Alþýðublaðið - 13.08.1988, Page 16
16
Hún er með nef ekki ósvip-
að þvl sem Michael Jackson
hafði áður en hann uppgötv-
aði lýtalækningar, hárið á
henni er eins og á mann-
eskju sem fengið hefur
hressilegt rafstuð, varaþykkt-
in er sennilega mjög nálægt
tveggja stafa stölu ef mælt
er í sentimetrum. Hún er ekki
beint Ijót en samt alls ekki
fríð, er það sem sumir myndu
kalla Ijótsæt, hefur yfir sér
einhverja dulda fegurð.
Nafn hennar er Tracy Chap-
man og hún er 24 ára gömul
svertingjastelpa sem að und-
anförnu hefur verið að leggja
heiminn að fótum sér með
laga- og textasmíðum sínum.
Tracy talar um byltingu og
segir að veröldin sé alveg „í
rusli“. Þess vegna eru lög
hennar alvarlegs eðlis og hef-
ur hún jafnvel verið ásökuð
fyrir að vera of alvarleg: „Ég
vissi ekki að maður þyrfti að
hafaeinhvern ákveðinn
prósentuhluta plötu undir-
lagðan af gríni og glensi,"
segir Tracy og bætir við,
„kannski næsta plata mín
verði bara grínplata."
Æskuárunum eyddi hún
með fjölskyldu sinni, svartri
verkamannafjölskyldu, í
Cleveland í Bandaríkjunum.
Tracy var mjög ung þegar hún
byrjaði að leika tónlist, sótti
klarinettutima og spilaði mik-
ið á orgel sem fjölskyldan
átti. Foreldrar hennar skildu
þegar hún var fjögurra ára og
eftir það bjó hún með móður
sinni og eldri systur, Anetu,
sem hún tileinkar plötuna.
Tracy segir að alltaf hafi
verið mikið hlustað á tónlist
heima hjá sér, söngvarar á
borö við Marvin Gaye og
Mahalia Jackson hafi mikið
verið spilaðir ásamt mörgum
fleiri. „Þegar ég var að alast
upp tók ég tónlist sem sjálf-
sagðan hlut. Mér fannst
skrýtið að koma inn á heimili
og uppgötva að það var eng-
inn plötuspilari til á svæð-
inu.“
En hún hlustaði ekki bara
heldur samdi hún líka á
orgelið sem var i stofunni.
„Þetta voru hræðileg lög,“
segir hún og hlær, „svona
dæmigerðir lagastubbar sem
átta ára krakki myndi semja,
lög um skýin og þess háttar
hluti."
En umhverfið sem telpan
ólst upp í hafði ekki bara tón-
listarleg áhrif á hana. „Ég tók
greinilega eftir öllum þeim
miklu erfiöleikum sem
mamma þurfti að ganga í
gegn um, svört, einstæð
móðirin sem reyndi til hins
ýtrasta aö ala upp tvö börn.
Sumt fólk fer létt með þetta
en sér ekki að til eru öfl í
þjóðfélaginu sem geta gert
þetta að gífurlegu streði."
Eftir
Gunnar H.
Ársælsson
Hin pólitíska meðvitund
Tracy Chapman jókst enn
meir er hún hóf nám í litlum
einkaskóla í Danbury í
Connecticut. „Þarhitti maður
fullt af fólki sem var mjög
pólitiskt meðvitað og viðriðið
stjórnmál ávirkan hátt. Marg-
ir kennaranna höfðu t.d. ný-
lokið menntaskólanámi og
voru því mjög ungir. Fólk tal-
aði mikið um hluti eins og
breytingar á herskyldu, kjarn-
orkuógnina og þess háttar."
Tracy var mjög virk í félags-
lífi skólans og spilaði m.a. í
körfubolta-, fótbolta- og blak-
liði skólans, kvennaliðunum
að sjálfsögðu!
Hún hélt líka áfram að
semja lög og texta af krafti
og spilaði reglulega í kaffi-
teríu skólans. Úr einkaskólan-
um útskrifaðist Tracy árið
1982 og skráði sig þá í há-
skóla nærri Boston, hugðist
læra líffræði og verða dýra-
læknir seinna meir. En sök-
um óánægju með námið
hætti hún í líffræöinni en
sneri sér þess í stað að
mannfræði meö vestur-
afríska menningu sem sér-
grein.
„Mig langaði að læra eitt-
hvað sem ég hafði virkilega
áhuga á og gæti jafnframt
gefið lífi mínu ríkari tilgang,"
segir Tracy.
Fljótlega varð hún sterkt
afl á sviði alþýðutónlistar
umhverfis Boston, spilaði í
menntaskólum, háskólum og
á strætum borgarinnar. „Það
var í nóvember sem ég spil-
aði i fyrsta skipti úti á götu.
Þetta var kvöldið fyrir Þakkar-
gjörðarhátíðina. Ég var bara
að þvælast með vinkonu
minni og við höföum ekkert
að gera því flestir á heima-
vistinni höföu farið heim í til-
efni hátíðarinnar. Eins og
venjulega var ég að spila á
gítarinn minn þegarvinkona
mín spurði mig hvers vegna
ég færi ekki þarna út á torgið
og spilaði fyrir þá fáu sem
voru á ferli. Ég lét til leiðast
en kuldinn var alveg hrikaleg-
ur,“ segir Tracy og hlær.
„Samt höfðum við 25 dollara
upp úr krafsinu sem fóru hver
og einn einasti í kínverskan
mat.“
Einn þeirra sem heyrðu í
Tracy þarna í kuldanum var
Brian nokkur Koppelman,
nemi við sama háskóla og
Tracy. Faðir hans, Charles
Koppelman, er einn eigenda
SBK-útgáfufyrirtækisins sem
er eitt hið stærsta á sínu
sviði í heiminum. Strákurinn
hvatti föður sinn til að koma
með sér á tónleika með
Tracy. Karl lét undan og fór
með syninum til þess að
hlusta á stelpuna. Og hann
varð það hrifinn af Tracy að
hann bauð henni plötusamn-
ing eftir að hún útskrifaðist
úr Tufts-háskóla árið 1986.
Þessi skyndilega uppsveifla
á ferlinum kom Tracy sjálfri
mjög á óvart. „í rauninni datt
mér ekki í hug að ég fengi
nokkurn tímann samning hjá
stóru plötufyrirtæki. Alveg
frá því ég var srriástelpa var
ég nokkurn veginn viss um
að hljómplötufyrirtækjum
fyndist tónlist mín ekki mark-
aðshæf, ég meina, ég var að
syngja um byltingu þegar
diskóið tröllreið öllu. Mér
fannst bara ekki vera pláss
fyrir tónlist mína.“
En velgengni Tracy Chap-
man er staðreynd og 24 ára
gömul hefur hún sungið sig
inn í hjörtu milljóna manna
um allan heim. Breiðskífan
hennar er þessar vikurnar
meðal þeirratíu söluhæstu
bæði í Bretlandi og Banda-
ríkjunum og er það dágóður
árangur á tveimur árum.
Tónlist hennar á líka fullt
erindi við okkur, vekur til um-
hugsunar um samfélag okkar
mannanna eins og það er i
dag, gæti jafnvel haft þau
áhrif að svör við ýmsum
spurningum fyndust djúpt í
hugartetrinu.
Tónlistarmenn eins og
Tracy Chapman eru þjóðfé-
lagslega nauðsynlegir en
hvað skyldi hún sjálf segja
um velgengni plötunnar? „Ég
vona að fólk hlusti á plötuna
vegna þess að á henni finni
það eitthvað sem er því mikil-
vægt og ég hef það líka á til-
finningunni að fólk hlusti á
hana vegna þess að því
finnst tónlistin góð.“ Svo
mörg voru þau orð frá Tracy
Chapman, einni virtustu
alþýðusöngkonu samtímans.
(Mjög frjálsiega þýtt úr
Rolling StoneJ
GHA