Alþýðublaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 6. maí 1989 MÞBWBMÐIfl Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Auglýsingastjóri: Steen Johansson Dreifingastjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38 Prentun: Blaöaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. MIKILVÆGT FRUMKVÆÐI Flestum er enn í fersku minni kafbátaslysió viö Bjarnarey í fyrri mánuði þegar eldur braust út í sovéskum kjarnorkukaf- bát meö þeim afleiöingum aö báturinn sökk til botns og fjöldi skipsverja fórst. Óhugnaöurinn sem fylgdi í kjölfar þessa dapurlega atviks var fyrst og fremst tilhugsunin um þaö sem kynni aö ske, ef geislavirk efni sem kafbáturinn hef- ur aö geyma, slyppu út í sjóinn og menguðu hafiö. Um leið opnaöi kafbátaslysiö augu okkar sem í Norðurhöfum búa, fyrirþeirri geysilegu hættu sem okkurstafarsífellt af kjarna- knúnum kafbátum, búnum kjarnorkuvopnum. Sem beturfer viröast allar skýrslur benda til þess aö þetta afmarkaða atvik muni ekki draga dilk á eftir sér. En hugsunin um hættuna af völdum kafbátaslysa er enn í hugum okkar alla. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra upplýsti í ræðu sinni um skýrslu utanríkisráðherra á dögunum á Alþingi, aö sovéska kafbátaslysiö væri síðuren svo einangraö fyrirbæri. 628 slys eöahættuleg atvik hafaátt sér stað á Norðurhöfum átímabil- inu 1965 til 1986 sem tengjast kjarnavopnum bandaríska hersins. Um sovésk slys af sama toga á sama tímabili er enn óupplýst um. Spurningin er því ekki HVORT kjarnorkustór- slysiö gerist í Noröurhöfum vegna vopnabrölts stórveldanna í hafinu, heldur HVENÆR. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra hefur tekið mikilvægt og lofsvert frumkvæöi aö stööva vigbúnaðar- menguninaá höfunum. I ræðu sinni á Alþingi þ. 24. mars sl., benti utanríkisráðherra á þá staöreynd, að umtalsverður árangur í samningsbundinni afvopnun á meginlandi Evrópu geti freistaö stórveldanna til aö auka vígbúnaö á höfunum í staöinn. Síðan sagói utanríkisráðherra orðrétt: „Ég er því þeirrar skoöunar aö íslendingar eigi, í samstarfi viö nánustu bandalagsþjóöir sínar að taka sérstakt frumkvæöi í þessum rnálurn." Og síöar í ræðu sinni, sagöi utanríkisráðherra: „Sér- fróöum aðilum ber saman um að framkvæmd og eftirlit af- vopnunar á og í höfunum sé eðli málsins samkvæmt flókn- asti og vandmeðfarnasti þáttur afvopnunarviðræðna. Eng- um stendur þó nær en þeim þjóöum sem beinlínis byggja af- komu sína á lífríki hafsins, að knýja á um að slíkar samninga- viöræöurhefjist og aö þærverði vandlega undirbúnar. Þaö er m.a. tilgangurnýbirtratillagnaum endurskipulagningu utan- ríkisþjónustunnar, að fela sérstökum starfsmönnum þjón- ustunnar frumkvæði og ábyrgð á slíku undirbúningsstarfi bæði að því er varðar alþjóðasamstarf að vörnum gegn mengun hafsins sem og þessum þætti afvopnunarmála. Þaó er gert meö vísan til þeirrar yfirlýstu stefnu aö íslenska ríkiö hafi í þjónustu sinni sérfróöa aðila til aö leggja sjálfstætt mat á öryggishagsmuni þjóðarinnar út frá bæöi tæknilegum og pólitískum forsendum." Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur með þessu mikilvæga frumkvæði sínu tekið undir hugmyndir Jo- han Jörgens Holsts varnarmálaráðherra Noregs um fækkun eða bann viö kjarnorkukafbátum á höfunum, ekki aðeins með tilliti til alvarlegrar mengunarhættu, heldureinnig til að tryggja öryggi siglingaleiða milli Bandaríkjanna og Evrópu. Mikilvægt erfyrir ísland að frumkvæði utanríkisráðherra ís- lands hljóti sem víðtækastar undirtektir sem stuðla megi að heildarsamningum stórveldanna sem falla inn í afvopnunar- viðræðurnar í heild. OHNUR SJONARMIÐ SENUÞJOFURINN — Hvað er HANN að gera hér? — Hann var að sýna okkur nokkur atriði úr „Einrœðisherranum“ eftir Chaplin!‘ DAGATAL Hláturinn styttir lífið Sagt eraðhláturinnlengilífið. En hláturinn getur einnig verið hættulegur. Heimsbókmenntirnar eru yfir- fullar af sögum um fólk sem hló á vitlausum stað og þurfti að líða fyrir það, jafnvel tapa lífinu. Á miðöldum var það aðeins hirðfífl- iðsemmátti segja kímnisögur af yfirmönnum og valdamönnum. Það hlógu allir að fíflinu, því fífl- ið var hættulaust og konungnum stafaði ekki ógn af fíflinu. En um leið var fíflið eini gagn- rýnandi kóngsins. Sagan endurtekur sig. Urn dag- inn kom fjármálaráðherra á fund kennara og bauð þeim sömu kjör og Sóknarkonur. Þá var hlegið hæðnislega. Sá hlátur hefur farið mjög fyrir brjóstið á Sóknarkonum. Þær segja, að hlátur þessi sanni, að kennarar sýni litla samstöðu með launþegahreyfingunni og fyrirlíti kjör Sóknarkvenna. Þetta sé litils- virðing, hneisa og snobb. Kennararnir hafa hins vegar hlaupið til og útskýrt Iafmóðir og sveittir fyrir stéttarsystrum sínum í Sókn að þær hafi misskilið hlát- urinn. Kennararnir hafi verið að hlæja að Ólafi Ragnari en ekki Sóknarkonum. En Sóknarkonur hlæja nú bara að þeirri skýringu. Ef við heimfærum staðreyndir dagsins í dag upp á miðaldir, þá má segja að Ólafur Ragnar sé hirðfíflið sem sagði kímnisöguna, Sóknarkonur séu konungurinn, og kennararnir hirðin. Ef allt væri eðlilegt eins og á miðöldum, segði hirðfíflið brandara um kónginn og hirðin hlæi að kónginum. Eng- inn reiddist því hirðfíflið er mein- iaust fíf), en allir vita að bíandar- inn hefur undirtón og var réttur. Kóngurinn meturhins vegar stöð- ina þannig að gott sé að hleypa út gufunni í hlátri, þannig að aldrei safnist fyrir óánægja hjá hirðinni sem getur orðið honum skeinu- hætt. Og hann sem konungur get- ur haldið höfði vegna þess að hirðfiflið segir brandarann, því eins og allir vita eru hirðfífl hættulaus og ómarktæk. En eitthvað fór úrskeiðis á fundi Ólafs Ragnars og kennara. Olafur Ragnar sagði dæmisög- una um launin, kennarahirðin hló. Konungurinn, í þessu tilfelli Sóknarkonur, reiddist hins vegar alvarlegayfirhlátrinum. Konung- urinn varð æfur út í hirðina fyrir að hlæja að sér. Sem fyrr, slapp hirðfíflið. Og við vitum hvers vegna. En kannski megi túlka dæmi- söguna á annan hátt. Ef til vill hefur konungnum orðið á í mess- unni. Sóknarkonur hefðu kannski ekki átt að reiðast út í kennara, heldur út í Ólaf Ragnar. Hann sagði söguna, ekki kennarar. Þeir hlógu bara að brandaranum um launin. Sóknarkonur ættu kannski að skamma fjármálaráð- herra fyrir að segja kímnisögur af launakjörum Sóknarkvenna. Það er líka mjög erfitt fyrir kennara að afsaka hlátur sinn og útskýra hvers vegna þeir hlógu. Það er yfirleitt mjög erfitt að út- skýra hvers vegna maður hlær. Maður einfaldlega hlær. En Ijóst er út frá hefðum mið- alda að einhver hló á vitlausum stað, af vitlausu tilefni, af vitlaus- um brandara, sögðum af vitlaus- um manni. En sá hlær best sem síðast hlaír. Og í þessan dæmisögu erallsekki víst að hláturinn lengi lífð. Vel má vera, að hlátur kennara hafi stytt líf þeirra sem verkfallsmanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.