Alþýðublaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 7
Laugardagur 20. maí 1989 7 Úttekt á laugardegi íslenskir aðalverktakar: Skipulagt undanhald Veldi Aðalverktaka virðist loks cetla að láta undan. Stjórn- endurfyrirtœkisins gefa eftiren vilja takmarka breytingarnar. Forstjórinn með villandi hálfsannleik í viðhafnarviðtali í Mogganum. Glufa er að myndast í hingað tii órofa veldi íslenskra aðalverk- taka sf (ÍA). Glufa þessi á e.t.v. eftir að verða að stórri flóðgátt vegna ósamkomulags innan Sjálf- stæðisflokksins um tilhögun varnarliðsframkvæmda og vegna vilja forystu SÍS til að selja lilut sinn í fyrirtækinu. Ýmislegt bend- ir til þess að raunverulegir stjórn- endur ÍA, þeir Halldór H. Jóns- son og Thor Ó. Thors, sjái nú sína sæng útbreidda og vilji sam- þykkja málamiðlun sem feli í sér takmarkaðar breytingar. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra hefur þegar tekið ákvörðun um og fengið samþykkt hjá eigendum ÍA að ríkið fái við- bótarmann i stjórnina og ráði sér- stakan forstjóra. Hann hefur vilj- að ganga lengra í þessu efni, telur eðlilegt að ríkið hafi meirihluta í fyrirtækinu og að það verði í kjöl- farið almenningshlutafélag eða að fyrirtækinu verði skipt í tvennt; verktakafélag og eignar- haldsfélag. Thor Ó. Thors for- stjóri ÍA hefur tekið undir þessi sjónarmið, en þó frekar í orði en á borði. Hugmyndir þessar valda í raun straumhvörfum hvað fram- kvæmdir fyrir varnarliðið varðar. Að vísu hafa þeir sem lengst vilja ganga krafist þess að fram- kvæmdirnar verði opnaðar fyrir almenn útboð á íslenskum mark- aði, en ýmsir sjá þann meinbug í því og mannvirkjasjóður NATO samþykki ekki takmörkuð útboð. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins telur hins vegar að slíkur „meðalvegur" væri NATO meir að skapi en nú- verandi einokun. Hér virðist hins vegar um einkaskoðun Þorsteins að ræða, þvi Sjálfstæðisflokkur- inn er klofinn í málinu. Eftir stendur að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur samhljóma hags- munagæsluaðili fyrir óbreytt ástand. íslenskir aðalverktakar er sam- eignarfélag sem er 50% í eigu Sameinaðra verktaka hf. (SV), 25% í eigu Regins hf., sem er pappírsfyrirtæki SÍS og 25% í eigu ríkisins. En þar sem Reginn á 7,46% hlut í SV er hlutur sam- vinnuhreyfingarinnar í raun 28,7% og hlutur SV 46,3%. Rikið hefur hingað til sýnt takmarkað- an áhuga á því að hafa áhrif á stjórnun fyrirtækisins. Þetta sýn- ir sig i því að þótt ríkið tilnefni mann í stjórn sem um leið er stjórnarformaður, þá hefur ríkið hingað til tilnefnt menn sem eru í beinum tengslum við Reginn eða SV. Hér er átt við Vilhjálm Árna- son samvinnu- og framsóknar- mann og Thor Ó. Thors forstjóra ÍA og stjórnarmann í SV. Innstæður i öllum bönkum Veldi ÍA er orðið með ólíkind- um. Velta fyrirtækisins hefur fjórfaldast að raungildi síðasta áratug og er nú nálægt 4 milljörð- um króna á ári. Innistæður félags- ins í bönkum og sparisjóðum í árslok 1987 námu um 3,5 millj- örðum króna (vaxtatekjur vart undir 1 milljón króna hvern ein- asta dag) og eignir umfram skuld- ir eru tæplega 3 milljarðar króna. Táknrænt fyrir stöðu fyrirtækis- ins er að þegar Höfðabakkahöllin Höfðabakkahöll íslenskra aðal- verktaka. Ekki þurfti fyrirtækið að taka krónu að láni við uppbygg- inguna. Aðalverktakar eru hins vegar með á fjórða milljarð króna í öllum bönkunum — vaxtatekj- var byggð þurfti fyrirtækið ekki að taka eina einustu krónu að láni. Núverandi forystumönnum ÍA er mjög umhugað um að halda ástandinu sem mest óbreyttu. Af viðbrögðum þeirra undanfarna daga má ráða að þeir sætti sig nú við aukinn hlut ríkisins í stjórn fyrirtækisins og sérlegan for- stjóra frá þess hendi, en að frekari breytingar eigi að takmarka. Thor Ó. Thors annar forstjóra ÍA hefur að vísu tekið undir hugmyndir um að gera ÍA að almenningshlutafé- lagi, en í Morgunblaðsviðtali nú í vikunni kemur greinilega í ljós að það eigi fyrst og fremst að vera ríkið og Reginn, ásamt litlum minnihluta hluthafa í SV sem eigi að fórna „umframhlut" sínum. í sama viðtali virðist Thor jafnvel beita rangfærslum til að sýna fram á að IA og SV séu ekki herm- angsfyrirtæki sem „dansa í kring- um gullkálfinn." 88 milljónir urðu að 5_________ Dæmi um rangfærslu eða urnar nema rúmlega milljón krón- um hvern einasta dag! Fá nú loks fleiri að komast að en rikið, SÍS og útvaidar fjölskyldur á höfuöborg- arsvæðinu? A-mynd/E.ÓI. hálfsannleik forstjórans er eftir- farandi fullyrðing í Morgunblað- sviðtalinu; „í ofangreindri skýrslu til Alþingis 1984 kemur frarn að eigendur Sameinaðra verktaka hf. fengu á árunum 1957-1984 greiddan arð samtals að upphæð 4,7 milljónir króna. Margir munu ugglaust hafa talið þá upphæð margfalt hærri.“ Staðreyndin er sú að upphæðin er margfalt hærri. Þegar arðstöl- urnar eru framreiknaðar til verð- lags nú í maí kemur í ljós að 4,7 milljónir eru raunverulega um 88 milljónir króna eða nær tuttugu- föld ofangreind upphæð forstjór- ans. 1984-1989 nam arðsgreiðslan til viðbótar um 94 milljónum króna. Sameinaðir verktakar hafa þannig greitt um 182 milljónir króna til sinna hluthafa á þessum árum. Arðsgreiðslan 1988 nam að núvirði um 20 milljónum króna, hafði aldrei verið hærri, en í vor var að öllum líkindum úthlutað 27 milljónir króna, miðað við 10% arð af 270 milljón króna hlutafé. Fram að 1983 voru greiðslurnar yfirleitt 2-3 milljónir króna árlega, en síðan 1983 á bil- inu 10-20 milljónir og enn meir í vor. Að auki er á aðalfundum Sameinaðra verktaka greitt til eig- enda Dverghamra sf„ sem er í eigu hluthafa í SV, en Dverghamrar hafa í vaxandi mæli annast undir- verktöku fyrir ÍA. Þá má heita all merkileg eftir- farandi tillaga Thors Ó. Thors sem fram kom í sama viðtali: „Ég, út af fyrir sig, hefði ekkert á móti því að breyta íslenskum aðalverk- tökum í almenningshlutafélag.... Þetta væri hægt að framkvæma t.d. með því að allir aðilar sem eiga meira en sem svarar 0,5% í fé- laginu settu umfram hluti sína á markað, þ.e.a.s. ríkið, Reginn og hluthafar í Sameinuðum verktök- um.“ Almenningshlutafélag — ef ég slepp!_________________ Að eiga 0,5% í Aðalverktökum er hið sama og að eiga 1% í Sam- einuðum verktökum þar sem síð- arnefnda félagið á 50% í hinu fyrrnefnda. Samkvæmt skýrsl- unni frá 1984 voru hluthafar í Sameinuðum verktökum þá 147 talsins. Aðeins 24 af þessum 147 hluthöfum áttu meira en 1% hlut í Sameinuðum verktökum og til- laga forstjórans nær því aðeins til þeirra. Sjálfur var Thor Ó. Thors með 0,9% hlut í Sameinuðum verktök- um og myndi því sleppa við að setja hlut sinn á markað! Hann leggur með öðrum orðum til að allir fórni sínu sem eiga meira en hann sjálfur á! Beinn arður til Thors í vor hef- ur að líkindum numið 0,9% af þeim 27 milljónum sein úthlutað var í nafni Sameinaðra verktaka eða um 243.000 krónur. Á hinn bóginn þýddi þetta að hlutur Halldórs H. Jónssonar stjórnarmanns myndi minnka verulega, en Halldór átti 1984 hlut upp á a.m.k. 3,42% í Sameinuð- um verktökum í gegnum pappírs- fyrirtækin Byggingamiðstöðina ogTrésmiðju Borgarfjarðar. Þessi hlutur hefur væntanlega gefið af sér tæplega 1 milljón króna í arð á aðalfundinum í vor, fyrir utan arðsúthlutun Dverghamra. Loks gerir forstjórinn mikið úr því að fyrirtækið hafi frekar kosið að leggja peninga sína í banka, þar sem þeir séu „notaðir í þágu þjóðfélagsins og þeim stjórnað af bankastjórunum en ekki okkur“. Fimm tillögur frá verktökunefnd Skiptir það þá engu máii að innistæðurnar eru samkvæmt sama viðtali um 3 milljarðar króna og hefur áður koinið fram að vaxtatekjur fyrirtækisins af þessum innistæðum eru að nú- virði vart undir 400 milljónir króna á ári eða rúm milljón á dag? Utanríkisráðherra hefur kveðið upp þann úrskurð að núverandi ástand gangi ekki lengur. Nú er aðallega rætt um að gera íslenska aðalverktaka að almennings- hlutafélagi ef ekki komi til al- mennra útboða. í tíð síðustu ríkis- stjórnar var svokölluð „Verktöku- nefnd“ starfandi og skilaði hún frá sér skýrslu þar sem fram komu 5 möguleikar. 1. Tillaga Verktakasambands íslands var sú að allar fram- kvæmdir á vegum Varnarliðsins verði boðnar út til íslenskra fyrir- tækja í opnum útboðum og út- boðum að undangengnu forvali, þegar um stærri og flóknari verk- efni er að ræða. í þessu sambandi yrði sérstakri stofnun, Innkaupa- stofnun varnarliðsframkvæmda, falið að sjá um öll meginsam- skipti milli varnarliðsins annars vegar og undirverktaka hins veg- ar. 2. Stofnað verði hlutafélagið ís- lenskir aðalverktakar. Það tæki við eignum ÍA innan varnarsvæð- anna (900 milljónir króna) en eignum þess fyrir utan skipt upp á milli núverandi eigenda (um 2.000 milljónir króna). Þarna er gert ráð fyrir því að núverandi eigend- ur minnki hlut sinn samanlagt um 20-30% sem nýir hluthafar taki við. 3. íslenskir aðalverktakar verði almenningshlutafélag. Þetta myndi gera verktökum og öðrum aðilum kleift að verða hluthafar í hinu nýja félagi, vegur á móti ein- okunaraðstöðu, tryggir opnari umræðu má. á aðalfundi og er hér einnig gert ráð fyrir sérstakri eign- araðild aðila á Suðurnesjum. 4. Meiri áhersla verði lögð á undirverktöku, en litil breyting að öðru leyti. Þannig mætti dreifa verkefnunum til fleiri aðila, ekki síst á Suðurnesjum. 5. Óbreytt skipulag en með mcira aðhaldi. Með meira aðhaldi var meðal annars átt við að Ríkis- endurskoðun tæki að sér að end- urskoða fyrirtækið. Útboð óraunhæf segir__________ stjórnarformaðurinn___________ „Ég vil ekki tjá mig náið um þessar hugmyndir allar að öðru leyti en að lýsa mig samþykkan því sem Jón Baldvin utanríkisráð- herra ætlar að gera. Með öðrum orðurn að ríkið auki hlut sinn í stjórn fyrirtækisins og ráði sér- stakan forstjóra" sagði Vilhjálm- ur Árnason stjórnarformaður og fulltrúi ríkisins í stjórn íslenskra aðalverktaka. Vilhjálmur vildi að svo stöddu ekki úttala sig um þær hugmyndir sem fram hafa komið um að gera fyrirtækið að almenningshlutafé- lagi eða skipta því upp í tvennt, eignarhaldsfélag og verktökufé- lag. Hins vegar taldi hann almenn útboð ekki raunhæfan mögu- leika. „Mér skilst að það séu fyrir hendi reglur hjá Mannvirkjasjóði NATO sem mæli gegn þessu, en ég skal ekki segja til um hvort hægt sé að takmarka útboðin í Ijósi þessara reglna. í sjálfu sér væri ágætt ef hægt væri að viðhafa út- boð fyrir íslensk fyrirtæki, en ég álít þó að þau séu ekki raunhæf á Keflavíkurflugvelli. Á móti þessu kemur að við erum alltaf að reyna að auka undirverktöku" sagði Vilhjálmur. Ýmislegt bendir til þess að í fyrsta skiptið í sögu ÍÁ sé fyrir- tækið komið í vandræði. í fyrsta skiptið blási vindar þannig að breytingar séu óhjákvæmilegar. Hin veika vörn forystumanna fyr- irtækisins felst í því að viður- kenna þetta, en reyna um leið að hafa þau áhrif á breytingarnar að þær raski hinni sterku stöðu þeirra sem minnst.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.