Alþýðublaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 1
MPYIIUBLfJID , - —__ __ _. STOFNAÐ_ L^_ .^ 1919 Laugardagur 6. maí 1989 *— ! 64.tbl. 70. árg. TÍU ÁR i —,—-------^ i I fí J-TA/TJ? nn rílrifi’ Nemendur, kennarar og foreldrar efndu til útifundar viö arins þrátt fyrir úrhellisrigningu og leiðinlegt veður. Von- £jJ~llVlI\ (Jp, / llxlU. Höfða í gaer, þar sem krafist var þess að rikið og BHMR andi ekki táknrænt fyrir tiðarfarið i sumsr. A-mynd/E.ÓI. gangi til samninga strax. Nokkur fjöldi fólks mætti til fund- Ekki rætt um gerðardóm segir Steingrímur Hermannsson forsœtisráðherra Margrét Thatcher forsæt- isráðherra Bretlands og leið- tógi íhaldsmanna lieldur upp á áratug i valdastóli þessa dagana. Ingólfur Margeirs- son ritstjóri dregur upp mynd af þessum umdeilda þjóðarleiðtoga sem hefur setið lengur en nokkur for- sætisráðherra Bretlands samfleytt í meira en liálfa aðra öld, unnið styrjöld á Falklandseyjum, gjörbreytt bresku þjóðfélagi úr aftur- haldssömum sósíalisma í straumlínuformaö nútima- veldi óheftrar frjálshyggju og einkavæðingar. En tíu ár nreð Thatcher hafa einnig tekið sinn toll; verkalýðsfélögin og laun- þegahreyfingin er lögð í rúst með gerræðislegum vinnu- brögðum og lagasetningum Járnfrúarinnar. Og þrátt fyr- ir vinsældir Thatchers á yfir- borðinu, sýna nýjustu skoð- anakannanir að Bretar kjósa heldur að búa i þjóðfélagi sem byggir á hugmyndafræði sósíalisma en kapítalisma. Sjá bls. 4. Ríkisstarfsmenn: 10 þúsund krónur í staðgreiðslu Hinn dæmigerði ríkis- starfsmaður greiddi í fyrra að mcðaltali 10 þúsund krónur á mánuði í stað- greiðslu skatta. Ríkisstarfs- maður af karlkyni greiddi að meðaltali 15.400 krónur en ríkisstarfsmaður af kvenkyni um 5.800 krónur. Allir aðrir sem skiluðu staðgreiðslu, tæplega 176 þúsund manns, greiddu hins vegar að meðaltali um 8.700 krónur. Meðal ríkisstarfs- manna er mikill munur á staðgreiðslu eftir kyni og bandalaga á milli. Launamunur kynja er enn mikill en fer minnkandi. Konur eru um 38% allra full- vinnandi launþega, en fá til sín 27,5% heildartekna þeirra. Þetta bendir til þess að þegar mismunandi vinnu- tími er frá þá séu karlar að meðaltali með 62% hærri laun en konur. Sjá nánar um þessi mál í þingfréttum bls. 10-11. Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra sagði á þingi í gær að innan ríkis- stjórnarinnar væri ekki rætt um að setja deilu ríkis- ins og BHMR í gerðadóm. Forsætisráðherra sagði einnig i utandagskrárum- ræðu á Alþingi í gær að ríkið gæti ekki samið við BHMR á hærri nótum en aðra launþcga. „Eg vara við því að semja við einn hóp langt umfram það sem gefist hefur. Það mun lciða til kollsteypu í islcnsku efnahagslífi." Steingrímur sagði hinsvegar einnig að hann væri sammála þvi að kjör háskólamanna hefðu dregist aftur úr. Það þyrfti hinsvegar að laga á löngum tíma. Háskólamenn túlka ummælin svo að Stein- grímur eigi við lengri tíma en þau þrjú ár scm þeir hafa boöið sem samnings- tíma. Tilboð ríkisins i deilunni við BHMR sem fram kom aðfaranótt gærdagsins var algerlega óaðgengilegt að mati BHMR. Páll Hall- dórsson, formaður BHMR sagði í samtali við Alþýðu- blaðið að það hefði verið á nákvæmlega sömu nótum og önnur tilboð ríkisins. Hefði jafnvel þýtt skerð- ingu á endurmenntunar- réttindum. Ólafur Ragnar Grímsson hélt því fram í umræðunum á Alþingi að ríkið hefði verið að bjóða nýja hluti í gærnótt. Há- skólamenn skrifa ekki undir þá túlkun. Tilboð ríkisins hljóðaði upp á nokkurn veginn sömu prósentu-hækkanir og í samningunum sem náðust við Félag háskóla- kennara nýverið. Alls var tilboðið metið um 11% á samningstímanum. Samn- ingstíminn átti að vera til 1. júlí á næsta ári. Síðasta hækkunin átti að vera í janúar og prófaldursmörk- um átti að breyta en sú breyting átti að taka gildi 1. júlí 1990. Háskólamenn túlka þetta þannig að sum- ir félagar í BHMR verði þar með á strípuðum BSRB samningi fram til loka samningstíma, þegar tekið er tillit til námsmats og annars. Samningur sem aðrir hafa aðeins fram á haust og til áramóta. Námsmati átti skv. tilboði ríkisins að ljúka 1. apríl 1990 og taki gildi 1. rnai 1990. Þá átti að vera heim- ilt að hækka helming fé- lagsmanna i BHMR um einn launaflokk. Þessi samningur er að mati BHMR lægri en þeim var boðið áður en þeir fóru í verkfall og því höfnuðu þeir tilboði ríkisins sent samningsgrundvelli. Þegar Alþýðublaðið náði tali af Páli Halldórs- syni í Karphúsinu undir kvöldmatinn í gær varðist hann allra frétta af gagntil- boði BHMR. Sagði aðeins að þeir stæðu fast við sína kröfugerð. Ekki var að heyra á Páli að neitt hefði hreyfst. Hann sagði ekki ljóst hvort setið yrði stíft við um helgina, það færi eftir viðbrögðum ríkisins. Orðrómur hefur verið uppi um að deilan yrði sett í gerðadóm. Páll sagði að BHMR gengi út frá því að samningsréttur yrði virtur. Samningafundi BHMR og ríkisins lauk hjá sátta- semjara um kl. 20 í gær, án mikils árangurs. Næsti fundur er boðaður í dag kl. 14. Stuðningsyfirlýsing 25 bæjarstjóra Bæjarstjórar 25 bæja samþykktu á fundi í Grindavík i gær yfirlýs- ingu þar sem fagnað er framkomnu frumvarpi um tekju- og verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfé- laga. „ . . . Nú sér fyrir farsælan enda á erfiðum samskiptamálum ríkis og sveitarfélaga með samþykkt frumvarpa um tekju- og verkaskipt- ingu aðila á þessu þingi,“ segir í yfirlýsingunni. Öll nefndarálit eru komin fram í félags- málanefnd neðri deildar Alþingis, að sögn Jóns Sæmundar Sigurjóns- sonar formanns nefnd- arinnar. I samtali við blaðið í gær sagðist hann vonast til að málið yrði tekið á dagskrá í deildinni í dag. Málamiðlun um skamm- dræg vopn Vaxandi likur eru á að samkomulag takist um skammdræg kjarnavopn í Evrópu fyrir leiðtogafund NATO í lok mánaðarins, en Þjóðverjar hafa lagt þunga áherslu á að þegar verði tekin ákvörðun um að endurnýja ekki slík vopn. Sjá nánar viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra á bls 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.