Alþýðublaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. maí 1988 FRETTIR Efnahagsráðstafanir á síðustu stundu NYJflR SATTATILLOGUR BJÖRGUÐU STJÓRNINNI Eftir ágreining og ströng fundahöld síðustu daga náði ríkisstjórnin saman um efna- hagsaðgerðir í gær, en Þor- steinn Pálsson forsætisráð- herra var búinn aö lýsa því yf- ir að annað hvort væri að duga eða drepast. Það voru sáttatillögur sem fram komu síðasta sólarhring sem björg- uðu stjórninni. Samhliðavoru gefin út bráðabirgðalög um ráðstafan- ir í efnahags- og kjaramálum, sem miða að því að gengis- breyting krónunnar 11. maí sl. skili tilætluðum árangri. Með lögunum eru launahækkanir umfram 10% á tímabilinu 31/12 ’87 til 1/6 1988 bannaðar og fram að 1. september mega laun ekki hækka meira en 2,5%. Skattleysismörk hækka strax 1. júní í 46 þús- und kr. í bráðabirgöalögunum er einnig kveðið á um heimild Seðlabanka að ákveða að lán til skemmri tíma en tveggja ára verði óverðtryggð og verð- bréfasjóðir verði skikkaðirtil að kaupa ríkisskuldabréf fyrir 20% af aukningu ráðstöfun- arfjár þeirra. Með sáttatillögunni verða kjarasamningar sem gerðir hafa verið og launahækkanir annarra hópa takmarkaðar. Ellilífeyrir og aðrar bætur Almanna trygginga hækka um 10% 1. júní og persónu- afsláttur hækkaður 1. júní, sem hækkar skattleysismörk í 46 þúsund krónur. Verðlagseftirlit verður hert og hækkanir á gjaldskrám ríkisfyrirtækja háðar sam- þykki ríkisstjórnarinnar. Nefnd verður m.a. falið að undirbúa lagasetningu um að vextir af verðtryggðum lánum verði fastiren ekki breytilegir og svo virðist sem ríkis- stjórnin stefni að því að afnema verðtryggingu af lán- um. Ríkisstjórnin ætlar að leggja fram á þingi í haust frumvarp um starfsemi verð- bréfasjóða, sérstaklega með tilliti til þess að skattlagning fjármagns- og eignatekna verði í samhengi við aðra skatta í landinu. Um ríkisútgjöld segir að þau verði ekki hækkuð meira en nemur launahækkunum. Stefnt er að því að engin erlend lán veröi tekin á árinu 1989 og jöfnuði náð í ríkis- búskapnum á því ári. Fyrirtækjum í útflutnings- greinum verður heimilt að taka allt að 800 milljóna króna lán erlendis til fjár- hagslegrar endurskipulagn- ingar. Þá verður Byggðastofn- un heimilað að verja 200 milljónum króna af erlendu lánsfé til að styðja endur- skipulagningu fyrirtækja. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fær 40 milljónir króna auka- lega til aðstoðar sveitarfélög- um í erfiðleikum. Talið er að yfirvofandi stöðvun í álverinu í Straums- vik hafi sett mikla pressu á ríkisstjórnina að Ijúka málum í gær. Þegar Alþýðublaðið fór í prentun í gærkvöldi höfðu álversmenn enn ekki samið og útlit var fyrir að þeir fengju á sig bráðabirgðalög. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar er birt í heild á blaðsíðu 9 í blaðinu í dag. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra kynnti efnahagsráðstafanirnar strax að loknum fundi rikisstjórnarinnar í gær. H vítasunnu veðrið: SÓLARLAUST UM ALLT LAND Hvítasunnuveörið verður svipað um allt land, sunnan- átt og sólarlaust. Búist er við rigningu á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu íslands verður sunnan- og suðvestanátt um allt land en hægari norðan- og austanlands. Tiltölulega þurrt verðúr og jafnvel alveg þurrt norðan- og norðaustan- lands. Það má búast við ein- hverri úrkomu hér sunnan- Arnarflug; ATLANTICA KAUPIR HLUT Hlutafé hefur verið aukið í Arnarflugi h.f. og hefur þýskt fyrirtæki, Atlantica keypt 25% af heildarhlutabréfum. Að sögn Magnúsar Odds- sonar, markaðstjóra Arnar- flugs var ákveðið á síðasta aðalfundi Arnarflugs að auka hlutafé. Það hefur nú verið gert og keypti þýska fyrirtæk- ið Atlantica 25% af heildar- hlutafénu. lands næstu daga. Sólarlaust verður víðast hvar en hitastig mun hækka um nokkrar gráð- ur. Lögreglan um hvítasunnuna: HERT EFTIRLIT Lögreglan í Reykjavík og bifreiðaeftirlitið verða með aukið eftirlit nú um hvíta- sunnuhelgina, fyrstu stóru ferðahelgina i sumar. Þjóð- vegalögreglan verður með eftirlit á þjóðvegum og til styrktar henni verður þyrla landhelgisgæslunnar. Lögreglan í Reykjavík mun leggja áherslu á að fylgjast með umferð um Suður- og Vesturlandsveg. Hún mun vinna í samstarfi með bif- reiðaeftirlitinu og m.a. verða skyndiskoðanir fyrir og um helgina. Þjóðvegalögreglan verður með eftirlit á þjóðvegunum og til styrktar heni verður þyrla landhelgisgæslunnar. Hún verður notuð til að fylgj- ast með umferðarstreyminu, hvar fólk kann að safnast saman og auk þess munu verða farnar eftirlitsferðir inn yfir hálendið. Öryrkjabandalagið: MÓTIHÆUR SÖLUSKATTI Á HJÁLPARTÆKI Afruglarar Stöðvar 2 undanþegnir söluskatti, en ýmis hjálpartœki fatlaðra ekki. Öryrkjabandalag íslands hefur sent ráðherrum ríkis- stjórnarinnar bréf þar sem álagningu á hjálpartæki fatl- aðra er mótmælt, en hefur ekki fengist leiðrétting, þrátt fyrir ítrekuð samtöl viö fjár- málaráðuneytið. Segist Helgi Seljan félagsmálastjóri bandalagsins ekki trúa öðru en að um handvömm sé að ræða. Hefur bandalagið bent á tvær leiðir í þessu máli þar sem hjálpartæki sem samtök fatlaðra viðukenndu yrðu undanþegin söluskatti eða að innflytjendur tækjanna skrifuðu upp á skuldarviður- kenningu fyrir söluskatt sem ekki yrði innheimtur. Á blaðamannafundi sem Öryrkjabandalag (slands hélt í gær, kynntu Arnþór Helga- son formaður bandalagsins, Helgi Seljan félagsmálastjóri, Ólöf Ríkarðsdóttir varafor- maður og Ásgerður Ingimars- dóttir framkvæmdastjóri bréf sem bandalagið hefur sent ráðherrum rikisstjórnarinnar. í því er mótmælt álagningu söluskatts á hjálpartæki fatl- aðra, en þau hafa samkvæmt hefð undanfarin áratug verið undanþegin söluskatti. Segir að í síðasta mánuði hafi tveir fulltrúar bandalagsins farið á fund Jóns Baldvins Hannibalssonar fjármálaráð- herra til að útskýra málið fyr- ir honum. Sagðist Helgi Selj- an ekki trúa öðru en að um handvömm væri að ræða, að málið skuli ekki hafa verið leiðrétt. „Ég held að hér sé ekki um ásetningarsynd að ræða, heldur hafi menn ekki gert sér grein fyrir hve mikil- vaegt þetta er.“ í stað þess að hjálpartæk- in verði undanþegin sölu- skatti, er áætlað að opinber- ar stofnanir sem flytja þau inn, fái aukafjárveitingu til að mæta þessum viðbótarkostn- aði. Einnig hefur komið til tals aö endurgreiða sölu- skattinn siðar, en Öryrkja- bandalagið segir að fjárútlát einstaklinga vegna hjálpar- tækja séu slík, að þeir fá ekki risið undir þeim kostnaði sem bið eftir endurgreiðslu hefði í för með sér. Öryrkjabandalagið hefur bent á tvær leiðir til lausnar þessu máli. Annars vegar væri um reglugerð að ræða yfir hjálpartæki sem samtök fatlaðra viðurkenndu yrðu skattlaus, og hins vegar að innflytjendur hjálpartækja skrifuðu upp á skuldarviður- kenningu fyrir söluskatt sem væntanlega yrði ekki inn- heimtur. „Ástæðan fyrir því að við gripum til þessara örþrifa- ráða að ná samvinnu við fjár- málaráðuneytið er sú, að nokkrar opinberar stofnanir s.s. Heyrna- og talmeinastöð íslands, Sjónstöð íslands og Blindrabókasafnið hafa gert sínar fjárhagsáætlanir, og þær voru ekki miðaðar við að greiða söluskatt af þeim vör- um sem þessar stofnanir þurfa að útvega sínum skjól- stæðingum", sagði Arnþór Helgason. Þá kom fram á fundinum að fjármálaráð- herra hafi verið bent á, að óeðlilegt væri að afruglarar á Stöð 2 væru undanþegnir söluskatti, á meðan segul- bandstæki sem blindir þurfa á að halda og heyrnarhjálpar- tæki væru háð skattinum. Almennur notkunartími sem heyrnadaufir þurfa að nota textasima þá er f notkun eru, hefur verið mældur og kom í Ijós að þeireru 6 sinn- um lengur en almennir slm- notendur, en þurfa þó að greiða sama skrefagjald. Stjórn Öryrkjabandalagsins fagnar því að söluskattur af iðgjöldum bifreiðatrygginga fatlaðra skuli vera endur- greiddur, og sagði Arnþór að öryrkjar yllu færri umferðar- slysum en aðrir miðað við fjölda. „Það er þvi um arð- bæran hóp að ræða, þannig að það er ekki allt slæmt við þennan hóp.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.