Alþýðublaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 6. maí 1989 11 milljarða kr. fjárvöntun Afkoman í sjávarútvegi Tveggja Eigið féfyrirtœkja í botnfiskveiðum og vinnslu rýrnaði mikið í fyrra og vœntanlega um nœr milljarð í ár, að því að talið var fyrir kjara- samninga, sem breytt hafa rekstrarskilyrðunum. Búast má við því að halli botn- fiskveiða og -vinnslu verði um 900 milljónir króna á þessu ári og að eigin fé fyrirtækjanna rýrni að sama skapi, við óbreytt rekstrar- skilyrði. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Kristins Péturssonar um eiginfjár- rýrnun og greiðsluhalla fyrirtækja i sjávarútvegi. Þessi tala kann þegar að vera orðin verulega úrelt með ný- gerðum kjarasamningum og sér- stökum ráðstöfunum ríkisstjórnar- innar þar að lútandi. Þjóðhagsstofnun hefur gert rekstraráætlun fyrir botnfiskveiðar og -vinnslu fyrir árið 1988 og er hallinn um 1,1 milljarður króna á verðlagi í lok þess árs. Eigið fé hefur þvi rýrnað á þennan mælikvatða sem þessu nemur. Þó er ákaflega erfitt að meta eiginfjárrýrnun milli ára og mismunandi aðferðir eru notaðar í því skyni. , a. Þjóðhagsstofnun hefur áætlað að eigið fé hafi rýrnað í botnfisk- veiðum og - vinnslu um 1,1 rnillj- arð kr. á árinu 1988. b. Þjóðhagsstofnun hefur einnig áætlað týrnun á eigið fé sam- kvæint reikningsskilavenjum endurskoðenda og samkvæmt því hefur eigið fé i botnfiskveið- um og -vinnslu rýrnað um 3,9 milljarða króna. c. Seðlabankinn hefur metið eigin- fjárbreytingu í sjávarútvegi í heild á árinu 1988. Samkvæmt endurskoðuðu mati bankans frá 19. apríl hefur eigið fé rýrnað um 5,7 milljarða kr. ef miðað er við hækkun byggingavísitölu frá ársbyrjun til ársloka. í þessu mati hefur Seðlabankinn miðað við þjóðarauðsmat á fiskiskipa- flotanum, ef hins vegar er miðað við vátryggingarmat fiskiskipa- flotans nemur rýrnuninó.l millj- arði króna. Miðað við rekstrarskilyrði og verðlag nú í apríl er halli botnfisk- veiða og -vinnslu áætlaður miðað við heilt ár um 900 milljónir kr. og má því reikna með að eigið fé rýrni á árinu 1989 að sama skapi miðað við óbreytt rekstrarskilyrði. Afar erfitt er að henda nákvæm- ar reiður á greiðsluhalla fyrirtækja í sjávarútvegi miðað við rekstrarskil- yrði um þessar mundir út frá þeim gögnum sem Þjóðhagsstofnun hef- ur undir höndum. En samkvæmt lauslegri áætlun má reikna með fjárvöntun eða greiðsluhalla sem nemur um 8% af heildarveltu botn- fiskveiða og -vinnslu. í þessari áætlun er gert ráð fyrir að fjárfest- ingar séu fjármagnaðar að 70% með nýjum langtímalánum. Ef fjárfestingu er sleppt i þessari áætl- un verður greiðsluhallinn um 6% at' veltu sem þýðir tæplega þriggja milljarða króna fjárvöntun í botn- fiskveiðum og -vinnslu við rekstrar- skilyrði í apríl 1989. Til þess að geta staðið í skilum hjá fyrirtækjum í botnfiskveiðum og -vinnslu þyrfti hagnaðurinn að aukast um 6% að meðaltali í grein- inni og er þá gert ráð fyrir að áætl- uð fjárfesting sé fjármögnuð að öllu leyti með nýjum langtímalán- um. Þetta þýðir að breyta þyrfti 2-3% hallarekstri í 3-4% hagnað miðað við veltu í umræddri sjávar- útvegsgrein. aVELJUM ISLENSKT! IVELJUM ISLENSKT! FÉLAG ÍSLENSKRA IÐNREKENDA ÞVOTTEKTA GÆÐI FRÁ AEG I heimilistækjunum frá AEG fara saman afköst, ending og gæði. Þvottavélarnar frá AEG bera þvi glöggt vitni. Vestur-þýsk gæði á þessu verði, engin spurning! AEG heimilistæki - því þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin! Lavamat 981 Tekur 5 kg af þvotti Allt að 1200 snúninga vinduhraði pr. mín. Hægt að stjórna vinduhraða 1200/850 Variomatic vinding sem tryggir jafna vindingu Sérstakt ullarþvottakerfi Sparnaðarrofi fyrir 2,5 kg eða minna Stutt kerfi (35-45 mín.) fyrir lítið óhreinan þvott Stiglaust hitaval Belgur og tromla úr ryðfríu stáli ÖKÖ kerfi sparar 20% þvottaefni Þessi þvottavél hefur alla þá eiginleika sem fto þvottavél Atítt OKO_.IAVAMAT W» l AFKÖST ENDING GÆÐI arf að hafa. Umboðsmenn um land allt. Verðs Kr. 37.905,- stgr. BRÆÐURNIR DJ ORMSSON HF Lágmúla 9, sími: 38820

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.