Alþýðublaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 6. maí 1989 ÚTTEKT EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Matur er flókið fyrirbrigði. Fátt er flóknara í hinu daglega lífi en maturinn og öll hans aukaefni, nær- ingarefni, fituefni, kolvetni, sýrur, fjölmettaðar eða ómettaðar, hitaeiningarnar sem stundum heita kal- oríur, næringargildi pr. 100 grömm o.s.frv. Líklegt er að nútímamaðurinn skilji minnst í þessu öllu — þrátt fyrir að ekkert sé honum kannski jafn mikil- vægt og að velja sér rétta fæðu. Rétt fæða skiptir öllu — eða allt að því. Svo er Iíka alltaf verið að breyta öllu og hver rann- sóknin rekur aðra. Einn daginn er kjötið ómissandi, þann næsta er það hálfgert eitur, menn borða of mikið af einu en of Iítið af öðru þangað til einhver finnur út að sennilega stafar einhver sjúkdómur af hinu gagnstæða og almenningur hendist eins og skopparakringla milii vísindamanna sem skrifa í blöðin og segja til um eitt og annað. Nú er meira segja búið að draga stórlega í efa að íslenskt lýsi sé gott. Lýsið sem lét mann lifa af hörðustu kvefpestar og gerði að verkum að hægt var að fara trefillaus i skólann rétt áður en voraði. Allt sem er gott er líka hættulegt. Hálft mannkyn- ið gengur um með nagandi samviskubit heilu dag- ana vegna þess að það var svo mikil freisting að fá sér súkkulaði — með sykri, rjóma, kakómassa, hnetum og hvað það allt er. Vissulega, eftir á að hyggja, hefði gulrót verið æskilegri. Er bara ein- hvern veginn svo pínlegt að setjast fyrir framan im- bann eða keyra sunnudagsrúntinn og naga gulrót þegar ís með súkkulaðidýfu og ótal bragðtegundum og allskonar utanáliggjandi sykurkúlum er sam- kvæmt handritinu. Hverju svalar líka gulrót. S- Neysluvenjur Islendinga stórt hlutvefk og talið að svipaðar fisktegundir hafi verið veiddar þá og nú. Hetjutimabilinu lýkur Harðfiskurinn tekur við________ Á árunum frá 1500-1800 hefur neysla íslendinga breyst mjög frá því er áður var. Greinileg merki fá- tæktar í mat eru áberandi og á þessu tímabili eru íslendingar held- ur ekki þær hetjur sem þeir teljast hafa verið á þjóðveldisöldinni. Tal- ið er að svín séu ekki Iengur til í landinu þegar þarna er komið sögu. Né heldur heimagæsir eða hænsni og um miðja 18du öld voru þau að- eins til í Öræfasveit. Salt var ekki til og geymsla matvæla erfið. Mjög hafði dregið úr mjólkur og kjöt- framleiðslu en harðfiskur orðinn aðalfæða landsmanna. Anna Guðmundsdóttir segir frá fæði skólapilta á Hólum, í Skál- holti og síðar á Bessastöðum, en um það eru varðveittar heimildir og kemur þar fram að lítt er það spennandi fæða. Þar hefur verið borðaður mikill harðfiskur, smjör, kjöt, kjötsúpa og baunir einnig hafa verið á borðum mjölgrautur, skyr, saltfiskur og súrsaðir sund- magar, sömuleiðis bjúgu. Til Þau atriði sent stefnt skal að, samkvæmt tiliögunni, eru m.a. eft- irfarandi: — Að innlend matvælafram- leiðsia faili að settum manneldis- markmiðum. Sérstaka áherslu skal leggja á að draga úr sykur- og fitu- innihaldi matvara. — Að tekið sé mið af settum manneldismarkmidum við ákvörð- un tolla og skatta og hvers konar annarra opinberra aðgerða sem hafa áhrif á verðlag matvæla, svo sem við ákvörðun niðurgreiðsina. — Að auka fræðslu í matreiðslu og almennt um manneldis- og neyslumál í skólum. — Að 'skólanemendur eigi þess kost að borða i skólum. — Að áhersla sé lögð á almenna fræðslu og kynningu um tengsl mataræðis og heilsu. — Að áhersla sé lögð á almenna fræðslu um tengsl heilsufars og lík- amlegrar hreyfingar. — Að heilbrigðisráðherra láti gera árið 1990 úttekt á fæðuvenjum þjóðarinnar. — Að efldar verði rannsóknir á sviði næringar og heilsu svo og inn- lendar matvælarannsóknir. — Að endurskoðuð sé stefna í manneldis- og neyslumálum með hliðsjón af nýrri þekkingu á hverj- um tíma, ekki sjaldnar en einu sinni á hverjum áratug. Meginmarkmið við framkvæmd þessara aðgerða eru sem hér segir: • Heildarneysla orkuefna miðist við að viðhaída eðlilegri líkams- þyngd. • Kolvetnaneysla aukist, einkum úr grófu korni, kartöflum, græn- meti og ávöxtum, en sykurneysla minnki. • Heildarfituneysla minnki og að fitan verði mýkri. • Hvíta (prótein) verði áfram ríf- leg í fæði Islendinga. Fram hefurkomið í könnunumað íslendingar neytaof mikillar fitu.of mikils mikið rusl i matinn. Kjötmetið er of feitt. Stefnt er að breyttum neysluvenj- sykurs. Unglingarnir eru verst settir, enginn matur í skólunum og allt of um í manneldisstefnu sem heilbrigðisráðherra leggur fyrir Alþingi. Of mikill sykur of mikil fita ¥4 af heildarneyslu unglinga er sjoppufceði Islensk manneldis- og neyslustefna til aldamóta Fyrir Alþingi I slendinga liggur nú tillaga til þingsályktunar um manneldis- og neyslustefnu. Þar er mörkuð stefna i þessum málaflokki til aldamóta. í greinargerð með til- lögunni segir m.a. að ríkulegt fram- boð matvara tryggi alls ekki æski- lega samsetningu fæðunnar. Svo segir: „Þetta hefur komið glöggt í ljós meðal þjóða Vesturlanda, þar sem ýmiss konar sjúkdómar, er tengjast fæðuvali, aukast stöðugt þrátt fyrir ríkulegt framboð mat- væla. Því er talin ástæða fyrir stjórnvöld að fylgjast með neysl- unni og beina henni, ef ástæða er til, í heppilegri larveg með fræðslu og kynningu og beitingu stjórn- valdsaðgerða sem til þess eru falln- ar.“ • Saltneysla minnki. • D-vítamínneysla fari ekki undir ráðlagðan dagskammt af D-vita- mini. • Fæðuval verði sem fjölbreytt- ast, úr mjólkurmat, kornmat, kart- öllum, grænmeti og ávöxtum, kjöti, fiski og eggjum. Neysluvenjur islendinga í ýtarlegu riti sent fylgir þings- ályktunartillögunni, sem áður er frá greint er fjallað um neyslu og mat frá ýmsum hliðum. Tengsl fæð- unnar við sjúkdóma, tengsl fæðu við vinnu manna, en á síðari árum hefur orðið sú breyting á að fleiri vinna svokölluð kyrrsetustörf en áður. En þessar breytingar eru auð- vitað ekki svo ýkja miklar ef miðað er við breytingar á matarvenjum gegnum tíðina. Anna Guðmundsdóttir, lektor, ritar grein um neysluvenjur íslend- inga, þar sem hún greinir frá breyt- ingum á þeim í gegnum tíðina. I þeirri grein kemur fram að margt er vitað um neysluvenjur fornmann- anna — þeirra Gunnars og Grettis og Njáls. Vitað er að landnáms- menn fluttu með sér töluvert af bú- fénaði frá heimkynnum sínum og teija menn að matur hafi verið næg- ur á íslandi fyrstu aldirnar sem landið var í byggð. Auk þess kjöts sent kom af búfénu, svínum, ám, nautgripum, geitum, gæsum og hænsnum hafi mjólkurmatur verið mikilvægur, t.d. er talið að skyr og ostar hafi verið dagleg fæða á þess- um tima. Fiskurinn hefur líka leikið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.