Alþýðublaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 21. maí 1988 11 L.Í.N. Endurskoðar úthlutunar- reglur Sumarhýran minna til frádráttar Stjórn Lánasjóös islenskra námsmanna, LIN, hefur end- urskoöaö úthlutunarreglur sjóösins fyrir skólaáriö 1988- 89 og hefur menntamálaráö- herra staðfest þær. Meginbreyting frá fyrri reglum varöar tekjumeöferö og er þá m.a. gert ráö fyrir því að námsmaður sé í leyfi í 3 mánuöi og afli sér tekna á þeim tima. Sú breyting er nú gerð að 35% af tekjum um- framframfærslu i leyfi koma nú til lækkunar á hámarks- láni í staö 50% áöur. Sá sem ekki naut aðstoðar sjóösins á síðasta ári telst í leyfi 3 síð- ustu mánuöi áðuren nám hefst á skólaárinu. Hann get- ur nú fengið tekjur, sem stað- fest er að hann hafi aflað á tímabilinu 1. janúar og þar til leyfi hefst, felldar niður. Öll fjárhagsaðstoð til greiðslu kostnaðar vegna framfærslu á námstíma tekur mið af kostnaðartölum frá 1.6.88-31.5.89 vegna grunn- framfærslu á íslandi, sem sjóðurinn ákveður. Sú fjár- hæð er kr. 30.585 fyrir hvern mánuð frá 1. júní til 31. ágúst 1988. Lán reiknast sem ákveðið hlutfall af grunnfram- færslu miðað við tekjur og fjölskylduhagi umsækj- andans. Ragnar H. Ragnar. Isafjörður: Minnisvarði um Ragnar H. Ragnar Ákveðið hefur veriö aö reisa Ragnari H. Ragnar minnisvaröa á ísafiröi og færa bænum aö gjöf. Leitað hefur veriö til listamannsins Jóns Sigurpálssonar um gerö varðans. Til þess aö gera þessa hugmynd aö veruleika veröur leitaö til almennings um fjárframlög. Ef afgangur veröur af fénu veröur því var- ið i þágu Tónlistarskóla ísa- fjaröar. Varðinn mun rísa á túni gamla sjúkrahússins og á að vera hvorttveggja í senn minningartákn um Ragnar og framlag í þágu listsköþunar og fegrunar bæjarins. Leitað hefur verið til lista- mannsins Jóns Sigurpáls- sonar um gerð minnisvarð- ans. Um verður að ræða 25- 30 fermetra torf- og grjót- hleðslu, um 1 metri á hæð. Á miðri hleðslunni verður um 3 metra grágrýtislag sem verð- ur sagað í fernt. Yfirborð bjargsins verður hrjúft og óunnið en sagarsárið verður slípað. Ur miðju verksins mun eirblanda brjóta sér leið. Leitaö verður til almenn- ings um fjárstuðning og verða nöfn gefenda skráð í sérstaka bók sem afhent verður bæjarstjórn ísafjarðar til varðveislu. Safnist meira fé en sem nemur kostnaði verður því varið i þágu Tón- listarskóla ísafjarðar sem verður 40 ára nú í haust. Átak í skógrækt 1990 Árið 1990 er 60 ára afmæli Skógræktarfélags Islands. I tilefni þess hefurfélagið ásamt Skógrækt ríkisins, Landbúnaðarráóuneytinu og Landgræðslu ríkisins ákveðið að efna til sérstaks átaks i framhaldi af þeim aðgerðum sem staðið var að 1980 — Ári trésins — en einkunnarorðin þá voru „Rétt tré á réttum stað“. Vinsældarlisti sím Samtök íslenskra mynd- bandaleiga senda vikulega frá sér yfirlit yfir vinsælustu myndbönd hverrar viku. í úr- 'takinu eru 20 leigur víðs veg- ar af landinu. Eftirfarandi listi gildir fyrir vikuna 13.-19. maí. 1 (6) Dirty Dancing (J.B. Heildsala) 2 (3) Roxanne (Skífan) 3 (1) Beverly Hills Cops ?2 (Háskólabió) 4 (2) No Mercy (Steinar) 5 (7) Ishtar (Skífan) 6 (-) Raising Arizona (Stein- ar) 7 (5) La Bamba (Skifan) 8 (11) Robocop (Háskólabíó) 9 (4) Jumping Jack Flash (Steinar) 10 (17-19) Hamburger Hill (J.B. Heildsala) 11-12 (10) Fortune Dane (Skíf- an) 11-12 (15) Number One With a Bullet (Háskólabíó) 13 (-) Six Against the Rock (J.B. Heildsala) 14 (8) Living Daylights (Stein- ar) 15 (14) Secret of my Success (Laugarásbíó) 16 (9) Bigshots (J.B. Heild- SqIq) 17-18 (16) NAM — Tour of Duty (V&S Dreifing) 17-18 (-) Creeps of the Night (Steinar) 19-20 (-) Still Watch (Mynd- form) 19-20 (-) The Nightfliers (Sieinar) Minningarkort lyrir barna- deild Landa- kotsspítalans Styrktarsjóður barnadeild- ar Landakotsspítala hefur lát- ið hanna minningarkort fyrir sjóðinn. Sigríður Björnsdóttir myndlistarmaður og kennari teiknaði fjögur mismunandi kort. Minningarkortin eru seld á eftirfarandi stöðum: Apóteki Seltjarnarness, Vesturbæjarapóteki, Hafnar- fjarðarapóteki, Garösapóteki, Holtsapóteki, Mosfellsapó- teki, Árbæjarapóteki, Lyfja- búð Breiðholts, Reykjavíkur- apóteki, Háaleitisapóteki, Kópavogsapóteki, lyfjabúð- inni Iðunni, blómaversluninni Burkna, Borgarblómi, Mela- nóru, Seltjarnarnesi og Blómavali Kringlunni. Einnig eru þau seld á skrifstofu og barnadeild Landakotsspítala. . .UM TÆKNILEGA FULLKOMNUN i ap-farsímatólinu er: 16 stafa láréttur skjár og 20 stórir hnappar með innbyggöri lýsingu. 100 númera minni sem getur samanstaðið af allt að 22 tölustöfum. Langlínulæsing sem eingöngu er opnanleg með 4 stafa leyninúmeri. - Rafhlaða ap-farsímans endist í allt að 2 daga miðað við eðlilega notkun. . .UM TÍMASPARNAD Sem viðbót á farsímann frá PHILIPS -ap er símsvari sem geymir allt að 9 númer sem hringt var úr. Með einum hnappi kallarðu síðan upp númerin. . .UM AUKW ÖRTGGI í þessu bráðfallega og sterka símtóli er hátalari og hljóðnemi. Það gerir þér kleift að tala og hlusta akandi MEÐ BÁÐAR HENDURÁ STÝRI, sem stóreykur öryggi þitt og annarra í umferðinni. Símtólið liggur í láréttri stöðu sem gerir aflestur af skjánum auðveldari og greinilegri. . .UM HAGKVÆMNIOG ÞÆGINDI Á gjaldmælinum á skjánum má sjá skref yfirstandandi símtals og heildamotkun. Blikkandi Ijós sýnir ef hringt hefur verið í símann án þess að svarað hafi verið. Innbyggt „minnisblað" gerir þér kleift að skrá hjá þér símanúmer meðan á símtali stendur og kalla það síðan upp. Fislétti farsíminn ffrá PHILIPS-ap er aðeins 4,3 kg. eg svarar kröfum nútimaþjóðffélags á loffti, láði sem legi. Söluaðilar utan Reykjavíkur: • Rafborg, Grindavík • Aöalrás, Akranesi • Kaupfólag Borg- firðinga, Borgamesi • Bókav. Þ. Stefánssonar, Húsavik • Nesvideo, Neskaupstað • Akurvik, Akureyrí • Rafmagnsverkst. Ragnars Ólafssonar, Suðureyri • Rás sf. Þorlákshöfn • Póllinn hf., Isafirði. cffTÚNI S-SlM'-191' 69 1500 FRA PHIUPSop

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.