Alþýðublaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. maí 1989 3 Kroníka vikunnar „íslenskar bankastofnanir eru einfaldlega ekki samkeppnisfærar við erlendar fjármálastofnanir eins og mál standa nú. Það þarf að fækka islenskum bönkum með sameiningu bankastofnana þannig að upp rísi öflugir innlendir bankar sem standast erlenda samkeppni." Jákvæð aðlögun að Evrópu 1992 Aðlögun íslendinga að fríverslun með iðnaðarvör'ur frá því við gerðumst aðilar að EFTA hefur þegar á heildina er litið tekist vel. Það leikur enginn vafi á því að aðild okkar að EFTA og frí- verslunarsamningurinn við Evrópu- bandalagið hefur stuðlað verulega að bættum kjörum þjóðarinnar á undan- förnum árum. Mikiivægur áfangi í_____________ EFTA-samstarfinu________________ Á nýliðnum vetri náðist mikilvægur áfangi í EFTA-samstarfinu þegar sam- komulag tókst um það að fullkomin frí- verslun með fisk skuli ganga í gildi um mitt næsta ár. Með þessu hafa EFTA- ríkin fallist á helstu kröfur okkar varð- andi fríverslun í vöruviðskiptum. Við þurfum að nýta okkur þessa dýrmætu viðurkenningu i samningaviðræðum við Evrópubandalagið um greiðari að- gang fyrir sjávarafurðir að mörkuðum bandalagsins en nú er. Útvíkkun á fríverslun___________ innan Evrópu____________________ En vöruskipti eru ekki nema einn þáttur alþjóðaviðskipta. Framundan er útvíkkun á fríverslun í Evrópu með myndun sameiginlegs innri markaðar Evrópubandalagsins fyrir árslok 1992 og viðleitni EFTA-ríkja til þess að mynda með Evrópubandalaginu sam- fellt evrópskt efnahagssvæði. Á næstu árum mun fríverslun einnig ná til þjón- ustuviðskipta bæði innan Evrópu en einnig á víðari vettvangi. Ég vil hér sér- staklega nefna aukið frjálsræði í við- skiptum með fjármálaþjónustu og í fjármagnsflutningum á milli Evrópu- ríkja. Þessar breytingar munu jafna og styrkja samkeppnisstöðu atvinnufyrir- tækja í Evrópu. Jákvæð aðlögun__________________ Við íslendingar þurfum að búa okkur undir þessar breytingar með sama jákvæða hugarfarinu og við gerð- um á sínum tíma gagnvart fríverslun með iðnaðarvörur. Við verðum að tryggja íslenskum fyrirtækjum sam- bærilega aðstöðu á fjármagnsmarkaði og erlendir keppinautar þeirra njóta. Þetta þýðir að við verðum að halda áfram á braut aukins frjálsræðis í við- skiptum með fjármagn hér innanlands og við verðum að opna íslenska fjár- magnsmarkaðinn í auknum mæli gagn- vart útlöndum. En ég legg áherslu á að við verðum að fara með gát. Við verðum að ætla okkur ákveðinn aðlögunartíma að breyttum viðskiptaháttum með fjár- magn og fjármálaþjónustu á líkan hátt og við löguðum okkur í áföngum að frí- verslun með iðnaðarvörur á áttunda áratugnum. Skynsamlegar breytingar Evrópa 1992 er á allra vörum um þessar mundir og ekki að ástæðulausu. Sameiginlegur innri markaður Evrópu- bandalagsins kallar á ákveðin viðbrögð af okkar hálfu og annarra EFTA-ríkja. En jákvæð aðlögun að breyttum við- skiptaháttum í Evrópu er ekki nema önnur hliðin á þeim umbótum á íslensk- um fjármagnsmarkaði sem skynsam- legt er að stefna að á næstu árum. Þær breytingar á íslenska fjármagnsmark- aðnum sem verða knýjandi vegna breyttra viðskiptahátta í Evrópu með fjármagn og fjármálaþjónustu eru í raun flestar hverjar skynsamlegar í sjálfu sér. Umbótasvið _____________________ Ég nefni hér nokkur atriði sem eru í senn dæmi um sjálfstæðar umbætur og skref í aðlögun að nýskipan mála í Evrópu: í fyrsta lagi nýsett lög um verð- bréfaviðskipti, í öðru lagi efling hluta- bréfamarkaðar, í þriðja lagi aukið frjálsræði í fjármagnsflutningum milli íslands og annarra landa og loks í fjórða lagi endurskipulagning banka- kerfisins. Þetta eru í raun allt nátengd atriði og mætti hafa langt mál um hvert þeirra en ég ætla að láta nokkur orð nægja. Löggjöf um verðbréfasjóði Nýsett lög nr. 20/1989 um verðbréfa- viðskipti og verðbréfasjóði þjóna þeim tilgangi að setja ákveðinn ramma um vaxandi þátt fjármagnsviðskipta hér á landi. Nauðsyn þess að um þessi við- skipti gildi öruggar reglur ætti að vera öllum ljós. En hér er um mun víðtækari löggjöf að ræða en menn gera sér al- mennt grein fyrir. Hún leysir ekki að- eins brýn viðfangsefni líðandi stundar heldur myndar einnig traustan grund- völl fyrir nýjungar í fjármagnsviðskipt- um hér á landi í framtíðinni. Ég nefni aðeins viðskipti með hlutabréf og er- lend verðbréf. Lögin setja starfsemi verðbréfafyrirtækja ákveðinn ramma en þessi fyrirtæki eru hvarvetna for- senda fjölþættra verðbréfaviðskipta, hvort heldur með hlutabréf eða önnur verðbréf. Efling hlutafjármarkaðar___________ Það dylst engum að bág eiginfjár- staða er helsti veikleikinn í fjárhagslegu skipulagi íslenskra fyrirtækja. Lítið eigið fé veldur því að fyrirtækin eru illa í stakk búin til að takast á við sveiflur í árferði og veikir jafnframt samkeppnis- stöðu þeirra gagnvart erlendum keppi- nautum. Það hníga því öll rök að því að það sé ákaflega' brýnt verkefni að íslensk fyrirtæki afli sér fjár í auknum mæli með sölu hlutabréfa. Hér þarf að raða saman mörgum reit- um. Sumir reitanna eru komnir á sinn stað en aðrir ekki. Lög um starfsemi verðbréfafyrirtækja hafa verið sett og er nú verið að móta framkvæmd þeirra. Verðbréfaþing er starfandi þótt starf- semi þess þurfi að efla meðal annars með setningu reglna um hlutabréfa- útboð til almennings. Búa þarf þannig um hlútana að í skattalegu tilliti sé það að minnsta kosti jafnvænlegt frá sjón- arhóli sparifjáreigenda að fjárfesta í hlutabréfum og í öðrum sparnaðar- formum og frá sjónarhóli fyrirtækja ekki síður álitlegur kostur að afla fjár með sölu hlutabréfa en lántöku. Nú er unnið að því að undirbúa samræmingu á skattalegri meðferð eigna og eigna- tekna á vegum fjármálaráðuneytisins. Síðast en ekki síst virðist mér vera þörf á hugarfarsbreytingu hjá eigendum og stjórnendum íslenskra fyrirtækja þann- ig að þeir líti í vaxandi mæli á almenn- ingshlutafélög sem æskilegt rekstrar- form. Opnun fjármagnsmarkaðarins Til þessa hefur í raun verið aðeins einn farvegur fyrir fjármagn milli ís- lands og annarra landa og einstefna í honum. Innlendir aðilar jafnt opinberir sem í einkageiranum hafa haft tiltölu- Iega greiðan aðgang að erlendum lánum oftast með beinni eða óbeinni ríkis- ábyrgð. Með þessu hefur beinlínis verið stuðlað að erlendri skuldasöfnun. Frá sjónarmiði áhættudreifingar er æski- legt að heimila innlendum aðilum að fjárfesta erlendis og fá þannig hlutdeild í hagvexti þar og erlendum aðilum að fjárfesta í auknum mæli hér á landi bæði í verðbréfum og beint í fyrirtækj- um. Hér þarf auðvitað að fara gætilega í sakirnar en meginstefnan er ljós. í framtíðinni eiga íslendingar og íslensk fyrirtæki að hafa aðgang að fjármagni á heimsmarkaðskjörum, hvort sem það er innlent að uppruna eða erlent. Endurskipulagning_______________ bankakerfisins__________________ Það er í þessum punkti sem nauð- synin á endurskipulagningu íslenska bankakerfisins kemur einna berlegast í Ijós. íslenskar bankastofnanir eru ein- faldlega ekki samkeppnisfærar við er- Iendar fjármálastofnanir eins og mál standa nú. Það þarf að fækka íslensk- um bönkum með sameiningu banka- stofnana þannig að úr rísi öflugir inn- lendir bankar sem standist erlenda sam- keppni og geti veitt íslenskum fyrir- tækjum sambærilega þjónustu og er- lendir keppinautar þeirra njóta. Viðfangsefnin eru mörg og það er mikið í húfi að vel takist til um lausn þeirra. Farsæl aðlögun að breytingum í umheiminum er sem fyrr forsenda þess að íslendingar njóti lífskjara til jafns við þær þjóðir sem fremstar fara. Höfundur Króníku Alþýðu- blaðsins þessa viku er Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.