Alþýðublaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 6. maí 1989
Tíu ár með Thatcher
Leiðtogi Breska íhaldsfiokksins, Margrét
Thatcher hefur verið við vöid í tíu ár. t>að er ein-
stakt pólitískt afrek i breskri stjórnmálasögu. En
tíu ár með Thatcher er einnig umdeildur tími og
vissulega er breskt þjóðfélag ekki það sama eftir
valdasetu „Járnfrúarinnar“
Thatcher hefur á tiu árum náð því markmiði sínu
að leggja breska verkalýðs- og launþegahreyf-
ingu nær í rúst.
Frá því að Thatcher flutti inn í
forsætisráðherrabústaðinn að
Downing Street 10 í Lundúnum,
hefur hún unnið tvennar þingkosn-
ingar. Thatcher hefur setið lengst
að völdum síðan Lord Liverpool lét
af völdumárið 1827. Ogþaðereng-
inn arftaki hennar í sjónmáli.
Hvorki sem forsætisráðherra eða
sem leiðtogi íhaldsmanna.
Sjúklingur Evrópu fær__________
raflost
Þegar Thatcher komst til valda
el'tir einstakan kosningasigur þ. 3.
maí 1979, logaði Bretland í sífelld-
um, ólöglegum verkföllum og lang-
varandi vinnudeilum. Þetta ástand
hafði staðið Iengi, og var orðið allt
að þvi eðlilegur þáttur i bresku
þjóðlífi. Kosningasigur Thatchers
byggðist ekki sísl á þeirri óánægju
sem deilurnar á vinnumarkaðnum
höfðu valdið. A þessum árum var
Bretland oft nefnt „Sjúklingur Evr-
ópu“, og segir það allt um atvinnu-
ástandið i landinu. Verkalýðslélög-
in voru sterk, og þrátt fyrir halla-
rekstur margra fyrirtækja, náðu
launþegar yfirleitt hagstæðum
samningum. Stéttar félögin voru
líkt og frumskógur og ekki var
óvanalegt að atvinnurekandi þyrfti
að standa i samningum við 30-40
verkalýðsfélög uns hjól fyrirtækis-
ins tóku að snúast á nýjan leik eftir
verkföll.
Verkamannaflokkurinn breski
og launþegahreyfingin í landinu var
á eftir timanum. Forystumenn
verkalýðsfélaga voru á móti tækni-
nýjungum og grófu æ meira undan
sér og félögum sínum með íhalds-
samri afstöðu til atvinnuþróunar.
Segja má að þessi neikvæðni til þró-
unar i framleiðslu hafi steypt
breskri verkalýðshreyfingu í gröf-
ina, bæði faglega og stjórn-
málalega.
Tíminn var kominn fyrir stjórn-
málamann cins og Margréti
Thatcher. Hún var harðákveðin í að
veita „sjúklingi Evrópu" meðferð
— með raflosti.
Námuverkfallið
Thatcher var vart sesi í forsætis-
ráðherrastólinn fyrr en fyrsti
áreksturinn varð. Ríkisstjórnin
ákvað að loka nokkrum stórum
kolanámum sem reknar höfðu ver-
ið með miklum halla. Námuverka-
menn fóru í verkfall i mótmæla-
skyni og hið mikla námuverkfall
var hafið. Verkfallið stóð í 12 mán-
uði og um 100 þúsund verkamenn
lögðu niður vinnu í þann tíma. Það
kom til geysilegra átaka og breskt
þjóðfélag skall' og hristist. En
Thatcher sat óhreyfð. Loks, ári eftir
að verkfallið hófst, urðu námu-
verkamenn og foringi þeirra Arthur
Scargill, að gefast upp. Verkamenn
höfðu tapað stríðinu. Námunum
var lokað. Námubæirnir eru likt og
draugabæir í dag. Árið 1984 þegar
verkafallið hófst, voru um 184 þús-
und námuverkamenn i Bretlandi. í
dag eru þeir um 120 þúsund.
Þetta var fyrsti en veigamesti
ósigur bresku launþegahreyfingar-
innar í baráttunni við íhaldskonuna
Margréti Thatcher. í fyrsta skipti
frá stríðsiokum hafði bresk Iaun-
þegahreyfing verið brotin á bak aft-
ur. En þetta var bara byrjunin í
atlögu Thatchers gegn breskum
verkalýð.
Tíu ára íhaldsstjórn undir for-
ystu Járnfrúarinnar hefur verið eitt
samfellt ál'all fyrir breska launþega-
hreyfingu.
Örar breytingar________________
Breski þingmaðurinn Anthony
Wcdgeswood Benn sem telst til rót-
tækari arms Verkamannaflokkks-
ins komst svo að orði fyrr í vikunni
í viðtali við danskt dagblað: „And-
staða Thatchers við Iaunþegahreyf-
inguna hefur sprengt breska
verkaiýðshréyfingu 100 ár aftur í
tímann. Ég held því fram, að Sam-
staða i Póllandi hafi meira frelsi en
bresk verkalýðsfélög."
Ekki taka allir jafn djúpt í árinni
og Benn þingmaður. Margir vilja
kenna verkalýðshreyfingunni
sjálfri um veika stöðu hennar.
Ihaldssemi verkalýðsfélaga gegn
tækniþróuninni er nefnd sem
ástæða, en einnig að hin hraða
tækniþróun og uppbygging fyrir-
tækja á Thatcher-tímabilinu hefur
gjörbreytt breskum iðnaði. Hel'ð-
bundnar iðngreinar eru á undan-
haldi. Námur, skipa- og stálsmíða-
stöðvar eru lagðar niður en í stað
þess reistar verksmiðjur og fram-
leiðslufyrirtæki sem byggja á há-
tækni. Þessar breytingar hafa m.a.
valdið því að stór hluti vinnuaflans
vinnur í hlutavinnu og tilheyrir ekki
hefðbundnum verkalýðsfélögunt.
Margrét Thatcher forsætisráðherra hefur verið viö völd í Bretlandi í áratug og ætlar sér að sitja í Downing
stræti 10 í önnur tiu ár — alla vega samkvæmt teiknaranum Peter Brokks hjá The Times.
Tvær stjórnarkreppur
Wtsrgrét Thatcher hefur tvisvar sinnum lent i stjórnar-
Krcppu. Sú fyrri var 1982 þegar hún ákvað að leggja til atlögu
við Argentínumenn < stríðinu um Falklandseyjar. Hún vann
það stríð og varð steirxari en nokkru sinni.
Siðari kreppan skall á 1986 þegar hið svonefnda West-
land-hneyksli hafði nær steypt Thatcher úr valdastóli. En
sennilega bjargaði formaður Verkamannaflokksins Járn-
frúnni. Með þvi að koma illa undirbúinn til þingumræðu um
hneykslið!
Margrét Thatcher er talin sterk-
ari en nokkru sinni. Vinsældir
Járnfrúarinnar byggjast ekki síst á
ákveðni hennar og þori að fram-
kvæma og stjórna; þannig er sigur-
inn í Falklandseyjastríðinu mikill
persónulegur, pólitískur sigur
Thatchers, sala á ríkisfyrirtækjunt
og barátta gegn verkföllum og upp-
lausn talin hafa aukið á vinsældir
hennar. Járnfrúin tók reyndar
mikla áhættu í Falklandseyjastríð-
inu 1982, en hún sigraði og styrktist
svo mjög að það hafði hérumbil
orðið henni að falli. Fjórum árum
síðar eða I986,lenti hún í alvarleg-
ustu kreppu sinni á valdatímanum,
þegar svonefnt Westland-mál skaut
upp kollinum.
Afsagnir ráðherra
Westland-inálið fjallaði um
þyrluverksmiðjurnar bresku West-
land og hverjir skyldu fá keypt 30
°7o af hlutabréfum verksmiðjunnar,
bandarísku þyrluframleiðendurnir
Sikorsky eða víðtæk, evrópsk fyrir-
tækjasamsteypa. Síðar meir þróað-
ist málið í pólitíska spillingu og
nieinta valdniðslu forsætisráð-
herra. Varnarmálaráðherrann Mi-
chael Haseltine sem barðist fyrir
því að evrópska samsteypan fengi
hlutabréfin, varð að segja af sér.
Það þurfti reyndar Leon Bitten
einnig en hann var viðskipta- og
iðnaðarráðherra Bretlands og
studdi líkt og Thatcher að Sikor-
sky-verksmiðjurnar fengju hluta-
bréfin.
Bitten sem nú er i EB-sendinefnd
Breta, tjáði sig á þann veg nýlega í
sjónvarpsviðtali, að margir þykja
sem gantall grunur sé styrktur, að
Bitten hafi framkvæmt skipanair
Thatchers allan tímann.
Kinnock bjargaði Thatcher
Grunurinn byggist á því, að
Thatcher hafi snúið á ríkisstjórn-
ina, neitað umræðum um málið,
breytt stjórnarplöggum, reynt að
stansa BBC-þátt um málið, logið í
Breska þinginu, gert tilraunir til að
þvinga breska iðnjöfra á sitt band
og síðast en ekki síst lekið leynileg-
um trúnaðarskjölum til breskra
fjölmiðla til að korna höggi á varn-
armálaráðherra sinn Haseltine sem
ekki var henni sammála um lausn
málsins.
Það sem sennilega bjargaði
Thatcher frá falli, var að Ieiðtogi
stjórnarandstöðunnar, Neil
Kinnock, formaður Verkamanna-
flokksins, var svo illa undirbúinn
þegar málið var tekið til umræðu í
Breska þinginu, að hann náði aldrei
neinum skotum á Járnfrúna, og
hún slapp í gegnum þingunt-
ræðuna.
Víðtæk rannsókn var látin fara
fram urn málið og endaði með því
að Bitten viðskipta- og iðnaðarráð-
herra sagði af sér. En Thatcher er
ekki endanlega Iaus við West-
land-málið. En sennilega kemur
ekki allur sannleikurinn fram fyrr
en árið 2029 þegar birting allra
gagna kringum Westland-hneykslið
verður leyfð.
Ef Thatcher verður enn forsætis-
ráðherra, gæti hún þurft að segja af
sér!
■