Alþýðublaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 20. maí 1989 SUM LJÖÐ VIÐTAL: MAGNÚS Á. MAGNÚSSON LJÓSMYND E. ÓL. RÆTAST LÍKT OG DRAUMAR Elísabet Jökulsdóttir er nú þegar oröin þekkt meðal þeirra sem fylgjast með íslenskri Ijóðagerð í dag. í huga margra liggja eflaust nokkrar Ijóðabækur eftir Elísabet. En svo er ekki; hún var að gefa út sína fyrstu Ijóðabók nú nýlega. Ljóðabókina nefnir hún „Dans í lokuðu herbergi11. Elísabet segir við Alþýðublaðið að Ijóðin komi líkt og hugljómun og að þau geti ræst líkt og draumur eða fyrir- boði. Elisabet gerir einnig meira en að yrkja; hún er með bíladeliu og hefur stundað söngnám. „Söngurinn er eins og galdur og miklu meira endurnærandi en öll líkams- rækt,“ segir hún. Elísabet gefur ljóðabók sína út sjálf og hefur líf hennar undan- farið því gengið útá það að selja hana og senda ‘áskrifendum“ ein- tök þau er þeir höfðu pantað. Hingað til hefur vettvangur ljóða Elísabetar verið Lesbók Morgun- blaðsins og ljóðakvöld „Besta vinar ljóðsins". — Er bókin samsafn Ijóða sem áður hafa birst eða er um heil- steypl verk að rœða? „Bókin er alls ekki samsafn Ijóða sem áður hafa birst því í henni eru 57 ljóð og þaraf hafa einungis sjö eða átta sést á prenti áður. Hvort Ijóðin séu samin beinlínis með bók í huga vil ég ekki segja til um. Ég skipti bók- inni í fimm kafla, um ómeðvit- undina, dansinn, ástina, leitina og leikhúsið. Ljóðin eru samin á síð- ustu fimm árum, en reyndar er eitt frá því ég var sextán ára.En líklega hef ég nú samt alltaf stefnt að bók óafvitandi." Fyrirboðinn í Ijóðinu — Hvernigyrkirðu Ijóðin þín? „Ljóðin eiga það til að koma eins og hugljómun, og ég skrifa þau niður af því ég verð að gera það. Og stundum yrki ég vegna þess að mig langar að yrkja um eitthvert efni. Ég hef einnig lent í því að ljóð sem ég yrki hafa svo seinna meir ræst, einsog draumar eða einhverskonar fyrirboði. Það er eins og maður nái sambandi við undirmeðvitundina og að hún sé í miklu meira sambandi við tímann heldur en okkar daglegi taktur sem er alls ekkert í sambandi við þennan stóra tíma. Ég upplifi tím- ann sem eitt af náttúröflunum". Upplifði valdaránið i Grikklandi sem barn — Þú hefur að undanförnu gert nokkuð afþví að skrifa grein- ar um Grikkland, og þá sérstak- lega þá dásemd sem eyjarnar á Eyjahafi hafa uppá að bjóða. „Fyrstu kynni mín af Grikk- landi voru þau að þegar ég var átta ára bjó ég þar ásamt foreldr- um mínum og bræðrum í heilt ár. Við bjuggum fyrst í ómenguðu, litlu þorpi þar sem aldrei gerðist neitt svo og seinna meir í Aþenu og þar vorum við þegar konung- inum var steypt og herforingjarnir tóku völdin. Þá ríkti útgöngu- bann og skriðdrekar skröltu um allar götur. Ég man að einhvern tímann voru pabbi og mamma í göngutúr og voru ekki komin heim klukkan átta um kvöldið. Þá vorum við Illugi bróðir minn sannfærð um það að þau lægju skotin á einhverju götuhorni, og við höfðum mestar áhyggjur af því hvernig við kæmumst heim. Mig langaði alltaf að komast til Grikklands aftur og fór, tuttugu árum seinna. Þá fann ég leynieyj- una mína sem ég hef skrifað um. Síðan fór ég aftur síðasta sumar með strákana mína þrjá (einn 13 ára og 5 ára tvíburar) og dvaldist þar í tvo mánuði". — Veitir staðurinn þér inn- blástur í Ijóðagerðinni? „Á svona stað er eins og maður safni sér öllum saman. Ég hef þörf fyrir það að draga mig í hlé öðru hverju, svona eins og ég hef líka þörf fyrir það að vera innan um fólk, fara í bíó og leikhús o.s.frv. Svo verð ég að vinna úr þeim áhrifum sem ég verð fyrir“. Módelstörf og kleppsvinna — Starfarðu við eitthvað ann- að en skriftir? „Áður fyrr vann ég hin og þessi störf, svo sem á Kleppi, ég hef ver- ið á sjó, verið ráðskona á Horn- ströndum, unnið í fiski og við módelstörf í myndlistarskólum. En þetta er fyrsti veturinn sem ég læt það eftir mér að skrifa-ein- göngu, mér fannst vera kominn tími til að taka þá áhættu". — Hvað með fjárhagsafkom- una? Er þetta ekki erfitt? — „Jú, sjálfsagt. En þegar ég tók þessa ákvörðun gerði ég ráð fyrir að vera blönk og þá er maður ekkert að stressa sig á þvi. Að vísu er ég bara búin að þoia þetta í eitt ár en þetta hefur samt verið góður vetur og ég hefði sennilega aldrei gefið út þessa Ijóðabók ef ég hefði ekki hellt mér útí þetta af fullum krafti“. Óperusöngurinn er sem galdur — Áttu önnur áhugamál? „Jú, dag einn fyrir þremur ár- um labbaði ég mér inn til Guð- mundu Elíasdóttur söngkonu og spurði hvort hún vildi taka mig í söngtíma. Ég var fyrst og fremst að hugsa um að læra rétta öndun, en svo var bara svo gaman að læra að syngja að ég gat ekki hætt. Fjölskyldan gerði til að byrja með stólpagrín því það er svo mikið af rithöfundum og blaðamönnum í ættinni, að þeim fannst fáránlegt að ég skyldi vera að læra óperu- söng, en þau eru löngu hætt að grínast með þetta í dag. Söngur- inn virkar á mig sem einhver gald- ur. Það er eins og maður sé hljóð- færi sem verður að stilla o; þessar söngæfingar ganga í samband við alla hugsun og tilfinningar og þetta er meira endurnærandi en nokkur líkamsrækt. Söngur er á sinn hátt óttalega frumstæður rétt eins og dansinn. Marc Chagall sagði einmitt að öll sköpun væri söngur. Enda er geysimikill dans og söngur í málverkum hans. Annars á ég milljón áhugamál og bessa dagana er ég með bíla- dellu.“ Uppreisn gegn samskiptaleysi — Hvað tekur við eftir að mesta stressið kringum bókina er yfirstaðið? „Eins og er þá hef ég jafn mik- inn áhuga á leikritun og ljóðlist. Ég er búin að vera að skrifa leikrit í vetur og mig langar til að halda því áfram. Hingað til hef ég lokið við þrjú. Leikrit eru mun meira spennandi viðfangsefni heldur en t.d. bíómyndir. Ég hef þá trú að það komi ekki mikið til með að breytast í kvikmyndagerð í fram- tíðinni annað en að tæknibrell- urnar verða fullkomnari. En ég spái því að næstu 50 til 100 árin eigi eftir að gerast miklir hlutir í leikhúsi. Góðar bíómyndir eru mikilvægar og gefa okkur mjög mikið og allt það, en þessi nálægð sem er í leikhúsi og þessi mögu- leiki að það er alltaf hægt að fara uppá svið og skerast í leikinn, er alveg ómetanlegur. Við lifum í þannig þjóðfélagi í dag að sam- skiptaleysi er að verða vandamál. Fólk er mikið eitt heima og hefur sín tengsl við aðrar manneskjur í gegnum hin ýmsu tæki og tól, s.s. síma og fjölmiðla. Fólk binst fréttamönnum í sjónvarpi næst- um tilfinningaböndum og ræðir um persónur í framhaldsmynda- flokkum eins og þær byggju í næsta húsi. Ég held að fólk komi til með að gera uppreisn gegn þessu og þá eigi leikhúsið eftir að blómstra," segir Elísabet Jökuls- dóttir skáldkona með meiru.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.