Alþýðublaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 1
Jóhanna með hús-
bréfin í höfn:
Sátt og sann-
færð um mikið
framfaraspor
„Ég er sannfærð um það að Alþingi hefur
með samþykkt þessa frumvarps stigið mikið
framfaraspor í húsnæðismálum íslendinga,"
sagði Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráð-
herra, í samtali við Alþýðublaðið í gær eftir að
húsbrcfafrumvarpið varð að lögum.
Jóhanna segir að í raun hafi verið gerð mjög
lítil breyting á frumvarpinu frá því það var lagt
fram í þinginu. í ákvæðum til bráðabirgða er
kveðið á um, að fyrstu sex mánuðina eigi hús-
bréfin að ná til þeirra sem eru í biðröðinni. Síð-
an eigi húsbréfakerfið ekki að ná til nýbygginga
fyrr en að ári liðnu. „Þetta eru ákvæði sem
stuðla að því að hægt verður að fara af stað,
enda var aldrei annað meiningin.“
Ennfremur varð sú breyting gerð að heildar-
fjárhæð í hverjum verðbréfaflokki verði ákveð-
in sérstaklega. „Það er auðvitað eðlileg var-
kárni. Að öðru leyti voru engar breytingar gerð-
ar og ég er mjög sátt við meðferð þingsins á
þessu máli,“ sagði Jóhanna.
■lujjl [t_g% ■ roj i t o| r 1 m 1 <ri I M t rzn ip«i
fi i tfi phh j flj þ ; .