Alþýðublaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 4
LONDON txíviku FLUGLEIDIrJS' -fyrir þíg- * FLUGLEIÐIR Æ0 -fyrir þíg- ^ FRANKFURT lxiviku FLUGLEIÐIR -fyrír þíg- * ÚTBOÐ Klæöingar á Vesturlandi 1988 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Nýlagnirog yfirlagnir á sjö köflum samtals 30 km. ■^Verki skal lokið 1. september 1988. ' Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 24. maí n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl 14.00 þann 6. júní 1988. Vegamálastjóri HR FÉLAGSMÁLASTOFNUN BgS REYKJAVÍKURBORGAR FJÖLSKYLDUDEILD Fósturheimili óskast fyrir þroskaheft börn. Nánari upplýsingar gefur Áslaug Ólafsdóttir félags- ráðgjafi í síma 685911 e.h. alla virka daga. !«! RE Y K JÞNIKURBORG Ifl Jlawuvi Stixávi MT Heisluverndarstöö Reykjavíkur óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk til sumar- afleysinga: Vid heilsugæslustöðvar í Reykjavík SKRIFSTOFUMANN til símavörslu og afgreiðslu. LÆKNARITARA Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu framkvæmda- stjóra heilsugæslustöðva, sími 22400. Við útibú Barnadeildar — Asparfelli 12 HJÚKRUNARFRÆÐINGA Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 75100. Umsóknum skal skilatil Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 27. maí 1988. Laugardagur 21. maí 1988 -----------------TTT---; I'--. ■ FRÉTTIR Ráðhúsið: DEILT UIH STÆRD LÓÐARINNAR Bjarni P. Magnússon, fulltrúi Alþýðuflokksins, lagði fram bókun á borgarstjórnarfundi á fimmtudag, vegna upplýsingar frá byggingar- nefnd Reykjavíkurborgar um að félagsmálaráðherra hefði verið sendar rangar upplýsingar varðandi stœrð ráðhúslóðarinnar. „Ég er ekki á móti því aö lóðir séu sameinaðar heldur geri ég athugasemd vegna ónákvæmni í vinnubrögðum hjá embætti borgarstjóra, þegar rikislögmanni var sent bréf upp á það að lóöin væri 3880 fermetrar“ sagði Bjarni P. Magnússon, fulltrúi Alþýöuflokksins í borgar- stjórn í samtali við Alþýðu- blaðið en á borgarstjórnar- fundi á fimmtudag geröi Bjarni athugasemd við þaö að embætti borgarstjóra skyldi senda félagsmálaráð- herra rangar upplýsingar varðandi stærö ráðhúslóðar. Á fundi byggingarnefndar, 11. maí sl. lögðu þeir Gunnar H. Gunnarsson og Guðmund ur Haraldsson fram umsögn er i sagði að ráðhúslóð sú, sem samþykkt sé í deili- skipulagi kvosarinnar, sé stærri heldur en getið sé um í skipulaginu. Segja þeir að við nánari athugun hafi kom- ið í Ijós að í álitsgerð ríkis- lögmanns til félagsmálaráð- herra, 2. febrúar sl. segi að lóðin sé 3880 fermetrar. í kæru, sem 37 íbúar við Tjarn- argötu sendu ráðherra vegna sameiningu lóðanna Tjarnar- götu 11 og Vonarstrætis 11, segir hins vegar að ráðhús- lóðin sé 4.333 fermetrar. Vegna þess gerði Bjarni P. Magnússon eftirfarandi bók- un: „Ég harma ónákvæmni þá í vinnubrögðum, sem lýst er í 70. lið fundargerðar bygg- ingarnefndar og varöar vill- andi upplýsingar embættis borgarstjóra til ríkislögmanns um að lóð ráðhússins sé 3880 fermetrar.11 Fjögurra daga veisluhátíð verður í Hafnarfiröi um næstu mánaðamót. A-mynd/Róbert HAFNARFJÖRÐUR 80 ÁRA Hafnarfjarðarbær á 80 ára afmæli um næstu mánaöa- mót og verður af því tilefni haldin fjögurra daga veislu- hátið. Hátíðahöldin hefjast þann 1. júní Þórir Jónsson, sem situr í framkvæmdanefnd afmælis- hátíðar, sagði í samtali viö Alþýðublaðið að haldið yrði upp á afmælið með pompi og pragt. Á afmælisdaginn sjálfan, 1. júni, fer fram athöfn í Hellisgerði, sagði Þórir, þegar Málfundafélagið Magni afhendir Hafnarfjarðar- bæ garðinn formlega. Um kvöldið verða síðan hátlðar- höld I menningarsetri Hafnar- fjarðar, Hafnarborg, og verður húsið þá vígt. Á öðrum degi hátíðarhald- anna verða opnaðar hinar ýmsu sýningar er segja sögu bæjarins s.s. I Riddaranum, Byggðasafninu og Öldutúns- skóla. Um kvöldið verður síó- an frumsýnd heimildarmynd um Hafnarfjörð I Bæjarbíó sem Erlendur Sveinsson hef- ur verið að vinna aö. Sagði Þórir að hér væri um að ræða gamlar myndir settar I nýjan búning. Dagur barnanna er siðan föstudaginn 3. júní. Þá verður hópganga barna af dagvistar- stofnunum í Hafnarfirði og ýmsar uppákomur í bænum. Einnig verður afhjúpað lista- verk, sem staðsett er í fisk- markaðnum, eftir Gest Þor- grímsson og konu hans Rúnu. Hátíðarhöldunum lýkur á laugardegi með fjölskyldu- hátíð í iþróttahúsinu. 70 ÁRA Siglfirðingar fögnuðu því í gær að 70 ár voru liðin frá því að Siglufjarðarkaupstaður fékk kaupstaðarréttindi og 170 ár síðan hann fékk versl- unarréttindi. Einnig var þess minnst að 100 ár eru liðin síðan séra Bjarni Þorsteins- son tónskáld og fyrsti heið- ursborgari Siglufjarðar vígð- ist til Siglufjarðar. í tilefni þessa verður Hvítasunnu- guðsþjónustu í Siglufjarðar- Siglufjörður: AFMÆLI kirkju á sunnudag sjónvarp- að. Hátíðahöld vegna afmæl- isins hófust kl. 14 með opn- un nemendasýningar í Grunnskólanum. Seinna um daginn var hátíðarfundur bæj- arstjórnar Siglufjarðar hald- inn í nýjum fundarsal og Leikfélag Siglufjarðar frum- sýndi leikritið Galdrakarlinn í Oz eftir L. Frank. Baum. Um FAGNAÐ kvöldið var hátíöardagskrá í Siglufjarðarkirkju með hinum ýmsu skemmtiatriðum. I tilefni þess að 100 ár eru liðin frá vígslu séra Bjarna voru hátíðarsöngvar hans fluttir við guðsþjónustuna en henni verður sjónvarpað á hvítasunnudag. Söngvarnir eru fluttir af kirkjukór Siglu- fjarðar undir stjórn Antonys Raleys og sóknarprestsins sr. Vigfúsi Þór Árnasyni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.