Alþýðublaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 5
5 Laugardagur 6. maí 1989 Löggjafanum beitt______________ miskunnarlaust_________________ í heild má segja að ástandið í launþegahreyfingunni bresku sé bágborið. Á undanförnum tíu ár- um hefur skrásettum félögum í launþegasamtökum fækkað úr 12 milljónum í 9 milljónir. í lok síð- asta áratugar var helmingur allra breskra verkamanna félagar i verkalýðsfélögum. í dag er aðeins um 40 % verkamanna skráðir fé- lagar í launþegahreyfingunni. Talan er mun hærri á Norðurlöndum eða um 85%. Margrét Thatcher og ríkisstjórn íhaldsmanna hefur rekið flótta launþegahreyfingarinnar. Með að- stoð löggjafavaldsins hefur verka- lýðshreyfingin á Bretlandi torveldað mjög starf og skipulagn- ingu verkalýðsfélaga og heildar- samtaka launþega. Dæmi: • Launþegahreyfingunni hefur ver- ið bönnuð þátttaka í flestöllum opinberum samtökum, eins og seta í Efnahagsráðinu. • Kosningareglum innan verka- lýðsfélaga hefur verið breytt með nýrri löggjöf, þannig að kosning- ar mega ekki fara fram á vinnu- stöðum heldur eru atkvæðaseðlar sendir heim til hvers og eins. Þannig er komið í veg fyrir heildarsamstöðu og fé- lagarnir einangraðir í afstöðu sinni. • Verkalýðsfélögum hefur verið bannað að beita sér gegn verk- fallsbrjótum. • Trúnaðarmenn fá ekki lengur greitt fyrir störf sín sem þýðir að mánaðartekjur þeirra minnka mikið í hvert skipti sem þeir sinna trúnaðarstörfum. Æ færri veljast til trúnaðarstarfa af þessum or- sökum og verja mun minni tíma til trúnaðarstarfa í þágu laun- þega en áður. • Sífellt meiri hömlur lagðar á störf launþegahreyfingarinnar með löggjöf. Þetta hefur gengið svo langt, að Iðnaðarráðið breska kvartaði undan sífellt nýjum lög- um: „Við viljum ekki eyðileggja gjörsamlega viðræðugrundvöll framtíðarinnar við launþega- hreyfinguna,“ sagði i tilkynningu frá ráðinu. Sifellt meiri einkavæding Thatcher kippir sér ekki mikið upp við slíkar kvartanir. Henni hef- ur tekist það sem öllum íhaldsleið- togum hefur dreymt um: Að gefa breskum atvinnurekendum frjálsar hendur og útrýmt ólöglegum verk- föllum, og komið launþegahreyf- ingunni á kné. Frá janúar til október 1979 voru skráðir 30 milljón ónýtir vinnudag- ar vegna verkfalla. Sex árum síðar sýndi sama tímabil aðeins 6 milljón ónýtra vinnudaga. Þannig getur Thatcher sýnt gífurlega aukningu í framleiðslu, betri aðstæður fyrir at- vinnulífið og þá sérstaklega at- vinnurekendur, meiri útflutning, sterkara efnahagslíf og stöðugra pund. En Thatcher hefur gert meir til að styrkja stöðu einstaklingshyggj- unnar. Þegar Járnfrúin tók við völdum, áttu 7 prósent Breta hluta- bréf. í dag eiga 22 prósent Breta hlutabréf. Áður en Thatcher fer frá völdum er talið að einkavæðingin verði mest í heiminum í Stóra-Bret- landi og Bandaríkin lendi í öðru sæti. Um ein milljón launþega hafa færst til á valdatíma Thatchers: Frá opinbera geiranum í einkageirann. Og einkavæðingin virðist engan enda taka; heilbrigðisþjónusta, vatnsveita, rafmagnsveita, lestarfé- lög og fangelsi. Ailt er boðið út. Þegar Thatcher tók við völdum, greiddu breskir milljónamæringar allt að 83 % í skatt. í dag greiðir enginn meira en 60 % í skatt. Nýraunsæismenn Þessi þróun hefur orðið til þess að ný kynslóð leiðtoga innan bresku launþegahreyfingarinnar eru tekin að hugsa öðruvísi en sú gamla. Nýraunsæismennirnir eins og yngri kynslóð verkalýðshreyfingar- innar er stundum kölluð, huga meira að samningum við atvinnu- rekendur sem taka mið af raunsæi og hag beggja aðila. Verkalýðs- hreyfingin á Norðurlöndum er liöfð til fyrirmyndar. Nýraunsæismenn vilja hætta allri hugsun um ólögleg verkföll, viðurkenna öra tækniþró- un og breytt viðhorf, vilja snúa baki við hefðbundnum verkamanna- störfum og stuðla að aukinni tæknivæðingu og endurmenntun og telja hörð átök óþörf. Þessar skoðanir ryðja sér æ meira rúms. En á sama tíma harðnar andstað- an gegn nýrri og mýkri hugsun í launþegahreyfingunni. Gamla, harða línan er talin af mörgum eina leiðin til að brjóta járnveldi Thatchers á bak aftur. Þess vegna hefur Magrét Járnfrú ekki aðeins beygt launþegahreyfinguna, heldur sennilega tvístrað henni einnig í innri átökum. En þrátt fyrir tíu ára valdaferil Thatchers, vilja Bretar heldur „sósíalistískt þjóðfélag" (49%) en „kapítalistískt" (45%). Það sýnir skoðanakönnun sem tekin var í til- efni áratugarins með Thatcher. Þótt Thatcher standi sterkt á þingi, hefur hún aldrei fengið nerna 30% af fylgi breskra kjósenda. Verkamannaflokkurinn þarf því ekki að gefa upp vonina um að ná völdum að nýju. INGÓLFUR MARGEIRSSON Nýtt verkalýðssamband stofnað: 1500 félagsmenn Fjögur aöildarfélög ASÍ lial'a stofnaó með sér sam- band undir lieitinu Þjón- ustusamband Islands. Félög- in fjögur eru F'élag starfs- fólks í veitingahúsum, F'élag framleiðslumanna, Félag ís- lenskra kjötiðnaðarmanna og Felag hárgrciöslu- og hár- skerasveina. Stofnun sam- bandsins fór formlega fram 1. inaí og er l'orseti Sigurður Guðmundsson frá F’élagi starfsfólks í veitingahúsum. Samband þetta hefurverið til umræðu meðal l'éiaga launafólks í þjónustugrein- um um langan tima en 1987 komst skriður á málið. Eftir síðasta ASÍ þing fór raun- veruleg vinna af stað sem lauk með formlegum stofn- fundi sambandsins. Þjón- ustusambandið telur sig vera fulltrúa fyrir 1500 manns innan þeirra fjögurra félaga sem þegar eiga beina aðild að sambandinu. Mörg fleiri fé- lög hafa tekið þátt í umræð- unni um sambandið á ýms- um stigum og vonast er til að þau gangi til liðs við það þeg- ar fram líða tímar. ALÞJÓDLEG MATVÆLASÝNING í Laugardalshöll 5. — 12. maí. IAIþjóölega matvælasýningin lcefood ’89 er hafin. Sýningin stendur yfir til 12. maí n.k. Hér er á ferðinni átta daga fjölskylduveisla þar sem bryddað veröur m.a. upp á skemmtilegu kynningarefni, bragöbætt meö Ijúffengum mat og drykk frá fjölmörgum innlendum og erlendum fyrirtækjum. Á sýningunni kennir ýmsra grasa. Meöal annars sér Klúbbur matreiðslumeistara um sýnikennslu I sérstöku sviðseldhúsi alla sýningardaganafró kl. 18.30 til 21.30 (1/2 klst. í senn). Þar verða daglega uppákomur og m.a. koma þar fram tveir heimsþekktir matreiðslumeistarar, þeir Roland Czekelius og Bent Stiansen. Einnig bregða ýmis þekkt andlit úr fslensku þjóðfélagi á sig betri svuntuna og kenna iandanum t.d. að sjóöa velling á nýstárlegan máta. Á hverjum degi verður dreginn út veglegur vinningur sem er kvöldveröur Írrirtvo á góðu hóteli eöa veitingastaö fyrir upphæð allt að kr. 6.000,-. lok sýningar veröur dregið úr öllum seldum aðgöngumiðum og er f verðlaun stórkostleg sælkeraferð til Parísar fyrir tvo. [ tengslum við sýninguna verða eftirfarandi hótel og veitingastaöir með sérstaka sjávarréttahátfö sem nefnist "lceland seafood festival'. Þau eru: Hótel Holt, Hótel Saga, Café Ópera, Livingstone Mávur, Gaukur á Stöng, Arnarhól! og Vetrarbrautin. Þess skal getið að Flugleiðir bjóða sérstakan afslátt á innanlandsflugi fyrir sýningargesti utan af landi (aðgöngumiði innifalinn). Nánari upplýsingar fást hjá ferðaskrifstofunum, söluskrifstofum og umboðs- mönnum Flugleiða um land allt. Sýningin er opin almenningi sem hér segir: Föstudaginn 5. maí frá kl. 18.00 - 22.00. Laugardaginn 6. maf og sunnudaginn 7. maf frá kl. 14.00 - 22.00. Frá og með mánudeginum 8. maf til föstudagsins 12. maí verður sýningin opin almenningi frá kl. 18.00 - 22.00. „Et, drékk ok ver glaðr!“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.