Alþýðublaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 20. maí 1989 HIN SAMEIGINLEGA BARÁTTA MANNKYNS getur ekki setið og stjórnað ein og sér. Þá verður hún einangruð. Við verðum að festa allar ákvarðanir okkar og stefnumál í vilja flokks- manna og þjóðarinnar. Annars missum við tiltrú og töpum kosn- ingum. Það er mikilvægt að lýð- ræðislegt eftirlit sé til staðar. Hins vegar getur það gerst að flokkur og flokksforysta verði að koma með hugmyndir að nýrri stefnumörkun og vera málsvari fyrir nýrri hugsun. Það er ekki alltaf hægt að aðlaga sig að ráð- andi skoðunum, stundum verður forystan að mynda skoðanir. Það er hluti af ábyrgð flokksforyst- unnar. Hvað Sósíaldemókrataflokkn- um viðvíkur, þá ákveða l'lokks- þingin öll meiriháttar stefnumál og eftir þeim ákvörðunum vinnur flokksforystan. Einhver hópur innan flokksins getur ekki tekið upp á því að vinna gegn flokksfor- ystunni og hunsað ákvarðanir flokksþingsins milli þinga. Það gengur ekki.“ STÓR HLUTI HEIMS HORFIR TIL HORÐURLANDA_____________ — Mig langar til að leiða talið „Kommúnista- löndin hafa gífur- legan áhuga á hugmyndum sós- íaldemókrata. “ lítilsháttar að alþjóðamálum. Miklar umbœtur eiga sér nú stað í þjóðfélögum margra ríkja, ekki síst í kommúnistalöndunum; Sov- étríkjunum, Austur-Evrópu, Kína. Þar miða allar breytingar í lýðrceðisátt, frá einrœði til virkari þáttöku fjöldans. Telur þú að Sví- þjóð og hugsjónir og hugmyndir norrœnna sósíaldemókrata geti orðið þessum þjóðum fyrirmynd? „Orðið fyrirmynd er hættulegt. En það leikur enginn vafi á því, að hjá þessum þjóðum er gífurlegur áhugi á hugmyndum sósíaldemó- krata. Það er að segja að sameina öflugt atvinnulíf og lýðræðislegar ákvarðanir þannig að markaður- inn vinni með sameiginlegum þörfum þjóðfélagsins og stuðli að auknu öryggi þegnanna. Þar sam- einast félagslegt tryggingakerfi og öflugt markaðskerfi sem tryggir fólki atvinnu og öryggi í þjóðfé- lagi. Okkar kerfi stendur fyrir rétti borgaranna, ekki aðeins til að kjósa flokka á þing, heldur rétt til menntunar, rétt til að sjúkir og veikir fái rétta læknishjálp og að- hlynningu, að eldra fólkið fái að- stoð og umönnun í ellinni, svo nokkur grundvallaratriði séu nefnd. Það er þessi sameining frjálsra markaðsafla og pólitískrar stjórnunar sem er einkar mikil- væg: Okkur stjórnmálamönnum sem með völdin fara er treyst til að stjórna þannig að velferð borg aranna og þjóðarinnar sé sem mest og gæðunum skipt réttlát- lega án þess að við í ríkisstjórn- inni séum að skipuleggja fram- leiðslu og vöruþjónustu út í ystu æsar. Þessi vinnuskipting eða sam- komulag markaðs og pólitískrar stjórnunar sem Norðurlönd hafa uppgötvað og framkvæmt, er góð lausn og sem stór hluti heimsins horfir til.“ BREYTINGAR Á STEFNUSKRÁ__________________ — En samtímis vinna sænskir kratar nú að endurbótum á stefnuskrá sinni. Þýðir það að þið séuð að fjarlægast hið sögulega samkomulag markaðs og pólit- ískrar stjórnunar? Verður mark- aðsöflunum sleppt lausar í fram- tíðinni? „Það er rétt, í júlímánuði í ár verða lagðar fram tillögur að nýrri stefnuskrá flokksins. En þær tii- lögur fela ekki í sér að við séum á hlaupum frá grundvallahug- myndum okkar eins og stundum hefur verið haldið fram. Stærsta breytingin er sú, að við leggjum mun meiri áherslu á umhverfis- málin en áður og viðhorf til al- þjóðamála. Breytingarnar fela einnig í sér að fjarlægt verður úr- elt orðalag og hugtök sem við höf- um í reynd aldrei lifað eða unnið eftir en gætu, bókstaflega túlkuð, bent til miðstýringar.“ AUKIN AFVOPNUN STYRKIR UMHVERFISMÁLIN_____________ — Aftur til alþjóðamála: Hverjar eru að þínu áliti, slœrstu hœtturnar sem mannkyninu staf- ar af í dag? „I fyrsta lagi hættan á kjarn- orkustyrjöld. í öðru lagi um- hverfisstórslys eins og gætu gerst í sambandi við þynningu ósons- lagsins. í þriðja lagi hungrið i heiminum og atvinnuleysi stórs hluta mannkyns. Þetta þrennt ógnar mannkyninu og við verðum að bægja þeim frá sameiginlega. “ — Hvað getum við gert? „Það hefur þegar verið tekið afar mikilvægt skref með samn- ingum um eyðileggingu skamm- drægra eldflauga (INF) í Evrópu. Það er í fyrsta skipti sem ákveðið hefur verið að henda áhrifamestu eyðileggingarvopnunum á rusla- hauginn. En það er mikilvægt að halda áfram og vinna að banni og eyðileggingu langdrægra kjarna- flauga. Og halda síðan áfram og minnka hefðbundinn herafla í heiminum. Það er nú alþjóðleg þróun í gangi — sú fyrsta sem miðar að afvopnun heimsins. Við vitum nú hvað við erum að gera, hvernig á að framkvæma af- vopnunina og hvers vegna. Ef við leggjum vopnafram- leiðsluna á hilluna, fáum við fjár- magn og bolmagn til að berjast við önnur vandamál heimsins eins og umhverfismengun. Þetta er einfaldlega spurning um að fjár- festa i nýrri tækni sem er hættu- laus umhverfinu. Ef við tökum Austur-Evrópu sem dæmi, þá vitum við nákvæm- lega hvað gera skal. Svíþjóð hefur framleitt hreinsunartæki sem nota má til forða mengun frá kolaverksmiðjum A- Þýskalands „Mestu hœttur mannkyns eru kjarnorkustyrjöld, umhverfisstórslys, hungrið og at- vinnuleysið í heiminum. “

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.