Alþýðublaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 20. maí 1989 A-mynd/E.ÓI. „Ég finn hina sterku norrœnu sam- kennd á Íslandi. Hér er maður velkom- inn og meðal vina. “ Ingvar Carlsson forsætisráðherra Svía og formaður sænskra sósíal- demókrata ræðir við ritstjóra Al- þýðublaðsins á herbergi sínu á Hótel Sögu: „Við höfum getað sýnt stöðugan árangur. Fólk hefur fundið að kjör þess og aðstæður hafa batnað undir sósíaldemó- kratiskri stjórn." Ingólfur Margeirsson ritstjóri Alþýöublaösins ræöir viö Ingvar Carlsson forsætisráöherra Svía og formann sænska Sósíaldemókrataflokksins um áhrif og völd sósíaldemókrata, sigra og ósigra gegnum tíöina, stefnumál nútíöar og framtíöar, af- vopnunar- og alþjóöamál, þýöingu umhverfismála, endurskoöun stefnuskrár sænskra krata, og hlut- verk smáþjóða í uppbyggingu betri heims. Ingvar Carlsson segir að sænskir kratar hafi ekki of mikil völd. Það sé þjóðin sem ákveði hverjir sitji við völd hverju sinni. Hins vegar hafi þeim tekist að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd í daglegu lífi og að þær hafi verið samhljóða vilja, vitund og til- finningu sænsku þjóðarinnar. Aðalstefnumál sænskra sósíaldemókrata snúast nú um mengunar- og umhverfismál. Og það eru mál sem snerta ekki Svía eina, heldur mannkynið allt. Ingvar Carlsson segir við Alþýðublaðið að pólitíkin sé að verða æ alþjóðlegri; lausnir verða ekki fundnar nema með samstarfi og sameiginlegu átaki. Afvopnun, bar- áttan við mengunarmálin og gegn hungri og atvinnu- leysi sé sameiginleg baráttumál alls mannkyns. — Ef við lítum á heimsókn þína til fslands í heild; gerirðu þér vonir um að hún komi ti! með að skila beinum árangri? „Þessi ferð er liður í samfelldri samvinnu milli landanna og ég sem forsætisráðherra hef haft mikinn áhuga á. Heimsóknin er farin á mjög heppilegum tíma, stuttu eftir ráðherrafundinn í Os- ló þar sem fulltrúar EFTA-Iand- anna hittust með góðum árangri og sendu frá sér sameiginlega yfir- lýsingu. íslendingar munu nú taka við formennskunni í EFTA og síðan Svíar og einmitt á því tímabili mun ráðast í hvern farveg samvinna EFTA- og EB landanna þróast. Þessi heimsókn til íslands hefur því gefið mér gott tækifæri að ræða við ráðherra í ríkisstjórn íslands um málefni EFTA og EB.“ — En það hefur ekki verið lagður grundvöllur að neinum samningum milli ríkjanna tveggja, eins og verslunar- eða viðskiptasamningar? „Nei, enda var það aldrei til- gangurinn með heimsókninni." HUGMYNDIR OKKAR SAMHLJÓDA VITUND ÞJÓPARINNAR_________________ — Ef við víkjum aðeins að SANIEIGINLEGA I málefnum Svíþjóðar: Hvernig vilt þú útskýra hin gríðarlegu áhrif og vö/d sem sósíaldemókratar hafa haft í Svíþjóð undanfarin 50-60 ár? „Skýringarnar eru margþættar. í fyrsta lagi hafa hugmyndir okk- ar fallið vel að norrænni þjóðfé- lagsgerð. Okkur hefur tekist að framkvæma þessar hugmyndir í daglegu lífi og þær verið sam- hljóða vitund og tilfinningu þjóð- arinnar. Við höfum ennfremur getað sýnt stöðugan árangur: Fólk hefur fundið að kjör þess og aðstæður hafa batnað undir sósí- aldemkratískri stjórn.“ — Finnst þér að þið hafið haft of mikil völd? „Nei, það er þjóðin sem ákveð- ur hverjir sitja við völd hverju sinni. Við höfum aldrei, þrátt fyr- ir langa stjórnarsetu, verið með mikinn meirihluta á þingi. Við höfum reyndar setið meira og minna í minnihlutastjórnum. Við höfum nær alltaf þarfnast stuðn- ings eins af smáflokkunum til að fá mál okkar I gegn á þingi. Við höfum ekki verið með hreinan meirihluta nema í stutt tímabil og getað náð stefnu okkar óhindrað fram.“ UMHVERFISMÁL STÆRSTA VERKEFNID FRAMUNDAN — Efþú lœtur hugann hvarfla aftur í tímann; hvaða stefnumál hafa tekist best hjá sósíaldemó - krötum? Hvað ertu ánægðastur með persónulega? „Þrjú stærstu verkefnin sem sænska þjóðin hefur falið okkur í timans rás eru þessi: í fyrsta lagi kosningarétturinn. Það tók okkur nokkra áratugi að gera almennan kosningarétt að lögum. Þar unn- um við með hinum frjálslyndu sem nú er Þjóðarflokkurinn. í öðru lagi var það baráttan gegn atvinnuleysi fjórða áratugarins. Það var annað mikla verkefnið í röðinni. Þriðja verkefnið var upp- bygging velferðarþjóðfélagsins sænska eftir síðari heimsstyrjöld- ina. Það er mín skoðun að nú höf- um við fengið fjórða verkefnið: Umhverfismál.“ — Hvaða stefnumál sœnskra krata hafa mistekist? Hvað ertu óánœgður með? „Það eru neikvæðar hliðar á sænsku samfélagi: Við berjumst við fíkniefnaneyslu ungmenna, glæpir og afbrot hafa ekki minnk- að. Það ríkir ekki jöfnuður í menntakerfinu; okkur hefur ekki tekist að greiða öllum aðgang að æðri menntastofnunum eins og við hefðum viljað.“ — En á heildina litið: Sœnskir sósíaldemókratar hafa skapað velferðarþjóðfélag, sett lög um lífeyrissjóð allra landsmanna, at- vinnuleysistryggingar, byggt upp þjóðarheimilið þar sem hver og einn býr við félagslegt öryggi og stöðugleika. Þið hafið byggt upp einstök tryggingarkerfi eins og at- vinnulífeyrissjóði og sett lög um eignaraðild launþega að atvinnu- fyrirtækjum o.. s. frv. Er í raun hægt að gera meira. Eru nokkur stór stefnumál eftir? „Jú,jú. Umhverfismálin eru nær óhreyfður málaflokkur. Þar er mikið ógert. Síðan eru það al- þjóðamálin og alþjóðleg sam- vinna. Baráttan gegn kjarnorku- vopnunum, afvopnunarmálin, al- þjóðleg samstaða með kúguðum þjóðum eins og í Suður- Afríku. Verkefnin eru nægjanleg!1 ENDURBÆTUR___________________ — Önnur mikilvœg mál sem sœnskir sósíaldemókratar vinna nú að? „Við vinnum nú að því að end- urbæta hið almenna, innra þjóð- félagskerfi í Svíþjóð. Gefa ein- staklingnum fleiri valmöguleika, auka og bæta þjónustu. Við höf- um á undanförnum árum og ára- tugum byggt upp alls kyns kerfi; lífeyrissjóði, atvinnuleysistrygg- ingasjóði, tryggingar til handa þeim sem verða lífeyrisþegar um aldur fram, sjúkratryggingar og þar fram eftirgötunum. Nú vinn- um við að þvi að samtengja þessi mismunandi kerfi þannig að þau nýtist einstaklingunum betur. Með öðrum orðum erum við að endurbæta þau kerfi sem við höf- um sjálfir skapað.“ — Lítum til framtíðarinnar: Munu hinar sósíaldemókratísku hugmyndir og stefnumál ein- kenna Svíþjóð á nœstu öld? Verð- ið þið ennþá til á 21. öldinni? „Grunnhugmyndir okkar um frelsi, jöfnuð og samstöðu verða jafn lifandi á næstu öld sem nú. Önnur stórmál eins og umhverfis- málin verða ekki leyst af markaðs- öflunum; umhverfismálin snúast um rétt hvers og eins til náttúr- unnar og umhverfis síns og því verður löggjafinn að grípa þar inn. Við verðum að standa saman og ráðast gegn mengunarvandan- um; við getum ekki leyst þennan málaflokk hvert í sínu lagi. Þar fara menn og lönd í sainfylk- ingu.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.