Alþýðublaðið - 13.08.1988, Page 9

Alþýðublaðið - 13.08.1988, Page 9
Laugardagur 13. ágúst 1988 9 um samkeppnina í bankakerf- inu, sem mikilvægast er aö bæta til þess aö ná vöxtun- um niöur til lengdar. Þetta þarf aö gaumgæfa vel, en aðalatriðið er aö und- irstaðan gangi. Grundvöllur alls hér á landi er öflugt at- vinnulíf út um allt land. Þaö eru til fjölmargar lausnir I efnahagsmálum, sem horfa til þess í senn aö auka frjálsræði í atvinnulífi, en um leið eyða forréttindum og auka jafnræði tækifær- anna í landinu. Það er lykil- atriöi í stefnu hins opna þjóðfélags jafnaðarstefnunn- ar að berjast fyrir frelsi og jafnrétti en gegn forréttind- um og einokun á öllum svið- um.“ — Er samfylkingin með Sjálfstæðisflokknum í dag ekki meiri en með öðrum flokkum á sviði efnahags- mála? „Við eigum samleið með mörgum sem starfa innan Sjálfstæðisflokksins um at- vinnu- og efnahagsmál. Við eigum samstöðu með þeim sem starfa innan Kvenna- lista, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags um mörg félags- og menningarmál. Við eigum líka slíka skoðana- bræður i Sjálfstæðisflokki. En Alþýðuflokkurinn hefur sett þessa þætti saman á rökvísan og réttlátan hátt.“ ALLS EKKI SELJA ÚTVEGSBANKANN TIL SÉRHAGSMUNAAÐILA — Hvar er Útvegsbanka- málið statt? „Ég ætla á næstunni að skipa sölunefnd til að selja bréfin. Verkefnið er að fá hátt verð fyrir bréfin og hærra en þau voru falboðin fyrir síðast. Niðurstöður rekstrarreiknings í fyrra og efnahagur bankans býður upp á hækkun. Sala bréfanna verður lika liður í sameiningu lánastofnana og aukinni hagkvæmni í lána- kerfinu í landinu. Til liðs við þessa bankasamsteypu kæmi til greina að fá erlend- an banka. Fyrirspurnir hafa þegar borist. Ég hef þegar rætt þetta við ýmsa innlenda aðila.“ — Eru tilboðin frá skandinavískum bönkum? „Já, og víðar. Mér er það kappsmál að byggja upp á grunni Útvegs- bankans og þeirra stofnana, sem vilja ganga til samstarfs við hann, sparisjóða eða ann- arra viðskiptabanka, sterka lánastofnun, sem getur stað- ið á eigin fótum og skilað eigendum arði, veitt góða þjónustu og lækkað vaxta- kostnaðinn í landinu. Þetta er verkefni, sem kann að taka langan tíma að koma í höfn. Eg vil alls ekki selja ráð- andi hlut ( bankanum til ein- stakra atvinnufyrirtækja eða sérhagsmunaaðila. Hyggileg- ast er að selja mikilsverðan hlut í bankanum öðrum fjár- málastofnunum og lánastofn- unum í landinu, sem hafa beinan hag af að samstilla sína starfsemi við þá starf- semi sem er í Útvegsbankan- um.“ — Ertu að segja að sam- tök sparisjóða geti til dæmis komiö til greina? „Já, og geti orðið stór aðili, hugsanlega í samstarfi við einhverja hlutafélaga- banka, og síðan hugsanlega erlenda þátttakendur, en ríkið yrði með um sinn.“ — Þú varst gagnrýndur fyrir að selja ekki bankann í fyrra. Bjargaði góð rekstrar- afkoma bankans þér fyrir horn, þar sem þú situr meö betri spil á hendi nú en í fyrra? „Það er fráleitt að segja að ég hafi bjargað mér fyrir horn. Þetta voru einfaldlega hyggindi sem í hag koma,“ segir Jón Sigurðsson. 1*1 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR W HÚSVÖRÐUR óskast í fullt starf fyrir72 íbúöasambýlishús. Aðeins umgengnisgott og reglusamt fólk kemur til greina. Húsvörðurannast minni háttar viðhald og hefur um- sjón með umgengni og ræstingu. Góð íbúð fylgir starfinu. Nánari upplýsingar gefur Birgir Ottósson húsnæð- isfulltrúi í Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar, Síðumúla 34, sími 685911. Umsóknir er greini aldur og fyrri störf sendist Starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthús- stræti 9, á eyðublöðum sem þar fást fyrir 20. ágúst n.k. ST. JÓSEFSSPÍTALI Landakoti FÓSTRA — YFIRFÓSTRA Dagheimilið Litlakot við Landakotsspítala óskar eftir að ráða yfirfóstru frá 1. sept. Litlakot er ein dagheimilisdeild með 18 hress og góð börn á aldrinum 1—3 ára. Vegna vaktavinnu foreldra er hópurinn misstór frá degi til dags. Vinnutími starfsmanna sem eru 5 er einnig breyti- legur. Komið eða hringið eftir nánari upplýsingum hjá Dagrúnu í síma 91—19600 / 287 fyrir hádegi. ENN KEMUR T0Y0TA Á ÓVART - NÚ BÆÐI NOTAÐIR OG NÝIR! ■ . •' • ÍV' ■ ■ .. ! ^ ÚTOGRESTIN ÁNVAXTAOG VERDTRYGGINGAR Á12 MANUDUM T0Y0TA býður nú hin einstöku greiðslukjör á takmörkuðum fjölda bíla af ’88 árgerð og að sjálfsögðu einnig á notuðum bílum í eigu umboðsins. 50% af kaupverði greiðast við samning en eftirstöðvar eru lánaðar í 12 mánuði, vaxta- og verðtryggingarlaust! Og ekki nóg með það... þeir sem staðgreiða nýjan bíl fá 13% afslátt. Verið velkomin í sýningarsal okkar að Nýbýlavegi 8 og einnig í Toyota bílasöluna, Skeifunni 15. Umboðsmenn okkar eru um allt land. Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogi, Sími 91-44144 AUK/SlA k109-88

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.