Alþýðublaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 9
.0.00► im '■o iim.í’nRrcisí i Laugardagur 21. maí 1988 YFIRLÝSING RÍKISSTJÓRNARINNAR UM AÐGERÐIR í EFNAHAGSMÁLUM Ríkisstjórnin hefur ákveöiö aögeröir i efnahags- málum meö það fyrir augum að tryggja aö gengis- breyting krónunnar 16. mai sl. skili tilætluðum árangri viö aö skapa undirstöðugreinum atvinnu- lifsins viöunandi rekstrarskilyrði, hamla gegn sjálfvirku víxlgengi verölags, gengis, launa- og fjármagnskostnaöar, og leggja grunn aö jafnvægi í efnahagslifinu. Meö aögeröum ríkisstjórnarinnar er tryggt samræmi í launaþróun, kaupmáttur lægstu launa varinn og dregiö úr veröbólguáhrif- um gengisbreytingarinnar. I. Aðgerðir til að treysta afkomu atvinnuvega og atvinnuöryggi á lan dsbyggðinni 1. Lækkun á gengi krónunnar um 10% hinn 16. maí sl. miðar aö því aö bæta hag útflutnings- og samkeppnisgreina og fyrirtækja í sjávarútvegi, af- stýra stöðvun atvinnurekstrar og treysta atvinnu- öryggi á landsbyggðinni. 2. Fyrirtækjum í útflutnings- og samkeppnisgrein- um verður heimilað að taka allt að 800 m.kr. að láni erlendis til fjárhagslegrar endurskipulagning- ar annað hvort beint eða fyrir milligöngu banka. Leyfin til þessara lána verða veitt samkvæmt til- lögum þeirra viðskiptabanka sem -þjóna þeim fyrirtækjum sem í hlut eiga. Auk þessa hefur Byggðastofnun verið heimiluð 200 m.kr. lántaka erlendis til að styðja fjárhagslega endurskipulagn- ingu fyrirtækja. Skapað verður svigrúm til þessar- ar lánafyrirgreiðslu með aðhaldi að lántökum til fjárfestingar. 3. Nefnd um Veröjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins verður gert að hraða störfum og skila tillögum um ráðstöfun innstæðna þeirra greina sem greitt hafa verulegar fjárhæðir í sjóðinn á undanförnum misserum. 4. Veitt verði aukafjárveiting til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 40 m.kr. til þess að treysta fjárhag sveitarfélaga á landsbyggðinni sem eiga I fjár- hagserfiðleikum. II. Aðgerðir til að verja kaupmátt lœgstu launa og draga úr launamun 1. Tryggt verður með lagasetningu að kjarasamn- ingarnir sem gerðir hafa verið við þorra launafólks verði varðir og launahækkanir hópa sem hafa lausa kjarasamninga fari ekki fram úr hækkun launa í samningum Verkamannasambandsins, iðn- verkafólks og verslunarmanna eða raski forsend- um_þeirra að öðru leyti. 2. Ákvörðun um láglaunabætur og afnám vísitölu- viðmiðana í kjarasamningum verðurtekin í tengsl- um við niðurstöður nefndar, sem fjallar um láns- kjaravísitölu og lækkun-vaxta af verðtryggðum lánum og kemur til framkvæmda samtímis. 3. Ellilífeyrir og aðrar bætur almannatrygginga hækka um 10% 1. júní 1988. 4. Hækkun persónuafsláttar verður flýtt til 1. júní, þannig að skattleysismörk hækki I 46 þúsund krónur á mánuði. III. Aðgerðir til að auka verðlagsaðhald og verðsamanburð 1. Hert verður á eftirliti með verðlagsþróun. Upp- lýsingar um verðsamanburð af hálfu opinberra aðila verða birtar reglulega og látnar ná til dreif- býlisverslunar í auknum mæli. 2. Hækkanir á gjaldskrám ríkisfyrirtækja verða háðar samþykki ríkisstjórnarinnar. 3. Hækkun á gjaldskrám sérfræði- og þjónustu- stétta fari ekki fram úr hækkun launa eins og lög kveða á um. Sömu takmarkanir gilda um gjald- skrár útseldrar vinnu. 4. Verðhækkanir i greinum þar sem samkeppni er áfátt verða sérstaklega takmarkaðar. IV. Aðgerðir til að draga úr fjármagnskostnaði og jafna starfskjör fjármálastofnana 1. Tryggt verður að verðbréfasjóðir taki þátt í inn- lendri fjármögnun rikissjóðs með sambærilegum hætti og innlánsstofnanir. Þannig verji sjóðirnir 20% af aukningu ráðstöfunarfjár frá 1. jan. 1988 til kaupa á ríkisskuldabréfum. 2. Rfkisstjórnin hefur ákveðið að komið verði í veg fyrir alvarlegt misgengi launa og lánskjara og hefur falið nefnd sem fjallar um fyrirkomulag á verðtryggingu fjárskuldbindina að skila tillögum um hvernig þessu markmiöi verði náð. 3. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að frá 1. júlí 1988 verði óheimilt að binda fjárskuldbindingar til skemmri tíma en tveggja ára við hvers kyns vísi- tölur. Nefnd sem fjallar um verðtryggingu fjár- skuldbindinga hefur verið gert að skila tillögum um frekari áfanga I afnámi verðtryggingar þar sem m.a. verði höfð hliðsjón af verðlagsþróun. 4. Rikisstjórnin hefur falið nefnd um verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga að undirbúa nauðsynlega lagasetningu þess efnis, að vextir af verðtryggð- um lánum verði fastir en ekki breytilegir, og þeir lækki til samræmis við það sem gerist í helstu viðskiptalöndum. Nefndinni hefur verið gert að hraða störfum sínum svo sem unnt er og skila greinargerð eigi siðar en 1. júlí n.k. 5. Með því að stuðla að minnkandi verðbólgu, bættri stöðu ríkissjóðs og betra jafnvægi í pen- ingamálum mun ríkisstjórnin jafnframt skapa skil- yrði fyrir lækkandi raunvöxtum. Ríkisstjórnin mun hvetja Iífeyrissjóði, viðskiptabanka og sparisjóði, og aðra aðila á fjármagnsmarkaðinum til að gera sitt til að raunhæfur árangur náist I þessu efni. Seðlabankanum verður falið að fylgjast náið með vaxtaþróuninni og vinna að því að þessu mark- miði verði náð. 6. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir lækkun vaxta- munar hjá bönkum og sparisjóðum og mun fela Seðlabankanum að vinna að þvi að þessu mark- miði verði náð. 7. Ríkissjórnin mun í upphafi næsta þings leggja fram frumvörp um starfsemi verðbréfasjóða, fjár- mögnunarleigufyrirtækja og annarra fjármálafyrir- tækja utan bankakerfisins og stuðla þannig að samræmingu starfskjara á fjármagnsmarkaði. V. Aðgerðir til að draga úr erlendu lánsfé til fjárfestinga og samrœma skattmeðferð fjármögnunar 1. Dregið verði úrerlendum lántökum til fjárfest- inga og krafist aukinnar innlendrar fjármögnunar. 2. Lagt verður fram á haustþingi frumvarp um að skattmeðferð greiðslna vegna fjármögnunarleigu verði breytt þannig að skattalegu hagræði af- skriftareglna umfram aðrar fjármögunarleiðir verði ekki til að dreifa. 3. Ríkisstjórnin áréttar það ákvæði stjórnarsátt- málans að athuguð verði skattlagning fjármagns- og eignatekna og samhengi slíkrar skattlagningar og eignarskatts og skatta af öðrum tekjum. VI. Aðgerðir til að auka aðhald að ríkisútgjöldum 1. I því skyni að tryggja hallalausan ríkisbúskap á árinu 1988 verði framlög úr rikissjóði til ráðuneyta, stofnana og ríkisfyrirtækja einungis hækkuð að þvi marki sem rekja má aukna fjárþörf til meiri launahækkana á þessu ári en gert er ráð fyrir I fjárlögum ársins 1988. 2. Stefnan viö fjárlagagerð fyrir árið 1989 miðist við að jöfnuður verði í ríkisbúskapnum á því ári. Þessu markmiöi verði náö m.a. með því að draga úr lögbundinni sjálfvirkni rikisútgjalda. Rikis- stjórnin ítrekar það markmið stjórnarsáttmálans að ríkisútgjöld vaxi ekki örar en þjóðarframleiðsla. 3. Undirbúningur lánsfjárlaga miðist við að ríkis- sjóður taki engin erlend lán á árinu 1989. Dregið verði úrerlendum lántökum opinberra aðila, sjóða og einkaaðila i þvi skyni að ná marktækum árangri við að draga úr viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun. VII. Aðgerðir til að auka hagkvœmni í atvinnurekstri og stuðla að markvissri byggðaþróun 1. Ríkisstjómin mun skipa ráðgjafanefnd til þess að benda á nýjar leiðir til að auka hagkvæmni í rekstri íslenskra fyrirtækja. Jafnframt verður skip- uð nefnd til að skila tillögum um aðgerðir í byggðamálum á grundvelli athugunar Byggða- stofnunar um það efni. 2. Endurskoðun fiskveiðistefnunnar verði hraðað. Settar verði markvissar reglur um útflutning á ferskum fiski. Framleiðslustjórn í landbúnaði og búvörusamningurinn verði endurskoóuð í sam- ræmi við stjórnarsáttmálann. Reykjavík, 20. mai 1988 BRÁÐABIRGÐALÖGIN Samkvæmt stjórnarskránni þarf brýna nauðsyn að bera til svo hægt sé að gefa út bráðabirgöalög. Þaö voru handhafa forsetavaldsins sem undirrituðu lögin i gær vegna fjarveru Vigdisar Finnbogadóttur forseta ís- lands. I formála að lögunum segir að brýna nauðsyn beri til að tryggja aö gengisbreyting krónunnar hinn 11. mai s.l. beri tilætlaðan árangur við að skapa undir- stöðugreinum atvinnulifsins viðunandi rekstrarskilyrði og leggja grunn að jafnvægi í efnahagslífinu. Til þess að þessu markmiði verði náð sé nauðsynlegt að tryggja að forsendur kjarasamninga þeirra sem þorri launafólks hefur gert verði ekki raskað. Bráðabirgðalögin eru eftir- farandi: 1- gr. Um lausa kjarasamninga við gildistöku laga þess- ara. Launataxtar og kjaratengdir liðir slðast gildandi kjara- samninga skulu hinn 1. júnl 1988 hækka um það sem á kann að vanta 10% hækkun frá 31. desember 1987 að telja. 2. gr. Um gildandi kjarasamninga við gildistöku laga þessara. Laun skv. gildandi kjarasamningum skulu hækka á sama hátt og segir í 1. gr. nái þau ekki tilgreindum hækkunum. 3. gr. Um áfangahækkanir launa. Hinn 1. september 1988 skulu laun skv. 1. gr. og gildandi kjarasamninga hækka um það sem á kann að vanta 2,5% hækkun á tímabilinu frá 1. júní til 31. ágúst 1988. Hafi hluti þeirrar hækkunar, sem almennt hefur um samist komið til greiðslu fyrir upphaf þessa tímabils hækki kaup í samræmi við ákvæði þar um gildandi kjarasamninga á tímabilinu 1. júni til 31. ágúst 1988. Hinn 1. desember 1988 skulu laun skv. 1. gr. og skv. gild- andi kjarasamningum hækka um 1,5% og aftur um 1,25% hinn 1. marz 1989. 4. gr. Verðlagsgrundvöllur landbúnaðarvara. Fjárhæðir launaliða í verðlagsgrundvelli búvöru skulu taka þeim hækkunum sem mælt er fyrir i 1. og 3. gr. 5. gr. Gjaldskrár sjálfstætt starfandi sérfræðinga og þjónustuaðila. Fjárhæðir launaliða f gjaldskrám sjálfstætt starfandi sérfræðinga svo sem tannlækna, verkfræðinga og tölvufræðinga skulu ekki hækka meira en greinir í 1. og 3. gr. Sama gildir um hvers kyns þjónustuaðila. 6. gr. Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. laga um Seðlabanka Islands nr. 36, 1986 er Seðlabankanum heimilt að ákveða að verð- trygging nýrra fjárskuldbindinga til skemmri tífna en 24 mánaða verði óheimil. 7. gr. Um skuldabréfakaup verðbréfasjóða. Seðlabanka íslands er heimilt að ákveöa að starfandi verðbréfasjóðir verji 20% af aukningu sjóðanna frá gild- istöku laga þessara til kauþa á markaðsverðbréfum rík- issjóðs. 8. gr. Um gjaldskrár opinberrar þjónustu Á gildistima laga þessara er óheimilt að hækka gjald- skrár oþinberrar þjónustu án samþykkis ríkisstjórnar- innar. 9. gr. Um hækkun persónuafsláttar i tekjuskatti. Þrátt fyrir ákvæði 121. gr. laga nr. 75, 1981 um tekjuskatt og eignarskatt sþr. lög nr. 49, 1987 skal hækkun persónuafsláttar flýtt, þannig að hún komi til fram- kvæmda 1. júní 1988 i stað 1. júli s.á. 10. gr. Um gerðardóm Rísi ágreiningur um túlkun á ákvæðum laga þessara við framkvæmd kjarasamninga einstakra starfsgreina geta verkalýðsfélög eða vinnuveitendafélög vísað honum til úrskurðar sérstaks gerðardóms. Gerðardómurinn skal skipaöur þremur mönnum. Skal hvor aðila kjarasamnings tilnefna einn mann og Hæsti- réttur hinn þriðja og er hann formaður dómsins. Úr- skurður gerðardóms er fullnaðarúrskurður. 11. gr. Ýmis ákvæði Verkbönn, verkföll, þar með taldar samúðarvinnustöóv- anir, eða aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög þessi mæla fyrir um eru óheimilar. Brot á lögum þessum varða sektum. Um meðferð brota skal fara að hætti opinberra mála. Lög þessi taka þegar gildi og falla þau úr gildi 10. apríl 1989. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.