Alþýðublaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 6. maí 1989 Þingmenn og ráðherra i heimsókn á Ísafirði Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra og þingmenn Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördœmi, þeir Karvel Pálmason og Sighvatur Björgvinsson, sóttu Isfirð- inga heim fimmtudaginn 27. apríl. Fyrirtæki voru heimsótt og haldinn fundur með alþýðuflokksfólki í húsakynnum Verka/ýðsfélagsins Baldurs, á gömlu sýsluskrifstof- unni. Þess má geta að þetta ágœta hús reisti Björgvin Bjarnason útgerðarmarður, bróðir Matthíasar þingmanns og einn af andstœðingum Alþýðuflokksins á ísafirði. Hörður Kristjánsson tók myndirnar. Á fundinum i húsi Baldurs fóru fram hreinskiptar umræður um stöðu Alþýðuflokksins, stefnu og störf ráðherr- anna og þingflokksins. Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaöarráöherra, Þorgils Árnason, Sighvatur Björgvinsson, Pétur Sigurðsson, formaður Baldurs og forseti ASV, og Helgi Hauksson, kennari á Núpi. Karvel Pálmsson fyrir miðju í hópi alþýöuflokksfólks á fundinum i húsa- kynnum Verkalýðsfélagsins Baldurs. Reg/ugerðarbreyíing Jóns He/gasonar: Útgjalda- sprengja án lagastoðar Rikisendurskoðun liefur sent frá sér skýrslu þar sem ineðal annars kemur fram að rej>luí>erðarbreyting Jóns Helgasonar á frainkvæmd bú- vörulagunna frá 1985 hafi ekki átt sér iagastoð. Þessar breytingar Jóns leiddu (il þess að útlilutaður var fullvirðisrétlur til framleiðendu, sem ekki rúmast innan þeirra verð- ábyrgða sem lögin gera ráð fyrir að ríkið taki á sig vegna búvörusamn- ingsins við Stéttarsamband bænda. Ríkisendurskoðun telur að á grundvelli þessara reglugerða, ásamt sérstökum ákvörðunum landbúnaðarráðuneytisins og út- hlutunum Framleiðsluráðs Iand- búnaðarins, búnaðarsambanda og vegna eldri riðusamninga hafi verið úthlutað fullvirðisrétti til bænda sem að magni til gæti numið sam- tals um 2.800-2.900 tonnum kinda- kjöts á öllum samningstímanum. Mikilvægt aðfinnsluatriði Ríkis- endurskoðunar i þessu sambandi er valdaafsal Alþingis. Ríkisendur- skoðun telur að með búvörulögun- um hafi landbúnaðarráðherra verið látið eftir í óvenju ríkum mæli vald til að kveða á um það með reglu- gerðum hvernig sjálfri framleiðslu- stjórnun búvöruframleiðslunnar verði háttað. Bent er á, að áætianir búvörusamningsins um sölu sauð- fjárafurða innanlands hafi brugð- ist, sala síðustu þriggja ára hafi orðið 2.500 tonnum minni en gert var ráð fyrir. Þá telur Ríkisendurskoðun að búvörusamningarnir 1986 og 1987 hafi skert möguleika Framleiðni- sjóðs til að gegna hlutverki sínu og að allt of stór hluti af ráðstöfunarfé sjóðsins hafi farið tii viðhalds hefð- bundinna greina. 1. júní leggjast dráttarvextir á lán með byggingarvísitölu. Greiðsluseðlar fýrir 1. maí hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins. Sparaðu þér óþarfa útgjöld af dráttarvöxtum. C&i HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Li SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900 Þl T - reksturinn á þínu heimili Þegar kemur að afborgunum lána er það í þínum höndum að borga á réttum tíma. mai var gjalddagi husnæðíslána. Þar með sparar þú óþarfa útgjöld vegna dráttarvaxta, svo ekkí sé minnst á innheimtukostnað. 16. maí leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravísítölu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.