Alþýðublaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 20. maí 1989 ALÞYBUBMBIl) Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingastjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Steen Johansson Sigurður Jónsson Filmur og prent, Ármúla 38 Blaöaprent hf., Síöumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. RÆÐA AÐMÍRÁLSINS OG AÐALVERKTAKAR Kveðjuræða Eric McVadon aðmíráls á Keflavíkurflugvelli hefur vakið athygli og ekki að ástæðulausu. Kaflar i ræðu aðmírálsins voru á þann veg, að ekki verður á annan veg túlkað en að þar hafi aðmírállinn farið langt út fyrir sín mörk og bland- að sér í íslensk innanríkismál. Það er einkum tvennt í ræðu McVadon aðmíráls sem vakið hefur viðbrögð stjórnmála- manna og almennings. í fyrsta lagi lýsti aðmírállinn í ræðu sinni hugmyndum um hvernig þjóðfélagsumræða eigi að fara fram á íslandi, og að velunnarar NATO og stuðningsmenn varn- arliðsins eigi að láta jafn mikið í sér heyra og andstæðingar þess. Með þessum orðum er aðmírállinn að egna saman tveimur skoðanahópum á ís- landi. í annan stað lagði aðmír- állinn á það ráðfn í ræðu sinni hvernig aðrar ríkisstjórnir sem kunna að vera myndaðar á ís- landi og hægra megin við miðju, eigi að fjalla um sam- skipti íslendinga og varnarliðs- ins. Þarna ryðst hinn bandaríski aðmíráll gróflega inn á starfs- svið ríkisstjórnar íslands. í báð- um tilvikum er um að ræða svo alvarlega íhlutun yfirmanns varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli í innri málefni þjóðarinnar og æðstu stjórnar hennar, að ekki verður við unað. Ennfremur vekur ræða aðmír- álsins upp þær hugsanir í vitund okkar íslendinga, hvort hér sé um stefnubreytingu að ræða hjá bandaríska varnarliðinu í garð íslendinga og veru bandarískra / r hermanna á Islandi. I ræðu sinni vék aðmírállinn að nauðsyn þess að íslendingar öxiuðu meiri byrðar sökum þátttöku sinnar í Atlantshafsbandalag- inu. Bandaríkjamenn hafa kvartað sáran undan því undan- farin misseri að þjóðir Evrópu sem eru aðildarriki í NATO beri ekki nógar byrðar, einkum fjár- hagslegar, á móts við Banda- ríkjamenn í Atlantshafsbanda- laginu. Umkvartanir Banda- ríkjamanna beinast nú greini- lega að íslendingum. Er sá tími liðinn að Bandaríkjamenn sýndu okkur sérlegt umburðar- lyndi sakir þess hve umdeilanleg og viðkvæm vera Bandaríkja- hers hefur verið á íslandi? Er tími umþóttunar liðinn? IVIcVadon aðmíráll vék einnig í ræðu sinni að viðskiptum ís- lendinga og varnarliðsins. Hann sagði að sérstaða íslendinga væri ekki lengur afsakanleg; nú yrðu framkvæmdir á vegum varnarliðsins að vera sem ódýr- astar og með sem minnstum til- kostnaði. Viðskiptin yrðu að þola rannsóknir bandarískra þinga og þingnefnda. Þessi orð eru réttilega mælt. Málefni Að- alverktaka hafa verið mjög í deiglunni að undanförnu og tími til kominn að þar verði gerð breyting á. Það er með öllu óþolandi að nokkrar valdaklík- ur í Sjálfstæðisflokknum og Framsókn geti rekið einokunar- starfsemi á vegum varnarliðs- ins, haldið arðgreiðslum til hlut- hafa í skefjum en þess í stað veitt gríðarlegu fjármagni inn í íslenskt bankakerfi. Þannig hafa stjórnendur íslenskra aðal- verktaka lykilvöld í íslensku þjóðfélagi gegnum tilfærslu á himinháum gróða af verktaka- framkvæmdum fyrir banda- riska herinn á Suðurnesjum. í raun eru íslenskir aðalverktakar eins konar dollarafjármála- ráðuneyti sem úthlutar lánsfé til fyrirtækja, styrkir atvinnu- greinar eða færir til uppistöðufé bankastofnana að vild. Þetta er með öllu óþolandi fyrir íslensku þjóðina. Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra hefur þegar viðrað athyglisverðar hugmyndir um meirihluta eign íslenska ríkisins í Aðalverktök- um og nýja samsetningu stjórn- arinnar. Ef erlendur her þarf á annað borð að vera í landinu og framkvæmdir eru á hans veg- um, á auðvitað íslenska ríkið að njóta góðs af því — ekki ein- hverjir skuggasveinar hags- munagæsluflokkanna. Skuggahliðar tœkninnar Hvert mannsbarn veit að tækni og vísindi hafa fært mannkyninu marga nýtilega hluti. Ég er hins vegar ekki eins viss um að vakin hafi ver- ið nætilega mikil athygli á ýmsu því skuggalega sem er samfara svokölluðum fram- förum í vísindum og tækni nú- tímans. Rithöfundurinn og heimspekingurinn Aldous Huxley segir í riti sínu Mark- mið og leiðir, í þýðingu Guð- mundar Finnbogasonar, eitt- hvað á þá Ieið að það séu ekki til neinar framfarir nema framfarir í góðvild, um leið og henni sleppi snúist framfarirn- ar upp í andstæðu sína. Með öðrum orðum, ef hátækni- búnaður hvers konar er notað- ur til þess að murka lífið úr meðbræðrum okkar á hinn hryllilegasta hátt, þá er orðið heldur hæpið að tala um fram- farir. Eða ef framfarir á sviði kjarnavísinda verða til þess að sprengja plánetuna Jörð 17 sinnum í tætlur, þá fer nú heldur lítið fyrir blessuðum tækniframförunum — á eftir. Eða ef aukin tækni verður tii þess að spúa sífellt meira af baneitruðum efnaúrgangi út í heimshöfin, þá verður þess ekki Iangt að bíða að ekkert kvikt verði eftir á jörðinni, nema að öllum líkindum rott- an, minkurinn og maðurinn sem verða þá að éta hvert ann- að og yrði ansi fróðlegt að fylgjast með þeirri viðureign. Blind trú á sérfræðinga Því fullkomnari og háþró- aðri sem tæknin er því meira verður andvaraleysi þeirra sem með eiga að fara. Flest um- ferðaslys verða á bestu vegun- um þar sem hægt er að fara nógu hratt. Ég ók oft yfir Siglufjarðarskarð á árunum 1950-60. Það er hrikalegasti fjallvegur sem ég hef farið um, með hengiflug á báða bóga og snarbrattar brekkur. Þá urðu aldrei slys á fólki, því að hver maður sá að þarna þurfti að fara varlega til að halda lífi. Stórum skipum er siglt upp í fjöru í blíðskaparveðri vegna þess að skipstjórnarmenn höfðu stillt á sjálfstýringuna og voru bara að lesa blöðin. Heldur virðast nú ratsjáin, dýptarmælirinn og allur hinn sjálfvirki búnaður nýtast illa í þessum tilfellum. Ég get ekki látið hjá líða að minnast örlít- ið á sérfræðingaveldið sem er nátengt þessu efni. Ég hef oft staðið agndofa gagnvart því þegar fólk virðist trúa í blindni á alls konar sérfræðinga og gleymir algjörlega að beita heilbrigðri skynsemi, stund- um með hinum hroðalegustu afleiðingum. Ég held að það yrði öllum til hagsbóta ef fólk treysti meira á eigið hyggjuvit heldur en að fylgja í blindni ráðum misviturra sérfræðinga sem þykjast vita alla skapaða hluti á tilteknu sviði, en virð- ast gleyma því að þekking og skilning mannsins eru mikil takmörk sett. Kjálki Loðviks______________ Það sem í dag er talið satt og rétt er ef til vill orðið úrelt eftir skamman tíma. Mér er enn í fersku minni grein sem ég las í blaði á síðasta ári. Hún fjall- aði um Loðvík 14. sem nefnd- ur hefur verið Sólkonungur- inn. Hann hafði auðvitað bestu og færustu snillinga í Evrópu sér til halds og trausts. Þeir héldu því fram að tenn- urnar væru undirrót allra kvilla í líkamanum og væri bráðnauðsynlegt að rífa þær allar úr honum hið bráðasta. Hann var að vonum tregur til enda fannst honum tennur sín- ar til ýmissa hluta nytsamleg- ar. En þar kom að hann lét undan hinum mikla þrýstingi. Þar sem allir virtustu vísinda- menn í læknisfræði þess tíma lögðust á eitt taldi hann óhætt að treysta ráðum svo hámennt- aðra manna. Ekki tókst þó betur til en svo þegar verið var að rífa burt tennurnar en að konungurinn kjálkabrotnaði. Greri það aldrei um heilt síðan og gat konungurinn hvorki matast, talað né hlegið með eðlilegum hætti eftir það. Ekki er nú langt síðan háls- og nefkirtlar voru umsvifalaust rifnir úr hverjum þeim krakka sem fékk kvef í nös. Ekki læt ég mér til hugar koma að skap- arinn hafi sett háls- og nef- kirtla í mannskepnuna að ástæðulausu eða af stríðni einni saman. Enda er það nú komið á daginn að sá gamli vissi hvað hann söng og fá nú sem betur fer æ fleiri að halda sínum kirtlum. Fæðing og krufning Konurnar sem létust í hrönnum af barnsfararsótt á bestu og fullkomnustu sjúkra- húsum þess tíma hefðu betur farið að dæmi mæðra sinna sem fæddu börn sín heima. Læknarnir sem tóku á móti börnum þessara kvenna og notuðu sömu verkfærin við það og krufningu sem þeir höfðu verið að vinna við skömmu áður skildu ekkert í þessum dauðsföllum, þeir vissu bara ekki betur aum- ingja mennirnir. En þeir hefðu átt að Iáta það ógert að full- yrða að það væri miklu örugg- ara fyrir konur að fæða börn sín á sjúkrahúsi undir hand- leiðslu lækna heldur en í heimahúsi eftir gömlu aðferð- inni, þegar hver heilvita maður átti að geta séð hið gagnstæða. Enda er það að koma æ betur og betur í ljós að ýmsar hefð- bundnar lækningaaðferðir hafa í mörgum tilfellum gert illt verra og nægir þar að nefna oftrú á lyfjagjöf þar sem lyfin unnu miklu meira tjón en þau gerðu gagn. Það er til lítils að eyða illkynjuðu æxli með lyfj- um ef lyfin drepa líka sjúkling- inn. Og það er lítil huggun fyr- ir aðstandendur að heyra þessi orð frá lækninum: — Aðgerð- in heppnaðist fullkomlega en sjúklingurinn dó — Fyrir nú utan það að ekki má gleyma öllum þeim tilfellum þar sem fólk með ólæknandi sjúk- dóma hefur flúið hina hefð- bundnu meðferð og ætlað að deyja drottni sínum á eðlileg- an hátt. Þá hefur það oft gerst að sjúklingurinn tók að hress- ast og varð alheilbrigður, stundum á skömmum tíma. Þetta eru kölluð kraftaverk en kannski er þetta bara móðir náttúra sem græðir og læknar í kyrrþey ef hún fær til þess frið fyrir hrokafullum sér- fræðingum sem lama lækn- ingamátt hennar með eitur- pillum og geislavirkni. Eysteinn Björnsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.