysi eftirstríösáranna og innreió okkar á heims- kortið leysti of margt úr læðingi. Á einu bretti varð heil stjórnmálahreyfing svipt lifibrauði sínu. Það var ekki hægt að nærast áþví í kosningum að hérbyggi fátæk þjóð í vanda. Enn þann dag í dag er vinstri hreyfingin að súpa seyðið af því að almenningur gat skipt úr vísitölubrauði með margaríni yfir í „þriggja korna“. Á sjöunda áratugnum var svo komið að þjóðin var komin í hóp allra auðugustu. Viðreisnarstjórninni var þakkað (eða kennt um) að skömmtunartímabili lauk og frelsi varaukið til athafna. At- hafnafrelsið skapaði vissulega sumum auð og í lok við- reisnar þótti nóg komið á landsbyggðinni. Við tók áratug- ur Framsóknaren í mörgu tilliti tímabil afturhalds. „End- uruppbyggingin" fólst í togarakaupum, og þegar allt þraut um síðir á stjórnartíma Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, var brugðið til þess ráðs að láta krónuna bjarga því sem bjargað var. Allir þekkja ganginn síðan, krónan uppskrúf- uð æ ofan í æ, viðbrunnin skuldasúpa í kapphlaupi við verðlagið. Tölurnar þekkjum við. Frá 1974 til dagsins í dag hefur verðlag meira en hundrað faldast. Áratuginn 1975- 1984 jókst framfærslukostnaður um tæp 47% að jafnaði á ári, en kauphækkanir færðu fjölskyldum aðeins 0.4% kaupmáttaraukningu. Á samatíma jókst vinnutími heimil- anna margfalt, þannig að í raun færði hundraðföld verð- bólgan fólki minna en ekki neitt. Um árabil hefur fjárfesting í atvinnutækjum ekki gefið neittaf sér. Þjóðin hjakkarí samafarinu. Það sem verraer: Hugsunin hefur ekki breyst. Fastir liðir eru og verða eins og venjulega — hjá flestum. r I viðtali við Sigurðs Einarsson útgerðarmann í Vest- mannaeyjum, sem birtist í blaðinu í dag kveðurvið nokkuð annan tón en við eigum að venjast. Sigurður er einn þeirra útgerðarmanna sem vilja festa aflakvóta í sjávarútvegi og þurrka sóknarkvóta út. „Það þarf að breyta ríkjandi gösl- arahugsunarhætti," segir Sigurður. Og hvað munu menn segja við þessum fullyrðingum: „Mér finnst eini ókostur- inn við (kvóta)kerfið að kvótinn erof rúmur. Menn hafaekki lent í nógu miklum vandræðum með kvótana. Ef menn væru með lítinn kvótamyndu þeirekki mokaupp fiski sem þeirfengju lítiðfyrir.“Sigurðursegirennfremurað í haust munu þeir kvarta mest sem hafa verið harðastir í því að moka upp fiskinum og selja hann verðlausan. Sigurður bendirog áað offjárfesting sé ekki bara í sjávarútvegi. At- vinnuvegir, verkalýðshreyfing (og stjórnmálamenn) stóli á gömlu úrræðin um gengisfellingu. Um fjárfestingu í versl- un í Reykjavík segir Sigurður einfaldlega: „Það er bara ekki komið að þeim.“ Sigurður Einarsson imprar á því sem verið hefur bann- vara í efnahags- og stjórnmálaumræðunni. Hver á að borga brúsann? Það er hægt að byggja flugstöð fyrir tvö þúsund og fimm hundruð milljónir, en einhver verður að vinnafyrirhenni. Þjóðin erekki vöknuð af fjárfestingunni, og það er stólað á að gömlu úrræðin, sem færðu skuldur- um milljarða vegna þess að lán voru gjafir. Lán þarf að borga í dag með verðtryggðum krónum, og þess vegna verða atvinnuvegirnir að standa undir þeim með því að starfaaf viti. Ríkið áekki að tryggjavonlausan rekstur. Um- mælin um Byggðasjóð ná væntanlega inn í stjórnarher- búðirnar: „Eitthvert mesta böl fyrir útgerð og fiskvinnslu á landsbyggðinni (er) að Byggðasjóður skuli lána til út- gerðarog fiskvinnslu," segirSigurður Einarsson. Við þurf- um ekki að vera sammála útgerðarmanninum í einu og öllu — en kynni ekki að felast nokkur sannleikur í orðum hans? LlTIÐ BRÉF FRÁ ÞAKKLÁTUM LESANDA Eftirfarandi grein er svar eða athugasemd við grein sem birt- ist í Alþýðublaðinu þann 31. mars sl. Þar var viðtal við þau sr. Hönnu Mariu og sr. Sigurð Árna í Skálholti en þau reka þar lýðhá- skóla. Yfirskrift greinarinnar var: Kirkjan er ekki innkaupastofnun. Ágætu hjón, Siguröur Árni og Hanna María „Kirkjan er ekki innkaupa- stofnun", er yfirskrift viðtals sem ég las í páskablaði Al- þýðublaðsins sem mér af hendingu barst í hendur fyrir nokkru (ég er ekki kaupandi Alþýðublaðsins). Þetta er við- tal Þorláks Helgasonar við ykkur hjónin og er ég bæði glöð og þakklát fyrir að svo merkileg og ágæt grein skyldi hafa komið inn á mitt borð. Því þrátt fyrir hið krappa viðtalsform kemst les- andinn í snertingu við svo ótrúlega margt á sviði menn- ingar og trúar sem á okkar tímum hlýtur að brenna í hug og hjarta hvers hugsandi manns. Um einstaka hluta viðtalsins má jafnt segja þá alla ágæta eða hvern öðrum betri. Alls staðar mæta manni þar „orð í tfma töluð“, hvort sem svarað er spurn- ingum eins og Hver er ég?, Hvað áttu við?, eða Ævintýrin á vídeo? Og þar, eins og raunar alls staöar í þessu við- tali er áberandi sterk og lif- andi — og sársaukafull — ykkar eigin tilfinning um getuleysi eða „gjaldþrot" er þið nefnið svo — prestanna sjálfra á því „að umtúlka lífs- boðskap kirkjunnar á raun- verulegu máli, og inn í sam- félagið — eða eins og þið segið „tala á máli sem sam- tfðinni er skiljanlegt og raun- hæft“ — sem auðvitað er frumskilyrði þess „að tíminn geti tengst" þeim boðskap sem verið er að flytja. Um að þetta sé aðalkjarni málsins er ég ykkur svo sannarlega sammála og ég er ekki í vafa um að vöntun á þessu er ein aðalrótin að fráhvarfi hugs- andi almennings frá kirkjunni í dag. Fáir eða engir þora að neita því „að í siðalögmáli og kærleiksboðum Krists felast allar þær mannbótahugsjónir sem haldbestar hafa reynst. Og engin trúarbrögð hafa heldur á áhrifaríkari hátt „leitt I Ijós lífið og ódauðleik- ann“ en þau sem kennd eru við Krist. En innvaföar I þús- und ára gamlar kirkjulegar kenningaflíkur og hugmynda- fræða umbúðir verður hinn einfaldi og elskulegi kær- leiksboðskapur Krists langt I frá að vera svo auðskilinn og aðgengilegur sem skyldi hinum almenna, kristna „leik- rnanni" — a.m.k. hér á ís- landi. Og þarf reyndar engan að undra, svo mikil sem fjar- víddin liggur milli þess sem var og þess sem er, ekki bara I tímanum, heldur einnig, já, svo margfalt breiðari á ótal öðrum sviðum hvert sem litið er, svo sem á sviðum al- mennrar þekkingar og sívax- andi vísinda — og tækni- þróunar sem eðlilega hefur svo fætt af sér nýja heims- mynd og hugmyndafræði sem virðist jafn fjarlæg hinni fyrri og austrið er langt frá vestrinu. En eitt er óbreytt: enn er spurt af jafnmiklum alvöruþunga og áður, fyrir þúsundum ára — hver er ég? — hvaðan kom ég? — og hvert er ferðinni heitið? — og enn jafn sárlega þyrst eftir svari er svalað gæti hugan- um jafnt og hjartanu. Og sem betur fer — enn fá sumir svör sem þeim nægir. Ef ekki innan kirkjunnar eigin vé- banda þá utan hennar afgirta túns. í þessu sambandi kemur mér I hug danski lífsspeking- urinn og hugsuðurinn Martin- us. Hann andaðist árið 1981 rúmlega níræður og var því algjörlega maður okkar aldar. Hann óx úr grasi sem óskóla- genginn alþýðumaður en hefur nú lengi.verið talinn — af þeim sem til hans og verka hans best þekkja, — einn af stórmennum andans og jafnframt einn merkasti og sérstæðasti Krists-postuli sem uppi hefur verið hér á Vesturlöndum... á síðari tím- um. Sannur guðstrúarmaður og Kristsvinur frá upphafi, enda kominn frá trúuðu, dönsku alþýðuheimili. Hingað til lands kom Martinus alloft á 6. og 7. ára- tugnum. Slðan þá man margt eldra fólk Martinus. Dvaldi hann mest I Reykjavlk en ferðaðist þó allvíða um land- ið. Hann flutti fjölda fyrir- lestra og vann fljótt hug og hjörtu þeirra er sáu hann og heyrðu. Flestir klerkar sem kynntust honum dáðu hann og virtu. Eftir Martinus liggja margar bækur trúar- og heim- spekilegs efnis. Þeirra mest og sú bók sem hefur að geyma aðalkjarna lífsviðhorfs hans og kenningar er Bók lífsins, gefin út I 7 bindum. Þeir sem til hennar þekkja og teljast dómbærir á sviði því- likra bókmennta, nefna hana andlegt stórvirki. í bókum sínum vitnar Martinus mjög til biblíunnar og þá fyrst og fremst til Krists sem er aðal- grundvöllurinn. En jafnframt höfðar hann afar sterkt til nú- tímans. Ekki síst til þeirra sem I dag eru íhugandi og leitandi eða eins og hálf heimilislausir andlega séð — og meðal annars til þeirra sem kirkjan hefur misst eða er að missa. Það er sem I boðskap hans og boðun felist eitthvað sem öðru fremur okkar hraðfleygi „tími getur tengt sig við“. Fáeinum af bókum Martinusar hefur verið snúið á íslensku. Þekkt- astar eru Kosmisk fræðslu- erindi í tveimur bindum — hið fyrra nýútkomið endur- prentað. Þáer Heimsmyndin eilífa með skýringarmyndum — og siðast en ekki síst lítil og falleg bók sem á íslensku nefnist Upphaf köllunar minnar. Undanfarin ár hafa bækur hans verið að koma út á fleiri tungumálum utan Norður- landanna. Á dönsku fást öll hans verk hjá ákveðnu forlagi í Kaupmannahöfn. Með kærri kveðju og bestu óskum til ykkar hjónanna. Ingibjörg Þorgeirsdóttir Hátúni 10A, sími 24565

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.